Morgunblaðið - 19.01.2006, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 19.01.2006, Blaðsíða 54
SÝNING tvíeykisins Domenico Dolce og Stefano Gabbana á yf- irstandandi herratískuviku í Mílanó gekk undir nafninu „nýr kraftur“. Hún fór líka fram á nýjum og ný- tískulegum stað. Hún er ekki lengur haldin í hvítu tjaldi í miðborg Mílanó heldur í sýningarsal í eigu tískuhúss- ins, sem ljáði henni glæsilegra yf- irbragð. „Nýr kraftur“ fær nafn sitt af því að hugmyndin er að frelsa menn frá ströngum reglum varðandi klæða- burð. Sem dæmi er að í stað bindis nota Dolce & Gabbana-mennirnir silkiklút í stað bindis. Línurnar eru afslappaðar og víðar, samlit peysa kemur í stað þess að vera í jakkaföt- um. Fylgihlutirnir eru líka ómissandi fyrir karlmenn og nóg til af klútum, töskum og höfuðfötum fyrir þá. Það er ekki skrýtið því salan er góð í vel- heppnuðum fylgihlutum og mikið uppúr því að hafa ef allir karlmenn kjósa að ganga um með töskur og eiga margar til skiptanna eins og konurnar. Nýi krafturinn teygir sig jafnvel víðar en einn af ómissandi fylgihlut- unum hjá Valentino var barn á hand- legg. Þar var alklæðnaðurinn sam- litur, eða tónaði vel saman. Útkoman er glæsileg án þess að vera stíf. Vestin eru líka ómissandi. Þau gefa karlmanninum tækifæri til að fara úr jakkanum en samt vera formlega klæddur. Miuccia Prada sagði Prada- sýninguna snúast um „forboðna drauma karlmannsins“. Fötin voru að venju góð blanda ríkulegrar sköpunargáfu og söluvænleika. Ein- hverjir eiga áreiðanlega eftir að láta sig dreyma um föt úr næstu vetr- arlínu þegar hún kemur í búðir án þess að hafa efni á. Tíska | Herratískuvika í Mílanó: Haust/vetur 2006–2007 Dolce & GabbanaValentino Valentino Prada AP Prada Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur ingarun@mbl.is Nýr kraftur Dolce & Gabbana Hlutverk upptökustjóransverður sífellt stærra í tón-listarheimi nútímans og ljóst að margir frægir tónlistarmenn hefðu ekki náð langt ef snjallra upp- tökustjóra hefði ekki notið við. Næg- ir þar að nefna Britney Spears, Jes- sicu Simpson, 50 Cent og jafnvel Nylon, svo nærtækt dæmi sé tekið. Upphaflega var hlutverk upp- tökustjóra einfaldlega að sjá um tæknileg atriði er vörðuðu upptöku á tónlist, en í seinni tíð hefur þetta hlutverk þróast og mótast og hlut- verk hans orðið mun víðtækara. Í dag er svo komið að í mörgum til- fellum sjá upptökustjórar um útsetn- ingu, hljóðblöndun, tónjöfnun, leið- sögn og fleira. Merkilegast verður þó að teljast að margir upp- tökustjórar eru farnir að semja tón- list fyrir þá tónlistarmenn sem þeir vilja koma á framfæri, og í sumum tilfellum má segja að þeir skapi ímynd tónlistarmannanna frá A til Ö.    Einn slíkur upptökustjóri heitirScott Storch, en hann varð á skömmum tíma stórstjarna í tónlist- ariðnaðinum í Bandaríkjunum. Storch fæddist í New York árið 1973 og fékk fljótlega áhuga á tónlist. Hann hætti snemma í skóla og gerð- ist hljómborðsleikari í hinni virtu rappsveit The Roots í upphafi tíunda áratugar seinustu aldar. Skömmu síðar komst hann í kynni við ein- hvern virtasta og frægasta upp- tökustjóra í Bandaríkjunum, Dr. Dre, sem er hvað þekktastur fyrir að hafa komið stórstjörnum á borð við Snoop Dogg og Eminem á kortið. Dre fékk Storch til þess að spila á hljómborð í einu af sínum þekktari lögum, „Still D.R.E.“, og opnaði sú vinna margar dyr fyrir Storch. Hann stjórnaði fljótlega upptökum fyrir rappara á borð við Xzibit og Snoop Dogg, og var þar með endanlega kominn á kortið sem einn af stóru mönnunum í bransanum.    Síðan þá hefur mikið vatn runniðtil sjávar og hefur Storch stjórn- að upptökum fyrir listamenn á borð við Beyoncé Knowles, 50 Cent, Mar- io, Lil’ Kim, Ice Cube, Method Man, Christinu Aguilera og Jessicu Simp- son. Storch er sífellt að leita að nýj- um áskorunum og sú nýjasta er ekki af lakara taginu því hann tók að sér að sjá um upptökur á fyrstu plötu hótelerfingjans og glanspíunnar Paris Hilton, en búist er við því að platan komi út í sumar. Hilton er fræg fyrir flest annað en sönghæfi- leika, en Storch er fullur sjálfs- trausts og hefur mikla trú á henni. „Ég held að platan eigi eftir að koma fólki verulega á óvart,“ segir Storch, en viðurkennir að hann hafi þó verið fullur efasemda í upphafi. Hann hafi þó róast eftir að hafa hitt Dr. Dre sem stappaði í hann stálinu. „Þetta er mikil áhætta Scott. Annað hvort slær þetta í gegn eða misheppnast algjörlega. En áhætta er af hinu góða,“ sagði Dre við Storch sem sannfærðist og tók verkefnið að sér í kjölfarið.    Margir frægustu upptökustjórarí hip-hop heiminum í Banda- ríkjunum, til dæmis Kanye West, Dr. Dre og Pharrell Williams, njóta þess til hins ýtrasta að vera stjörnur og eiga það til að grípa sjálfir í hljóð- nemann. Storch hefur hins vegar lít- inn áhuga á slíku. „Ég hef engan áhuga á að koma fram í einhverjum myndböndum og reyna að vera ein- hver stjarna. Ég vil ekki vera mikið í sviðsljósinu því ég vil halda mínu einkalífi út af fyrir mig,“ segir Storch. Það má því segja að Storch sé að vissu leyti „ósýnilegur“ tónlist- armaður, þrátt fyrir að vera mað- urinn á bak við fjölmörg vinsæl lög sem milljónir manna hafa heyrt um allan heim. Ósýnilegi tón- listarmaðurinn ’Margir upptökustjórareru farnir að semja tón- list fyrir þá tónlist- armenn sem þeir vilja koma á framfæri. ‘ Storch ásamt Paris Hilton, en hann hefur nýlokið upptökum á fyrstu plötu hótelerfingjans. AF LISTUM Jóhann Bjarni Kolbeinsson jbk@mbl.is 54 FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ JUST FRIENDS FEITASTI GRÍNSMELLUR ÁRSINS! Sprenghlægilegt framhald. Steve Martin fer enn og aftur á kostum! Mögnuð stríðsmynd með Jake Gyllenhaal og Óskarsverðlaunahöfunum Jamie Foxx og Chris Cooper. Eins og það sé ekki nóg að ala upp 12 börn Prófaðu að fara með þau öll í fríið! „...falleg og skemmtileg fjölskyldumynd...“ HJ / MBL Dóri DNA / DV N ý t t í b í ó VELJIÐ HÉR AÐ NEÐAN KVIKMYNDAHÚS OG SÝNINGARTÍMA SEM Epískt meistarverk frá Ang Lee MMJ Kvikmyndir.com„... ástarsaga eins og þær gerast bestar - hreinskilin, margbrotin og tilfinningarík...“  L.I.B. - Topp5.com „…langbesta mynd Ang Lee til þessa og sennilega besta mynd sem gerð var á síðasta ári.“  S.K. - DV ÞAÐ ER TIL STAÐUR ÞAR SEM SJÚKUSTU FANTASÍUR ÞÍNAR VERÐA AÐ VERULEIKA! Stranglega bönnuð innan 16 ára Ó.Ö.H. / DV A.G. / BLAÐIÐ  D.Ö.J. / Kvikmyndir.com H.J. / MBL “…mikið og skemmtilegt sjónarspil...” DÖJ, Kvikmyndir.com „Sam Mendez hefur sannað sig áður og skilar hér stórgóðri mynd.“ BROKEBACK MOUNTAIN kl. 5, 8 og 10.45 B.I. 12 ÁRA BROKEBACK MOUNTAIN Í LÚXUS kl. 5, 8 og 10.45 CHEAPER BY THE DOZEN 2 kl. 4, 6 og 8 HOSTEL kl. 8 og 10.10 B.I. 16 ÁRA BROTHERS GRIMM kl. 5.30 og 10 B.I. 12 ÁRA LITTLE TRIP TO HEAVEN kl. 6, 8 og 10 B.I. 14 ÁRA DRAUMALANDIÐ kl. 4 JUST FRIENDS FEITASTI GRÍNSMELLUR ÁRSINS! „Cheaper by the Dozen 2 er falleg og skemmtileg fjölskyldumynd, sem heppnast hreint ágætlega“ MMJ Kvikmyndir.com HOSTEL kl. 8 og 10 B.I. 16 ÁRA CHEAPER BY THE DOZEN 2 kl. 6 og 8 JUST FRIENDS kl. 10 LITTLE TRIP TO HEAVEN kl. 6 B.I. 14 ÁRA „Mannbætandi Gullmoli“ „…Mynd sem þú verður að sjá [...] Magnþrungið listaverk sem mun fylgja áhorfandanum um ókomin ár“  S.V. MBL 4Golden Globe verðlaun m.a. besta mynd, besti leikstjóri og besta handrit  H.J. MBL „...mjög vönduð og metnaðarfull mynd...“     VJV, Topp5.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.