Morgunblaðið - 19.01.2006, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 2006 19
MINNSTAÐUR
Grindavík | Tæplega 351 þús-
und Íslendingar heimsóttu Bláa
Lónið – heilsulind á nýliðnu ári.
Er það 1% samdráttur frá árinu
á undan sem var metár hjá Bláa
Lóninu.
„Árið í fyrra fór hægar af stað
en við bjuggumst við, það vant-
aði nánast alveg Norðurlanda-
búa í hópinn,“ segir Grímur Sæ-
mundsen, forstjóri Bláa Lónsins
hf. Hann telur óhætt að fullyrða
að flóðin í Asíu á jólunum 2004
hafi átt þar hlut að máli. Þetta
jafnaði sig þegar leið á árið og
fjölgun gesta síðustu mánuði
ársins gerðu það að verkum að
gestafjöldinn á árinu í heild var
aðeins 1% minni en árið áður.
Á árinu í heild heimsóttu
350.977 gestir Bláa Lónið. Eru
það tæplega 3.600 færri gestir
en árið 2004.
Áætlanir fyrirtækisins gera
ráð fyrir 5% aukningu í ár og
mun gestafjöldinn þá slaga upp í
370 þúsund. „Við teljum óhætt
að gera ráð fyrir þessu vegna
þerrar aukningar sem við vitum
að verður á flugi til landsins í ár,
þótt ekki komi annað til,“ segir
Grímur.
Búist við
5% aukn-
ingu í Bláa
Lónið í ár
Keflavík | Hátt í eitt hundrað
manns vinnur í sjálfboðavinnu við
stjórnun deilda Keflavíkur, íþrótta-
og ungmennafélags, í aðalstjórn,
unglingaráðum og foreldraráðum.
Átta deildir eru í félaginu og fram-
undan er mikil hrina funda, að því
er fram kemur í tilkynningu, hald-
inn er einn aðalfundur á dag frá
næstkomandi mánudegi og fram á
þriðjudag í næstu viku. Síðar verð-
ur aðalfundur félagsins sjálfs boð-
aður.
Byrjað verður á aðalfundi taek-
wondodeildar mánudaginn 23. jan-
úar, badmintondeild fundar á
þriðjudag, fimleikadeild á miðviku-
dag, sunddeild á fimmtudag, skot-
deild á laugardag, körfuknattleiks-
deild mánudaginn 30. janúar og
loks verður aðalfundur knatt-
spyrnudeildar þriðjudaginn 31. jan-
úar.
Allir fundirnir verða í félags-
heimili Keflavíkur á Hringbraut 108
og hefjast klukkan 20, nema hvað
fundur skotdeildar á laugardag
hefst klukkan 14.
Mikil sjálf-
boðavinna
í stjórnum
SUÐURNES