Morgunblaðið - 24.01.2006, Side 22

Morgunblaðið - 24.01.2006, Side 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. STAÐA SJÁLFSTÆÐRA SKÓLA STYRKT Þorgerður Katrín Gunnarsdóttirmenntamálaráðherra vekur ígrein hér í blaðinu á laugardag- inn athygli á ákvæðum frumvarps, sem hún hefur lagt fram á Alþingi um breyt- ingar á grunnskólalögum. Þessi ákvæði eru til þess ætluð að styrkja stöðu sjálf- stæðra skóla, þ.e. grunnskóla sem eru reknir af einkaaðilum, sjálfseignar- stofnunum, félagasamtökum og stofn- unum. Ráðherra segir réttilega að lagaleg staða þessara skóla hafi verið óskýr. Með frumvarpinu er m.a. ætlunin að skýra lagaákvæði um skóla, sem reknir eru af öðrum en sveitarfélögunum, einkum hvað fjárhagsleg málefni varð- ar. Þorgerður Katrín undirstrikar að rekstur grunnskólanna sé á forræði sveitarfélaganna. Þau taki ákvörðun um það hvort þau vilji heimila öðrum að stofna og reka grunnskóla og þannig sé sjálfsákvörðunarréttur sveitarfélag- anna undirstrikaður. Heimili sveitarfé- lag hins vegar rekstur sjálfstæðs skóla, kveður frumvarpið á um rétt þess skóla til lágmarksframlags frá sveitarfé- laginu. Gert er ráð fyrir að sveitarfélag- ið greiði skólum með færri en 200 nem- endur 75% af meðal-heildarrekstrar- kostnaði grunnskóla á landsvísu á hvern nemanda, en skólum með fleiri nemend- ur 70%. Menntamálaráðherra bendir á að á Norðurlöndum sé réttarstaða sjálfstætt rekinna skóla tryggð í lögum og þeim áskilin tiltekin framlög. Hún bendir ennfremur á að hlutfall þessara skóla á Íslandi sé miklu lægra en í nágranna- löndum okkar. Í Svíþjóð ganga um 6% barna í einkarekna grunnskóla og í Danmörku er hlutfallið um 12%. Í OECD-ríkjunum í heild er hlutfallið um 10%, en hér á landi er það um 0,8%. Rannsóknir frá nágrannalöndum okkar sýna hins vegar að sjálfstæðu skólarnir standa sig oftast betur en skólar, sem opinberir aðilar reka. Og þar sem þeir eru starfræktir hafa þeir jákvæð áhrif á skólakerfið í heild. Þeir veita skólum hins opinbera heilbrigða samkeppni; eru oft fljótari að taka upp nýjungar í rekstri, kennsluháttum og launamálum kennara. Sama á við um þá einkareknu grunnskóla, sem starfrækt- ir eru hér á Íslandi. Þeir hafa flestir skarað fram úr á einhverjum sviðum. Það er þess vegna full ástæða til þess að fjölga einkareknum skólum, eins og Morgunblaðið hefur ótal sinnum bent á. Með samþykkt frumvarps menntamála- ráðherra verður vonandi auðveldara að setja slíkan skóla á stofn, vegna þess að meiri vissa mun ríkja um reksturinn. Sveitarfélögin munu þurfa að veita samþykki sitt, en sérstaklega stærri sveitarfélög hljóta nú að horfa til já- kvæðrar reynslu, t.d. Garðabæjar, af stofnsetningu og rekstri sjálfstæðs skóla í bænum og valfrelsi foreldra um skóla fyrir börn sín. Þorgerður Katrín bendir í grein sinni á að sveitarfélög geti auðvitað farið sömu leið og Garðbæingar, þar sem Barnaskóli Hjallastefnunnar fær sama framlag á hvern nemanda og skólar, sem bærinn rekur, gegn því að innheimta ekki skólagjöld. Í Garðabæ hafa menn ein- faldlega áttað sig á kostum þess að koma á samkeppni á grunnskólastiginu, þótt sveitarfélagið kosti áfram menntun allra barna í bænum að öllu leyti. Sveitarfélög ættu líka að geta horft til áratugalangrar góðrar reynslu af rekstri einkaskóla í Reykjavík, t.d. Landakotsskóla og Ísaksskóla. Verði frumvarp Þorgerðar Katrínar að lögum, verður tryggt að borgaryfirvöld geta ekki gert svipaða atlögu að einkarekn- um skólum og gerð var eftir að Reykja- víkurlistinn komst til valda í borgar- stjórn og reynt var að drepa einkarekna skóla – eða breyta þeim í skóla fyrir börn efnafólks, með því að þeir neydd- ust til að hækka skólagjöld um tugi þús- unda króna. Nú virðast a.m.k. sumir í borgarstjórnarmeirihlutanum hafa átt- að sig á því að sú pólitík er hvorki fallin til árangurs eða vinsælda. Þannig hefur Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgar- stjóri snúið við blaðinu og segist nú hafa öðlazt aukinn skilning á rekstri einka- skóla. Nú ættu því að vera tækifæri til að auka enn á fjölbreytni í skólakerfinu og valfrelsi foreldra í Reykjavík. ÁHRIF ÞRÓUNARAÐSTOÐAR Fátækt í heiminum er siðferðisvandisamtímans. Hluti mannkyns býr við meiri og almennari velmegun en áð- ur hefur þekkst, en engu að síður deyja fimm milljónir barna árlega af sjúkdóm- um, sem hæglega hefði verið hægt að lækna. Aðstoð má skipta í tvennt. Annars vegar er neyðarhjálp, hins vegar þróun- araðstoð. Neyðarhjálpin snýst um að veita aðstoð þar sem nauðsyn er brýn, hungursneyð blasir við eða náttúruham- farir hafa dunið yfir. Tilgangur þróun- araðstoðar er að stuðla að eflingu inn- viða þjóðfélaga og styrkja þau til þátttöku í samfélagi þjóðanna á jafn- ingjagrunni. Í Morgunblaðinu í gær var frétt eftir Höllu Gunnarsdóttur frá þingi World Social Forum í Malí þar sem fjallað er um fatagjafir. Í fréttinni er vitnað í mál Njoki Njorge Njehu frá Kenýa, sem segir að notuð föt, sem send séu frá Vesturlöndum til þróunarlanda, endi yf- irleitt í stórum hrúgum á mörkuðum þar sem þau séu seld fyrir lítinn pening. Njehu segir að fataiðnaður í mörgum löndum Afríku, þar á meðal Úganda, Kenýa og Zambíu, hafi lagst af meðal annars vegna ódýrs fatnaðar, sem komi í fatagjöfum frá Vesturlöndum eða frá Kína. Njehu segir að breyta þurfi þeirri hugmynd að þriðja heims lönd séu þiggjendur í alþjóðasamfélaginu og rík- ari lönd gefi þeim „gjafir“ eins og for- eldrar börnum. Það er alveg rétt að þróunarstarf á ekki að fara fram í hugsunarleysi. Gæta verður þess vandlega að þróunaraðstoð skaði ekki þær atvinnugreinar, sem fyr- ir eru. Dæmi um slíkt eiga hins vegar ekki að vera afsökun til að halda að sér höndum, frekar en dæmi um spillingu og misnotkun fjár, sem ætlað hefur verið til þróunaraðstoðar. Þróunarhjálp á að fara fram með þeim hætti að hún hafi til- ætluð áhrif. Það verður gert með því að framkvæma hlutina af yfirvegun og kunnáttu á aðstæðum á hverjum stað. Sá sem veitir aðstoðina á ekki að gera það á forsendum þess hvað hann getur losnað við, heldur út frá þörfinni, sem fyrir er. Þannig verður komið í veg fyrir slys á borð við þau, sem Njoki Njorge Njehu greindi frá á ráðstefnunni í Malí. LANDSVIRKJUN (LV) og Alcaná Íslandi hafa samþykkt að takaupp einkaviðræður um raforku-samning vegna orku til stækk- unar álversins í Straumsvík. Stefnt er að því að ljúka viðræðum fyrir lok þessa árs. Í fréttatilkynningu LV kemur fram að Alcan hafi unnið að því að auka fram- leiðslugetu álversins í Straumsvík um 280 þúsund tonn á undanförnum árum. „Stefnt er að því að framkvæmdum ljúki og rekstur hefjist á árinu 2010. Í því skyni hafa Alcan og Orkuveita Reykjavík- ur undirritað viljayfirlýsingu um útvegun hluta raforkunnar til stækkunarinnar sem samsvarar um 40% heildarþarfarinn- ar. Það sem upp á vantar samsvarar orkuframleiðslugetu Búðarhálsvirkjunar í Tungnaá og í virkjunum þeim í Neðri- Þjórsá sem hlotið hafa samþykki í mati á umhverfisáhrifum. Landsvirkjum mun ekki ræða við aðra orkukaupendur um sölu á rafmagni frá þessum virkjunar- kostum á meðan viðræður þessar standa.“ Jóhannes Geir Sigurgeirsson, formaður stjórnar Landsvirkjunar, sagði þessa samþykkt þýða að gengið yrði til einka- viðræðna við Alcan á Íslandi um þá orku sem er tiltæk til álframleiðslu á Suðvest- urlandi. Ekki sé búið að samþykkja orku- söluna sem slíka, heldur að ganga til við- ræðna. Að þeim loknum muni niðurstaðan liggja fyrir. Virkjan vísað er iðafossvir virkjun. framkvæm um að r Alcan og Landsvirk um orku til stækkun „ÉG hefði kosið að Landsvirkjun hefði borið gæfu til að gera þetta af meiri reisn, úr því hún var að taka þetta fyrir á annað borð,“ sagði Steingrímur J. Sigfús- son, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Hann kvaðst ekki hafa staðist mátið þegar Morgunblaðið leitaði eftir því að hann tjáði sig um ákvörðun Landsvirkjunar um að leggja Norðlingaöldu- veitu til hliðar. Því hefði hann gert und- antekningu á þeirri meginreglu sinni að halda sig til hlés meðan hann safnaði kröftum eftir alvarlegt um- ferðarslys. Steingrímur taldi að það hefði verið meiri reisn yfir því að Landsvirkjun hefði fallið frá öllum framkvæmdahugmyndum á þessu svæði um aldur og ævi. „Ég gerist æ bjartsýnni um að þetta mál sé að vinn- ast. Þar á meðal muni Alþingi reka af sér slyðruorðið og samþykkja tillögu sem við í VG höfum flutt undanfarin ár um stækk- un friðlandsins. Þar með verða fram- kvæmdahugmyndir þarna úr sögunni.“ Steingrími finnst þetta mál sýna skýrt hvers virði það er í svona baráttu að ein- hverjir hafi úthald og þrek til að halda baráttunni áfram, jafnvel svo áratugum skipti, þó að á móti blási á löngum köfl- um. „Það er aðdáunarvert hversu þraut- seigja margra aðila í þessu máli er að skila því vonandi í þessa farsælu höfn. Ég nefni fyrst hóp heimamanna í Gnúpverja- hreppi og á þeim slóðum. Það fólk á mik- inn heiður skilinn. Sömuleiðis annað hug- sjónafólk sem hefur lagt þessari baráttu lið. Einnig umhverfisverndarsamtök. Í síðasta lagi nefni ég Vinstrihreyfinguna – grænt framboð. Það verður e.t.v. ein- hverjum, sem annt er um umhverfið og náttúruna, áminning um hvers virði það er að eiga a.m.k. einn stjórnmálaflokk sem ekki bara berst með vindinum í þess- um málaflokki.“ Fyrir varkárni sakir taldi Steingrímur ekki rétt að koma strax með ham- ingjuóskir. „En ég vona svo sannarlega að sá tími sé í nánd að við getum í öruggri vissu fagnað því að Þjórsárverum sé end- anlega borgið.“ Bjartsýnni um að málið sé að vinnast „ÞETTA eru góðar fréttir en það þarf að klára málið og ýta þessu út af borðinu svo þetta komi ekki aftur í umræðuna seinna,“ segir Sigþrúður Jóns- dóttir, talsmaður Áhugahóps um verndun Þjórsárvera, og vonar hún að niðurstaðan verði endanleg og alfar- ið verði fallið frá hug- myndum um veituna. „Ég get ekki annað en vonað það. Ég lifi í dag en veit ekki hvað fram- tíðin ber í skauti sér. Þetta er búið að vera svo lengi að ég verð ekki í rónni fyrir en það hefur verið bundið svo um hnútana að þetta verði örugglega úti af borðinu.“ Sigþrúður segir ákvörðun stjórnar Landsvirkjunar vera stórsigur fyrir alla sem hafi barist gegn framkvæmdunum. „Kannski er vinna alls þessa fólks loks- ins að skil að þakka málstað, þ þeim arag hefur lagt Stórsigur fyrir andstæðinga fram- kvæmdanna ÁRNI Fin arsamtak þess að st ið frá áfo hætta við Árni ge niðurstað svæðinu v hefði veri Landsvirk sem málið lingaöldu Árni. Árni ve muni ekk um sölu á unarkostu standa. L ræður við nýs álver Árni be kvóti Ísla rúmi ekk Hefð alfar STJÓRN Landsvirkjunar samþykkti í gær að leggja und hliðar. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að Landsvirkj virkjunarkostum á Þjórsár-/Tungnaársvæðinu til að sva irsjáanleg er á SV-landi á næstunni. Jóhannes Geir Sigurgeirsson, formaður stjórnar Land una. Hún var samþykkt með atkvæðum allra stjórnarma sem vildi ganga lengra en tillagan náði. Jóhannes Geir s að framkvæmdum við Norðlingaölduveitu yrði ekki fylg miðhálendisins. En þýðir þetta að hætt sé við gerð Norð „Það vitum við ekki. Tíminn einn getur leitt það í ljós. þessa framkvæmd og málið er raunar einnig fyrir dóms þjóðfélaginu í dag reikna ég ekki með að við hreyfum vi hannes Geir. Samkvæmt reikningum Landsvirkjunar er búið að ve irbúnings Norðlingaölduveitu. Jóhannes Geir sagði að fj því búið væri að afskrifa eldri rannsóknir. Eins hefði ver 5–6 milljörðum króna meira að afla jafnmikillar orku ne Norðlingaölduveita lög

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.