Morgunblaðið - 24.01.2006, Page 14

Morgunblaðið - 24.01.2006, Page 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Flest bendir til þess aðStephen Harper, leiðtogiÍhaldsflokksins, verðinæsti forsætisráðherra Kanada en þingkosningar voru haldnar í landinu í gær. Skoð- anakannanir sem birtar voru á sunnudag sýndu að íhaldsmenn voru líklegir til að hljóta 37% atkvæða en Frjálslyndi flokkurinn, sem hefur verið við völd í Kanada frá því í októ- ber 1993, hafði aðeins 27% fylgi. Harper er 46 ára gamall, kvæntur og tveggja barna faðir. Hann hefur heitið því að hreinsa til í kanadískum stjórnmálum, bæta samskiptin við Bandaríkin og lækka skatta. Kjós- endur sáu ekki ástæðu til að veita honum og flokki hans brautargengi í þingkosningum í júní 2004 en þá tókst frjálslyndum að útmála Harper sem öfgakenndan hægrimann er mest ætti sameiginlegt með George W. Bush Bandaríkjaforseta, en Bush er allt annað en vinsæll í Kanada. Harper virðist hins vegar hafa tek- ist mun betur upp að þessu sinni, auk þess sem almenningur í Kanada virð- ist telja tíma til kominn að skipta um valdhafa. Harper er hagfræðingur að mennt og sat fyrst á þingi fyrir Umbóta- flokkinn kjörtímabilið 1993–1997, en hvarf þá til annarra starfa sem fram- kvæmdastjóri hugveitu sem heldur á lofti merkjum einstaklingsframtaks- ins og réttindum skattborgaranna. Hann kom aftur inn á þing 2002 og hóf þá baráttu fyrir samruna hægri- flokkanna á kanadíska þinginu, en glundroði einkenndi hægri vænginn í kanadískum stjórnmálum um árabil. Varð Harper síðan leiðtogi hins nýja Íhaldsflokks 2004. Á skjön við kanadísk gildi? Íhaldsmönnum tókst hins vegar ekki að stilla saman strengi sína sem skyldi í kosningabaráttunni í júní það sama ár og yfirlýsingar frambjóð- enda flokksins þóttu grafa undan baráttu hans, en m.a. lýstu þeir sig andvíga fóstureyðingum og gift- ingum samkynhneigðra og þannig höfðu frjálslyndir fengið tilefni til að útmála Harper og hans flokk sem samsafn öfgahægrimanna. Að þessu sinni hefur Harper tekist að halda flokki sínum á miðjunni og áherslan hefur verið lögð á efnahags- umbætur og skattalækkanir til handa millistéttarfólki í stað fé- lagslegrar íhaldssemi. Paul Martin, forsætisráðherra og leiðtogi frjálslyndra, hamraði engu að síður á því í kosningabaráttunni að Harper væri úlfur í sauðargæru, stefna hans væri í reynd hörð hægri- stefna sem ætti sitthvað skylt við stjórnarhætti Bush Bandaríkja- forseta. Varaði Martin kjósendur við því að Harper ætti eftir að draga úr réttindum til fóstureyðinga, snúa við ákvörðunum um giftingar samkyn- hneigðra og raða íhaldsmönnum í alla dómstóla landsins; sem sé að stefnumál Harpers væru öll á skjön við hefðbundin og frjálslynd kan- adísk gildi. Þessu hefur Harper neitað og ljóst má telja að kjósendur telja kominn tíma á breytingar, en spillingarmál hafa m.a. leikið Frjálslynda flokkinn grátt. Harper þykir hafa tekist vel upp í kosningabaráttunni, hann var ekki talinn búa yfir miklum persónu- töfrum áður en hefur verið afslapp- aður í framkomu, að sögn fréttaskýr- enda, og kjósendur virðast reiðubúnir til að treysta honum fyrir stjórnartaumunum. Þarf líklega að fara fyrir minnihlutastjórn Fréttaskýrendur segja aftur á móti að það muni ráðast af því hvort íhaldsmenn hafi náð að vinna hreinan meirihluta á þingi í gær eður ei hvers konar stjórn Harper muni fara fyrir í Kanada. Hafi Íhaldsflokkurinn tryggt sér meirihluta þingsæta kunni hægri-harðlínustefnu að verða ofan á; þurfi flokkurinn hins vegar að mynda minnihlutastjórn með stuðn- ingi þjóðernissinna í Quebec, Bloc Quebecois, eða vinstri mönnum í Nýja lýðræðisflokknum sé líklegt að hófstillt miðjustefnan, sem keyrt var á í kosningabaráttunni, ráði ferðinni. Úlfur í sauðargæru eða hófstilltur hægrimaður? Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is Reuters Stephen Harper, sem líklega verður næsti forsætisráðherra Kanada, þótti takast vel upp í kosningabaráttunni. Hér heldur hann á Noelle Nielson, sem að vísu er ekki komin með kosningarétt, er aðeins níu mánaða gömul. ’Harper þykir hafa tekist vel upp í kosn- ingabaráttunni...‘ AÐ minnsta kosti tíu biðu bana þegar fimm hæða bygg- ing í Nairobí í Kenýa hrundi og meira en 50 slösuðust alvarlega. Meira en 280 verkamenn voru inni í bygg- ingunni þegar hún hrundi en einn þeirra sagði að varað hefði verið við því í síðustu viku að undirstöður bygg- ingarinnar væru ekki traustar. Unnu verkamennirnir að því að bæta við hæðum ofan á húsið. Hundruð manna tóku þátt í björgunarstarfi á vettvangi í gær en óttast var að fleiri væru grafnir í rústum bygging- arinnar. AP Fimm hæða bygging hrundi RÚMLEGA 40% kjósenda hyggjast styðja Fatah-hreyfinguna í þingkosn- ingunum í Palestínu á morgun, mið- vikudag, ef marka má skoðanakönn- un, sem birt var í gær. Könnunin var unnin á vegum An- Najah-háskólans á Vesturbakkanum og eru niðurstöður hennar að mestu í samræmi við fyrri kannanir. Fylgi við Fatah-hreyfingu Mahmuds Abbas forseta mælist nú 42%. Hins vegar leiðir könnunin einnig í ljós að fylgi við hina róttæku Hamas-hreyfingu er traust. Af þeim sem afstöðu tóku kváðust 34% ætla að styðja frambjóð- endur Hamas. Auk hreyfinganna tveggja bjóða þrír smærri flokkar fram í þingkosn- ingunum, sem verða hinar fyrstu í Palestínu í tíu ár. Vera kann að smá- flokkarnir komist í oddaaðstöðu á þinginu í Ramallah eftir kosningarnar á morgun. Á þingi sitja 132 fulltrúar en á kjörskrá eru rúmlega þrettán hundruð þúsund kjósendur. Nabil Shaath, sem stjórnar kosn- ingabaráttu Fatah, viðurkenndi í gær að yfirburðastöðu hreyfingarinnar í palestínskum stjórnmálum væri nú ógnað. Hamas-hreyfingin kynni að komast í aðstöðu til að mynda ríkis- stjórn að kosningunum loknum. Hamas er að stofni til róttæk hreyf- ing múslima, sem hafnar samninga- viðræðum við Ísraelsríki og neitar að viðurkenna tilverurétt þess. Mikið fylgi við hana kemur ekki síst til sök- um félagslegs grasrótarstarfs auk þess sem leiðtogar Hamas hafa ekki verið bendlaðir við þá miklu spillingu, sem sögð er hafa þrifist í skjóli Fatah- hreyfingarinnar og leiðtoga hennar. Hamas tók ekki þátt í þingkosning- unum fyrir tíu árum og hafa ýmsir, þ. á m. ráðamenn í Bandaríkjunum, áhyggjur af uppgangi hennar. Bandaríkin styrkja Fatah Frá því var greint um liðna helgi að bandarísk stjórnvöld hefðu varið 1,9 milljónum dollara, rúmum 117 millj- ónum króna, til styrktar ýmsum smá- verkefnum Fatah í aðdraganda kosn- inganna. The Washington Post greindi frá þessu og sagði að Banda- ríkjastjórn vildi með þessu leitast við að bæta ímynd hreyfingarinnar og efla hana í baráttunni við Hamas. Fatah heldur forustunni DAVID Cameron, hinn nýi leiðtogi breska Íhaldsflokksins, segir að stöðugleiki í efna- hagsmálum verði tal- inn mikilvægari en lækkun skatta komist flokkurinn til valda í Bretlandi. Cameron lét þessi orð falla í viðtali við dagblaðið Financial Times í gær. Yfirlýsing þessi felur í sér nokkra stefnubreytingu af hálfu Íhaldsflokksins þar eð loforð um skattalækkanir hafa jafnan verið fyrirferðarmikil í stefnuskrá íhaldsmanna fyrir þing- kosningar í Bretlandi. „Hvað efnahagsmál- in varðar er alveg ljóst af minni hálfu að stöð- ugleiki og ábyrgð eru í fyrsta, öðru og þriðja sæti á forgangslista okkar og að sú áhersla er mikilvægari en lof- orð um lækkun skatta,“ sagði Came- ron. Hann tók fram að Íhaldsflokkurinn hefði með þessu ekki horfið frá þeirri stefnu að lækka bæri skatta en það yrði gert „með tímanum“. Cameron gagnrýndi Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands, og sagði stefnu hans fallna til að hefta viðskipta- og efnahagslífið í Bretlandi. Skattahækkanir Verka- mannaflokksins og heftandi reglu- gerðir væru hægt en markvisst að „stífla æðakerfi efnahagslífsins í Bretlandi“. Cameron hefur lýst yfir því að breski Íhaldsflokkurinn eigi ekki einvörðungu að vera málsvari við- skiptalífsins heldur beri flokknum og að veita stórfyrirtækjum aðhald. Cameron sagðist aðspurður hafa talið nauðsynlegt að leiðrétta þann misskilning að íhaldsmenn væru fyrst og fremst málpípur auðvalds- ins. Flokkurinn væri sannfærður um ágæti hins frjálsa markaðshag- kerfis og óheftra viðskipta en ekk- ert og enginn væri yfir lögin hafinn. Stöðugleiki mikilvægari en skattalækkanir David Cameron boðar breyttar áherslur í efnahagsmálum David Cameron Peking. AFP. | Fjölmiðlar í Kína greindu frá því um helgina að tvö pandadýr sem Kínverjar hyggjast gefa Taívönum til marks um vin- arhug sinn væru nú að læra þá kín- versku mállýsku sem Taívanar nota í því skyni að geta átt auðvelt með að aðlagast sínu nýja heimalandi. Starfsfólk Panda-rannsóknarstof- unnar í Wolong syngja nú taívönsk lög fyrir birnina í tíma og ótíma, en þeir bera ekki nöfn heldur númer, 16 og 19, líkt og venja er í mörgum kommúnistaríkjum. „Númer 16 gengur vel að læra og er byrjaður að svara þegar til hans er talað,“ sagði einn starfsmanna. „Númer 19 er meiri prakkari og ekki mjög sam- viskusamur námsmaður.“ 16 er kvenkyns og til vinstri á myndinni, en 19 er karlkyns. Sú kín- verska mállýska sem töluð er í Taív- an er eins ólík mandarín-kínversku og ítalska er ólík frönsku. Reuters 16 og 19 á skólabekk

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.