Morgunblaðið - 19.01.2006, Qupperneq 1
Þorratrog
unga fólksins
Tinna Daníelsdóttir vill að unga kyn-
slóðin viðhaldi þjóðlegum siðum | 26
Viðskipti | Tap vegna verðstríðs Kaupþingsskelmirinn Svipmynd
Íþróttir | Gera miklar kröfur í Sviss Grótta sló út bikarmeistarana
Málið | Unaðsleg undirföt Starf leikarans Heiðrún og Lára
Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is
533 4800
Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali.
Laugavegur 182 • 105 Rvík • Fax 533 4811 • idborg midborg.is
Með blaðinu í dag fylgir
fasteignablað MiðborgarNÝ
TT
!
KONUR sem hafa stökkbreytingu í
geninu BRCA2 eru fjórfalt líklegri í
dag til að fá brjóstakrabbamein fyrir
sjötugt en þær voru fyrir áttatíu ár-
um. Er þetta mun meiri áhætta en
áður hefur verið sýnt fram á hér á
landi. Á sama tíma hafa horfur
þeirra sem greinast batnað til muna,
en líkur kvenna með stökkbreyt-
inguna á að deyja úr sjúkdómnum
hafa aðeins tvöfaldast á sama tíma
sem m.a. skýrist af betri meðferð-
arúrræðum og því að meinin grein-
ast nú á fyrri stigum. Áhætta ís-
lenskra kvenna almennt á
brjóstakrabbameini hefur einnig
fjórfaldast frá árinu 1920, úr 2,6% í
10,7%.
Þetta er niðurstaða rannsóknar
Laufeyjar Tryggvadóttur, faralds-
fræðings og framkvæmdastjóra
Krabbameinsskrárinnar, Jórunnar
Erlu Eyfjörð, erfðafræðings Rann-
sóknarstofu Krabbameinsfélags Ís-
lands í sameinda- og frumulíffræði
og fleiri, sem birtist í tímaritinu
Journal of the National Cancer
Institute í gær.
Stökkbreyting í BRCA2 liggur í
ættum og talið er að um 0,5% þjóð-
arinnar beri hana. Líkur kvenna með
stökkbreytinguna á að fá brjósta-
krabbamein fyrir sjötugt voru 19%
árið 1920 en voru orðnar nálægt 70%
árið 2002. Áður var talið að áhættan
væri um 40%. „En núna þegar við
skoðuðum þetta yfir áttatíu ára
tímabil þá sjáum við að það hafa orð-
ið það miklar breytingar á þessum
tíma og áhættan hefur fjórfaldast,“
segir Laufey. „Jákvæðu fréttirnar
eru að áhættan á því að deyja vegna
brjóstakrabbameins hefur aukist
mun minna. Þó að konur fái brjósta-
krabbamein er það langt frá dauða-
dómur. Yfir 80% þeirra sem greinast
lifa í fimm ár eða lengur.“
Breyttur lífsstíll
Laufey segir að þetta sé í fyrsta
sinn sem sýnt hefur verið fram á
þessa auknu áhættu með óyggjandi
hætti hjá heilli þjóð.
Aðspurð hvort kona geti látið
kanna hvort hún beri stökkbreytt
brjóstakrabbameinsgen segir Lauf-
ey: „Já, það er hægt, það er verið að
koma upp erfðaráðgjöf á Landspít-
alanum. En það er alltaf spurning
hvort viðkomandi er bættari með
slíkar upplýsingar þar sem ekki er
margt hægt að gera í dag til varnar.“
Laufey segir að ekki sé að fullu
vitað hvað valdi aukningu áhættunn-
ar, hún er m.a. talin skýrast af
breyttum lífsstíl, en gjörbylting hafi
orðið í lifnaðarháttum Íslendinga frá
árinu 1920, en áhrif þessa þurfi að
rannsaka mun betur. Vitað er að lík-
amsrækt lækkar líkurnar á að grein-
ast með brjóstakrabbamein. Hins
vegar eru neysla áfengis og notkun
hormóna við tíðahvörf meðal þátta
sem auka áhættuna.
Líkur á brjóstakrabbameini
fjórfölduðust á áttatíu árum
Morgunblaðið/Ómar
Anna Björg Halldórsdóttir, röntgenlæknir hjá Krabbameinsfélagi Íslands,
skoðar myndir sem m.a. eru notaðar við greiningu á brjóstakrabbameini.
Niðurstöðurnar
birtar í tímaritinu
Journal of the
National Cancer
Institute í gær
Eftir Sunnu Ósk Logadóttur
sunna@mbl.is
Í NÝRRI ársskýrslu mannréttinda-
samtakanna Human Rights Watch
eru Evrópuríki sökuð um að taka
viðskiptahagsmuni og samstarf í
baráttunni gegn hryðjuverkum fram
yfir mannréttindi.
Samtökin nefna Bretland sérstak-
lega í þessu sambandi og segja að
þarlend stjórnvöld hunsi mannrétt-
indabrot í Rússlandi og Sádi-Arabíu
til að tryggja Bretum ábatasama við-
skiptasamninga.
Í skýrslunni segir að gætt hafi „til-
hneigingar til að skipa mannréttind-
um skör lægra en efnahagslegum og
pólitískum hagsmunum“. Komið hafi
til „ósæmilegrar keppni“ milli ráða-
manna Bretlands, Frakklands og
Þýskalands um náin tengsl við stjórn
Rússlands þrátt fyrir mannréttinda-
brot í Tétsníu.
Frakkar og Þjóðverjar eru gagn-
rýndir fyrir að beita sér fyrir því að
Evrópusambandið aflétti banni sem
lagt var við sölu á vopnum til Kína
eftir blóðbaðið á Torgi hins him-
neska friðar í Peking 1989. Þá eru
Bretar gagnrýndir fyrir að beita sér
fyrir því að Sádi-Arabar kaupi vopn
af breskum fyrirtækjum en „þegja
þunnu hljóði yfir linnulausum mann-
réttindabrotum í konungdæminu“.
Pyntingar gagnrýndar
Mannréttindasamtökin gagnrýna
einnig Bandaríkjastjórn fyrir að
hafa beitt pyntingum og illri meðferð
á föngum af ásettu ráði í baráttunni
gegn hryðjuverkum. Þessi stefna er
sögð hafa torveldað Bandaríkja-
mönnum að knýja á önnur ríki um að
virða sáttmála um mannréttindi.
Gróðinn
ofar
frelsinu?
Evrópulönd sögð
taka viðskipti fram
yfir mannréttindi
Meira á www.mbl.is | itarefni
3,2% samdráttur varð hins vegar í
sölu á svínakjöti en alls voru seld
5.300 tonn. Sala á nautgripakjöti á
seinasta ári var 3.563 tonn, sem er
1,5% samdráttur frá árinu á undan.
Landsmenn neyttu 520 tonna af
hrossakjöti í fyrra sem er 10,2%
minna en árið 2004.
Sala á skyri jókst um 41%
Sala mjólkurvara jókst um 2,5% ef
miðað er við sölu á próteinþætti
mjólkurinnar. Af drykkjarmjólk
seldust tæplega 42 milljónir lítra. Þá
neyttu landsmenn að meðaltali 14,7
kg af innlendum ostum og heildar-
sala á skyri jókst um 41%.
HEILDARSALA á kjöti jókst um
2,8% á síðasta ári frá árinu á undan
en alls voru seld 22.728 tonn af kjöti
skv. bráðabirgðatölum sem nú liggja
fyrir um framleiðslu og sölu á búvör-
um á seinasta ári.
Þessi kjötsala svarar til þess að
hver íbúi hafi neytt 76,6 kg af kjöti í
fyrra, sem er 0,9 kg meira en árið
2004, skv. yfirliti sem Bændasamtök
Íslands hafa tekið saman.
Mest var snætt af lambakjöti eða
7.339 tonn sem er 1,7% aukning frá
árinu á undan en hlutfallslega varð
þó mest aukning í sölu á alifuglakjöti
en aukningin var 14,9% á seinasta ári
þegar seld voru 6.026 tonn.
Aukning á sölu
á alifuglakjöti
Mest snætt af lambakjöti, 7.339 tonn
Geir H. Haarde utanríkisráðherra og Jack Straw, utanríkisráðherra Bret-
lands, í London í gær: „Hann taldi ekki að Íslendingar myndu hafa neinn
sérstakan hag af því að ganga í Evrópusambandið.“ | 10
Reuters
GRÓTTA kom á óvart í 8-liða úr-
slitum SS-bikarkeppninnar í hand-
knattleik kvenna í gær með því að
leggja bikarmeistaralið Stjörn-
unnar 20:19. Grótta, Valur, ÍBV og
Haukar leika til undanúrslita í
keppninni en Valur lagði Fram í
gær, 31:25. | Íþróttir
Morgunblaðið/Sverrir
Grótta áfram
♦♦♦
Viðskipti, Íþróttir og Málið
STOFNAÐ 1913 18. TBL. 94. ÁRG. FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is