Morgunblaðið - 19.01.2006, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.01.2006, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR GEIR H. Haarde, utanrík- isráðherra, mun opna sýninguna Pure Iceland í vísindasafninu í London í kvöld. Undirbúningur að sýningunni hefur staðið yfir í tvö og hálft ár og var það sendiráð Íslands í Bretlandi sem átti frumkvæði að henni. „Á sýningunni er lögð mikil áhersla á að gera grein fyrir orku- framleiðslu Ís- lands og sýna hreinleika lands- ins,“ segir Sverr- ir Haukur Gunn- laugsson, sendiherra Ís- lands í Bretlandi. „Fjallað er um jökla og eldfjöll og þýðingarmikill þáttur í sýning- unni er sjálf- bærni til lands og sjávar. Við erum að færa með eins raunverulegum hætti og mögulegt er, náttúru Ís- lands inn í vísindasafnið í London í máli og myndum.“ Lifandi sýning sem þekur um 1.000 fermetra Sýningarrými skiptist í þrjá sali. Í fyrsta sal má m.a. finna 20 metra langa mynd af Íslandi séð frá hafinu og gríðarstórt útlínukort af landinu, þar sem allir helstu náttúruþættir landsins eru skilgreindir, svo sem jöklar, eldfjöll og ár. Í sama sal er kynning á öllu sem viðkemur sjálf- bærri þróun hafsins í kringum Ís- land og náttúrueiginleikum sem tengjast jarðvegseyðingu og því sem gert er til að sporna við henni. Í öðr- um sal er náttúruþáttum lýst með leikrænum hætti og þar svara leik- arar fyrirspurnum gesta og jafn- framt skýra þeir frá einstökum þátt- um í náttúru Íslands. „Safnið leggur mikið upp úr því að vera lifandi safn,“ segir Sverrir Haukur. „Vesturport leikhópurinn hefur umsjón með þessum hluta sýn- ingarinnar og hefur ráðið íslenska og breska leikara til að sjá um þetta. Leikararnir munu vekja áhuga fólks á vissum staðreyndum um Ísland. Til dæmis, með því að ganga að gest- um og spyrja: „Veist þú hve mikið magn af vatni færi í sjóinn ef Vatna- jökull bráðnaði?“ og svo framvegis. Í þriðja salnum eru upplýsingar um Ísland í 32 mismunandi flokkum sem fólk hefur aðgang að í gegnum tölvubanka. Þegar gestir ganga út sjá þeir valin orð úr Hávamálum. Viðamesta Íslandskynning í Bretlandi til þessa „Ísland hefur ekki ráðist í neitt svipað verkefni í Bretlandi,“ segir Sverrir Haukur. „Það má segja að ýmsir þættir í sýningunni hafi áður komið fram, til dæmis á heimssýn- ingunum í Portúgal og Þýskalandi og á sýningunni í vísindasafninu í París í hittifyrra. Sýningin í London er víðtækari en þessar sýningar og veitir ítarlegri innsýn inn í þá fjöl- mörgu náttúrueiginleika Íslands. Sýningin í Portúgal fjallaði til dæmis eingöngu um hafið.“ Að sögn Sverris Hauks skiptir miklu máli að viðhalda hinni hreinu og fallegu ímynd Ís- lands erlendis og þess vegna er nafn sýningarinnar, „Pure Iceland“, af- skaplega mikilvægt. Auk þess að eiga samskipti við hönnuði, verktaka og vísindasafnið í tengslum við sýninguna, átti sendi- ráðið frumkvæði að því að ræða við íslensk fyrirtæki sem eru með rekst- ur í Bretlandi um þátttöku í fjár- mögnun sýningarinnar. Þau fyr- irtæki sem taka þátt í verkefninu eru Actavis, Avion Group, Bakkavör, Baugur, KB Banki, Landsbanki, Icelandair, Novator og Landssím- inn. Einnig taka orkufyrirtækin fimm á Íslandi, Landsvirkjun, Orku- veita Reykjavíkur, Hitaveita Suð- urnesja, Rarik og Landsnet þátt í verkefninu. Það eru því alls fjórtán aðilar sem koma að fjármögnun sýn- ingarinnar, en framkvæmdin í heild kostar um 60 milljónir íslenskra króna. 600 blaðamönnum kynnt efni sýningarinnar Dagskráin í dag hefst á blaða- mannafundi í vísindasafninu og hef- ur um 600 blaðamönnum þegar verið kynnt efni sýningarinnar og þeim boðið í íslenskan morgunverð. Á fundinum verða viðstaddir íslenskir sérfræðingar á ýmsum sviðum sem tengjast sýningunni. Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur, Hans Kristján Guðmundsson forstjóri Rannís, Jóhann Sigurjónsson for- stjóri Hafrannsóknarstofnunar, Jón Björn Skúlason framkvæmdarstjóri Íslenskrar NýOrku og Sigurður Arnalds frá Landsvirkjun munu svara spurningum blaðamanna. Formleg opnun sýningarinnar verður í kvöld og er Magnús Magn- ússon sérstakur heiðursgestur. „Þessi þekkti Íslendingur hefur lagt sig sérstaklega fram við að kynna Ísland, bæði sögu þess og ekki síður náttúruímynd landsins í hinum enska heimi og finnst okkur því við hæfi að hann sé heiðursgestur kvöldsins,“ segir Sverrir Haukur. Eins og staðan er í dag mun sýn- ingin standa til 23. apríl nk. Það er reiknað með því að allt að 800 þús- und manns muni heimsækja sýn- inguna á þessu tímabili. „Þá er unnið að því að skipuleggja í sérstöku vís- indasetri safnsins fundi á næstu mánuðum með sérfræðingum sem fjalla munu um ýmsa þætti svo sem jarðfræði og orkunýtingu. Orkumál er mjög áberandi í sýningunni og hefur henni verið valinn sérstakur staður við hlið hinnar almennu orku- sýningar safnsins,“ segir Sverrir Haukur. Náttúra Íslands færð inn í vísindasafnið í London Eftir Jón Gunnar Ólafsson jongunnar.olafsson@gmail.com Ljósmynd/Jón Haukur Steingrímsson Náttúra Íslands verður færð inn í vísindasafnið í London, m.a. með myndum eins og þessari af Hvanngili í Þórsmörk. TENGLAR .............................................. www.sciencemuseum.org.uk Sverrir Haukur Gunnlaugsson UMHVERFISRÁÐ Reykjavíkurborgar vill skoða kosti þess að tilteknir hópar fái gjaldfrjálst í strætó á ákveðnum tímum, t.d. skólanemar og eldri borgarar, en ráðið bókaði á fundi sínum á mánudag hvatningu til Strætó bs. um að taka til ítarlegrar endurskoðunar stefnu og fyrirkomulag gjaldskrármála fyrirtækisins. Í bókun Umhverfisráðs er ennfremur óskað eftir upplýsingum um fyrirhugað rafrænt greiðslukerfi, hvenær vænta megi að það verði tekið í notkun og hvaða möguleika það gefi ein- stökum sveitarfélögum til að veita afslátt af far- gjöldum. Árni Þór Sigurðsson, formaður umhverfisráðs, segir að með hinu rafræna greiðslukerfi gefist fjölbreyttari möguleikar til að hafa gjaldfrjálst í strætó t.d. fyrir nemendur í skólum eina ferð á morgna og eina ferð síðdegis eða fyrir ellilífeyr- isþega milli 10 og 15 sem er utan háannatíma. „Við teljum það vera æskilegt ef hægt væri að hafa gjaldfrjálst fyrir þessa hópa,“ segir Árni Þór. „Svo ef við teljum framhalds- og háskóla- nemana, þar sem oft er kvartað yfir bílastæða- skorti, gæti verið mikill léttir í því ef við gætum komið til móts við þeirra þarfir með gjaldfrjáls- um strætisvögnum fyrir þá hópa.“ Umhverfisráð ítrekar ennfremur það mat ráðsins að gjaldskrárhækkun Strætó bs. sé ekki til þess fallin að fjölga farþegum og efla þannig almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu eins og var eitt meginmarkmiðið með stofnun fyrirtækisins. „Þá eru hörmuð þau vinnubrögð stjórnar Strætó bs. að hækka gjaldskrá sína án samráðs við Umhverfisráð,“ segir ennfremur í bókun Umhverfisráðs. „Það hvernig málum var háttað við undirbúning og kynningu gjaldskrár- hækkana Strætó bs. sýnir hversu mikilvægt það er að skýra betur tengsl og samstarf Strætó bs. og Umhverfisráðs.“ Vilja gjaldfrjálst fyrir nemend- ur og ellilífeyrisþega í strætó PÉTUR Magnús Birgisson, tækni- stjóri hjá Sundlaugum Kópavogs, gefur kost á sér í 6. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, fyr- ir bæjarstjórnarkosningarnar sem fram fara í vor. Pétur hefur unnið margvísleg störf frá æsku, bæði til sjós og lands. Hann hefur tekið þátt í ýmsum fé- lagsmálum, m.a. verið formaður for- eldraráðs Smáraskóla þegar nýju grunnskólalögin tóku gildi. Er hann nú stjórn- armaður í Sam- tökum forstöðu- manna sundstaða á Íslandi. Pétur hefur tekið virk- an þátt í starfi Sjálfstæðisflokks- ins í Kópavogi frá 1992, hann var í stjórn Sjálfstæð- isfélags Kópavogs frá 1996 og for- maður félagsins frá 1998 – 2001. Hann er í stjórn Fulltrúaráðs sjálf- stæðisfélaganna í Kópavogi og er í kjördæmisráði Suðvesturkjördæmis og var áður í stjórn þar. Pétur er nú varaformaður Atvinnu- og upplýs- inganefndar Kópavogsbæjar og varamaður í Skipulagsnefnd. Skv. upplýsingum Péturs eru hon- um mörg mál hugleikin, m.a. að upp- lýsingaflæði til íbúa verði með sem bestum hætti, fyrirtækjum verði gert kleift að stækka og dafna í bænum, Kópavog- ur verði ætíð í fararbroddi í skóla- málum og öldrunarmálum verði gert hærra undir höfði en hingað til og stuðlað verði að því að koma fleiri ungmennum í íþróttastarf og að skipulagsmál verði unnin í sam- ráði við íbúa Kópavogs. Gefur kost á sér í 6. sæti Pétur Magnús Birgisson ÁSTHILDUR Helgadóttir verk- fræðingur og knattspyrnukona hef- ur ákveðið að gefa kost á sér í 4.–5. sæti, í prófkjöri Sjálfstæðisflokks- ins í Kópavogi fyrir bæjarstjórn- arkosningarnar sem fram fara í vor. Að loknu námi í Bandaríkj- unum árið 2001 hóf Ásthildur störf hjá verfræðistofunni Línuhönnun. Eftir að hafa unnið þar í tæp tvö ár fluttist hún til Svíþjóðar þar sem hún mun ljúka mast- ersnámi í verk- fræði með áherslu á burð- arþol í febrúar. Að lokinni út- skrift mun Ást- hildur hefja að nýju störf hjá Línuhönnun. Hún mun einnig áfram starfa í mann- virkjanefnd KSÍ. Fótboltinn hefur nánast alla tíð verið forgangsatriði hjá Ásthildi eða frá því hún hóf að æfa með Breiðabliki tíu ára að aldri. Hún hefur níu sinnum orðið Íslandsmeistari með Breiðabliki og KR, verið kosin knattspyrnukona ársins þrisvar sinnum, íþróttamað- ur Kópavogs ’96, íþróttamaður Reykjavíkur ’02. Valin í úrvalslið Bandaríkjanna í fótbolta árið 1998. Ásamt því að hljóta þriðja sæti í kjöri íþróttamanns ársins árin 2003 og 2005. Samhliða námi í Svíþjóð spilaði hún með Malmö FF, einu sterkasta liði Svíþjóðar. Ásthildur hefur skorað flest mörk og er leikjahæsti leikmaður íslenska A- landsliðsins og er núverandi fyr- irliði þess. Ásthildur mun aðallega beita sér fyrir jafnréttis- og mann- réttindamálum, umhverfis- og skipulagsmálum og íþrótta- og ung- lingamálum. Ásthildur Helgadóttir Býður sig fram í 4.–5. sæti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.