Morgunblaðið - 19.01.2006, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Madríd. AP. | Reina Sofia-safnið í
Madríd hefur týnt 38 tonna lista-
verki eftir bandaríska listamanninn
Richard Serra.
Listaverkið er úr stálplötum.
Reina Sofia-safnið, eitt af stærstu og
vinsælustu listasöfnum Madríd, fékk
verkið til sýningar árið 1986 og
keypti það ári síðar fyrir sem sam-
svarar 13,5 milljónum króna.
Eftir að verkið hafði verið sýnt í
fjögur ár var það flutt í byggingu
fyrirtækis sem sérhæfir sig í því að
geyma stóra listmuni. Fyrirtækið
var lagt niður árið 1998, að sögn
spænska dagblaðsins ABC.
Þegar safnstjórinn Ana Martinez
de Aguilar ákvað fyrir nokkrum
mánuðum að sýna verkið aftur
fannst það hvergi.
Safn týndi
38 tonna
listaverki
AP
Horfið listaverk eftir Serra.
Nairobi. AFP. | Fyrir tæpum áratug
var Yoweri Museveni, forseta Úg-
anda, og Meles Zenawi, forsætisráð-
herra Eþíópíu, hampað á Vest-
urlöndum sem fyrirmyndum „nýrrar
kynslóðar“ afrískra leiðtoga: fyrrver-
andi skæruliðaforingjum sem hétu
því að koma á markaðsumbótum og
lýðræði.
Orðspor þeirra sem lýðræðissinna
hefur nú beðið mikinn hnekki og vest-
rænir ráðamenn hafa dregið úr að-
stoðinni við ríkisstjórnir Úganda og
Eþíópíu vegna þess að þeir hafa vax-
andi áhyggjur af því að leiðtogarnir
tveir standi ekki við loforðin og ætli
að reyna að halda völdunum til ævi-
loka eins og svo margir leiðtogar Afr-
íkuríkja hafa gert síðustu áratugi.
Sérfræðingar í málefnum Afr-
íkuríkjanna segja það mikið áhyggju-
efni að leiðtogarnir tveir skuli hafa
fallið í ónáð, ekki aðeins vegna þess
að miklar vonir hafi verið bundnar við
þá, heldur einnig vegna þess að svo
virðist sem menn hafi mistúlkað
markmið þeirra.
„Alþjóðasamfélaginu var mikið í
mun að finna dæmi um góða leiðtoga í
Afríku og það var fljótt að hampa sér-
hverri stjórn sem sýndi einhver
merki um þetta,“ sagði stjórnmála-
skýrandinn Andrew Mwenda í Úg-
anda. „Menn voru plataðir til að halda
að núna værum
við loksins vitni að
breytingu í Afr-
íku. Þeir hefðu átt
að sjá að þessir
leiðtogar voru al-
veg eins og fyrri
kynslóð leiðtoga í
álfunni,“ sagði
Mwenda, sem hef-
ur oft gagnrýnt
stefnu Museveni.
„Hugmyndin
um „nýja kynslóð“ lýðræðissinna var
misskilningur sem byggðist á mati
óreyndra stjórnarerindreka og löng-
un til að þurrka út áhrif Sovétríkj-
anna og austur-evrópskrar hug-
myndafræði eftir lok kalda stríðsins,“
sagði vestrænn stjórnarerindreki í
Eþíópíu sem vildi ekki láta nafns síns
getið.
Urðu eftirlæti Vesturlanda
Embættismaður í fjármálaráðu-
neyti Úganda tók í sama streng.
„Þegar gömlu skæruliðaforingjarnir
fleygðu stríðsbúningnum og fóru að
spóka sig í jakkafötum tóku Vest-
urlönd það gott og gilt, létu nýjum
lánum og styrkjum rigna yfir þá.“
Meles komst til valda í Eþíópíu árið
1991 þegar uppreisnarher hans
steypti því sem eftir var af stjórn ein-
ræðisherrans
Mengistu Haile
Miriam af stóli.
Forsætisráð-
herrann losaði
smám saman um
pólitískar hömlur
og kom á efna-
hagslegum um-
bótum sem mælt-
ust vel fyrir í
löndum sem
veittu Eþíópíu
þróunaraðstoð.
Museveni hefur stjórnað Úganda
frá því að hann rændi völdunum árið
1986 og lofaði að binda enda á átök og
efnahagsþrengingar eftir áratuga
óstjórn manna á borð við Idi Amin.
Forsetinn varð fljótt eftirlæti ráða-
manna á Vesturlöndum og hlaut m.a.
lof fyrir aðgerðir gegn útbreiðslu al-
næmis, en þær þóttu öðrum þjóðum í
Afríku til eftirbreytni.
Bæði löndin fengu sem samsvarar
hundruðum milljóna króna í al-
þjóðlega aðstoð.
Nú þegar tæp 20 ár eru liðin frá því
Museveni komst til valda í Úganda og
forsetakosningar standa fyrir dyrum
sætir hann harðri gagnrýni fyrir að
beita sér fyrir stjórnarskrárbreyt-
ingu sem gerði honum kleift að sitja
áfram á valdastóli. Líklegt er einnig
að helsta keppinaut hans í kosning-
unum í febrúar, Kizza Besigye, verði
meinað að bjóða sig fram þar sem
hann hefur verið ákærður fyrir land-
ráð, hryðjuverk og nauðgun.
Meles hefur verið við völd í 15 ár í
Eþíópu og sætir nú harðri gagnrýni
fyrir harkalegar aðgerðir gegn and-
ófsmönnum eftir mannskæðar óeirðir
sem blossuðu upp eftir umdeildar
kosningar í maí. Alls hafa um 130
stjórnarandstæðingar og blaðamenn
verið handteknir og ákærðir fyrir
landráð og fleiri alvarlega glæpi.
Frá því að Besigye var handtekinn
í nóvember hafa evrópsk ríki ákveðið
að fella niður aðstoð við stjórn Úg-
anda að andvirði 4,5 milljarða króna
og beina fénu til hjálparsamtaka sem
starfa á stríðshrjáðum héruðum í
norðanverðu landinu.
Eþíópíski hagfræðingurinn Sosna
Abie sagði að Vesturlönd hefðu átt að
blása að glæðum lýðræðislegra gilda í
grasrótinni frekar en að einblína á
loforð forsetanna tveggja. „Menn
verða ekki lýðræðissinnar á hjali og
endalausum loforðum um lýðræði.“
Yoweri Museveni,
forseti
Úganda.
’Hugmyndin um „nýjakynslóð“ lýðræðissinna
var misskilningur.‘
„Ný kynslóð“ stjórnmálaleiðtoga
í Austur-Afríku fellur í ónáð
Meles Zenawi,
forsætisráðherra
Eþíópíu.
FYLGISMENN Laurents Gbagbo, forseta Fílabeinsstrandarinnar, halda á
lofti stuðningsspjöldum við Gbagbo eftir að þeir ruddust inn á skrifstofur
ríkissjónvarpsins í Abidjan og tóku þar öll völd í gær.
Vaxandi spenna er á Fílabeinsströndinni og hefur komið til átaka milli
friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna og fylgjenda Gbagbos. Fórust fjórir
heimamenn eftir að áhlaup hafði verið gert á búðir gæsluliðsins í gær.
Hafa friðargæslusveitirnar nú hörfað til hlutlauss svæðis í landinu vegna
ástandsins en óttast er að upp úr sjóði.
Fyrr í vikunni mæltust alþjóðlegir samningamenn til þess að þing lands-
ins yrði leyst upp, en umboð þess til að sitja var runnið út. Vakti það mikla
reiði meðal stuðningsmanna Gbagbo. Í norðurhluta landsins ráða upp-
reisnarsveitir andstæðar Gbagbo hins vegar ríkjum og saka þær forsetann
um valdarán og um að snúa baki við friðarsamkomulagi sem gert var 2003.
Óttast menn að nú brjótist út hörð átök í landinu á ný.
Reuters
Vaxandi spenna
í Abidjan
Ottawa, Toronto. AFP, AP. | Allt útlit
er fyrir að stjórnarskipti verði í
Kanada eftir þingkosningar sem
fram fara í landinu á mánudag.
Frjálslyndi flokkurinn hefur stýrt
landinu undanfarin tólf ár en skoð-
anakannanir sýna að kjósendur
vilja breyta til, jafnvel þykir hugs-
anlegt að íhaldsmenn nái hreinum
meirihluta á þingi.
Í skoðanakönnun dagblaðsins
The Globe and Mail í fyrradag kom
fram að 55% aðspurðra töldu að
það yrði gott fyrir Kanada ef
íhaldsmenn, undir forystu Steph-
ens Harper, fengju hreinan meiri-
hluta á þingi. Benda niðurstöð-
urnar til að tilraunir frjálslyndra til
að grafa undan trú fólks og trausti
á Harper, með því að mála hann
sem afar hægri sinnaðan leiðtoga
sem leggja vilji niður félagslega
kerfið í Kanada, hafi mistekist.
Könnun Globe and Mail í gær
snir að íhaldsmenn hafa 42% fylgi
meðal þeirra kjósenda sem gert
hafa upp hug sinn, á meðan frjáls-
lyndir hafa aðeins 24%. Sósíalistar
í Nýja lýðræðisflokknum hafa
u.þ.b. 16% og Bloc Quebecois hefur
11%.
Önnur könnun sýndi íhaldsmenn
með 38% og frjálslynda með 26%.
Verði úrslit kosninganna í sam-
ræmi við þessar tölur er líklegt að
Íhaldsflokkurinn fái á bilinu 149 til
153 þingmenn kjörna, þ.e. að flokk-
urinn verði mjög nálægt því að
tryggja sér hreinan meirihluta á
þingi, en til þess þarf 155 þingsæti.
Frjálslyndir fengju aðeins á bilinu
64 til 68 þingmenn kjörna.
Telja kominn tíma
á breytingar
Paul Martin, leiðtogi frjálslyndra
og forsætisráðherra Kanada, boð-
aði til kosninga í nóvember eftir að
vantrauststillaga hafði verið sam-
þykkt á stjórn hans á kanadíska
þinginu. Hafa frjálslyndir verið
sakaðir um spillingu og um að hafa
ekki staðið við gefin loforð. Virðist
sem kjósendur telji einfaldlega
kominn tíma á breytingar, en
frjálslyndir hafa verið við völd frá
því í október 1993.
Útlit fyrir stjórnarskipti í Kanada
Paul Martin Stephen Harper
BRESKA lögreglan hafði veður af
hugmyndum um að ræna Leo, fimm
ára gömlum syni Tony Blairs for-
sætisráðherra, að því er BBC,
breska ríkisútvarpið, hefur eftir
heimildum innan lögreglunnar í
gær. Munu þar hafa átt hlut að máli
öfgafullir félagsmenn innan sam-
taka forsjárlausra feðra en þau hafa
haft sig mjög í frammi að undan-
förnu.
Það var dagblaðið The Sun, sem
greindi fyrst frá þessu, en BBC seg-
ir, að hugmyndin hafi aðeins verið á
umræðustigi og engin áætlun gerð
um mannránið.
The Sun sagði, að hugmyndin
hefði kviknað hjá „herskáum feðr-
um“, sem hefðu látið sér detta í hug
að halda Leo í skamman tíma „til að
vekja athygli á baráttu forsjár-
lausra feðra fyrir aukinni umgengni
við börnin sín“.
Enginn hefur verið handtekinn
vegna þessa máls í Bretlandi og
talsmaður forsjárlausra feðra sagði
samtökin hvergi hafa komið nærri.
Samtökin leyst upp?
Ben Ando, fréttamaður hjá BBC,
segir, að lögreglan hafi tekið þetta
mál mjög alvarlega enda hafi hún að
undanförnu fylgst vel með öfga-
mönnum í samtökum forsjárlausra
feðra. Hafa þau gripið til ýmissa og
stundum dálítið vafasamra aðferða
við að vekja athygli á sér og Matt
O’Connor, stofnandi þeirra, sagði í
gær, að vegna þessa máls, sem nú
væri komið upp, hugmynda um að
ræna syni forsætisráð-
herrahjónanna, væri hugsanlegt, að
samtökin yrðu leyst upp. Lögreglan
telur hins vegar að hugmyndin um
að ræna Leo hafi kviknað í klofn-
ingshópi, sem finnast hin eiginlegu
samtök ekki nærri nógu róttæk.
Blair-hjónin vita af þessu og nú hef-
ur gæsla um þau og börnin verið
hert og endurskoðuð.
Ræddu um að ræna
syni Tony Blairs
AP
Blair með Leo, son sinn, fyrir utan
Downingstræti 10.
Forsjárlausir feður vildu vekja athygli á baráttu sinni