Morgunblaðið - 19.01.2006, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.01.2006, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 2006 19 MINNSTAÐUR Grindavík | Tæplega 351 þús- und Íslendingar heimsóttu Bláa Lónið – heilsulind á nýliðnu ári. Er það 1% samdráttur frá árinu á undan sem var metár hjá Bláa Lóninu. „Árið í fyrra fór hægar af stað en við bjuggumst við, það vant- aði nánast alveg Norðurlanda- búa í hópinn,“ segir Grímur Sæ- mundsen, forstjóri Bláa Lónsins hf. Hann telur óhætt að fullyrða að flóðin í Asíu á jólunum 2004 hafi átt þar hlut að máli. Þetta jafnaði sig þegar leið á árið og fjölgun gesta síðustu mánuði ársins gerðu það að verkum að gestafjöldinn á árinu í heild var aðeins 1% minni en árið áður. Á árinu í heild heimsóttu 350.977 gestir Bláa Lónið. Eru það tæplega 3.600 færri gestir en árið 2004. Áætlanir fyrirtækisins gera ráð fyrir 5% aukningu í ár og mun gestafjöldinn þá slaga upp í 370 þúsund. „Við teljum óhætt að gera ráð fyrir þessu vegna þerrar aukningar sem við vitum að verður á flugi til landsins í ár, þótt ekki komi annað til,“ segir Grímur. Búist við 5% aukn- ingu í Bláa Lónið í ár Keflavík | Hátt í eitt hundrað manns vinnur í sjálfboðavinnu við stjórnun deilda Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags, í aðalstjórn, unglingaráðum og foreldraráðum. Átta deildir eru í félaginu og fram- undan er mikil hrina funda, að því er fram kemur í tilkynningu, hald- inn er einn aðalfundur á dag frá næstkomandi mánudegi og fram á þriðjudag í næstu viku. Síðar verð- ur aðalfundur félagsins sjálfs boð- aður. Byrjað verður á aðalfundi taek- wondodeildar mánudaginn 23. jan- úar, badmintondeild fundar á þriðjudag, fimleikadeild á miðviku- dag, sunddeild á fimmtudag, skot- deild á laugardag, körfuknattleiks- deild mánudaginn 30. janúar og loks verður aðalfundur knatt- spyrnudeildar þriðjudaginn 31. jan- úar. Allir fundirnir verða í félags- heimili Keflavíkur á Hringbraut 108 og hefjast klukkan 20, nema hvað fundur skotdeildar á laugardag hefst klukkan 14. Mikil sjálf- boðavinna í stjórnum SUÐURNES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.