Morgunblaðið - 19.01.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.01.2006, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÍSLENSK erfðagreining (ÍE) hef- ur keypt líftæknifyrirtækið Urði, Verðandi, Skuld (UVS) af Iceland Genomics Corporation Inc. Kaup- verðið er 350 milljónir króna en markmið kaupanna er að efla rannsóknir á erfðafræði krabba- meina. ÍE greiðir kaupverðið með hlutabréfum í deCODE genetics Inc. sem eru um eitt prósent af heildarfjölda hluta í deCODE. Brú Venture Capital hf. hafði umsjón með sölunni fyrir hönd seljenda. Þúsundir íslenskra krabba- meinssjúklinga og ættingja þeirra hafa tekið þátt í rannsóknum ÍE og UVS á krabbameinum og með kaupunum verður til ein öflugasta eining til rannsókna á erfðafræði krabbameina í heiminum í dag. UVS verður rekið sem dótturfyr- irtæki ÍE og ábyrgðarlæknar rannsókna UVS og þær stofnanir sem hlut eiga að máli munu starfa áfram að framgangi þeirra. Tveir stærstu hafa tekið höndum saman Að sögn Kára Stefánssonar for- stjóra ÍE hafa tveir stærstu að- ilarnir sem stunda erfðarannsóknir á krabbameinum á Íslandi nú tekið höndum saman og vonast hann til að það verði til að efla íslenskar krabbameins- rannsóknir enn frekar og auka möguleikana á að öðlast innsýn í líffræðilegar orsakir sjúk- dómsins. „Þeir aðilar sem hafa sett hvað mest í krabbameins- rannsóknir á Íslandi frá upphafi vega eru nú komnir saman í eitt verkefni. UVS hefur fjárfest tölu- vert mikið í að byggja upp og safna upplýsingum um krabbamein á Ís- landi og við höfum gert hið sama. Ég held að enginn aðili utan þess- ara tveggja fyrirtækja sem lagt eins mikið í að safna þessum upp- lýsingum,“ segir Kári í samtali við Morgunblaðið. „Það sem ég vonast til þess að fá út úr þessum kaupum verða skil- virkari rannsóknir á erfðum krabbameins. Við erum komnir með í eitt lið samstarfslækna sem unnu með okkur og þá sem unnu með UVS og höfum möguleika á að samnýta bæði gögn, frumgögn og niðurstöður. Ég geri mér vonir um að það komi til með að auka mögu- leika okkar á að búa til einhvers- konar gagnlegan skilning á erfða- fræði krabbameina, hjálpa okkur að búa til greiningarpróf, lyf og svo framvegis.“ UVS hefur unnið að Íslenska krabbameinsverkefninu frá árinu 1998 með þátttöku íslenskra lækna og heilbrigðisstofnana. Markmið þeirra rannsókna hefur verið að nota rannsóknir á sviði erfðafræði, líffræði og læknisfræði til að öðlast skilning á líffræðilegum orsökum krabbameina, segir í tilkynningu frá ÍE. Persónuvernd og Vísindasiða- nefnd hafa veitt leyfi til að sam- nýta gögn í krabbameinsrannsókn- um UVS og ÍE. Segir á vef Persónuverndar að hún hafi gefið út samkeyrsluleyfi sem UVS og ÍE sóttu um til að mega samkeyra skrár með persónuupplýsingum um fólk sem hefur tekið þátt í krabbameinsrannsóknum á þeirra vegum. Þar er átt við skrár sem hafa að geyma heilsufarsupplýs- ingar, lífsýnaupplýsingar, ætt- fræðiupplýsingar, erfðaupplýsing- ar og mæliniðurstöður úr umræddum krabbameinsrannsókn- um en upplýsingarnar eru auð- kenndar með dulkóðuðum kenni- tölum. Þá hefur Persónuvernd gefið út leyfi til handa fyrirtækj- unum til aðgangs að lífsýnasöfnun hvort annars í þágu rannsókna á erfðum krabbameinssjúkdóma. ÍE kaupir Urði, Verðandi, Skuld á 350 milljónir kr. Kári Stefánsson „ÉG man nú fyrst og fremst eftir fyrsta heljarstökkinu sem bíllinn tók og eftir að ég rankaði við mér og bíllinn var á hjólunum í gangi á árbakk- anum. Það var allt mikið lán að hann skyldi snúa þannig og ég náði að krafla í símann; vel að merkja gamla góða NMT kerfið því gemsinn var nú fokinn út í veður og vind auk þess sem eru einhver göt í netinu á þessum slóðum og ég ætla að vona að menn starfræki langdræga kerfið þar til eitthvað annað kemur í staðinn,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna við blaða- menn á sjúkrastofu sinni á Landspítalanum við Hring- braut í gær. Eins og kunnugt er lenti hann í alvarlegri bíl- veltu á mánudagskvöld við Klif sem er mitt á milli bæj- anna Bólstaðarhlíðar og Ár- túna í A-Húnavatnssýslu. Öll mikilvægustu líffæri Steingríms sluppu í bílvelt- unni en 13 rif brotnuðu m.a. og þarf hann að dveljast áfram á sjúkrahúsi næstu daga og vikur en vonast til að vera orðinn vinnufær undir vorið. Steingrímur sagðist furðu- sprækur og vonaðist því til að fólk hefði ekki óþarfa áhyggj- ur af sér. Stjanað væri við sig af starfsfólki deildar 12E á Landspítalanum. Brjóstkassinn ansi mikið brotinn „Ég er enginn sérfræð- ingur en svo mikið er víst að brjóstkassinn vinstra megin er ansi mikið brotinn, einhver 13 rif, viðbein og svona. En ég er svo stálheppinn að mik- ilvægustu líffæri, hryggurinn og hálsinn eru óbrotin og það er fyrir mestu. Mig langar líka til að nota tækifærið og koma innilegu þakklæti til allra þeirra sem komu að björguninni, allt frá Neyð- arlínunni sem hélt mér í sím- anum og rabbaði við mig, flutningabílstjóranum Ragn- ari sem fyrstur kom að mér og hlúði að mér, og síðan lög- reglu og sjúkraflutn- ingamönnum frá Sauðárkróki og Blönduósi, þyrluáhöfninni og öllum sem unnu frábært verk. Þegar maður hefur upp- lifað þetta sjálfur skilur mað- ur betur hversu ómetanlegt það er að eiga þjálfað fólk sem kann til verka við erfiðar aðstæður og ég er innilega þakklátur þeim sem lögðu hönd á plóg, og svo nátt- úrlega læknunum hér, bæði á slysadeildinni og gjörgæsl- unni og hér við Hringbraut- ina.“ Steingrímur sagðist muna eftir slysinu og lýsti því þegar bíll hans steyptist niður á ár- bakkann neðan vegar eins og gat í upphafi. „Ég notaði orkuna í að ná í símann og hringja,“ sagði hann en tók fyrir að nokkuð sérstakt hefði farið í gegnum huga sér við þessar aðstæður. „Ég get ekki sagt neinar æsingasögur af hvítum göngum eða að öll mín ævi hafi runnið mér fyrir hugskotssjónum. Ég var bara að reyna að halda bílnum á hjólunum meðan ég gat og síðan tók hitt við. Þetta gerist nú svo hratt að maður kemur ekki miklu í verk á þessum sekúndubrotum.“ Steingrímur sagði enn meiri varkárni sína, þótt mikil hefði verið, e.t.v. hafa getað komið í veg fyrir slysið. „Ég var ekki á mikilli ferð en að- stæðurnar voru mjög slæmar. Ef það er eitthvað sem þetta kennir manni þá er það það að aldrei er of varlega farið. Stundum dugar það varla til því það geta komið upp alger- lega óviðráðanlegar að- stæður. Ég held að það hefði ekki verið nein leið að hafa stjórn á bílnum eftir að hann fór af stað á annað borð.“ Þakið á bíl hans var það klesst að ekki kom annað til greina en að losa Steingrím út úr flakinu með klippum. „Eins og þegar menn sjá myndir af bílnum þá var þessi stóri og sterki bíll ákaflega hart leikinn. Loftpúðinn opn- aðist ekki af einhverjum ástæðum. Bíllinn fór dálítið mikið horn í horn,“ sagði Steingrímur og gat þess að hugsanlega hefðu loftpúða- skynjararnir ekki fengið boð um að opnast. Steingrímur sagði björg- unarliðið hafa verið mjög fljótt á vettvang og því hefði svona stórum og dýrum bíl er að maður er oft einn að þvæl- ast í allskonar færi á fjall- vegum um vetur. Í öðru lagi hef ég þá reglu að vera alltaf vel klæddur í bílnum. Þótt það sé notalegt inni, þá veit maður aldrei ef maður lendir útaf. Þá er betra að vera ekki á stuttermabol með funheita miðstöð. Þannig að ég var í jakka og með úlpuna í sætinu við hliðina á mér sem ég gat náð í. Ég var með símann ná- lægt og því vel útbúinn. Þetta minnir mann á hversu mik- ilvægt það er að hugsa fyrir svona hlutum fyrirfram því slysin gera sannarlega ekki boð á undan sér. Ég er búinn að vera farsæll ökumaður í 35 ár og atvinnubílstjóri í nokk- ur ár og held ég hafi aldrei lent í tryggingatjóni eða um- ferðaróhappi sem hafi ratað á skýrslu fyrr en í þetta sinn, og þá munar um það.“ Steingrímur sagðist nú myndu taka lífinu rólega og láta fagfólk um að meta hve- nær hann yrði vinnufær á ný. „Menn vara við því að ég geti orðið nokkuð kvalinn alllengi af því þetta eru mörg bein- brot, bæði rifbrot og hrygg- tindar og viðbein.“ Steingrímur sagði slysstað- inn vera með leiðinlegri stöð- um á leiðinni norður án þess að hann vildi skella skuldin á neinn. „En þetta er gamall kafli á veginum sem bíður þess að vera lagfærður eins og nokkrir fleiri staðir og auðvitað þyrfti að koma þarna minna hlykkjóttari vegur eða að minnsta kosti vegrið. Og jafnvel veit ég ekki hvort það er möguleiki á að færa veginn niður á jafnsléttu og grjótverja hann fyrir Norðuránni. Það væri besti kosturinn.“ Steingrímur sagðist aðeins hafa gefið sjónvarpsútsend- inum frá Alþingi auga en sagðist engin skilaboð hafa handa þingflokki sínum, enda væri hann sjálfur í fríi og þingflokkurinn gæti alveg séð um pólitíkina. „Það eina sem ég vil fá að segja af pólitísk- um toga er að það gleður mig sem hefur verið að gerast í Þjórsárveramálinu und- anfarna daga. Mér finnst að það vanti bara herslumuninn að klára málið. Það eru nokkrir aðilar ekki alveg nógu skýrir í sínum formúler- ingum. Það er augljóst mál að það á ekkert að gera annað en að fá málið endanlega út af borðinu. Það myndi gleðja mig mjög hér á sjúkrasæng- inni að fá þær fréttir, þó ég segi ekki meira.“ hann ekki þurft að bíða lengi í flakinu. „Reyndar var ekki al- veg öruggt hvar ég var í byrj- un því ég var ekki skýrari í kollinum en það – ég er svo sem kannski aldrei neitt sér- staklega skýr – en þarna var ástandið þannig að ég gat ekki alveg sagt fyrir víst hvort ég væri að koma ofan af Vatnsskarði eða Öxnadals- heiði.“ Oft að þvælast einn á fjallvegum Því að ekki fór verr þakk- aði Steingrímur sterkbyggð- um bíl sínum. „Mín helsta réttlæting fyrir því að vera á Steingrímur J. Sigfússon segist vera furðusprækur eftir alvarlegt bílslys við Húnaver „Notaði orkuna í að ná í símann“ Morgunblaðið/Brynjar Gauti „Þegar maður hefur upplifað þetta sjálfur skilur maður betur hversu ómetanlegt það er að eiga þjálfað fólk sem kann til verka við erfiðar aðstæður,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs á sjúkrastofu sinni á Landspítalanum í gærdag. Eftir Örlyg Sigurjónsson orsi@mbl.is ELDUR kom upp í sumarbústað við Flúðir í fyrrinótt. Fjórir voru í bú- staðnum, þar á meðal fyrrverandi slökkviliðsmaður og tókst fólkinu að halda eldinum í skefjum þar til Slökkviliðið í Hrunamannahreppi kom á vettvang. Að sögn lögreglunnar á Selfossi fékk slökkviliðsmaðurinn fyrrver- andi snert af reykeitrun en fólkið slapp ómeitt að öðru leyti. Þá er bú- staðurinn sem er nýlega byggður og í eigu starfsmannafélags, nokk- uð skemmdur að innan en fram- ganga mannsins bjargaði því sem bjargað varð og er bústaðurinn heill að öðru leyti. Maðurinn fékk meðferð á staðnum og var síðan fluttur á heilsugæsluna í Laugarási til aðhlynningar. Sumarbústaður brann á Flúðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.