Morgunblaðið - 19.01.2006, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Megum við kannski ekki heldur vera með ykkur uppi á haugum?
Ber bönkum að látaaf hendi til skatt-yfirvalda upplýs-
ingar um hlutabréfavið-
skipti viðskiptavina sinna?
Um þetta er tekist á í
Héraðsdómi Reykjavíkur,
eftir að stóru bankarnir,
Landsbanki Íslands, KB-
banki og Íslandsbanki,
höfðuðu í fyrra mál á
hendur ríkisskattstjóra.
Málið er höfðað til viður-
kenningar á því að þeim sé
ekki skylt að láta af hendi
upplýsingar um hluta-
bréfaviðskipti viðskipta-
vina. Voru mál bankanna þingfest
í júlí í fyrra, en fyrirtaka vegna
þeirra var í héraðsdómi í fyrra-
dag. Ríkisskattstjóri gagnstefndi
í málinu til að fá viðurkennda
skyldu fjármálastofnana til að láta
þessar upplýsingar af hendi.
Guðjón Rúnarsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka banka og
verðbréfafyrirtækja (SBV), segir
forsögu málsins þá að árið 2001
hafi Indriði H. Þorláksson, ríkis-
skattstjóri, sent beiðni til fjár-
málafyrirtækja sem hafa með
höndum verðbréfastarfsemi þar
sem óskað var eftir upplýsingum
um öll verðbréfaviðskipti sem átt
hefðu sér stað hjá þessum fyrir-
tækjum árið 2000. Var beiðnin
sett fram með vísan til 2. mgr. 92.
greinar laga um tekju- og eigna-
skatt. Málsgreinin er eftirfarandi:
Allir aðilar, þar með taldir bank-
ar, sparisjóðir og aðrar peninga-
stofnanir, verðbréfamarkaðir og
aðrir sem annast kaup og sölu,
umboðsviðskipti og aðra umsýslu
með hlutabréf, skulu ótilkvaddir
afhenda skattstjóra eða umboðs-
manni hans skýrslu um slík við-
skipti og aðila að þeim, ókeypis og
í því formi sem ríkisskattstjóri
ákveður.
Guðjón segir að í framhaldi
beiðnar ríkisskattstjóra hafi SBV
tekið upp viðræður við ríkisskatt-
stjóra og hafi þær leitt til stofn-
unar tveggja vinnuhópa, um for-
prentun upplýsinga á skattfram-
töl og um lausn á ósk RSK
varðandi upplýsingar um hluta-
bréfaviðskipti fyrir árið 2000.
Hafi niðurstaðan í því máli orðið
sú að fyrirtækin skiluðu upplýs-
ingum til skattyfirvalda þar sem
fram kæmi heildartala þeirra við-
skipta með hlutabréf sem þau
höfðu átt fyrir hönd viðskiptavina
sinna, án þess að nöfn viðkomandi
viðskiptavina kæmu fram. Guðjón
segir að hópurinn sem átti að
vinna að forprentunarmálinu hafi
hins vegar aldrei verið kallaður
saman. Sumarið 2003 hafi svo rík-
isskattsjóri á ný sent bréf þar sem
óskað var eftir upplýsingum.
Fremur en að fá dómsúrskurð
vegna málsins hafi ríkisskattstjóri
haldið áfram að senda bréf til fjár-
málafyrirtækja, þar sem óskað
var eftir upplýsingum um hluta-
bréfaviðskipti. Að lokum hafi ver-
ið ákveðið að stærstu fyrirtækin,
stóru bankarnir þrír, færu sjálfir í
mál, hver fyrir sig, og færu þar
fram á viðurkenningu á því að
þeir þyrftu ekki að afhenda þess-
ar upplýsingar. Héraðsdómur
ákvað svo að sameina málin í eitt
þegar þau voru tekin fyrir í fyrra-
dag.
„Það er mjög óþægileg staða
fyrir þessi fyrirtæki, sem eiga allt
sitt undir trausti viðskiptavina að
æðsti stjórnandi skattamála í
landinu fari ítrekað fram með
þeim hætti sem hann hefur gert
gagnvart þessum fyrirtækjum.
Hann hefur krafist upplýsinga og
jafnvel gert grein fyrir því opin-
berlega á eftir að aðilar hafi ekki
viljað afhenda upplýsingar. Fjár-
málafyrirtækin töldu hins vegar
að meðan minnsti vafi léki á að
þeim bæri að afhenda þetta með
þeim hætti sem hann var að óska,
þá væri það ekki hægt vegna
bankaleyndar,“ segir hann.
Allstór liður í tekjumyndun
Indriði H. Þorláksson, ríkis-
skattstjóri, segir ástæðu þess að
óskað sé eftir upplýsingum um
hlutabréfaviðskipti þá, að þær
skipti miklu máli fyrir alla fram-
talsgerð og skattframkvæmd.
„Vægi hlutabréfakaupa og -við-
skipta hefur verið sífellt að
aukast. Þetta er orðinn allstór lið-
ur í tekjumynduninni í þjóðfélag-
inu,“ segir Indriði.
Hann segir að við gerð framtals
séu atriði sem snúa að hlutabréfa-
viðskiptum, svo sem hlutabréfa-
eign og kaup, með þeim flóknari
sem sinna þurfi. „Flóknar reglur
gilda um hvernig söluhagnaður er
reiknaður,“ nefnir Indriði sem
dæmi. „Með því að fá þessar upp-
lýsingar frá fyrstu hendi myndi
það auðvelda alla vinnu, bæði
framteljenda og skattyfirvalda.“
„Við fáum þegar upplýsingar
um aðra þætti, svo sem launa-
greiðslur, lífeyri, bætur og fleira.
Við teljum eðlilegt að hið sama
gildi um þetta, svo gætt sé að
jafnræði milli þegnanna.“
Indriði segir skattyfirvöld hafa
reynt að fá fjármálafyrirtækin til
samvinnu vegna málsins. Hafi þau
reynst fús til þess að öllu öðru
leyti en því að skila umbeðnum
upplýsingum. Að lokum hafi verið
óskað eftir því að skattrannsókna-
stjóri tæki málið til athugunar. Þá
hafi bankarnir ákveðið að höfða
mál til þess að hnekkja kröfunni
og ríkisskattstjóri í kjölfarið
gagnstefnt.
Fréttaskýring | Upplýsingagjöf fjármála-
fyrirtækja til meðferðar í héraðsdómi
Ágreiningur
um bankaleynd
Ríkisskattstjóri vill að bankar upplýsi
um hlutabréfaviðskipti einstaklinga
Vægi hlutabréfaviðskipta hefur aukist.
Ekki eru allar sölutekjur
taldar rétt fram til skatts
Um fimm milljarða virðist
vanta upp á að einstaklingar telji
sölutekjur af hlutabréfum rétt
fram, eða rúmlega 20% af því
sem fjármálastofnanir telja
fram. Þetta kemur fram í 1. tölu-
blaði Tíundar 2005, en ríkis-
skattstjóri gefur blaðið út. Eru
tölurnar byggðar á upplýsingum
14 fjármálastofnana um heildar-
viðskipti við einstaklinga árið
2003. Þær voru bornar saman við
upplýsingar í gagnasöfnum
ríkisskattstjóra.
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur
elva@mbl.is
„ÞETTA er eins og að koma á
gamlan heimavöll,“ sagði Vil-
hjálmur Eg-
ilsson, ráðu-
neytisstjóri í
sjávarútvegs-
ráðuneytinu,
sem tekur við
starfi fram-
kvæmda-
stjóra Sam-
taka
atvinnulífsins
(SA). Hann
sagði að sér
hafi þótt heiður að starfstilboðinu
frá stjórn SA og framkvæmda-
stjórastarfið mjög áhugavert.
Ekki á leið í stjórnmálin
Vettvangur atvinnulífsins er
ekki framandi fyrir Vilhjálmi.
„Mér leið ágætlega bæði hjá VSÍ
og Verzlunarráðinu. Ég hef haft
mikinn áhuga á framfaramálum at-
vinnulífsins og öllu sem því við-
kemur. Vissulega hefur verið
ágætis vettvangur hér [í ráðuneyt-
inu] til að fjalla um málefni sjáv-
arútvegsins. En hitt er víðfeðmara
og líkara því sem ég hef gert um
starfsævina.“
Aðspurður kvaðst Vilhjálmur
ekki vera á leið í stjórnmálin á ný.
„Ég var búinn að vera tólf ár í
þinginu og sem framkvæmdastjóri
Samtaka atvinnulífsins verð ég
ekki í flokkapólitík. Mörg af fram-
faramálum atvinnulífsins þurfa að
fá framgang á sviði stjórnmálanna.
Ég þekki vel til á þeim bænum og
vona að ég geti átt góða samvinnu
við alla.“
Kjarnahlutverk SA er að gera
kjarasamninga, að mati Vilhjálms.
„Ég vona að það takist að viðhalda
þeirri skynsemi sem hefur verið
við lýði í kjarasamningum á síð-
ustu árum. Það er samfellt við-
fangsefni að vinna að því. Samtök
atvinnulífsins eru einnig mikið að
fjalla um allskyns framfaramál og
efnahagsmál og ég hlakka til að
takast á við þau.“
„Eins og að koma á
gamlan heimavöll“ SNJÓFLÓÐ féll á veginn um Ós-hlíð við Bolungarvík í gærmorgun
og þurfti að loka honum um tíma.
Engin slys urðu á fólki en skömmu
eftir að það féll keyrði ökumaður í
flóðið og festi bíl sinn. Slæmt veð-
ur var á þessum slóðum, dimmt yf-
ir og varð ökumaður ekki var við
að vegurinn væri ófær. Snjómokst-
urstæki kom á vettvang skömmu
síðar og gróf bifreiðina út. Fleiri
snjófljóð féllu ekki í gær og þótti
óhætt að opna veginn á nýjan leik
þegar veðrinu slotaði.
Snjóflóð féll á
Óshlíðarveg
JARÐSKJÁLFTI upp á 4,5 stig á
Richter varð í fyrinótt kl. 1:57 með
upptök á Reykjaneshrygg, eða um
90 km suðvestur af Reykjanesi.
Tveir minni skjálftar mældust einn-
ig á sömu slóðum seint á þriðju-
dagskvöld kl.22:46 upp á 2,5 stig og
kl.1:31 upp á 3,3 stig. Samkvæmt
upplýsingum Veðurstofunnar eru
jarðskjálftar algengir á Reykjanes-
hryggnum.
Skjálftar á
Reykjaneshrygg