Morgunblaðið - 19.01.2006, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
U
ndirritaður var í gær
samstarfssamn-
ingur um fram-
kvæmd viðamikillar
rannsóknar á fram-
lagi eldri borgara til samfélagsins
en þessi rannsókn mun verða
framkvæmd af Rannsóknarstofu
Kennaraháskóla Íslands fyrir Fé-
lag eldri borgara í Reykjavík.
Kostunaraðili rannsóknarinnar er
Samband íslenskra sparisjóða en
það hefur veitt 5 milljónir króna til
rannsóknarinnar.
Tilefni rannsóknarinnar er við-
horf fjölmiðla og almennings til
eldri borgara en athygli þeirra
hefur einkum beinst að hlutskipti
þeirra eldri borgara sem eru sjúk-
ir og búa við þröngan kost. Mark-
miðið með rannsókninni er að
varpa nýju ljósi á þá mynd sem
dregin hefur verið upp af eldra
fólki og undirstrika þá staðreynd
að eldra fólk er ekki bara baggi á
samfélaginu.
Góð heilsa og góð kjör
Í ávarpi Bryndísar Víglunds-
dóttur, sem á sæti í undirbúnings-
hópi Félags eldri borgara í
Reykjavík, kom fram að þónokkuð
væri til af upplýsingum um aðbún-
að og aðstöðu eldri borgara sem
gerði það að verkum að oft á tíðum
horfði fólk á eldra fólk sem hóp
veikra og ósjálfbjarga ein-
staklinga. Af því mætti þá jafnvel
draga þá ályktun að allir Íslend-
ingar 67 ára og eldri væru bundnir
á klafa veikinda og fátæktar en
sem betur fer væri svo ekki í raun.
Hún benti á að gott væri til þess
að vita að stór hópur fullorðinna
Íslendinga væri svo gæfusamur að
búa við góða heilsu, góð kjör og
taka þátt í hinu daglega lífi. Hún
taldi þessar staðreyndir hafa
gleymst og það ætti ekki að
gleyma því að eldra fólk væri jafn
fjölskrúðugt og fólk á tvítugsaldri.
Það hefði því verið tímabært
þegar stjórn Félags eldri borgara
í Reykjavík ályktaði um að athuga
á faglegan hátt hvernig þessi hóp-
ur hefði það og hvað hann væri að
gera.
Áhugaverð rannsókn
Ingibjörg Harðardóttir, lektor í
sálfræði við KHÍ og umsjón-
armaður könnunarinnar, segir að
Ingibjörg að Félag eldri borg
hafi leitað til Rannsóknarstof
unar KHÍ og þar hafi hún tek
sér að vera umsjónarmaður v
efnisins. Henni hafi þótt þetta
vera mjög áhugaverð rannsók
þar sem þetta sé annar vinkil
viðhorfi til eldri borgara og st
þeirra sem eru orðnir eldri en
ára. Hún segir að í rannsókni
verði horft allt öðruvísi á þen
hóp en gert hefur verið í rann
sóknum á eldri borgurum áðu
Þar hafi fremur verið einblínt
vankanta í þjónustu og það se
lýtur að úrræðum fyrir eldri b
ara. Hún telur að vöntun hafi
á rannsóknum um jákvæðari
er tengist eldri borgurum og
ennfremur mikilvægt að líta á
þessa hóps frá mörgum sjón-
arhornum fremur en að einbl
einn þátt.
Margrét Margeirsdóttir, fo
maður Félags eldri borgara í
Reykjavík, sagði að þessi sam
rannsóknin muni fara þannig fram
að viðtöl verði tekin við 20 eldri
borgara og gögnum safnað ásamt
því að opinber gögn er varða fram-
lag eldri borgara til samfélagsins
verða greind. „Við munum síðan
taka gögnin úr viðtölunum ásamt
þessum opinberu gögnum og setja
saman spurningalista sem við
munum bera undir fólk á aldrinum
18 ára og eldra. Könnunin sjálf
miðast ekki einungis við eldri
borgara þótt við séum að fræðast
um þeirra framlag,“ segir Ingi-
björg og bætti því við að framlag
Sparisjóðanna hefði verið mik-
ilvægt enda sé þetta viðamikil
könnun: „Samstarfið við Spari-
sjóðina gerir okkur kleift að vinna
rannsóknina á mun faglegri hátt.
Til dæmis getum við fengið fag-
aðila til að sjá um símakönnunina
sem tryggir okkur áreiðanlegar
upplýsingar.“
Aðspurð hver hafi haft frum-
kvæðið að þessari rannsókn segir
Viðhorf almennings til eldri borgara virðist oft á tíðum
Eldra fólk er e
baggi á samfél
Í undirbúningi er
rannsókn á vegum
Félags eldri borgara
í Reykjavík um fram-
lag eldri borgara til
samfélagsins. Vonast
er til að niðurstöður
rannsóknarinnar
breyti viðhorfi al-
mennings til þessa
hóps en upp á síð-
kastið hefur umræð-
an beinst að þeim
sem sjúkir eru og búa
við þröngan kost.
Sigurður Pálmi Sig-
urbjörnsson ræddi
við aðstandendur
rannsóknarinnar.
Ingibjörg Harðardóttir, umsjónarmaður verkefnisins, Guðjón Guð
íslenskra Sparisjóða, og Margrét Margeirsdóttir, formaður Félag
Morgunblaði
Tilefni rannsóknarinnar er viðhorf fjölmiðla og almennings til eld
borgara en athygli þeirra hefur einkum beinst að hlutskipti þeirra
eldri borgara sem eru sjúkir og búa við þröngan kost. Markmiðið
rannsókninni er að varpa nýju ljósi á þá mynd sem dregin hefur ve
upp af eldra fólki.
Varpa nýju ljósi á eldri borgara
NORÐLINGAÖLDUVEITA
ÚR SÖGUNNI?
Eftir atburði síðastliðins þriðju-dags er vandséð að nokkuð getiorðið úr áformum um Norðlinga-
ölduveitu, þótt ekki hafi hún enn verið
formlega tekin út af borðinu.
Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti
með atkvæðum Reykjavíkurlistans og
Frjálslynda flokksins að leggjast gegn
öllum frekari virkjunarframkvæmdum í
Þjórsárverum og að fallið verði frá gerð
Norðlingaölduveitu. Þess í stað vill borg-
arstjórn að Landsvirkjun skoði mögu-
leika á uppbyggingu gufuaflsvirkjana,
sem séu umhverfisvænni kostur en
vatnsaflsvirkjanir.
Stjórn Landsvirkjunar á eftir að fjalla
um þessa samþykkt borgarstjórnar. En
þegar af þeirri ástæðu að eigandi 45%
hlutar í Landsvirkjun leggst svo ein-
dregið gegn framkvæmdinni, verður að
teljast nánast útilokað að í hana verði
ráðizt.
Auðvitað kunna menn að spyrja, hvort
nýr meirihluti í borgarstjórn eftir næstu
kosningar gæti breytt þeirri stöðu.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgar-
stjórn sátu hjá við afgreiðslu tillögu
Ólafs F. Magnússonar um Þjórsárverin
og útiloka út af fyrir sig ekki að til gerð-
ar Norðlingaölduveitu geti komið í fram-
tíðinni, þótt þeir hvetji til að áform um
hana verði lögð til hliðar og annarra
virkjunarkosta leitað.
Sjálfstæðismenn virðast engu að síður
átta sig á hinu breytta andrúmslofti í
samfélaginu gagnvart framkvæmdum á
hálendinu og segja í bókun sinni í borg-
arstjórn: „Raunar hníga rök að því að frá
því verði horfið að ráðast í veituna í nú-
verandi mynd, auk þess sem áform eru
uppi um að stækka friðland Þjórsárvera
enn frekar.“ Með öðrum orðum er ekki
líklegt, fari svo að Sjálfstæðisflokkurinn
nái meirihluta í borgarstjórn Reykjavík-
ur í vor, að hann muni breyta afstöðu
borgarstjórnar til Norðlingaölduveitu.
Segja má að það hafi verið vanhugsað
hjá borgarstjóra, Steinunni Valdísi Ósk-
arsdóttur, að leggja til að bætt yrði við
tillögu Ólafs F. Magnússonar að borg-
arstjórn beindi því til Landsvirkjunar að
skoða möguleika á gufuaflsvirkjunum.
Það er engin ástæða til að efast um að
samþykkt borgarstjórnarmeirihlutans
byggist á náttúruverndarsjónarmiðum
fyrst og fremst, en þessi viðaukatillaga
hefur orðið til að beina athyglinni að
þeim hagsmunaárekstri, sem Friðrik
Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar,
gerir að umtalsefni í Morgunblaðinu í
gær. Landsvirkjun á ekki kost á jarð-
varmavirkjunum sunnanlands; það á
hins vegar Orkuveita Reykjavíkur. Eftir
að samkeppni var innleidd á raforku-
markaðnum er það auðvitað ómöguleg
staða fyrir Reykjavíkurborg að eiga
stóran hlut í tveimur orkufyrirtækjum
til langframa.
Eftir fund Landsvirkjunar með
heimamönnum við Þjórsá í fyrradag er
ljóst að fyrirtækið leggur enga áherzlu á
Norðlingaölduveitu næstu árin, heldur
að aðrir virkjanakostir á Þjórsársvæð-
inu verði nýttir.
Ennfremur er ljóst hvert hugur um-
hverfisráðherra, Sigríðar Önnu Þórðar-
dóttur, stefnir. Hún orðaði það svo á Al-
þingi í fyrradag að í raun og veru hefði
Norðlingaölduveita þegar verið „sett á
ís“, enda væri engin sérstök þörf fyrir
framkvæmdina nú. Ráðherra sagði vel
koma til greina að stækka friðlandið í
Þjórsárverum. Það þýddi að skoða yrði
hvort taka ætti Norðlingaölduveitu af
dagskrá.
Það er sú leið, sem á að fara og rík-
isstjórnin er augljóslega að byrja að
fikra sig inn á.
BARÁTTAN VIÐ
RISTILKRABBAMEIN
Skimun fyrir ristilkrabbameini vartil umræðu á Læknadögum, sem
nú standa yfir. Þar kom fram að
krabbamein í ristli væri önnur al-
gengasta dánarorsökin af völdum
krabbameins hér á landi og árlega
dæju milli 50 og 55 sjúklingar af rist-
ilkrabbameini. Eins og fram kom í
fréttaskýringu Silju Bjarkar Huldu-
dóttur í Morgunblaðinu í gær sýnir
reynslan að helmingur þeirra, sem
eru nýgreindir, er með langt gengið
krabbamein og mun deyja af völdum
þess. Þrátt fyrir mikla þekkingu hef-
ur ekki tekist að greina sjúkdóminn á
fyrri stigum, en rannsóknir sýna hins
vegar að með því að skoða ristilinn og
fjarlægja sepa megi minnka líkur á
krabbameini um allt að 90%.
Þegar hefur verið hafist handa við
skipulega skimun eftir ristilkrabba-
meini í Finnlandi og hefur reynslan
verið góð. Nú liggur þingsályktun-
artillaga fyrir Alþingi um að hefja
skipulega leit hér á landi. Samkvæmt
útreikningum Ásgeirs Theodórs, sér-
fræðings í meltingarsjúkdómum,
mætti bjarga allt að 12 mannslífum á
ári með skipulegri skimun. Yrði leitað
meðal þeirra, sem eru á aldrinum 55
til 70 ára, á tveggja ára fresti eins og
vinnuhópur á vegum landlæknis hefur
lagt til yrði árlegur kostnaður 30
milljónir króna. Það er ekki mikið fé,
sérstaklega ekki þegar það er sett í
samhengi við þann kostnað, sem
krabbameinið leggur á samfélagið.
Á Læknadögum talaði Nick Car-
iglia, sérfræðingur í lyflækningum og
meltingarsjúkdómum, og sagði að
bjóða ætti upp á leit fyrir alla eldri en
50 ára því að rannsóknir sýndu að
hægt væri að draga verulega úr dán-
artíðni með því einu að til dæmis leita
eftir blóði í saur. Að hans sögn er við
lækna að sakast að ekki skuli þegar
hafa verið hafist handa við að skima
eftir ristilkrabbameini því að þeir
byggju yfir þekkingunni og ættu að
tala máli skimunar. Óskar Reykdals-
son, sérfræðingur í heimilislækning-
um, ræddi árvekni lækna og sagði
lykilatriði að læknar í klínísku starfi
hlustuðu á sjúklinga sína og veittu
einkennum ristil- og endaþarms-
krabbameins athygli.
Mestu skiptir þó að hefja skipulega
skimun sem fyrst. Ásgeir Theodórs
kallaði erindi sitt á Læknadögum
„Krabbamein í ristli: „Hinn þögli
morðingi“.“ Í langflestum tilvikum á
ristilkrabbamein upptök í góðkynja
kirtilæxli, sem fjórðungur Íslendinga
yfir fimmtugu gengur með í ristlinum.
Sex til sjö af hundraði þeirra geti orð-
ið illkynja á að meðaltali 10 árum. Í
fyrstu eru einkennin lítil og því er það
líkast til að ristilkrabbamein greinist
yfirleitt of seint. Lykillinn að lækn-
ingu er greining áður en einkennin
koma fram. Skipulögð skimun er for-
sendan fyrir því að hægt sé að komast
fyrir ristilkrabbamein í tæka tíð og
því er ekki eftir neinu að bíða.