Morgunblaðið - 19.01.2006, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Á kveðjustund
hvarflar hugsunin til
baka. Enginn veit hvað átt hefur
fyrr en misst hefur og það eru orð
að sönnu.
Ég átti pabba sem alltaf gaf sér
tíma þó stutt væri á milli róðra.
Hann hjálpaði við heimalærdóminn,
leiðbeindi og kenndi, hlustaði og
skildi og gaf mér það veganesti út í
lífið sem skiptir máli. Ég átti pabba
sem kunni að gleðjast, gera góðlátt
grín, koma mömmu til að hlæja og
vera hrókur alls fagnaðar. Pabbi
gat orðað allt í bundnu máli og ljóð-
in hans til mín og fjölskyldu minn-
ar, eru ómetanlegur fjársjóður að
eiga. Þau eru full af góðum óskum,
hlýju og væntumþykju, sem hann
var svo ríkur af. Ég er þakklát fyrir
samfylgdina og minningin um
elskulegan pabba minn lifir.
Þuríður Kristín.
Elsku afi, nú ertu farinn, úr köld-
um og hörðum heimi.
En hlýjan, sem þú hafðir og gafst
okkur, situr í hjörtum okkar um
ókomna tíð. Þetta er sárt og þetta
er erfitt, en það færir okkur gleði
og ánægju að vita af þér á góðum,
hlýjum og björtum stað þar sem
friður hvílir yfir þér.
Þú hefur gefið okkur svo margt,
kennt okkur að elska, standa á okk-
ar, hugsa sjálfstætt og trúa á okkur
með því að sýna að þú tryðir á okk-
ur og á það sem við vorum að gera.
Kenndir okkur að vera sátt við lífið
og taka vonbrigðum með staðfestu
og vinna úr þeim.
Vitur maður sagði mér eitt sinn:
Guð leggur aldrei meira á þig en þú
getur borið. Og það hefur þú sann-
að, því að öllu sem á þig var lagt
tókstu á með sæmd og komst í
gegnum það með þolinmæði og
þrautseigju. Þú varst sterkur mað-
ur, barst með þér mikla gleði og
varst manni ætíð innan seilingar ef
maður missti fótanna um stund. Við
vorum alltaf velkomin, alveg sama
hvernig stóð á og þú tókst alltaf á
móti okkur með gleði í hjarta.
Minningarnar um þig streyma í
huga minn.
Aldrei gleymi ég því að í hvert
sinn sem ég heimsótti þig tókst þú
um kinnar mér og kysstir vanga
minn, með bros á vör og hlýju í aug-
um.
Eða þegar þú fórst í brjáluðu
veðri að laga rafmagnið.
Alltaf hugsaði ég til þín og bað
Guð að gæta þín. Og það hefur hann
gert. Alltaf man ég eftir þér við eld-
húsborðið og með Moggann fyrir
framan þig. Og þegar þú leist upp
þá ljómaðirðu.
Og þessi orð: „Nei, ert þú nú
komin, elskan mín?“ Svo brostirðu
innilega.
Það fyllti mig gleði.
Nú, þegar þú ert farinn, fer mað-
ur að hugsa um allt það liðna og
manni finnst tíminn sem maður
fékk með þér vera svo óskaplega
stuttur en maður brosir vegna þess
sem maður fékk þegar maður var
með þér. Þú átt stórt pláss í hjört-
um okkar allra, varst okkur allt.
Enginn kemst með tærnar þar sem
þú hafðir hælana.
Elsku besti afi, engin orð lýsa þér
betur.
Kristín Ósk, Arndís Dögg
og Laufey Hulda.
Fellur jafnt og fífan smá
föngulegust eikin
GESTUR INGVI
KRISTINSSON
✝ Gestur IngviKristinsson
fæddist á Þingeyri
við Dýrafjörð 21.
ágúst 1935. Hann
lést á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Ísa-
firði að kvöldi
fimmtudagsins 5.
janúar síðastliðins
og var jarðsunginn
frá Ísafjarðarkirkju
14. janúar.
því að dauðinn ávallt á
allra hinsta leikinn.
(J.B.)
Nú er Gestur
Kristinsson vinur
minn látinn eftir
langa og harða sjúk-
dómsbaráttu.
Löngu var orðið
ljóst hvert stefndi. Þó
kjarkurinn hafi verið
nægur var vitað að
maðurinn með ljáinn
myndi sigra í þessum
leik eins og svo oft áð-
ur.
Það var mikil gæfa fyrir Súg-
andafjörð og Súgfirðinga að Gestur
skyldi koma þangað ungur, og festa
ráð sitt og búa þar alla tíð síðan, ut-
an nokkra síðustu mánuði sem þau
hjónin bjuggu á Hlíf, húsi eldri
borgara á Ísafirði. Gestur gerði sjó-
mennsku að sínu ævistarfi, var þar
bæði vélstjóri og síðan skipstjóri í
áratugi. Hann sótti sjóinn fast, var
mikill aflamaður og farsæll skip-
stjóri, sem alltaf kom fleyi sínu
heilu í höfn.
Þá var eftirsótt að komast í skip-
rúm hjá honum. Eftir að Gestur
hættir sjómennsku og kemur í land,
hefur hann störf hjá Orkubúi Vest-
fjarða, og þar eins og annarsstaðar
voru störf hans til fyrirmyndar.
Ekki gat hjá því farið, að til Gests
yrði leitað til starfa að félagsmál-
um, og fór mikið af tíma hans í að
sinna þeim, en eins og þeir vita,
sem til þekkja eru þessháttar störf
oft vanmetin og vanþökkuð, lítið
eða ekkert borguð, en ómæld vinna.
Gestur var einstaklega vel gerður
maður, stálheiðarlegur og grandvar
og lagði aldrei illt til annarra sam-
ferðamanna. Hann var gæddur af-
burðagáfum og fékk oftar en einu
sinni í skólum viðurkenningu fyrir
gáfur sínar og óvenjulega náms-
hæfileika. Fyrir lítil samfélög eru
þessir hæfileikar mikils virði, enda
hlóðust á hann allskonar störf fyrir
félagasamtök og fyrirtæki. Var
hann yfirleitt formaður í þeim fé-
lögum sem hann starfaði í og hélt
öllu undir góðri stjórn. Þá var hann
hreppstjóri Súgfirðinga í fjölda ára.
Það er ekki ætlun mín að minnast
allra þeirra félagasamtaka, sem
hann starfaði fyrir, því ég treysti
mér ekki til þess, svo víða kom
hann við. Ég varð þeirrar gæfu að-
njótandi að fá að starfa með honum
í fjölda stjórna, nefnda og ráða, sem
menn voru kjörnir og skipaðir til í
Súgandafirði. Ekki fór á milli mála
að það sæti sem hann skipaði var
vel setið enda ráðagóður og fundvís
á réttar lausnir. Kom þá oft fyrir að
saklausar vísur og græskulaust
gaman fór á milli manna. Gestur
var góður hagyrðingur og skáld
gott, og orti hann mikið af gam-
anvísum fyrir ýmis félagasamtök og
einnig ógrynni af afmælis- og brúð-
kaupsljóðum. Eftir hann liggur
mikið safn, bæði í bundnu máli og
óbundnu, því oft var hann fenginn
til að halda ræður og erindi, og sjá
um samantekt á margskonar efni er
vörðuðu byggðalagið eða ýmsa
þætti þess. Veturinn 1990–’91 fór á
milli okkar bók, sem var þannig, að
hann ljóðaði á mig fyrst þremur vís-
um, sem ég átti að svara og svo orti
hann til baka. Skiptu þessar vísur
hundruðum áður en yfir lauk, og
var þetta góð dægrastytting í
skammdeginu. Gestur hafði stund-
um á orði við mig að hann ætlaði að
hætta vinnu 70 ára og fara að hafa
það náðugt. Svo fór þó að hann hélt
upp á 70 ára afmælið sitt 21. ágúst
sl., þá orðinn mikið veikur. Nú er
hann farinn í ferðina miklu og veit
ég að hans bíður góð vist handan
landamæranna, enda mjög trúaður
maður. Með þessum fátæklegu orð-
um kveð ég þennan vin minn og
votta Sólveigu eftirlifandi eigin-
konu hans og fermingarsystur
minni, börnum þeirra og afkomend-
um öllum dýpstu samúð okkar
hjóna. Guð blessi minningu hans.
Eðvarð Sturluson.
Látinn er Gestur Ingvi Kristins-
son eftir erfið veikindi.
Gestur var stjórnarmaður í
Sparisjóði Bolungarvíkur til
margra ára. Hann hóf afskipti af
málefnum sparisjóðanna sem end-
urskoðandi Sparisjóðs Súgfirðinga
árið 1981, og var síðan kjörinn í
stjórnina 1984 til 1985 og síðan frá
1986 og var þá stjórnarformaður til
ársins 1994 þegar Sparisjóðurinn
var sameinaður Sparisjóði Bolung-
arvíkur.
Við sameininguna var Gestur
kosinn í stjórn Sparisjóðs Bolung-
arvíkur, sem fulltrúi Súgfirðinga,
og var hann varaformaður stjórnar
til ársins 2003, en síðustu tvö árin
var hann stjórnarformaður.
Gestur var mikill sparisjóðamað-
ur, vildi mikið til vinna að hafa
sparisjóð í sinni heimabyggð, vann
ötullega að sameiningunni við
Sparisjóð Bolungarvíkur því hann
vissi að þar væri bakhjarl í heima-
byggð og lagði mikinn metnað í að
Sparisjóðurinn styddi við aðalat-
vinnuveg byggðarlaganna og jafn-
framt að útvíkkun á starfsvettvangi
sjóðsins.
Eftir að Gestur varð stjórnarfor-
maður jókst samstarf okkar til
muna og hittumst við vikulega á
Suðureyri, sem var bæði gefandi og
skemmtilegt fyrir mig að eiga Gest
að vini. Þar var farið ítarlega yfir
mál Sparisjóðsins og þróun byggð-
arlaganna og landsins alls, einnig
voru þessi málefni honum kær eftir
að hann lét af störfum.
Gestur var góður hagyrðingur og
var ekki haldin samkoma, á okkar
vegum, án þess að hann kæmi með
skemmtilegan og hnyttinn brag.
Um leið og Gesti eru þökkuð mik-
il og góð störf í þágu Sparisjóðsins,
færi ég, fyrir hönd stjórnar og
starfsfólks, Sólveigu eiginkonu
hans, börnum og fjölskyldum
þeirra, innilegar samúðarkveðjur.
Ásgeir Sólbergsson.
Gestur Kristinsson skipti um
starfsvettvang 1976, hætti sem
skipstjóri til sjós og hóf störf fyrir
Rafmagnsveitur ríkisins. Hann var
þeirra maður á Suðureyri og í Súg-
andafirði. Gestur hélt síðan áfram
störfum hjá Orkubúi Vestfjarða
þegar það fyrirtæki tók við rekstri
Rarik á Vestfjörðum í ársbyrjun
1978 og starfaði þar allt til ársins
2004 er hann lét af störfum vegna
veikinda sinna.
Hann aflaði sér réttinda sem raf-
veituvirki samhliða starfi sínu hjá
Orkubúinu og lagði ávallt mikla al-
úð við starf sitt. Hann bar hag
Orkubúsins sem og orkunotenda í
Súgandafirði fyrir brjósti og var öt-
ull baráttumaður fyrir umbótum til
að þjónustan við Súgfirðinga gæti
verið sem best. Hann var hrein-
skiptinn og lá ekki á skoðunum sín-
um ef því var að skipta en þegar
niðurstaða lá fyrir þá vann hann
samkvæmt henni af heilum hug.
Gestur tók virkan þátt í fé-
lagsstarfi starfsmanna Orkubús
Vestfjarða og minnisstæðar eru
árshátíðir og aðrar samkomur þar
sem hann flutti að jafnaði eigin
kveðskap um starfsmenn og mál-
efni Orkubúsins.
Ég var svo lánsamur að hitta
Gest og Sólveigu eiginkonu hans á
nýja heimilinu þeirra á Hlíf 1 á Ísa-
firði nú rétt fyrir jól. Gestur var að
koma heim í stutta heimsókn af
sjúkrahúsinu. Hann bar sig svo vel
að mig hefði ekki rennt grun í að
þar færi helsjúkur maður, hefði ég
ekki vitað betur. Við ræddum þarna
um eitt og annað en þó aðallega
málefni Orkubúsins sem voru Gesti
ávallt ofarlega í huga þegar fundum
okkar bar saman. Þessi síðasta
samverustund okkar geymist í fjár-
sjóði minninganna.
Ég þakka Gesti trygg og trú
störf fyrir Orkubú Vestfjarða og
veit að meðal samstarfsmanna hans
mun minningin um góðan dreng
lifa.
Eiginkonu Gests, Sólveigu, börn-
um hans, tengdabörnum, barna-
börnum og öðrum aðstandendum
sendi ég mínar innilegustu samúð-
arkveðjur.
Kristján Haraldsson
orkubússtjóri.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar og afi,
PÉTUR GAUTI HERMANNSSON,
Holtsbúð 42,
Garðabæ,
lést fimmtudaginn 12. janúar.
Jarðsungið verður frá Langholtskirkju föstudaginn
20. janúar kl. 13.00.
Guðríður Sveinsdóttir,
Hildur Sólveig Pétursdóttir,
Erla Þuríður Pétursdóttir,
Pétur Geir Magnússon,
Ástrós Magnúsdóttir.
Ástkær maðurinn minn, faðir okkar tengdafaðir
og afi,
GUNNAR ÞORSTEINSSON
frá Giljum
í Mýrdal,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Selfossi,
föstudaginn 13. janúar.
Jarðarförin fer fram frá Víkurkirkju, Vík í Mýrdal,
laugardaginn 21. janúar kl. 14.00.
Sigrún Ólafsdóttir,
Ólafur Gunnarsson,
Þórir Gunnarsson,
Sigríður Gunnarsdóttir,
Sólrún Gunnarsdóttir,
tengdabörn og barnabörn.
Ástkær sambýliskona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, systir og amma,
HÓLMFRÍÐUR HÉÐINSDÓTTIR,
Dalbraut 27,
Akranesi,
lést á Sjúkrahúsi Akraness aðfaranótt sunnudags-
ins 15. janúar.
Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn
20. janúar kl. 14.00.
Guðmundur J. Hallgrímsson,
Héðinn Unnsteinsson, Skúlína Kristinsdóttir,
Guðrún Unnsteinsdóttir, Sturla Sigmundsson,
Sverrir Unnsteinsson,
Hörður Unnsteinsson,
Sigríður Héðinsdóttir, Árni Snæbjörnsson,
Hólmfríður og Unnsteinn.
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
SKÚLI KRISTJÓNSSON
frá Svignaskarði,
Egilsgötu 19,
Borgarnesi,
lést á heimili sínu þriðjudaginn 17. janúar.
Rósa Guðmundsdóttir,
Guðbjörg Skúladóttir, Jón Ívarsson,
Guðmundur Skúlason, Oddný M. Jónsdóttir,
Sigríður H. Skúladóttir, Guðm. Kjartan Jónasson
og barnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
ÞÓRANNA FINNBOGADÓTTIR,
Kristnibraut 77,
Reykjavík,
sem lést á Landspítala Landakoti laugardaginn
14. janúar, verður jarðsungin frá Eyvindarhóla-
kirkju, Austur-Eyjafjöllum, laugardaginn 21. janúar
kl. 11.00.
Eyjólfur Torfi Geirsson, Þóra Sigríður Einarsdóttir,
Kristín Geirsdóttir, Ólafur Hróbjartsson,
Tryggi E. Geirsson, Dagný Ingólfsdóttir,
Kolbrún Geirsdóttir, Guðmundur Sigurðsson,
Þórhildur R. Geirsdóttir,
Magnús Þór Geirsson, Margrét Erna Þorgeirsdóttir,
Axel Geirsson, Ásgerður S. Gissurardóttir,
Finnbogi Geirsson, Dalrós Jónasdóttir,
Guðlaug Geirsdóttir, Þórarinn Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.