Morgunblaðið - 19.01.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.01.2006, Blaðsíða 1
Þorratrog unga fólksins Tinna Daníelsdóttir vill að unga kyn- slóðin viðhaldi þjóðlegum siðum | 26 Viðskipti | Tap vegna verðstríðs  Kaupþingsskelmirinn  Svipmynd Íþróttir | Gera miklar kröfur í Sviss  Grótta sló út bikarmeistarana Málið | Unaðsleg undirföt  Starf leikarans  Heiðrún og Lára Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is 533 4800 Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali. Laugavegur 182 • 105 Rvík • Fax 533 4811 • idborg midborg.is Með blaðinu í dag fylgir fasteignablað MiðborgarNÝ TT ! KONUR sem hafa stökkbreytingu í geninu BRCA2 eru fjórfalt líklegri í dag til að fá brjóstakrabbamein fyrir sjötugt en þær voru fyrir áttatíu ár- um. Er þetta mun meiri áhætta en áður hefur verið sýnt fram á hér á landi. Á sama tíma hafa horfur þeirra sem greinast batnað til muna, en líkur kvenna með stökkbreyt- inguna á að deyja úr sjúkdómnum hafa aðeins tvöfaldast á sama tíma sem m.a. skýrist af betri meðferð- arúrræðum og því að meinin grein- ast nú á fyrri stigum. Áhætta ís- lenskra kvenna almennt á brjóstakrabbameini hefur einnig fjórfaldast frá árinu 1920, úr 2,6% í 10,7%. Þetta er niðurstaða rannsóknar Laufeyjar Tryggvadóttur, faralds- fræðings og framkvæmdastjóra Krabbameinsskrárinnar, Jórunnar Erlu Eyfjörð, erfðafræðings Rann- sóknarstofu Krabbameinsfélags Ís- lands í sameinda- og frumulíffræði og fleiri, sem birtist í tímaritinu Journal of the National Cancer Institute í gær. Stökkbreyting í BRCA2 liggur í ættum og talið er að um 0,5% þjóð- arinnar beri hana. Líkur kvenna með stökkbreytinguna á að fá brjósta- krabbamein fyrir sjötugt voru 19% árið 1920 en voru orðnar nálægt 70% árið 2002. Áður var talið að áhættan væri um 40%. „En núna þegar við skoðuðum þetta yfir áttatíu ára tímabil þá sjáum við að það hafa orð- ið það miklar breytingar á þessum tíma og áhættan hefur fjórfaldast,“ segir Laufey. „Jákvæðu fréttirnar eru að áhættan á því að deyja vegna brjóstakrabbameins hefur aukist mun minna. Þó að konur fái brjósta- krabbamein er það langt frá dauða- dómur. Yfir 80% þeirra sem greinast lifa í fimm ár eða lengur.“ Breyttur lífsstíll Laufey segir að þetta sé í fyrsta sinn sem sýnt hefur verið fram á þessa auknu áhættu með óyggjandi hætti hjá heilli þjóð. Aðspurð hvort kona geti látið kanna hvort hún beri stökkbreytt brjóstakrabbameinsgen segir Lauf- ey: „Já, það er hægt, það er verið að koma upp erfðaráðgjöf á Landspít- alanum. En það er alltaf spurning hvort viðkomandi er bættari með slíkar upplýsingar þar sem ekki er margt hægt að gera í dag til varnar.“ Laufey segir að ekki sé að fullu vitað hvað valdi aukningu áhættunn- ar, hún er m.a. talin skýrast af breyttum lífsstíl, en gjörbylting hafi orðið í lifnaðarháttum Íslendinga frá árinu 1920, en áhrif þessa þurfi að rannsaka mun betur. Vitað er að lík- amsrækt lækkar líkurnar á að grein- ast með brjóstakrabbamein. Hins vegar eru neysla áfengis og notkun hormóna við tíðahvörf meðal þátta sem auka áhættuna. Líkur á brjóstakrabbameini fjórfölduðust á áttatíu árum Morgunblaðið/Ómar Anna Björg Halldórsdóttir, röntgenlæknir hjá Krabbameinsfélagi Íslands, skoðar myndir sem m.a. eru notaðar við greiningu á brjóstakrabbameini.  Niðurstöðurnar birtar í tímaritinu Journal of the National Cancer Institute í gær Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is Í NÝRRI ársskýrslu mannréttinda- samtakanna Human Rights Watch eru Evrópuríki sökuð um að taka viðskiptahagsmuni og samstarf í baráttunni gegn hryðjuverkum fram yfir mannréttindi. Samtökin nefna Bretland sérstak- lega í þessu sambandi og segja að þarlend stjórnvöld hunsi mannrétt- indabrot í Rússlandi og Sádi-Arabíu til að tryggja Bretum ábatasama við- skiptasamninga. Í skýrslunni segir að gætt hafi „til- hneigingar til að skipa mannréttind- um skör lægra en efnahagslegum og pólitískum hagsmunum“. Komið hafi til „ósæmilegrar keppni“ milli ráða- manna Bretlands, Frakklands og Þýskalands um náin tengsl við stjórn Rússlands þrátt fyrir mannréttinda- brot í Tétsníu. Frakkar og Þjóðverjar eru gagn- rýndir fyrir að beita sér fyrir því að Evrópusambandið aflétti banni sem lagt var við sölu á vopnum til Kína eftir blóðbaðið á Torgi hins him- neska friðar í Peking 1989. Þá eru Bretar gagnrýndir fyrir að beita sér fyrir því að Sádi-Arabar kaupi vopn af breskum fyrirtækjum en „þegja þunnu hljóði yfir linnulausum mann- réttindabrotum í konungdæminu“. Pyntingar gagnrýndar Mannréttindasamtökin gagnrýna einnig Bandaríkjastjórn fyrir að hafa beitt pyntingum og illri meðferð á föngum af ásettu ráði í baráttunni gegn hryðjuverkum. Þessi stefna er sögð hafa torveldað Bandaríkja- mönnum að knýja á önnur ríki um að virða sáttmála um mannréttindi. Gróðinn ofar frelsinu? Evrópulönd sögð taka viðskipti fram yfir mannréttindi  Meira á www.mbl.is | itarefni 3,2% samdráttur varð hins vegar í sölu á svínakjöti en alls voru seld 5.300 tonn. Sala á nautgripakjöti á seinasta ári var 3.563 tonn, sem er 1,5% samdráttur frá árinu á undan. Landsmenn neyttu 520 tonna af hrossakjöti í fyrra sem er 10,2% minna en árið 2004. Sala á skyri jókst um 41% Sala mjólkurvara jókst um 2,5% ef miðað er við sölu á próteinþætti mjólkurinnar. Af drykkjarmjólk seldust tæplega 42 milljónir lítra. Þá neyttu landsmenn að meðaltali 14,7 kg af innlendum ostum og heildar- sala á skyri jókst um 41%. HEILDARSALA á kjöti jókst um 2,8% á síðasta ári frá árinu á undan en alls voru seld 22.728 tonn af kjöti skv. bráðabirgðatölum sem nú liggja fyrir um framleiðslu og sölu á búvör- um á seinasta ári. Þessi kjötsala svarar til þess að hver íbúi hafi neytt 76,6 kg af kjöti í fyrra, sem er 0,9 kg meira en árið 2004, skv. yfirliti sem Bændasamtök Íslands hafa tekið saman. Mest var snætt af lambakjöti eða 7.339 tonn sem er 1,7% aukning frá árinu á undan en hlutfallslega varð þó mest aukning í sölu á alifuglakjöti en aukningin var 14,9% á seinasta ári þegar seld voru 6.026 tonn. Aukning á sölu á alifuglakjöti Mest snætt af lambakjöti, 7.339 tonn Geir H. Haarde utanríkisráðherra og Jack Straw, utanríkisráðherra Bret- lands, í London í gær: „Hann taldi ekki að Íslendingar myndu hafa neinn sérstakan hag af því að ganga í Evrópusambandið.“ | 10 Reuters GRÓTTA kom á óvart í 8-liða úr- slitum SS-bikarkeppninnar í hand- knattleik kvenna í gær með því að leggja bikarmeistaralið Stjörn- unnar 20:19. Grótta, Valur, ÍBV og Haukar leika til undanúrslita í keppninni en Valur lagði Fram í gær, 31:25. | Íþróttir Morgunblaðið/Sverrir Grótta áfram ♦♦♦ Viðskipti, Íþróttir og Málið STOFNAÐ 1913 18. TBL. 94. ÁRG. FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.