Morgunblaðið - 24.01.2006, Qupperneq 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
HÁDEGISFUNDARÖÐ Sagnfræð-
ingafélags Íslands „Hvað er út-
rás?“ heldur áfram í dag, 24. jan-
úar. Þór Sigfússon hagfræðingur
flytur erindi sem nefnist „Útrás
og innrás í sögulegu ljósi“. Í er-
indinu mun Þór rekja hin stór-
auknu umsvif íslenskra fyrir-
tækja í útlöndum undanfarin ár
og vekja máls á sögulegum for-
sendum þeirra.
Einnig mun hann fjalla um
aukna „innrás“ erlendra fyr-
irtækja í íslenskt hagkerfi. Há-
degisfundurinn er að venju í
Þjóðminjasafni Íslands og hefst
kl. 12.10. Aðgangur er ókeypis og
öllum heimill.
Upphafserindi Ólafs Ragnars
Grímssonar forseta Íslands í
fundaröðinni vakti mikla athygli
og talsvert umtal. Forseti fór
fögrum orðum um „útrásina“ og
verður fróðlegt að heyra næst
mat hagfræðings á eðli hennar og
umfangi. Þór Sigfússon er for-
stjóri Sjóvár. Hann er með meist-
aragráðu í hagfræði og hefur
skrifað þrjár bækur um Ísland í
útrás og alþjóðavæðingu.
Dagskrá fundaraðarinnar
„Hvað er útrás?“ má finna á
heimasíðu Sagnfræðingafélags Ís-
lands, www.akademia.is/saga.
Sagnfræði | Hádeg-
isfundaröð Sagnfræð-
ingafélags Íslands
Útrás og
innrás í sögu-
legu ljósi
Þegar maður heyrir heitið Vormenn
Íslands þá berst hugurinn að upp-
græðslu og nýjum straumum, eins
og reyndar „aldamótamaðurinn“ og
„skólaskáldið“ Guðmundur Guð-
mundsson hafði í huga er hann orti
„Vormenn Íslands, yðar bíða eyði-
flákar, heiðalönd …“.
Með þetta í brjósti bjóst ég við að
hinir nýju vormenn mættu í tón-
aregni sem yrði eins og gróðrarskúr
er „kæmi grænum skógi að skrýða“
og bætti nýjum litum í söngvaflór-
una.
Ég er einn af þeim sem er orðinn
löngu leiður á þessari eilífðar síbylju
markaðsraddanna er segja, „fólk vill
bara fá það sem það þekkir“ og
þessa eilífu fákeppni á söngskrám
okkar bestu söngvara og bíð eftir
fleiri ræktunarmönnum með nýjar
plöntur og græðlinga, eða viljum við
bara hafa þetta allt eins og láta sölu-
menn og markaðshegra ákveða valið
fyrir okkur?
Þetta hefur ekkert með mína tón-
smíðaáráttu að gera, en spyrja má
hvernig umhorfs væri ef markaður-
inn hefði fyrir 200 árum sagt að nú
væri fullkomin tónlist komin fram
með Mozart og engin þörf að semja
meir!
Ég fer ekki í neina launkofa með
það að mínu ágætu vinir Jóhann
Friðgeir, Ólafur Kjartan og Óskar
voru ekki „vormenn“ ferskra vinda,
en þeir voru bráðskemmtilegir, fóru
í sinni fyndni stundum yfir mörk
smekks míns, en það er engum blöð-
um um það að fletta að um þessa
þremenninga leika hressir vindar og
flutningur þeirra og Jónasar Þóris
oft hinn glanslegasti.
Óskar byrjaði að syngja Vín borg
minna drauma eftir Rudolf Siec-
zynski af miklu næmi, en bestur var
þó söngur hans í Una furtiva lagrima
eftir Donizietti, sú aría er eins og töl-
uð út úr hans hjarta.
Jóhann rataði glæsilega, mikið
troðna, slóð stórtenóranna, enda
hlýtur maður með svo frábæran ten-
ór að freistast til þess. Nessun
Dorma var ein af þessum freist-
ingum og mjög glæsilega flutt.
Röddin þolir mikið þan, en er við-
kvæmari í söng á meðalstyrk.
Ólafur er bæði voldugur og áhrifa-
mikill túlkandi, svo ekki sé talað um
hans einstaka skopskyn. Hann söng
fuglafangaraaríu Papageno úr
Töfraflautunni eins og best verður á
kosið.
Jónasi Þóri tókst vel að skila hlut-
verki píanósins sem heillar hljóm-
sveitar á tónleikunum og var alltaf í
mjög góðu sambandi við söngvarana.
Ólafur Kjartan má stundum gæta
sín á að syngja ekki of sterkt, eins og
áberandi var í Sólsetursljóði Bjarna
Þorsteinssonar. sem Óskar söng á
móti honum.
Fallegt lag eftir Jónas Þóri hljóm-
aði vel og dró aðeins úr einsleitni
efnisskrárinnar.
Mér fannst raunar það hljóma
sem mótsögn er Óskar nefndi að
mikill vandi væri að velja úr urmuli
fallegra íslenskra sönglaga fyrir
svona tónleika, þar sem valið að
þessu sinni var fremur hug-
myndalítið.
Það á að vera regla hjá tónlist-
arfólki að leggja fram prentaða efn-
isskrá með heitum laga og höfunda
fyrir tónleika, því það hefur ekki síst
gildi fyrir áheyrendur eftir tónleika,
en hér var því ekki til að dreifa.
Miklu og langvinnu lófaklappi var
svarað með tveimur aukalögum.
Ég er viss um að nýstárlegri efnis-
skrá hefði einnig fengið slíkar við-
tökur.
Ljósmynd/Guðbjörg Magnúsdóttir
Vormenn Íslands, voru að þessu sinni „ekki „vormenn“ ferskra vinda,“ en
engu að síður „bráðskemmtilegir,“ segir í umsögninni.
Vormenn Íslands
syngja inn þorra
TÓNLIST
Akureyrarkirkja
Jóhann Friðgeir Valdimarsson, tenór
Ólafur Kjartan Sigurðsson, baritón
Óskar Pétursson, tenór. Jónas Þórir á pí-
anó sungu aríur úr óperum, ásamt erlend-
um og innlendum lögum eftir: Árna Thor-
steinsson, Bjarna Þorsteinsson, Jónas
Þórir, Karl O Runólfsson og Sigvalda
Kaldalóns.
Laugardaginn 21. janúar kl. 17.
Vormenn Íslands
Jón Hlöðver Áskelsson
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Fréttir á SMS
Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga kl. 14-18 og fram að sýningu sýningardaga.
Símasala kl. 10-18 þriðjudaga - föstudaga. Miðasala á Netinu allan sólarhringinn.
ÖSKUBUSKA - La Cenerentola eftir ROSSINI
Frumsýning sun.5. feb. kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI LAUS
2. sýn. fös. 10. feb. kl. 20 – 3. sýn. sun. 12. feb. kl. 20
4. sýn. sun. 19. feb. kl. 20 – 5. sýn. fös. 24. feb. kl. 20
AÐEINS SÝND Í FEBRÚAR OGMARS
www.opera.is opera@opera.is Sími: 511 4200
Stóra svið
SALKA VALKA
Fi 26/1 kl. 20 Fi 2/2 kl. 20 AUKASÝNING
Fi 9/2 kl. 20 AUKASÝNING
WOYZECK
Su 29/1 kl. 20 UPPSELT! AUKASÝNINGAR
Lau 11/2 kl. 20 Su 12/2 kl. 20
Fö 17/2 kl. 20 Lau 18/2 kl. 20
KALLI Á ÞAKINU
Lau 4/2 kl. 14 UPPS. Su 5/2 kl. 14 UPPS.
AUKASÝNING Su 5/2 Kl. 17.
CARMEN
Fö 27/1 kl. 20 Græn kort
Lau 28/1 kl. 20 Blá kort Fö 3/2 kl. 20
Lau 4/2 kl. 20 Fö 10/2 kl. 20
RONJA RÆNINGJADÓTTIR
Lau 11/2 kl. 14 FORSÝNING UPPSELT
Su 12/2 kl. 14 FRUMSÝNING UPPSELT
Nýja svið/Litla svið
MANNTAFL
Fö 3/2 kl. 20 AUKASÝNING
ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR
Fi 16/2 kl. 20 Fö 17/2 kl. 20 UPPSELT
Lau 25/2 kl. 20 Su 26/2 kl. 20
BELGÍSKA KONGÓ
Lau 28/1 kl. 20 UPPSELT Su 29/1 kl. 20
Mi 1/2 kl 20 UPPS. Lau 4/2 kl. 20 UPPS.
Su 5/2 kl. 20 Fi 9/2 kl. 20
Fö 10/2 kl. 20 Lau 11/2 kl. 20
GLÆPUR GEGN DISKÓINU
Fi 26/1 kl. 20 Fö 27/1 kl. 20
Fi 2/2 kl. 20 Su 12/2 kl. 20
Naglinn
Fö 27/1 kl. 20 Lau 28/1 kl. 20
Fö 3/2 kl. 20 Lau 4/2 kl. 20
Lau 11/2 kl. 20 Su 12/2 kl. 20
Miðasala í síma 4 600 200 / www.leikfelag.is
Fullkomið brúðkaup - heldur áfram!
Fös. 27. jan. kl. 20 Örfá sæti laus
Lau. 28. jan. kl. 19 Örfá sæti laus
Lau. 28. jan. kl. 22 AUKASÝNING
Fös. 3. feb. kl. 20 Örfá sæti laus
Lau. 4. feb. kl. 19 Nokkur sæti laus
Lau. 4. feb. kl. 22 AUKASÝNING
Fös. 10. feb.kl. 20 Laus sæti
11/2, 18/2. - Síðustu sýningar
Miðasala opin
allan sólarhringinn
á netinu.
Allir
norður!
Miðasalan opin virka daga kl. 13-17 og frá kl. 15 á laugardögum.
Sýnt á NASA við Austurvöll
Fimmtudagur 26 . janúar - Örfá sæti
Föstudagur 27 . janúar - Örfá sæti
Laugardagur 28 . janúar - Örfá sæti
Fimmtudagur 2 . febrúar - Laus sæti
Föstudagur 3 . febrúar - Laus sæti
Laugardagur 4 . febrúar - Laus sæti
Fimmtudagur 9 . febrúar - Laus sæti
Húsið opnar kl. 20:00 - Sýningar hefjast kl. 20:30
Miðasala í verslunum Skífunnar,
www.midi.is og í síma: 575 1550
Ódauðlegi Mozart!
Hljómsveitarstjóri ::: Rumon Gamba
Einsöngvarar: Danielle Halbwachs, Gunnar Guðbjörnsson
Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, Rannveig Fríða Bragadóttir,
Hallveig Rúnarsdóttir og Davíð Ólafsson
Kór: Hljómeyki
W.A. Mozart ::: Mildi Títusar
FIMMTUDAGINN 26. JANÚAR KL. 19.30 – ÖRFÁ SÆTI LAUS
rauð tónleikaröð í háskólabíói
SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.IS
Landsbankinn er stoltur bakhjarl sýningarinnar.
SÝNT Í IÐNÓ KL. 20
MIÐASALA: WWW.MIDI.IS OG Í IÐNÓ S. 562 9700
UPPSELT
örfá sæti laus
örfá sæti laus
laus sæti
UPPSELT
örfá sæti laus
laugardagur
sunnudagur
laugardagur
sunnudagur
föstudagur
laugardagur
28.01
29.01
04.02
05.02
10.02
11.02