Morgunblaðið - 19.01.2006, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.01.2006, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÚTKOMAN úr hinu svokölluðu Laval-máli sem nú er rekið fyrir ESB-dómstólnum getur haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir vinnumarkaðinn jafnt hérlendis sem og annars staðar í Evrópu. Efnislega er í málinu tekist á um réttinn til að grípa til aðgerða gegn félagslegum und- irboðum, þ.e. hvort slíkar aðgerðir samræmist reglum ESB eða brjóti gegn reglum um frjálst flæði þjónustu og banni gegn mismunun á grundvelli þjóðernis. Þetta var meðal þess sem fram kom á blaða- mannafundi sem fulltrúar Rafiðnaðarsambands Íslands (RSÍ), Samiðnar og Starfsgreina- sambands Íslands (SGS), efndu til í gær ásamt Sam Hägglund, framkvæmdastjóra Norræna bygginga- og tréiðnaðarsambandsins, sem ís- lensku félögin eiga aðild að. Leitaði eftir aðstoð íslensku ríkisstjórnarinnar vegna málsins Hägglund átti í gær fund með Árna Magn- ússyni félagsmálaráðherra þar sem hann leitaði eftir aðstoð íslensku ríkisstjórnarinnar í málinu og sagði hann vonir sínar standa til þess að ís- lensk yfirvöld veiti umsögn í málinu um hefðir á íslenskum vinnumarkaði sem styrkt gæti mál- stað sænsku verkalýðshreyfingarinnar, en ríkj- um sem hugsanlegra hagsmuna hafa að gæta hafa frest fram til 26. janúar til að senda ESB- dómstólnum umsagnir sínar. Á fundinum rakti Sam Hägglund forsögu Laval-málsins svonefnda. Málið snýst um deilu lettneska fyrirtækisins Laval, sem er með stað- festu í Svíþjóð í gegnum útibú sitt Baltic AB, við tvö sænsk verkalýðssambönd. Í máli Hägglund kom fram að upphaf málsins megi rekja til þess að lettneska fyrirtækið hafnaði því að gera sænska kjarasamninga vegna byggingaverk- efnis sem fyrirtækið hafði tekið að sér í Vax- holm, skammt utan við Stokkhólm. Þess í stað gerði það kjarasamning við verkalýðsfélag í Lettlandi, þaðan sem starfsmenn fyrirtækisins voru síðan sendir til starfa í Svíþjóð. „Raunar áttum við alls ekki von á því að málið færi fyrir ESB-dómstólinn, því við vorum sann- færðir um að málið væri þess eðlis að sænsk stjórnvöld gætu sjálf kveðið upp úrskurð. En málið reyndist svo hápólitískt og reyndu hags- munaaðilar jafnt í Eystrasaltslöndunum sem og annars staðar að hafa áhrif á niðurstöðu málsins og því varð það úr að senda málið til ESB- dómstólsins,“ sagði Hägglund. Að mati Hägglund mun úrskurður ESB- dómstólsins hafa mikla þýðingu fyrir uppbygg- ingu norrænar og evrópskrar verkalýðshreyf- ingar í framtíðinni og hafa afgerandi áhrif á það hvort norræna vinnumarkaðsmódelið haldi velli. „Þetta snýst um það hvort norræn stétt- arfélög hafi rétt til þess að krefjast þess að gerðir séu kjarasamningar við þau um störf sem unnin eru á Norðurlöndunum og um rétt þeirra til að beita hefðbundnum og stjórnarskrárvörð- um rétti til aðgerða sem við teljum óaðskilj- anlegan hluta af þessu norræna módeli,“ sagði Hägglund. Aðspurður hvaða afleiðingu það hefði ef málið tapaðist fyrir ESB-dómstólnum sagði hann það í raun þýða að ekki yrði hægt að setja neinar reglur um lágmarkslaun í hverju aðildarríki fyrir sig sem geti ekki leitt til annars en að evrópskur vinnumarkaður muni taka hraðlest til lægstu vinnukjara á evrópska efna- hagssvæðinu. Telja málið á forræði aðildarríkja „Þarna er í raun verið að takast á um það kerfi sem við höfum byggt upp hérlendis, sem byggist á frjálsum samtökum launafólks og frjálsum samtökum atvinnurekanda sem höndli algjörlega um kaup og kjör á Íslandi og án af- skipta stjórnvalda eða dómstóla,“ sagði Magnús Norðdahl, hrl. og deildarstjóri lögfræðideildar Alþýðusambands Íslands, og benti á að aðgerðir til þess að ná fram samningum um kaup og kjör væru að mati verkalýðshreyfingarinnar stjórn- arskrárvarin réttindi sem væru óaðskiljanlegur hluti af hinu norræna módeli. „Þessi málefni eru alls ekki á forræði Evr- ópusambandsins eða Evrópudómstólsins, held- ur algjörlega á forræði aðildarríkjanna. Það er þannig verið að láta á það reyna núna, hvort hefur forræði yfir þetta félagslega módel, Evr- ópudómstóllinn eða aðildarríkin. Okkar mat er að hvert ríki EES hefur bæði rétt og skyldur til þess að varðveita sitt félagslega kerfi og vinnu- markað, þar á meðal þessi félagslegu réttindi sem í kjarasamningi felast. Ef þetta brestur, þannig að við sitjum uppi með þá stöðu að kjarasamningar sem gerðir eru t.d. úti í Lett- landi, verði taldir jafngildir íslenskum kjara- samningi þá er alveg ljóst að verður grafið und- an vinnumarkaðskerfi okkar og undan norræna módelinu. Þess vegna skiptir niðurstaða þessa máls talsvert miklu máli fyrir okkur.“ Tekist á um rétt til aðgerða gegn félagslegum undirboðum í máli fyrir ESB-dómstólnum Dómurinn getur haft afgerandi áhrif á vinnumarkaðinn Morgunblaðið/Brynjar Gauti Magnús Norðdahl, hrl. og deildarstjóri lögfræðideildar ASÍ, Guðmundur Gunnarsson, formaður RSÍ, Sam Hägglund, framkvæmdastjóri Norræna bygginga- og tréiðnaðarsambandsins, Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri SGS, og Finnbjörn A. Hermannsson, formaður Samiðnar. Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is GEIR H. Haarde, utanríkisráð- herra, átti í gær fund með Jack Straw, utanríkisráðherra Bret- lands, á skrifstofu hins síðar- nefnda í breska utanríkisráðu- neytinu. Á fundinum, sem stóð í um 45 mínútur, ræddu þeir m.a. tvíhliða samskipti ríkjanna, bæði hvað varðar viðskipti og stjórn- mál, en einnig almennt um al- þjóðleg málefni. Að sögn ráð- herra var fundurinn á afar vinsamlegum nótum og hófst í raun á stuttri yfirferð um gengi enska knattspyrnuliðsins Black- burn Rovers, en Straw er harður fylgismaður þess. Ráðherrarnir ræddu um þá miklu sókn íslenskra fyrirtækja sem hefur átt sér stað til Bret- lands og var það t.a.m. upplýst á fundinum að íslensk fyrirtæki í Bretlandi eru með fleira fólk í vinnu en t.d. fyrirtæki frá Sviss. Straw lýsti einnig ánægju Breta með auknar fjárfestingar Íslend- inga á Bretlandi og almennt með hin miklu viðskipti á milli land- anna. Stækkun Evrópusambandsins bar einnig á góma, en Bretar létu nýverið af formennsku þar. Ræddu ráðherrarnir m.a. komu Íslendinga að ESB. „Mér þótti athyglisvert að hann taldi ekki að Íslendingar myndu hafa neinn sérstakan hag af því að ganga í Evrópusambandið,“ sagði Geir eftir fundinn og vísaði til orða Straws um að „okkur gengi bara það vel utan bandalagsins að það væri ekki nauðsyn á því“. Aðspurður um hvort framboð Íslands til öryggisráðs Samein- uðu þjóðanna hefði verið til um- ræðu neitaði Geir því og segist hafa ákveðið að taka það mál ekki upp núna. „Ég hef rætt það við aðra háttsetta Breta, meðal annars ráðuneytisstjórann í ut- anríkisráðuneytinu, og þeir hafa þá stefnu að taka ekki afstöðu gagnvart kjöri ríkja í öryggis- ráðið þar sem þeir eru sjálfir fastafulltrúar. Ég ákvað því að vera ekki að taka það mál upp núna.“ Telur Íslendinga ekki hafa sérstakan hag af ESB-aðild Utanríkisráðherrar Íslands og Bretlands funduðu í London í gærdag Reuters Geir H. Haarde utanríkisráðherra og Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, ræddu ýmis málefni á fundi þeirra í London í gær. Eftir Andra Karl andri@mbl.is ÓVÍST er hvort frumvarp ríkisstjórnar- innar um breytingar á lögum um Kjara- dóm og kjaranefnd verði afgreitt frá Al- þingi fyrir vikulok. Ekki er gert ráð fyrir því á dagskrá þingsins í dag. Efnahags- og viðskiptanefnd þingsins fjallaði um frumvarpið á fundi sínum í gær og kallaði til sín ýmsa þá sem hags- muna eiga að gæta. Meðal annars fulltrúa Dómarafélags Íslands, en laun dómara heyra undir Kjaradóm. Pétur H. Blöndal, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, segir að áfram verði fjallað um frumvarpið í nefndinni í dag. Koma verði í ljós hvenær takist að af- greiða það frá nefndinni. Mest um vert sé að vandlega verði farið yfir málið. Útilokar ekki breytingar Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær telur Dómarafélag Íslands algjör- lega óviðunandi að aðrir en lögskipaðir aðilar, þ.e. aðrir en Kjaradómur, hafi af- skipti af launum dómara. Þeir segja m.a. í erindi sem þeir sendu forseta Alþingis í fyrradag að ákvörðun Kjaradóms frá 19. desember, um hækkun launa, hafi þegar tekið gildi. „Löggjafinn hefur með setn- ingu laga nr. 120/1992 fengið mönnum þann rétt til launa sem Kjaradómur ákveður og eru þau laun með því orðin eign þeirra og verður þeim ekki breytt vegna þeirrar verndar sem eignarréttur nýtur samkvæmt 72. grein stjórnarskrár- innar,“ segir m.a. í erindi stjórnar Dóm- arafélagsins. Pétur segir að fulltrúar Dómarafélags- ins hafi skýrt sín sjónarmið nánar á fundi nefndarinnar í gær. „Þeir sögðu að laun væri eignarréttur en ég spurði á móti hvort laun væru ekki endurgjald fyrir vinnu og hvort þau gætu þá verið eign þeirra. Ég fékk í raun ekki svar við því.“ Hann segir að áfram verði fundað með fulltrúum hagsmunaaðila í dag. Aðspurð- ur útilokar hann ekki breytingar á frum- varpinu. „Til þess er nú Alþingi að fjalla um málið,“ segir hann. Óvíst hvenær frumvarpið verður afgreitt „ÞAÐ liggja engar rannsóknir fyrir um það, að það að sakborningur og verjandi séu við- staddir skýrslutöku [í kynferðisbrotamálum] leiði til þess að ekki sé sakfellt í máli,“ sagði Björn Bjarnason dómsmálaráðherra á Al- þingi í gær í svari sínu við fyrirspurn Jó- hönnu Sigurðardóttur, þingmanns Samfylk- ingarinnar. Jóhanna innti þar ráðherra m.a. álits á því sem fram hefði komið í máli forstjóra Barna- verndarstofu að jafnræði væri ekki með ákæruvaldinu og sakborningi í kynferðisaf- brotamálum, m.a. vegna þess að verjandi sak- bornings eða sakborningurinn sjálfur hefði rétt á því að vera viðstaddur frumskýrslu- töku. Sú tilhögun hefði iðulega komið í veg fyrir sakfellingu. Ráðherra sagði, að engar niðurstöður rann- sókna styddu það. Síðar sagði hann: „Það að þessir aðilar sem fyrirspyrjandi nefndi séu viðstaddir er í samræmi við sjöttu grein Mannréttindasáttmála Evrópu. Við getum ekki gengið hér fram á þann veg í þessum málum að við göngum gegn þeim sáttmála.“ Jóhanna rifjaði upp í fyrirspurn sinni að umfang mála úr barnaverndar- og réttar- vörslukerfinu, sem snerta kynferðisbrot gegn börnum, hefði nær tvöfaldast á tíu árum. Á sama tíma hefði sakfellingum í slíkum málum fjölgað um aðeins eina. Hún sagði að leita þyrfti skýringa á þessu. „Það er fullkomlega óeðlilegt og hreinlega eitthvað að þegar sak- fellingum fjölgar aðeins um eina á sama tíma og málum hefur fjölgað um helming.“ Jó- hanna sagði að sænsk rannsókn sýndi að þeim mun meira sem sakborningur vissi um gögn lögreglu, því auðveldara ætti hann með að blekkja. „Og þegar sakborningur er við- staddur skýrslutöku yfir barni veit hann ná- kvæmlega hvaða sönnunargögn lögreglan hefur og getur jafnvel hagrætt sönnunar- gögnum,“ sagði hún. Deilt um réttmæti þess að sakborn- ingar séu viðstaddir skýrslutöku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.