Morgunblaðið - 19.01.2006, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 2006 33
UMRÆÐAN Tækniþróunarsjóður
kynningarfundur í Húsi atvinnulífsins 19. janúar
Rannís
Rannsóknamiðstöð Íslands,
Laugavegi 13, 101 Reykjavík,
www.rannis.is
Tækniþróunarsjóður boðar til opins kynningarfundar í Húsi
atvinnulífsins í dag, fimmtudaginn 19. janúar kl. 8.30–10.00.
Fundurinn er ætlaður væntanlegum umsækjendum en
umsóknarfrestur í sjóðinn er til 15. febrúar nk.
Dagskrá
• Davíð Lúðvíksson forstöðumaður hjá Samtökum iðnaðarins er fundarstjóri.
• Sigríður Ólafsdóttir, forstöðumaður rannsókna Lyfjaþróun hf., varaformaður stjórnar
Tækniþróunarsjóðs gerir grein fyrir hlutverki sjóðsins.
• Snæbjörn Kristjánsson og Oddur Már Gunnarsson, starfsmenn Rannís, fjalla um
umsóknar- og matsferli sjóðsins.
• Kristinn Andersen, rannsóknastjóri Marel hf., kynnir verkefni um notkun róbóta í
matvælaiðnaði sem Tækniþróunarsjóður styður.
Boðið verður upp á morgunverð á fundinum
Tækniþróunarsjóður heyrir undir iðnaðarráðherra og starfar samkvæmt lögum
nr. 4/2003 um opinberan stuðning við tækniþróun og nýsköpun í þágu at-
vinnulífsins. Sjóðurinn fjármagnar nýsköpunarverkefni í samræmi við megin-
stefnu Vísinda- og tækniráðs. Umsækjendur geta verið fyrirtæki, einstaklingar,
rannsóknastofnanir og háskólar.
UMRÆÐAN um DV er í hámarki
þessa dagana og þykir engum furða.
Þetta dagblað hefur verið tifandi tíma-
sprengja um langa hríð
og aðeins tímaspursmál
hvenær almenningur í
landinu fengi nóg af
skepnuskapnum og
óþverrahættinum sem
viðgengst þar á bæ. Nú
hefur þjóðin skorið upp
herör gegn DV og rúm-
lega 30 þúsund Íslend-
ingar sagt blaðinu og
ritstjórnarstefnu þess
stríð á hendur. Samt
sem áður kann ritstjór-
inn ekki að skammast
sín. Það fengu sjón-
varpsáhorfendur að sjá
í Kastljósþætti sjónvarpsins þar sem
siðapostulinn Jónas reyndi með
aumkunarverðum hætti að verja
gjörðir sínar og DV frammi fyrir al-
þjóð. Honum fannst greinilega allt í
lagi með vinnubrögðin á DV og honum
fannst greinilega allt í lagi að rífa kjaft
við viðmælendur sína sem þó stóðu sig
með stakri prýði í Kastljósþættinum.
Og allt var þetta gert í nafni sannleik-
ans. Þá rifjaðist upp fyrir mér nýlegt
blaðaviðtal við þennan sama Jónas rit-
stjóra þar sem hann barði sér á brjóst
á forsíðunni og kvaðst engum hlífa.
Hann fórnaði jafnvel vinum og vanda-
mönnum, háum sem lágum, já bók-
staflega öllum, á altari sannleikans á
forsíðum DV. Stuttu síðar birtist í
þessum sama fjölmiðli, Blaðinu, stutt
og hnitmiðuð úttekt á síðasta kenni-
töluflippi DV. Skömmu fyrir gjald-
þrotið hafði ritstjórinn Jónas nefni-
lega verið látinn taka pokann sinn, en
það er líklega fráleitt að hann beri
nokkra ábyrgð á óförum DV þá. Eða
hvað? Samkvæmt frétt Blaðsins var
um að ræða eitt af
stærstu gjaldþrotum
fjölmiðils á Íslandi og al-
menningi var sendur
reikningur fyrir ríkis-
ábyrgð launa upp á hátt í
400 milljónir króna. Trú-
lega hefði DV einhvern
tíma kallað þetta þjófn-
að. Mér vitanlega hefur
ritstjóri DV ekki mynd-
skreytt forsíðu blaðsins
með sjálfum sér og gert
frétt um málið. Getur
verið að sannleikurinn
hafi eitthvað þvælst fyrir
ritstjóranum í þessu
máli? Fyrir stutttu féllu tveir dómar
með stuttu millibili í Héraðsdómi
Reykjavíkur gegn ritstjórum DV í
meiðyrðamálum þar sem ritstjórarnir
voru dæmdir fyrir vond vinnubrögð.
Mér vitanlega hefur þessi sannleikur,
myndskreyttur með ritstjórunum
sjálfum, ekki ratað á forsíðu DV. Get-
ur verið að sannleikurinn hafi eitthvað
þvælst fyrir DV-ritstjóranum sið-
prúða í þessum málum? Varla getur
það verið tillitssemi, því sannleikur og
tillitssemi fara aldrei saman að hans
áliti.
Eða kannski hefur hann bara ekki
fundið sannleikann – ennþá.
Engum hlíft –
sumum skýlt
Runólfur Gunnlaugsson skrifar
um sannleiksást DV
Runólfur
Gunnlaugsson
Höfundur er viðskiptafræðingur
og löggiltur fasteigna-, fyrirtækja-
og skipasali.
Fréttasíminn 904 1100