Morgunblaðið - 28.01.2006, Page 14

Morgunblaðið - 28.01.2006, Page 14
14 LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Hýrnar yfir hjónaböndum? á morgun Samkynhneigðir og fjölskyld- ur þeirra fylgjast með um- ræðum kirkjunnar og sam- félagsins um réttindi þeirra. FJÁRMÁLAFYRIRTÆKIÐ Alm. Brand í Danmörku hefur nú ákveðið að leita réttar síns fyrir dómstólum til þess að koma í veg fyrir að sjö fyrrum starfsmenn þess hefji störf hjá FIH Erhvervsbank, sem er í eigu Kaupþings. „Við höfum farið fram á úrskurð um lögbann við því að Brian Kudsk, fyrrum bankastjóri okkar, og sex aðrir háttsettir starfsmenn geti hafið störf hjá FIH Erhvervsbank næstu þrjú árin. Við höfum um leið stefnt FIH fyrir dómstóla og krefjumst þess að bankinn ráði ekki þessa sömu starfsmenn á sama tímabili. Þetta er afar óvenjulegt mál. Við höf- um vitaskuld farið mjög vel yfir lög- fræðilegar hliðar þess og teljum okk- ur vera með sterkt mál í höndunum,“ hefur Berlingske Tidende eftir Hen- rik Nordam, forstjóra Alm. Brand. Lars Johansen, forstjóri FIH, sagðist í samtali við Morgunblaðið ekki hafa nokkrar áhyggjur vegna þessara viðbragða Alm. Brand. „FIH réð einfaldlega þessa starfs- menn til sín eins og hverja aðra starfsmenn og það voru ekki nein sérstök samkeppnisákvæði í ráðn- ingarsamningum þeirra við Alm. Brand. Þannig að ég á enga von á því að dómstólar muni taka mark á þess- ari kröfu,“ sagði Lars Johansen. Forsaga málsins er sú að um ára- mótin sögðu átján starfsmenn verð- bréfasviðs Alm. Brand upp störfum, eða um helmingur af mannafla deild- arinnar, og réðu sig til FIH sem stefnir að því að hasla sér völl í verð- bréfaskiptum í ár. Þetta vakti mikla athygli í viðskiptaheiminum í Dan- mörku enda mun það vera algerlega óþekkt þar að svo margir starfsmenn eins fjármálafyrirtækis hafi verið „keyptir“ af öðru fjármálafyrirtæki. FIH vildi kaupa verðbréfadeild Alm. Brand í heilu lagi Raunar kemur fram í grein í Berl- ingske Tidende að hausaveiðifyrir- tækið Egon Zehnder hafi strax síð- asta sumar haft samband við Brian Kudsk, framkvæmdastjóra verð- bréfaviðskipta Brand, sem varð síð- an til þess að viðræður hófust á milli FIH og Brand um að FIH myndi kaupa verðbréfasvið Brand í heilu lagi. Þær viðræður munu hins vegar hafa strandað á kröfu FIH um að Alm. Brand gæfi loforð um það að stunda ekki verðbréfaviðskipti í framtíðinni. Lars Johansen staðfestir að FIH hafi viljað kaupa verðbréfasvið Alm. Brand og boðið gott verð en hafi auð- vitað þurft að fá tryggingu fyrir því að félagið hæfi ekki verðbréfavið- skipti strax aftur enda ekkert vit í kaupunum nema sú trygging lægi fyrir. Niðurstaðan varð síðan að Kudsk og 17 aðrir starfsmenn Brand sögðu upp og tilkynntu að þeir hefðu ráðið sig til FIH. FIH stefnt vegna ráðninga starfsmanna Alm. Brand Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is Hausaveiðarar Danska fjármálafyrirtækið Alm. Brand þurfti að sjá á eftir fjölda starfsmanna sinna eftir að hausaveiðarar nældu í þá fyrir FIH. ÚR VERINU FRYSTITOGARINN Örvar HU frá Skaga- strönd hefur landað ísfiski til vinnslu á Sauð- árkrók frá því í haust og gengið vel. Vélin í Hegranesinu SK frá Sauðárkróki hrundi er skipið var á veiðum fyrir austan land í lok sumars og eftir miklar vangaveltur meðal yf- irmanna FISK Seafood á Sauárkróki, hvort gera ættu upp vélinna var ákveðið að gera það ekki. Að sögn Gísla Svan Einarssonar, útgerð- arstjóra FISK Seafood er Hegranesið þrjátíu ára gamalt skip og „nú fyrirséð að við end- urnýjum það ekki.“ Það var því ákveðið að taka Örvar í það verkefni að veiða ísfisk fyrir landvinnsluna í vetur. „Það er gert ráð fyrir að Örvar fari aft- ur til grálúðuveiða í vor, en allt snýst þetta um hagræðingu og að taka kvótann á færri skip og við teljum að þessi leið komi best út fyrir starfsmennina og fyrirtækið,“ sagði Gísli. Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson Frystitogarinn Örvar HU á ísfiski VERÐ á sjávarafurðum lækkaði í desem- bermánuði um 0,5% frá mánuðinum á undan mælt í erlendri mynt (SDR). Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar. Afurðaverð er nú sögulega hátt mælt í erlendri mynt. Þannig var afurðaverðið 5,1% hærra í des- ember miðað við sama tíma á árinu 2004. Frá þessu er einnig greint í Morgunkorni Íslandsbanka og segir þar svo: „Lækkunin í desember var fyrsti mánuðurinn í sex mán- uði sem afurðaverð lækkar en hafði hækkað sex mánuði í röð þar á undan. Hátt af- urðaverð kemur sér vel fyrir sjávarútvegs- fyrirtækin í því annars óhagstæða rekstr- arumhverfi sem þau búa við vegna mjög hás gengis krónunnar og hás olíuverðs. Afurðaverð í desember mælt í íslenskum krónum hækkaði um 2,8% frá mánuðinum á undan. Síðastliðið ár hefur afurðaverð í ís- lenskum krónum þó lækkað lítillega en sé miðað við desember 2004 nemur lækkunin 0,7%. Gengishækkun krónunnar hefur því rýrt myndarlega hækkun afurðaverðs á mörkuðum erlendis á árinu 2005. Af einstökum tegundum lækkaði verð á sjófrystum botnfiskafurðum, mælt í erlendri mynt, um 1,2% í desember. Þrátt fyrir lækk- unina á milli mánaða eru sjófrystar botnfisk- afurðir nú 22,5% verðmeiri en í desember 2004. Landfrystar botnfiskafurðir lækkuðu einnig í verði, eða um 0,9% í desember, en verðið er 7% hærra en í desember 2004. Verð á frosinni síld lækkaði um 2,4% á milli mánaða og hefur lækkað um 5,6% á árinu 2005 miðað við desember 2004, mælt í er- lendri mynt. Loks lækkaði verð á mjöli um 1,2% á milli mánaða en er þó enn mjög hátt miðað við undanfarin ár því sé miðað við desember 2004 hefur mjölverð hækkað um 12,9%. Verð á sjávarafurðum lækkaði í desember FASTEIGNAFÉLAGIÐ Landsafl, sem er í eigu Landsbankans og Straums-Burðaráss, skilaði 1.669 milljóna króna hagnaði af rekstri síðasta árs eftir skatta og að teknu tilliti til matsbreytinga eigna. Hagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnsliði (EBITDA) nam 626 milljónum króna, samanborið við 560 milljónir króna árið áður. Samkvæmt efnahagsreikningi í árslok 2005 námu heildareignir fé- lagsins 14,4 milljörðum króna og bókfært eigið fé nam 4.798 millj- ónum króna. Eiginfjárhlutfall var því 33%. Horfur í rekstri félagsins á árinu 2006 eru ágætar, segir í tilkynningu til Kauphallarinnar. Markmið eiganda félagsins á árinu er að stækka og efla það til muna. Landsafl hefur yfir að ráða sam- tals um 122 þúsund fermetrum af skrifstofu- og verslunarhúsnæði, iðnaðarhúsnæði, vörugeymslum o.fl. Viðskiptavinir félagsins eru m.a. ríki og sveitarfélög, félög skráð í Kauphöll Íslands og fleiri stór og smá fyrirtæki. Landsafl á helming í eignarhaldsfélaginu Por- tusi á móti Nýsi hf., en það félag átti lægsta boð í fyrirhugað ráð- stefnu- og tónlistarhús við austur- höfnina í Reykjavík. Portus á nú í viðræðum við verkkaupa, Austur- höfn–TR, um framkvæmd verks- ins. Hagnaður Lands- afls 1,7 milljarðar Dýrara að ferðast með farangur ÞEIR sem ætla að ferðast með Ryan- air eftir 16. mars næstkomandi gætu þurft að borga sérstaklega fyrir að tékka inn farangur sinn. Verðið verð- ur ríflega 3,5 evra fyrir hvert stykki af farangri en það jafngildir um þrjú hundruð krónum. Ekkert þarf að greiða fyrir handfarangur en þeir sem ferðast eingöngu með handfar- angur mega eiga von á að miðaverð lækki um allt að 9%. Frá þessu greinir BBC. Um er að ræða nýjustu áætlun fé- lagsins til þess að draga úr kostnaði en markmiðið er að hvetja farþega til þess að ferðast eingöngu með hand- farangur. Það felst mikill sparnaður í því fyrir félagið að fljúga ekki með þungar ferðatöskur, bæði er eldsneyt- isneysla vélanna meiri en jafnframt þarf að borga þónokkrar fjárhæðir fyrir farangursþjónustu á flugvöllum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.