Morgunblaðið - 19.01.2006, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
Samvera eldri borgara
fimmtudaginn 19. janúar kl. 15:00
Óskar Pétursson tenórsöngvari er gestur
samverunnar. Almennur söngur, upplestur,
helgistund, spjall og kaffiveitingar að venju.
Allir hjartanlega velkomnir
Glerárkirkja
GLERÁRKIRKJA
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
AKUREYRI
Árbær | Góður árangur hefur náðst
með skipulegum forvörnum í Árbæj-
arhverfi síðan árið 2003, en á þeim
tíma sýndu kannanir að Árbæj-
arhverfi skar sig úr öðrum hverfum
vegna þess að áfengis-, tóbaks-, og
vímuefnanotkun unglinga í grunn-
skóla var vel yfir meðalltali hverfa
Reykjavíkur. Í ljósi þess ákvað
hverfaráð Árbæjar að skera upp
herör gegn vandanum og efndi til
funda með öllum lykilaðilum til að
leita samstarfs. Könnun fyrir árið
2005 sýnir að dæmið hefur snúist
við.
Sem dæmi um þann árangur sem
náðst hefur má nefna að þeim tí-
undubekkingum sem reyktu dag-
lega fækkaði úr 17% í 9% og áfeng-
isneysla unglinga í 9. bekk á 30 daga
tímabili minnkaði úr 25% í 11% frá
árinu 2003.
Dagur B. Eggertsson, formaður
hverfisráðs Árbæjar, segir dæmið
úr Árbæjarhverfi sýna að þegar tak-
ist að ná samstarfi og samtakamætti
unglinga, foreldra þeirra, fé-
lagasamtaka og opinberra aðila í
þessu efni láti árangurinn ekki á sér
standa.
Reynt var að fá fólk til að vinna
nánar saman og voru allir sem hlut
eiga að máli kallaðir að borðinu í
hinu skipulagða forvarnaátaki. Dag-
ur B. Eggertsson segir að markmið
Hverfaráðsins um að Árbær yrði til
fyrirmyndar í forvörnum hafi náðst
með skipulegum vinnubrögðum.
Nálgunin byggðist öðrum þræði á
rannsóknum sem draga fram hvað
helst virkar í forvörnum: „Allir sem
tengjast unglingum í hverfinu voru
kallaðir til leiks; hverfaráð, skólinn,
félagsmiðstöðin, kirkjan og íþrótta-
félagið en síðast en ekki síst for-
eldrafélögin og unglingarnir sjálfir,“ segir Dagur. „Árbærinn var á nið-
urleið en með skýrum skilaboðum,
mikilli og samstilltri vinnu hefur
tekist að snúa þessari þróun við eins
og þessar nýju tölur sýna. Forvarnir
eru vitanlega viðvarandi verkefni og
eiga að vera forgangsmál áfram, í
Árbæ einsog annars staðar.“
Fer víða fram úr
meðaltali Reykjavíkur
Helstu niðurstöður kannana 2003
og 2005 um tóbaks- og vímuefn-
anotkun unglinga í Árbæ.
Daglegar reykingar í 10. bekk
minnkuðu úr 17% í 9%. Á sama
tímabili lækkaði þessi tala í Reykja-
vík allri úr 15% í 10%.
Daglegar reykingar í 9. bekk
minnkuðu úr 12% í 9%. Á sama
tímabili hækkaði þessi tala í Reykja-
vík allri úr 8% í 9%.
Þá minnkaði munntóbaksnotkun í
10. bekk úr 11% (5% í Reykjavík
allri) í 3% (2% í Reykjavík allri) á
tímabilinu.
Hlutfall nemenda í 10. bekk í
Árbæ sem hafa orðið ölvaðir einu
sinni eða oftar síðastliðna 30 daga
fór úr 31% (28% í Reykjavík allri) í
21% (22% í Reykjavík allri).
Þá fór hlutfall nemenda í 9. bekk í
Árbæ sem hafa orðið ölvaðir einu
sinni eða oftar síðastliðna 30 daga úr
25% (14% í Reykjavík allri) í 11%
(15% í Reykjavík allri).
Ennfremur lækkaði hlutfall nem-
enda í 10. bekk sem höfðu sniffað
einu sinni eða oftar um ævina úr
13% (9% í Rvk.) í 3% (3% í Rvk.)
Þá minnkaði hlutfall nemenda í
10. bekk sem höfðu notað hass einu
sinni eða oftar úr 16% í 10% á tíma-
bilinu, en hlutfall nemenda í 9. bekk
jókst á sama tímabili úr 7% í 10%, á
meðan Reykjavík sem heild stóð í
stað.
Hafa ber í huga að árangur Ár-
bæjar hefur áhrif á meðaltal
Reykjavíkurborgar, en í Árbæj-
arhverfi búa um 10% reykvískra
unglinga.
Góður árangur af forvörnum í Árbænum
Skipulagt samstarf skilar sér
Morgunblaðið/RAX
Bjartar vonir Árbæingar hafa efnt til átaks til verndar æskunni.
HUGMYNDIR að umfangsmikilli
uppbyggingu íþróttamannvirkja á
félagssvæði Íþróttafélagsins Þórs
voru kynntar í gær, en þær gera m.a.
ráð fyrir að byggð verði upp aðstaða
fyrir iðkun frjálsra íþrótta og knatt-
spyrnu á félagssvæðinu við Skarðs-
hlíð. Þær gera einnig ráð fyrir að á
núverandi aðalvelli félagsins verði
byggður upp frjálsíþróttaleikvangur
með átta hlaupabrautum, lang-
stökksgryfju, aðstöðu fyrir stang-
arstökk og kastgreinar. Leikvang-
urinn yrði samkvæmt stöngustu
kröfum, myndi svo dæmi sé tekið
uppfylla kröfur um Evrópubikarmót
í frjálsum íþróttum. Kostnaðar-
áætlun hljóðar upp á rúmar 353
milljónir króna.
Alls staðar fengið
góðar viðtökur
„Okkur var falið þetta verkefni,“
segir Árni Óðinsson sem ásamt
Ragnari Sverrissyni vann að tillög-
unum, en Bjarni Sveinbjörnsson
arkitekt og Ásmundur Ingvarsson
verkfræðingur tóku þátt í gerð til-
lagna. „Við unnum þetta að eigin
frumkvæði, en höfum kynnt þetta
fyrir aðalstjórn Þórs og þar fengum
við góðar viðtökur við tillögunum,
raunar má segja að mönnum hefur
alls staðar litist vel á.“
Land og mannvirki
metin á 1,2 milljarða
Fjárfestar, sem enn sem komið er
vilja ekki bendla sig við málið, eru til-
búnir til að kaupa landrými á fé-
lagssvæði Þórs, félagsheimilið Ham-
ar og einnig fjölnota íþróttahúsið
Bogann auk þess að standa straum af
fyrirhuguðum framkvæmdum. Árni
sagði að gert væri ráð fyrir að kostn-
aður við kaup á landi og fasteignum
gæti numið um 1,2 milljarði króna.
Hann sagði umrædda fjárfesta hafa
komið á fund þeirra Ragnars að
fyrra bragði, en þeir eru jafnframt
tilbúnir til að leiga Akureyrarbæ
mannvirkin til lengri tíma.
Eitt þúsund manna stúka
Auk leikvangs fyrir frjálsar íþrótt-
ir gerir tillagan ráð fyrir að byggður
verði upp leikvangur fyrir knatt-
spyrnu sunnan Bogans, gervigras-
völlur með lýsingu og hita og að við
völlinn verður reist áhorfendastúka
sem rúmar um eitt þúsund áhorf-
endur. Þá er einnig stefnt að því að
byggja æfingavöll fyrir knattspyrnu
á svæðinu og yrði hann í fullri stærð,
en að auki annar minni völlur til æf-
inga vestan við Hamar, við Sunnu-
hlíð.
Árni segir að hugmyndirnar verði
kynntar á almennum félagsfundi
sem haldinn verður í næstu viku, „og
þar með er félagið komið með bolt-
ann og umræðan fer væntanlega af
stað“. Hann vonaði að tillaga þeirra
félaga yrði gott innlegg í þá umræðu
sem framundan væri um skipan
íþróttamála á Akureyri, en á þeim
vettvangi þyrfti að taka stórar
ákvarðanir. „Bærinn hefur tekið að
sér að halda Landsmót UMFÍ árið
2009 og það er ljóst að fara þarf út í
stórframkvæmdir áður en það verð-
ur haldið. Þetta er kostur sem ég
held að menn hljóti að skoða vel, en í
framhaldi af því að tillögurnar hafa
litið dagsins ljós verður að fjalla um
málið innan bæjarkerfisins og á hin-
um pólitíska vettvangi,“ sagði Árni,
en hann nefndi einnig að ef allt gengi
upp væru fjárfestar tilbúnir til ljúka
þeim framkvæmdum sem nefndar
eru í tillögunni á tveimur árum, þeim
yrði því lokið árið 2008.
Upphaf tillögugerðarinnar má
rekja til alvarlegrar fjárhagsstöðu
Íþróttafélagsins Þórs, en á fé-
lagsfundi í síðastliðnum mánuði var
þeim Árna og Ragnari falið að skoða
málið frá öllum hliðum og leita allra
mögulegra leiða til að koma félaginu
úr þeim ógöngum sem það nú er í.
Vinna þeirra miðaðist m.a. við tillögu
sem fram kom í skýrslu sem gerð var
fyrir nokkrum misserum um fyr-
irkomulag íþróttavalla í bænum. Ein
þeirra var að leggja Akureyrarvöll
niður í núverandi mynd og byggja
upp æfinga- og keppnisaðstöðu fyrir
frjálsíþrótta- og knattspyrnumenn á
félagssvæðum KA og Þórs.
Hugmyndir um uppbyggingu frjálsíþróttaaðstöðu, stúku og knattspyrnuvalla á Þórssvæðinu
Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur
maggath@mbl.is
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Kynna nýjar hugmyndir Ásmundur Ingvarsson sýnir tillöguna að breytingum á félagssvæði Þórs í Glerárhverfi.
Fjárfestar vilja leggja fram 1,5 milljarða
SLÖKKVILIÐ höfuðborgarsvæð-
isins hafði í nógu að snúast í gær-
morgun en vatnsleka varð vart á
þremur stöðum í borginni. Rekja
má lekana til mikils frosts sem
gerði í fyrrakvöld.
Talsverður leki varð í versl-
unarmiðstöðinni Firði í Hafnarfirði
í gærmorgun og olli tjóni á lager
herrafataverslunarinnar Herra
Hafnarfjörður. Að sögn Slökkviliðs
höfuðborgarsvæðisins komst vatn
inn á loftræstikerfið, en nýlega
hafði verið unnið í því. Í frostinu í
fyrrakvöld sprungu rör sem leiddu
til vatnslekans. Svo heppilega vildi
til að starfsmaður Fjarðar kom að
fljótlega eftir að leka tók, eða um
hálf átta, og lokaði fyrir vatnið.
Slökkviliðið kom á vettvang
skömmu síðar og var að hreins-
unarstörfum fram undir hádegi.
Í Borgarholtsskóla lak einnig
vegna frostskemmda í loftræsti-
kerfi og urðu nokkrar skemmdir á
loftklæðningu.
Þá urðu talsverðar skemmdir á
gólfefnum í íbúð í þriggja hæða
blokk í Arahólum í Reykjavík. Vatn
lak á inn í íbúð vegna þess að frosið
hafði í þakrennu. Slökkviliði fór á
vettvang með körfubíl og dældi
vatninu út jafnóðum áður en hægt
var að koma í veg fyrir lekann.
Þrjú útköll
vegna vatnsleka
Hafnarfjörður | Lýðræðis- og jafn-
réttisnefnd Hafnarfjarðar sam-
þykkti á fundi sl. þriðjudag ályktun
þar sem nefndin fagnar fram
komnu frumvarpi um réttarstöðu
samkynhneigðra. Nefndin styður
jafnframt fyrirhugaða breyting-
artillögu á frumvarpinu sem heim-
ilar trúfélögum að gefa saman sam-
kynhneigð pör í hjónaband.
Fagna
frumvarpi um
samkynhneigða