Morgunblaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Í JANÚAR Sameina fjölskylduna og vinnuna Nútímatækni hefur valdið byltingu á mörgum sviðum og nú skiptir það ekki höfuðmáli hvort starfsfólk fyrirtækja, einkum það sem vinnur við tölvutengd verkefni, er sýnilegt á sjálfum vinnustaðnum eða kýs að vera tölvutengt heima í rólegheitunum með tölvuna og kaffibollann sér við hlið. Á meðan sumir geta alls ekki hugsað sér að vera í vinnunni „heima“, eru aðrir, sem það kjósa eða vilja blöndu af báðum formum, það er að hafa starfsstöðvar bæði í vinnunni og heima. Jóhanna Ingvarsdóttir spjallaði við karl og konu, sem bæði eru alsæl með að vinna vinnuna sína heima við. Þau eru sammála um að kostirnir séu margfalt fleiri en ókostirnir. „HEIMAVINNAN hefur fyrir mig miklu meiri kosti en galla enda snýst áhugamálið bara um fjölskylduna,“ segir Hafsteinn Þór Hilmarsson, sem vinnur heima við þýðingar afþreyingarefnis fyrir Sjónvarpið. Hafsteinn Þór, sem hefur háskólamenntun í ensku og býr í Reykjavík, hefur verið með sína starfsstöð heima í þrettán ár og kann því vel, sérstaklega nú eftir að yngsti fjölskyldumeðlimurinn og augasteinninn bættist í hópinn í sumar. Dótturina Önnu Kristínu, sem nú er eins og hálfs árs, ættleiddu þau Hafsteinn Þór og Fanney Þorkelsdóttir frá Kína í sumar, en fyr- ir var á heimilinu Unnur, sem er á átjánda ald- ursári og er nemandi í MH. Finnur tíma á kvöldin í staðinn „Ég hef alltaf reynt að skipuleggja vinnu- daginn minn vel, en nú eftir að Anna Kristín bættist við fjölskylduna þarf bara að skipu- leggja sig enn betur því maður vill geta fylgst með og verið með barninu sínu sem mest. Nú þarf að nýta tímann enn betur en ég áður gerði til að geta sinnt henni sem mest. Þetta er bara jafnvægi, sem ég þarf að finna og kemur smátt og smátt af sjálfu sér í þessum aðstæðum. Þessar vikurnar er Anna Kristín til dæmis í ungbarnasundi og þar sem ég er minn eigin húsbóndi í vinnunni get ég fylgt henni og Fanneyju í sundið þótt vinnudagur sé og tekið þátt í gamninu. Svo finnur maður bara tíma í staðinn á kvöldin þegar sú litla er sofnuð fyrir meiri þýðingar því það er alltaf nóg af verk- efnum sem bíða á pínulitla kontórnum mínum. Þetta er óneitanlega stór kostur við að vinna heima.“ Hafsteinn Þór segist hafa vanið sig á það að taka daginn snemma enda verði honum mikið úr verki á morgnana. „Ég fæ mér kjarngóðan morgunmat og sest svo við tölvuna í vinnu- herberginu mínu og loka mig bara af ef ein- hver truflun er í íbúðinni. Dagarnir eru auðvit- að mismunandi, en kostir og gallar þess að vera með vinnuaðstöðuna heima ráðast einna helst af börnunum. Ég kýs að vera með dótt- urinni eins mikið og hægt er og nú snýst allt vinnuskipulag í kringum svefntímana hennar. Með því að vinna heima, er ég yfirleitt alltaf til staðar, en svo koma álagstímar, sem maður þarf að vera leiðinlegur og útiloka börnin um tíma til þess að fá vinnufrið. Það er stundum ekkert um annað að ræða þegar mikið liggur við. Fanney hætti hins vegar að vinna úti þeg- ar við fengum Önnu Kristínu og á ég von á því að hún fari ekkert út á vinnumarkaðinn í bráð.“ Vinnan er alltaf nálæg Þegar Hafsteinn er inntur eftir því hvort hann finni ekkert til einangrunar að vera með vinnuna alfarið heima, svarar hann því til að svo sé alls ekki. „Mín áhugamál snúast fyrst og fremst um fjölskylduna og hana hef ég í kring- um mig á meðan ég er í vinnunni. Það er þó ekki þannig að ég fari aldrei út úr húsi. Ég þarf að fylgja þýðingunum eftir með því að fara upp í Sjónvarp nokkrum sinnum í viku til að ganga endanlega frá þeim. Þá hittir maður auðvitað fólk og svo er ég í síma- og netsam- bandi við aðra kollega og einyrkja í þýðing- arbransanum. Stærsti gallinn við þetta fyrirkomulag felst kannski í því að vinnan er alltaf nálæg og það er mjög auðvelt að detta í vinnuna þegar venjulegt fólk á að vera í fríi. Þegar vinnan er alltaf fyrir augunum finnst mér ég alltaf vera að slóra þótt ég eigi að vita betur,“ segir Haf- steinn Þór að lokum.  HAFSTEINN ÞÓR HILMARSSON | Með starfsstöðina heima Áhugamálið snýst um fjölskylduna Morgunblaðið/Kristinn Hafsteinn Þór Hilmarsson á vinnustofunni ásamt dótturinni Önnu Kristínu. „ÉG GET stundað mína fullu vinnu hvar sem er því einu tólin, sem ég þarfnast í vinnunni, er fartölva og nettenging. Ég byrjaði að starfa fyrir þetta fyrirtæki í Bandaríkjunum, síðan hef ég verið að sinna starfinu frá Sel- fossi og nú er ég að flytja til Stokkhólms og kem til með að sinna vinnunni þaðan,“ segir Ragna Atladóttir, sem starfar hjá netverslun Shopusa, en starfið felst eingöngu í því að svara fyrirspurnum í tölvupósti og leiðbeina fólki í vörukaupum á Netinu. Bandaríska netverslunin Shopusa rekur útibú við Hlíða- smára í Kópavogi. Með gáminn á hlaðinu Ragna hafði verið búsett í Virginia Beach í Virginíu-ríki á austurströnd Bandaríkjanna í fjögur ár þegar hún flutti heim til Íslands um mitt síðasta sumar. „Maðurinn minn var þar í námi í alþjóðaviðskiptum og fjár- málafræðum og ég sinnti aðallega börnunum tveimur og búi á meðan. Skömmu áður en við fluttum heim hóf ég að vinna fyrir Sho- pusa ytra, en vöruhús Shopusa er einmitt í Virginia Beach. Það voru ekki mörg störf sem voru á lausu fyrir eiginmanninn á Íslandi þegar heim var komið. Hins vegar fékk hann at- vinnutilboð frá Svíþjóð um að stýra breskri verslunarkeðju á Norðurlöndunum. Hann var ráðinn í hálft ár til að byrja með og flutti út. Ég fluttist á hinn bóginn með krakkana á Selfoss því ég vildi ekki flytja til Svíþjóðar fyrr en reynslutími mannsins míns var liðinn. Nú hefur hann fengið ráðning- arsamning til frambúðar og ég er komin með gáminn inn á hlað til að pakka búslóð- inni, sem nýbúið er að taka upp, aftur inn. Það er skammt stórra högga á milli. Vinnu- tækið mitt, fartölvan, verður að sjálfsögðu með í för því ég stefni á að sinna starfinu áfram, í þetta skipti frá Stokkhólmi. Shop- usa hefur enn ekki opnað útibú í Svíþjóð. Ég kem því til með að svara fyrirspurnum Ís- lendinga áfram.“ Mjög mismunandi er hvað Ragna þarf að svara mörgum fyrirspurnum daglega. „Ætli megi ekki segja að þær séu allt frá fimmtíu og upp í tvö hundruð á álagstímum. Það var mikið að gera í jólavertíðinni enda dollarinn hagstæður og margir að panta vörur frá Ameríku.“ Kostir fleiri en ókostir „Kostirnir við þetta eru margfalt fleiri en ókostirnir. Ég get algjörlega stýrt minni vinnu sjálf og þarf ekki að eltast við barna- pössun út um allan bæ ef einhver veikist. Það má líka henda í þvottavélina, hengja upp og sinna heimilisstörfunum á milli vinnutarna. Svo eru börnin mín tvö, þau Kristján Atli, 8 ára, og Berglind, 6 ára, af- skaplega ánægð með að hafa mömmu sína alltaf heima þegar þau koma heim úr skól- anum upp úr hádeginu á meðan jafnaldr- arnir eru flestir í pössun. Ókosturinn er aft- ur á móti sá að manni líður eins og maður sé alltaf í vinnunni og auðvitað er stundum set- ið alltof lengi fyrir framan tölvuna í einu. Það er nefnilega mjög auðvelt að gleyma sér svona heima,“ segir Ragna og kveður að sinni enda lá fyrir ökuferð frá Selfossi til Reykjavíkur þar sem hún hafði lofað að passa barn systur sinnar. „Ég tek auðvitað tölvuna með mér og held áfram að vinna mína vinnu frá heimili systur minnar. Það skiptir engu máli hvar ég er. Ég get verið alls staðar í vinnunni.“  RAGNA ATLADÓTTIR | Svarar tölvupósti fyrir shopusa.isís Ragna ásamt börnunum sínum Kristjáni Atla og Berglindi . Sinnir vinnunni frá Stokkhólmi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.