Morgunblaðið - 19.01.2006, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGARUMRÆÐAN
Hún Dobba frænka,
eins og við kölluðum
hana alltaf, er dáin.
Hún var systir hans Þorgeirs afa
okkar og bjó, síðan við munum eftir
okkur, með þeim ömmu Stefaníu og
afa. Til þeirra komum við oft ásamt
foreldrum okkar á sumrin og stund-
um um jól og páska. Við af eldri kyn-
slóðinni munum fyrst eftir henni á
Laugarbrekku 17 á Húsavík, þar
sem hún, amma og afi bjuggu fram
til ársins 1989. Það var alltaf jafn
gott að koma á Laugarbrekkuna.
Tekið var á móti okkur með heima-
lagaðri blómkálssúpu, heimabökuðu
flatbrauði, reyktum silungi og svona
mætti lengi telja, kræsingarnar sem
þær amma og Dobba báru fram.
Það eru ekki margir krakkar sem
eiga því láni að fagna að eiga tvær
ömmur undir sama þaki, en Dobba
var í okkar huga eins konar amma,
þar sem hún var alltaf til staðar.Hún
var alltaf tilbúin að spila og spjalla
við okkur, gefa okkur að borða og
sinna okkur ef á þurfti að halda. Hún
var með eindæmum barngóð og
hafði allan tímann í heiminum fyrir
okkur.
Það voru frábærar stundir á
Laugarbrekkunni, þar sem fjöl-
skyldurnar þrjár voru jafnvel allar
samankomnar í einu. Þá var stund-
um þröng á þingi og oftar en ekki
fengum við að gista á dýnu hjá
Dobbu frænku. Á sumrin fengum við
stundum að dvelja ein á Laugar-
brekkunni og þá nutum við þess í
botn að láta stjana við okkur og feng-
um án efa að gera allt sem við vild-
um. Dobba taldi það heldur ekki eftir
sér að sinna okkur á allan þann hátt
sem hún mögulega gat og hafði af því
gaman.
Gestrisnin á Laugarbrekku var
mikil enda þar tíður gestagangur og
öllum vel tekið. Allir fóru þaðan
mettir og sælir, það voru ávallt
kræsingar á borðum, enda fólkið sér-
staklega gestrisið Við vorum tvær
sem komum foreldrum okkar
skemmtilega á óvart þegar við rúll-
DROPLAUG
PÁLSDÓTTIR
✝ Droplaug Páls-dóttir fæddist á
Grænavatni í Mý-
vatnssveit 20. nóv-
ember 1921. Hún
lést á líknardeild
Landakotsspítala
26. desember síðast-
liðinn og var jarð-
sungin frá Skútu-
staðakirkju 6.
janúar.
uðum út úr flugvélinni
eftir viku dvöl í góðu
yfirlæti á Laugar-
brekkunni. Þeim varð
líka að orði að við
minntum einna helst á
tvo litla aligrísi! Í
þessari sömu ferð var
dreginn heim að dyr-
um dauður máfur og
fékk hann viðhafnar-
útför. Einnig kom upp
mjög dularfull lykt á
Laugarbrekkunni og
eftir mikla eftir-
grennslan þeirra
Dobbu og ömmu fannst poki fullur af
skeljum inni í fataskáp. Eins og
þeirra var von og vísa var þessum
uppátækjum tekið með jafnaðargeði.
Heimsóknir á Laugarbrekkuna
skipa stóran sess í minningu okkar
og fylgdi því viss saknaðartilfinning
þegar amma, afi og Dobba fluttu til
Reykjavíkur. Nú var ekki lengur far-
ið á Laugarbrekkuna til þeirra
þriggja, heldur fyrst um sinn í Mark-
landið og því næst í Espigerði 10, þar
sem Dobba bjó áfram ásamt þeim
ömmu og afa.
Amma Stefanía lést árið 1992 og
skildi hún eftir sig stórt skarð. Eftir
lát hennar bjuggu þau systkin áfram
saman í Espigerði og tók Dobba þá
alfarið við húsmóðurhlutverkinu.
Áfram réð gestrisnin ríkjum og oftar
en ekki fékk yngri kynslóðin að njóta
góðs af nálægðinni við Dobbu og
gisti gjarnan hjá henni í Espigerði.
Þar var alltaf boðið upp á besta
grjónagraut í heimi og við reglulega
leyst út með heimaprjónuðum leist-
um og vettlingum, en Dobba var
mjög iðin við hannyrðir og eigum við
öll ófáa hluti sem hún hefur ýmist
prjónað eða saumað út. Í seinni tíð
var Espigerði orðið miðstöð fjöl-
skyldufunda á sunnudagseftirmið-
dögum. Þar kom stórfjölskyldan
saman og ekki vantaði veitingarnar á
þessum stundum. Dobba snerist í
eldhúsinu og alltaf var eldhúsborðið
þakið veitingum. Hún var aldrei eins
ánægð og þegar allir voru mættir.
Þessara stunda eigum við eftir að
sakna, því að mikið var hlegið og hin
ýmsu mál rædd. Þó að síðastliðið ár
hafi verið Dobbu erfitt sökum veik-
inda, var gestrisnin, góðmennskan,
tryggðin og dugnaðurinn ávallt til
staðar. Við þökkum fyrir að hafa átt
hana Dobbu frænku að og kveðjum
hana með söknuði.
Björg Stefanía, Hrefna,
Stefán Geir, Ólína Kristín
og Valgerður.
Meiri öðlingsmann
en Jónas, eiginmann
föðursystur okkar, er
erfitt að finna. Alltaf
ljúfmennskan uppmáluð og friður í
nærveru hans. Í þeim friði hvílir hann
einmitt nú eftir langvarandi veikindi.
Æðruleysi hans veitir þeim sem eftir
lifa forskrift að því hvernig taka skuli
JÓNAS TRYGGVI
GUNNARSSON
✝ Jónas TryggviGunnarsson
fæddist í Vík í Mýr-
dal 15. júlí 1927.
Hann lést á Land-
spítalanum við
Hringbraut 19. des-
ember síðastliðinn
og var jarðsunginn
frá Fossvogskirkju
3. janúar.
mótvindi í seglin. Eftir
Jónas sitja minningar í
hugskoti okkar systk-
ina um örláta og fallega
sál. Ógleymanlegar
voru heimsóknirnar til
Víkur þegar fjölskyld-
an bjó þar. Við systk-
inin fengum ávallt hlý-
legar móttökur og voru
þær í bland við ævin-
týralegt umhverfið ein
af okkar fallegustu
minningum sem börn.
Foreldrar okkar
þakka áralanga vináttu
sem aldrei féll skuggi á. Sendum Bíbí
og fjölskyldunni innilegar samúðar-
kveðjur.
Guð blessi minningu Jónasar.
Aðalheiður, Árni og Margrét.
BRÉF TIL BLAÐSINS
Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
MIKIÐ hefur verið í umræðunni
undanfarið sú ákvörðun þín að
starfsmönnum Vegagerðarinnar
verði fengið aukið vald á vegum
landsins til að hafa afskipti af okkur
ökumönnum. Ekki veit ég hvað ligg-
ur að baki þessari ákvörðun þinni en
ég tel hana arfavitlausa. Það er mín
skoðun að þú ættir frekar að sjá til
þess að ráðnir verði lærðir lög-
reglumenn í þær lausu stöður sem
eru til staðar í dag, endurvekja hið
gamla góða vegaeftirlit lögreglu,
sem var við lýði hér á árunum áður.
Að 25 stöðugildi séu laus hjá lögregl-
unni í Reykjavík er fyrir neðan allar
hellur og ykkur ráðamönnum til
skammar. Umferðardeild lögregl-
unnar er í dag til háborinnar
skammar, örfáir fínir lögreglumenn
og 4-5 mótorhjól. Ef þetta er þróun-
in í þessum málum þá er eitthvað
mikið að. Á ég þá við að dómsmála-
ráðherra og yfirstjórn lögreglu.
Alltaf þegar þessir herramenn
koma í fjölmiðlum þá er okkur sagt
að allt sé í góðu lagi. Ein spurning
vaknar óhjákvæmilega hjá mér: Er
lögreglan í stakk búin til að taka að
sér tvö stór mál í einu, annað í
vesturbænum og hitt í austurbænum
eftir kl.17:00 til 08:00 að morgni þar
sem enn vantar í 25 stöðugildi?
Ef þú hr. Sturla Böðvarsson sam-
gönguráðherra nærð að breyta við-
horfi dómsmálaráðherra sem ég get
ekki séð að sé meðvitaður um vanda-
málið ertu maður að meiri. Ég kem
aldrei til með að stoppa fyrir „lög-
gæslumönnum“ Vegagerðarinnar,
nei takk. Frekar fer ég í steininn og
hef það gott, fæ dagpeninga, frítt að
éta og hitta gamla skjólstæðinga.
ÓMAR F. DABNEY,
Austurbergi 10, 111 Reykjavík.
Ábending til Sturlu
Böðvarssonar samgönguráðherra
Frá Ómari F. Dabney:
EKKI er mér það mögulegt, eftir
atburði síðustu daga og „aftöku“
DV án dóms og laga, að sitja hjá án
þess að senda frá mér nokkrar lín-
ur.
Upphafið að þessum mikla harm-
leik er forsíða DV þriðjudaginn 10.
janúar sl. en þar er birt mynd af
manni og hann nafngreindur og
sagt að þessi maður sæti lög-
reglurannsókn, vegna alvarlegra
ásakana.
Svona fréttaflutningur er til þess
að eyðileggja æru mannsins það
sem eftir er, svo ekki sé talað um
þegar maðurinn er áberandi í litlu
samfélagi, jafnvel þótt dómstólar
hefðu sýknað hann af þessum
ákærum, hefði þetta alltaf fylgt
honum.
Þarna er DV að setja sig í dóm-
arasæti en að ég best veit þá setur
enginn sjálfan sig í það sæti heldur
eru lögfróðir menn skipaðir í það af
þar til bærum aðilum. Aðeins er
þarna um ásakanir að ræða og ekki
hefur verið staðfest að þær séu rétt-
ar og sannleikanum samkvæmar
(það er vitað um mörg dæmi þess að
ákærur komi fram vegna einhverra
annarlegra ástæðna) en DV, eða rit-
stjórar þess, voru ekki í neinum
vafa um „sannleikann“ í þessu máli
og ákváðu að birta fréttina án þess
að gera sér fyllilega grein fyrir af-
leiðingunum. Er þarna um gott
dagsverk að ræða hjá DV? Enn skal
á það minnt að ásakanir er ekki það
sama og dómur.
Jónas Kristjánsson, annar rit-
stjóra DV, kom fram í Kastljósi
RÚV 11. janúar og sagði það alveg
fullum fetum að DV segði aðeins
„sannleikann“. Og þá segi ég bara
Hvaða sannleika? Á hann þarna við
sannleika DV eða einhvern annan?
Ekki ætla ég að skrifa meira um
þetta mál, en nú þykir mér mæl-
irinn fullur hvað fréttaflutning DV
varðar og vil ég bara hvetja fólk til
þess að hætta að kaupa blaðið, því
að við erum með því að fordæma
svona skrif og jafnframt að refsa
þeim sem að þessum skrifum
standa. Og verum jafnframt þess
minnug að með því að kaupa blaðið
erum við að lýsa yfir samþykki okk-
ar á svona umfjöllun.
Í ljósi þess að báðir ritstjórar DV
hafa látið af störfum og aðrir tekið
við kyndlinum ætla ég að vona að
svona lagað komi ekki til með að
viðgangast þar á bæ í framtíðinni og
að DV komi ekki til með að dæma
menn áður en að til þess bærir dóm-
stólar fái tækifæri til að fjalla um
viðkomandi mál.
JÓHANN ELÍASSON,
fyrrverandi stýrimaður.
Boðberar sannleikans
Frá Jóhanni Elíassyni:
TRÚVERÐUGLEIKI Seðlabank-
ans var dreginn í efa í haust sem
leið vegna lægri vaxtahækkunar
en reiknað hafði verið með og um
hafði verið talað. Trúverðugleiki
banka og lánastofnana var ekki
dreginn í efa þegar ný íbúðalán
með lægri vöxtum voru kynnt fyrir
rúmu ári síðan. Skriða fór af stað
eins og þruma úr heiðskíru lofti
þegar þessi lánakjör voru kynnt til
sögunnar og setti þjóðfélagið á
annan endann.
Fasteignaviðskipti losnuðu úr
hömlum þungs kerfis sem barðist
um á hæl og hnakka til að halda
lífi. Dýrðin stóð samt ekki enda-
laust, vaxtalækkanir og gylliboðin
farin að ganga til baka þrátt fyrir
aðrar yfirlýsingar bankamanna
þegar dýrðin stóð sem hæst. Á
þeim tíma, sem ekki er löngu lið-
inn, sáu menn fyrir sér enn frekari
lækkanir.
Stjórnmálamenn urðu undrandi,
þeir höfðu ekki séð þetta fyrir.
Eitt mesta söluár fasteigna Ís-
landssögunnar er á enda. Þar sem
margar fjölskyldur létu drauminn
rætast um nýtt húsnæði eða
stærra, fjármagnað með nýjum
lánum jafnvel upp í þak. Íbúðar-
hverfi spretta upp eins og gorkúl-
ur sem aldrei fyrr í fjölda bæj-
arfélaga. Með tækninýjungum í
byggingariðnaðinum og stórvirk-
um vinnuvélum gerast undrin þar
eins og annars staðar í þjóðfélag-
inu.
Aðstæður eru snöggar að breyt-
ast. Með einu pennastriki varð trú-
verðugleiki ráðamanna Reykjavík-
urborgar dreginn í efa og sam-
vinna sveitarfélaga á launamarkaði
er í uppnámi með launahækkunum
sem hafa tengingar inn í aðra
kjarasamninga og víxlhækkanir
blasa við.
Trúverðugleiki lagaumhverfis
kjaradóms er stórlega dreginn í
efa þegar æðstu menn samfélags-
ins fá launahækkanir sem eru úr
takt við samfélagið þrátt fyrir
fjálglegar skýringar um leiðrétt-
ingar launa frá fyrri tíð.
Stjórnmálamenn eru enn eina
ferðin undrandi á þessu.
Undir niðri tifar tímasprengja í
verðbólgulíki. Eldri borgarar
þessa lands og fólk á miðjum aldri
muna hvaða afleiðingar óðaverð-
bólga hefur á lánaumhverfið með
verðtryggingarákvæðum sem enn
eru í fullu gildi. Unga kynslóðin
svarar eins og um sé að ræða
blekkingartal þegar varað er við
því að sama ástand skapist og þeg-
ar óðaverðbólga hljóp á tugum
prósentna og verðlag hækkaði
daglega fyrir ekkert svo mörgum
árum.
Trúverðugleiki undrandi stjórn-
málamanna er nú í húfi.
Þeir hafa talað um það í langan
tíma að réttast væri að afnema
verðtryggingu lána, sem er orðið
löngu úrelt kerfi. Þeir hafa talað
um að breyta stimpilgjöldum
vegna lánabreytinga sem eru
ósanngjörn í meira lagi.
Orð eru til alls fyrst, en nú er
komið að framkvæmdum svo fast-
eignakaupendur síðustu mánaða
verði ekki óðaverbólgunni að bráð,
eina ferðina enn, vegna skilnings-
leysis þeirra sem litla reynslu hafa
eða stjórnmálamanna sem nú
reyna að kaupa sér atkvæði eftir
margt klúðrið á kjörtímabilinu.
KRISTINN BENEDIKTSSON,
Hamraborg 38, Kópavogi.
Hvað boðar nýárs blessuð sól?
Frá Kristni Benediktssyni:
Hulda Guðmundsdóttir: „Ég tel að það liggi ekki nægilega ljóst fyrir
hvernig eða hvort hinn evangelísk-lútherski vígsluskilningur fari í bága
við það að gefa saman fólk af sama kyni …“
Birgir Ásgeirsson: Opið bréf til vígslubiskups Skálholtsstiftis, biskups
Íslands, kirkjuráðs og kirkjuþings.
Jakob Björnsson: Útmálun helvítis. „Álvinnsla á Íslandi dregur úr los-
un koltvísýrings í heiminum borið saman við að álið væri alls ekki fram-
leitt og þyngri efni notuð í farartæki í þess stað, og enn meira borið sam-
an við að álið væri ella framleitt með raforku úr eldsneyti.“
Þorsteinn H. Gunnarsson fjallar um rjúpnaveiðina og auglýsingu um
hana, sem hann telur annmarka á.
Prófkjörsgreinar á mbl.is
www.mbl.is/profkjor
Helga Guðrún Jónasdóttir hvetur Kópavogsbúa til að kjósa konur í
prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi nk. laugardag.
Hildigunnur Lóa Högnadóttir hvetur Kópavogsbúa til að kjósa konur í
prófkjöri Sjálfstæðisflokksins nk. laugardag.
Margrét Björnsdóttir mælir með Gunnari I. Birgissyni í 1. sæti í próf-
kjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi.
Aðsendar greinar á mbl.is
www.mbl.is/greinar
Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana.
Undirskrift Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en
ekki stuttnefni undir greinunum.
Myndir Ef mynd hefur birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minning-
argrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda
hana á myndamóttöku: pix@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina
vita.
Minningargreinar