Morgunblaðið - 19.01.2006, Page 45

Morgunblaðið - 19.01.2006, Page 45
sögu, tamningastöðin og er almennt gefin mynd af dag- legu lífi á félagssvæðinu þar sem mörgum andlitum bregð- ur fyrir.“ Margir bíða spenntir eftir því að sjá loks myndina en eldri Fáksfélögum er sérstak- lega boðið á sýninguna og á Kristján von á fjölmenni. Kvikmyndin er 45 mínútur að lengd og boðið upp á léttar veitingar að sýningu lokinni. Stefnt er að því að gefa myndina út á afmælisdegi Fáks í vor og verður hún til sölu. Heimildarmynd um Fák frá 1982 frumsýnd í kvöld KVIKMYNDIN Fákur með myndskeiðum frá sex- tugasta afmælisári Hesta- mannafélagsins Fáks, árið 1982, verður frumsýnd í Bæjarbíói í Hafnarfirði í kvöld, 19. janúar, kl. 18. Kristján Guðmundsson, þá- verandi varaformaður Fáks og fyrrverandi bæj- arstjóri í Kópavogi, stend- ur fyrir sýningunni. „Myndin hefur legið í geymslu allan þennan tíma. Óli Örn Andreassen tók hana á sínum tíma en Bergur Magnússon, föður- bróðir minn, þáverandi framkvæmdastjóri Fáks, féll frá árið eftir að myndin var tekin og ég hafði líka hætt í stjórninni þannig að það var eiginlega enginn til að fylgja þessu eftir,“ segir Kristján. Fyrir fjórum ár- um frétti Kristján að myndin lægi hjá Óla Erni úti í Danmörku og til að forða myndinni frá glötun keypti hann sýningarrétt- inn með því skilyrði að Er- lendur Sveinsson kvik- myndagerðarmaður ynni myndina. „Síðan höfum við unnið að þessu verkefni. Sigurður A. Magnússon rithöfundur gerði handritið fyrir okkur og Jón Sigurbjörnsson leikari er þulur, en báðir Hlégarðsreiðin mikla var farin á afmælisdegi Fáks, 24. apríl 1982, þegar 60 voru liðin frá stofn- un félagsins. Bergur Magnússon, þáverandi framkvæmdastjóri Fáks, er næstlengst til hægri. eru hestamenn miklir. Þannig að við höfum vandað til vals- ins. Bergur Magnússon, sem var framkvæmdastjóri Fáks í 22 ár, hefði orðið níræður í dag og sýnum við myndina honum til heiðurs um leið og við gefum Fáki hana.“ Mörgum andlitum bregður fyrir Unnið var að myndinni í samráði við fulltrúaráð Fáks og hefur Gísli B. Björnsson farið þar fyrir. Ýmislegt merkilegt kemur fram í þessari heimildar- mynd, margir sem þarna koma fram eru farnir og nú eru breyttir siðir. Sjá má ýmsa hestamenn, m.a. Sigurð Ólafsson söngvara, og mun það vera í eitt síðasta skipti sem hann söng opinberlega, og Þorlák Ottesen, sem var lengi í fylkingarbrjósti hjá Fáki, formaður og heiðurs- félagi. Sýnt er frá viðburðum hjá Fáki á árinu, t.d. firma- keppni, hvítasunnukappreið- um og hinni miklu Hlégarðs- reið sem var farin á afmælisdegi félagsins, 24. apríl. Reiðskóli kemur við MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 2006 45 Tilkynningar Auglýsing um breytt Aðalskipulag Hafnarfjarðar 1995-2015 vegna útivistarsvæðis og efnis- tökusvæðis í Undirhlíðum Skipulags- og byggingarráð samþykkir tillöguna með á orðnun breytingum til auglýsingar skv. 18. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir framkomna tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 1995-2015 varðandi útivistarsvæði og efnistökusvæði í Undirhlíðum dags. 29.09.05, og að málið verði auglýst skv. 18 gr. laga nr.73/1997. Aðalskipulagið verður til sýnis í Þjónustu- veri Hafnarfjarðarbæjar, Strandgötu 6, frá 16. janúar 2006–13. febrúar 2006. Nánari upplýsingar eru veittar á Umhverfis- og tæknisviði Hafnarfjarðar. Þeim, sem telja sig hagsmuna eiga að gæta, er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytinguna og skal skilað skriflega til Umhverfis- og tæknisviðs Hafnarfjarðarbæjar eigi síðar en 27. febrúar 2006. Þeir, sem ekki gera athugasemdir við breytinguna, teljast samþykkir henni. Umhverfis- og tæknisvið Hafnarfjarðar VELKOMIN TIL HAFNARFJARÐAR! Hafðu samband og fáðu frekari upplýsingar um Hafnarfjörð og margvíslega starfsemi á vegum sveitar- félagsins hjá þjónustuveri bæjarins í síma 585 5500 og á heimasíðunni www.hafnarfjordur.is Samtök um sorg og sorgarviðbrögð Fræðslufundur í Bústaðakirkju (kjallara) í kvöld 19. janúar kl. 20-22. Umfjöllunarefni: Sorg og sorgarviðbrögð. Fyrirlesarar eru sr. Gunnar Rúnar Matthíasson og sr. Pálmi Matthíasson. Allir velkomnir! Sorg og sorgarviðbrögð Aðalfundur Foreldrafélags axlarklemmubarna verður haldinn fimmtudaginn 26. janúar 2006 kl. 19:30, á Háaleitisbraut 13, 4. hæð, í fundar- sal Sjónarhóls. Venjuleg aðalfundarstörf og kosning til stjórnar félagsins. Félagsmenn og aðrir velunnarar eru hvattir til að mæta. Stjórnin. Fundir/Mannfagnaðir Raðauglýsingar 569 1100 Raðauglýsingar augl@mbl.is ANÍTA Ólöf Jónsdóttir og Hjördís Einarsdóttir afhentu Kópavogsdeild Rauða kross Íslands ágóðann af tón- leikum til styrktar fórnarlömbum jarðskjálftanna í Pakistan sem haldnir voru í Austurbæ 29. desember sl. Upp- hæðin sem safnaðist vegna tón- leikanna var 610.000 kr. en auk þess voru lagðar inn 280.000 kr. á söfn- unarreikning Rauða krossins dagana í kringum tónleikana. Samtals söfn- uðust því 890.000 kr. sem renna óskertar í hjálparstarf Rauða krossins á hamfarasvæðunum. Garðar H. Guðjónsson, formaður Kópavogsdeildar og stjórnarmaður í Rauða krossi Íslands, tók við fénu fyr- ir hönd félagsins. Kristján Sturluson, framkvæmdastjóri Rauða kross Ís- lands, og Fanney Karlsdóttir, fram- kvæmdastjóri Kópavogsdeildar, voru einnig viðstödd móttöku söfnunarfjár- ins. Á myndinni eru Aníta Ólöf Jóns- dóttir, Hjördís Einarsdóttir, Kristján Sturluson framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands og Garðar H. Guð- jónsson formaður Kópavogsdeildar Rauða krossins. 890 þúsund söfnuðust vegna tónleika FRÉTTIR FRAMBOÐSFRESTUR fyrir prófkjör sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor rann út 12. janúar sl. Níu karlar og fimm konur tilkynntu um framboð, en þau eru: Ásgerður Halldórsdóttir viðskiptafræðingur, Bjarni Torfi Álfþórsson ráðgjafi, Gunn- ar Lúðvíksson framkvæmdastjóri, Helga Jónsdóttir, nemi í viðskipta- fræði, Helgi Þórðarson, rafvirkjameist- ari/kerfisfræðingu, Jónmundur Guð- marsson bæjarstjóri, Lárus B. Lárusson flugmaður, Magnús Örn Guð- mundsson viðskiptafræðingur, Oddný Halldórsdóttir fjármálastjóri, Ólafur Egilsson sendiherra, Ragnar Jónsson rannsóknarlögreglumaður, Sigrún Edda Jónsdóttir viðskiptafræðingur, Sólveig Pálsdóttir bókmenntafræðing- ur og Þór Sigurgeirsson fyrirtækjaráð- gjafi. Prófkjörið verður haldið í sal sjálf- stæðisfélaganna á Austurströnd 3, 3. hæð 4. febrúar nk. kl. 9 til 18. Fyrir þá, sem verða að heiman á kjördag er boðið upp á utankjörstað- arkosningu sem fer fram í Valhöll við Háaleitisbraut 1 á venjulegum skrif- stofutíma frá og með föstudeginum 20. janúar. Prófkjör sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi Ljósið kynnir þjónustu sína KYNNINGARFUNDUR á starfsemi Ljóssins, endurhæfingar- og stuðn- ingsmiðstöð fyrir krabbameins- greinda og aðstandendur þeirra, verður haldinn á morgun föstudag- inn 20. janúar, kl. 14 í Neskirkju. Ljósið er ný þjónusta fyrir krabba- meinsgreinda og aðstandendur þeirra. Í fréttatilkynningu kemur fram að krabbameinsgreindir, aðstandendur og allir þeir sem áhuga hafa á starf- semi Ljóssins hafa aðgang að end- urhæfingar- og stuðningsmiðstöð- inni. Áhersla er lögð á að skapa hlýlegt og heimilislegt andrúmsloft, þar sem mannlegar áherslur eru í fyrirrúmi og fólk upplifir sig vel- komið. Nú er boðið uppá ein- staklings- og hópastarf í samvinnu með iðjuþjálfa, gestakennara og sjálfboðaliða. Eru allir sem áhuga hafa á starfseminni hvattir til að mæta. Prófkjör á Álftanesi ÁKVEÐIÐ hefur verið að efna til prófkjörs hjá Sjálfstæðisfélagi Álfta- ness í febrúarmánuði vegna fram- boðs til sveitarstjórnarkosninga næsta vor. Auglýst er eftir þátttak- endum í prófkjörinu, framboðs- frestur er til 12 á hádegi 24. janúar n.k.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.