Morgunblaðið - 28.01.2006, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 28.01.2006, Qupperneq 48
48 LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ HjálmfríðurSigurást Guð- mundsdóttir fædd- ist í Vatnadal í Súg- andafirði 19. ágúst 1914. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Ísafjarðarbæjar 19. janúar síðastliðinn. Foreldrar Hjálm- fríðar voru Guð- mundur Jónsson, landpóstur, f. 13.7. 1872, d. 8.10. 1960, og Anna Jónsdóttir, húsfreyja, f. 20.7. 1869, d. 12.12. 1944. Systkini Hjálmfríðar voru: Haraldur, f. 23.9. 1897, d. 11.4. 1964; Herborg Ágústa, f. 4.8. 1899, d. 22.2. 1927; Guðríður, f. 3.9. 1901, d. 16.4. 1996; Jón Ingigeir, f. 13.7. 1903, d. 25.2. 1958; Ástráður Þorgils, f. 27.3. 1907, d. 29.12. 1965; Guðrún María, f. 8.9. 1909, d. 5.10. 1944; Salóme Kristín Jóhanna, f. 4.1. 1912, d. 1990. Áður átti Anna Jón Ingigeir Ívarsson, f. 2.6. 1894, d. 1.12. 1895. Hjálmfríður giftist 1. desember Stefánsdóttir, f. 20.1. 1948. Þau eiga fjögur börn. 7) Hólmfríður, f. 26.10. 1947, maki Árni Gunnar Sigurjónsson, f. 21.4. 1945, d. 27.2. 2000. Þau áttu fjögur börn. 8) Árni, f. 9.12. 1949, maki Guð- björg Skúladóttir, f. 17.7. 1956. Þau eiga tvö börn. Fyrir átti Árni einn son. 9) Óskírður drengur, andvana, f. 1951. 10) Jón Björn, f. 15.11. 1954, maki Magdalena Sirrý Hafnfjörð Þórisdóttir, f. 14.4. 1955. Þau eiga tvö börn. 11) Hreiðar, f. 6.7. 1956, sambýlis- kona Salóme Anna Þórisdóttir, f. 1.9. 1956. Hreiðar á þrjú börn með Sigurrós Erlingsdóttur, f. 19.6. 1956. 12) Katrín, f. 11.8. 1959, maki Steingrímur Jónsson, f. 14.11. 1960. Þau eiga þrjú börn. Afkomendur Hjálmfríðar og Sig- tryggs eru nú 112 talsins. Hjálmfríður ólst upp í Vatnadal til fimm ára aldurs en flutti þá með foreldrum sínum til Ísafjarð- ar. Eftir að hefðbundinni skóla- göngu lauk um fermingu vann Hjálmfríður ýmis störf sem til féllu. Hjálmfríður og Sigtryggur bjuggu á Ísafirði allan sinn bú- skap og héldu upp á 70 ára brúð- kaupsafmæli sitt nokkrum dögum fyrir andlát Sigtryggs. Útför Hjálmfríðar verður gerð frá Ísafjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. 1934 Sigtryggi Kristmundi Jörunds- syni, f. 5.8. 1909, d. 10.12. 2004. Foreldr- ar hans voru Jörund- ur K. Ebenezersson, f. 1.12. 1862, d. 13.8. 1936, og Sigríður Árnadóttir, f. 13.8. 1874, d. 18.2. 1963. Börn Hjálmfríðar og Sigtryggs eru: 1) Guðjón Gísli Ebbi, f. 22.9. 1935, maki Halldóra Þorláks- dóttir, f. 12.9. 1936. Þau eiga fimm börn. 2) Guðmund- ur Annas, f. 24.12. 1937, d. 10.3. 1961. 3) Alda Erla, f. 24.6. 1939, maki Birgir Hermannsson, f. 22.9. 1939. Þau eiga fjögur börn. 4) Jörundur Sigurgeir, f. 29.6. 1942, d. 11.6. 2005, maki Helga Sigurgeirsdóttir, f. 18.2. 1940. Þau eiga fjögur börn. 5) Anna Guðrún, f. 5.9. 1944. Anna á fjög- ur börn með fyrrverandi maka sínum Árna Sigurbjörnssyni, f. 9.4. 1941. 6) Tryggvi Marías, f. 9.3. 1946, maki Guðrún Ásbjörg Fríða, tengdamóðir mín, er látin. Vel að því komin að fá að kveðja eftir langa, farsæla og vinnusama ævi. Margs er að minnast eftir hátt í hálfrar aldar kynni. Efst í huganum eru síðustu mánuðir. Tengdamóðir mín hress og kát, minnið gott og hún fylgdist vel með þó líkaminn væri farinn að lýjast. Gaman var að heim- sækja Fríðu og skiptast á fréttum af börnum og barnabörnum, skoða myndir og rifja upp gamla tíma. Tengdaforeldrar mínir Fríða og Tryggvi áttu saman langa og farsæla ævi. Þau áttu miklu barnaláni að fagna og eignuðust tólf börn. Níu þeirra eru á lífi. Oft hafði Fríða á orði að foreldrar ættu ekki að lifa börnin sín. Kynni okkar Fríðu hófust þegar ég, ung að árum, kom inn á heimili Fríðu og Tryggva sem væntanleg tengdadóttir. Mér var óskaplega vel tekið. Við hjónin byrjuðum seinna búskap á loftinu í Silfurgötunni og sýndi Fríða mér mikið langlundar- geð, ungum stelpugopanum. Seinna urðum við góðar vinkonur. Metnaður þessarar stoltu konu fólst í því að sinna heimili og börnum enda gerði hún það einstaklega vel. Hún gerði það sem skyldan bauð hverju sinni. Á heimilinu í Silfurgötu var verkaskiptingin alveg skýr og uppáhaldsstaður Fríðu var í eldhús- inu. Að bjóða kaffi og veitingar á skínandi hreinu heimilinu er samofið persónu hennar. Henni lét vel að láta verkin tala. Eftir að börnin fóru að heiman fór Fríða að sækja vinnu utan heimilis og fann ánægju í því að vinna launa- vinnu. Yfirleitt gaf hún börnum og barnabörnum launin sín með ein- hverjum hætti. Hún Fríða var stolt kona og vildi bjarga sér sjálf alveg fram í andlátið. Hún var líka einstaklega þrá og gat gert ýmislegt á þráanum einum sam- an. Hún hló oft við og kallaði sig gjarnan frekju. Hún átti það til að koma fjölskyldunni verulega á óvart. Kvenfrelsiskonan Fríða birtist dag- inn sem Vigdís Finnbogadóttir bauð sig fram til forseta. Þá tilkynnti hún að Vigdísi myndi hún kjósa sem for- seta og enginn gæti fengið sig til að skipta um skoðun. Ekki það að ein- hver væri að mótmæla þó tengda- pabbi væri nú svolítið hissa. Fögn- uður hennar með Vigdísi forseta var alla tíð ósvikinn. Þegar ég löngu seinna bauð mig fram í bæjarstjórn fyrir Kvennalist- ann studdi hún mig af einlægni og fylgdist vel með framvindu mála. Á kosningadaginn fór hún snemma að kjósa og dró svo tengdapabba með sér í kosningakaffi til Kvennalista- kvenna og var hann hálfhissa þegar hann sá hvert hann var kominn. Börnin okkar Tryggva áttu góð og náin samskipti við ömmu sína alla tíð og miklir kærleikar voru á milli þeirra. Enda ekki nema von, því börnin okkar fjögur voru daglegir gestir á heimili ömmu sinnar og afa öll uppvaxtarárin. Yfir öllum smá- sigrum var fagnað og þau fengu góð heilræði og skilyrðislausa ást á skín- andi hreinu heimilinu. Fyrir allt þetta vil ég þakka, Fríða mín. Hún Fríða var ekki kvartsár kona og tók öllu sem gerðist með jafnað- argeði. Henni var þó reglulega brugðið þegar hún gat ekki lengur hjúkrað tengdapabba heima. Hún átti oft erfiðar stundir eftir heim- sóknir á sjúkrahúsið. Heima vildi hún sjálf vera fram í andlátið. Erfitt var því fyrir okkur að fara með Fríðu á sjúkrahúsið. Undir það síðasta fannst henni að- látinn eiginmaður og synir væru hjá sér. Hún kvaddi þennan heim umvaf- in ást og væntumþykju barna, tengdabarna og barnabarna sem vöktu yfir henni. Elsku Fríða, þú varst alla tíð hvunndagshetja eins og þær gerast mestar. Þú lifir áfram í afkomend- unum. Þakkir fyrir allt og sérstak- lega fyrir börnin okkar Tryggva og fjölskyldur þeirra. Farðu í Guðs friði. Þín tengdadóttir, Guðrún Á. Stefánsdóttir. Á síðasta fjórðungi liðinnar aldar átti ég því láni að fagna að tengjast fjölskyldu- og vináttuböndum Hjálmfríði Sigurást Guðmundsdótt- ur, Fríðu, sem í dag er til moldar borin á Ísafirði. Þegar kynni okkar hófust var ég ung og hafði fátt reynt en Fríða eldri en tvævetur og lífs- reynd kona. Mér féll strax vel við Fríðu og aldrei bar nokkurn skugga á samskipti okkar og vináttu. Frá fyrsta fundi okkar minnist ég dökka hársins, kvikra hreyfinganna og at- huguls augnaráðsins. Fríða var hóg- vær kona, hlédræg, tók gestum af kurteisi og alúð en hélt þeim þó í vissri fjarlægð uns hún kynntist þeim nánar. Fyrsti fundur okkar Fríðu var stuttur en þó virtist mér hún sjá að innstu hjartarótum mín- um og ég fann að fyrir þessari konu gæti ég engu leynt. Sem unga konu hefur Fríðu tæp- ast órað fyrir ævi sinni. Hún átti sín- ar langanir þótt hún gerði ekki mikið úr þeim síðar á ævinni, t.d. hafði hún á fyrstu búskaparárum sínum tekið þátt í félagsskap kvenna utan heim- ilis en þegar fjölskyldan stækkaði gafst ekki tóm til þess. Verkahringur Fríðu lengstan part starfsævinnar bauð hvorki upp á að fara mikið út af heimilinu né byggja skýjaborgir. Fríðu beið að ganga með, fæða og ala upp stóran barnahóp við erfið kjör. Vinnudagur hennar var langur, allt stóð og féll með starfsorku og út- sjónarsemi húsmóðurinnar og móð- urinnar. Jafnframt umönnun eigin barna sinnti hún öðrum ættingjum. Örlögin sem lífið færði henni voru kannski ekki nákvæmlega þau sem hún hafði óskað sér en hún stóð sína vakt möglunarlaust og var trú hlut- verki sínu. Trúmennska og staðfesta eru eiginleikar sem Fríða hafði til að bera í ríkum mæli. Hún kunni aftur á móti ekki að barma sér og undan- brögð voru ekki að hennar skapi. Fríða hafði ríka frásagnargáfu. Þegar stund gafst frá erli dagsins og ró var í eldhúsinu hennar naut ég þess að hlusta á frásagnir hennar frá liðnum tíma þegar hún var enn í for- eldrahúsum, frá sveitastörfum, frá atvikum úr uppvexti barnanna og frá draumum sem við spreyttum okkur á að ráða. Þessar stundir voru alltaf styttri en ég óskaði mér því Fríða sat ekki lengi aðgerðarlaus. Þegar ég var enn óreynd og Fríða enn önnum kafin að gæta bús og barna vildi ég endilega að Fríða læsi sögu um konu sem fórnaði sér fyrir eiginmann og börn. Í þessari sögu er sýnt hvernig hefðbundið kvenhlut- verk, sem konum er þröngvað inn í, eyðileggur líf þeirra. Ég taldi þá að þessi saga gæti kennt Fríðu eitthvað sem gerði það að verkum að líf henn- ar breyttist. Núna veit ég að það var kjánalegt af mér. Enda þótt örlögin hafi hugsanlega þröngvað ævistarfi Fríðu upp á hana þá ákvað hún að hlíta þeim og sinna sínu verki af natni og samviskusemi. Fríða var ávallt til staðar. Á tím- um persónulegs metnaðar og asa nú- tímasamfélags er það fágætt. Það er ómetanlegt fyrir hvern og einn að eiga slíka mannveru að. Manneskju sem tekur öllum er til hennar koma fagnandi, sem hlustar þegar barn hefur þörf fyrir að tala, sinnir þeim sem þarfnast aðhlynningar, finnur til með sorgmæddum, gleðst með glöðum. Við sem áttum Fríðu að nut- um einmitt alls þessa og það er dýr- mætara en nokkur fjársjóður. Fríða var til staðar í Silfurgötunni fyrir okkur öll. Ég þakka fyrir umhyggju og ást sem ég var aðnjótandi hjá Fríðu og kveð hana með söknuði. Aðstand- endum öllum sendi ég innilegar sam- úðarkveðjur. Rósa. Gott var að eiga Hjálmfríði Guð- mundsdóttur að tengdamóður og vini. Það fann ég vel. Hún var fágætlega greind kona, rómuð fyrir vinnusemi og skörungs- skap, reglusemi og réttsýni. Hún var einnig hlý og viðkvæm kona. Ég held að hún hafi verið þess vit- andi, að ekki er hægt að lýsa rósar- ilmi með orðum. Fríða og Sigtryggur eignuðust tólf börn, sem nutu ástar og alúðar þeirra. Þau endurguldu foreldrum sínum það ríkulega og til varð mjög sterk og samheldin fjölskylda. Gagn- kvæm vinátta, virðing og þakklæti HJÁLMFRÍÐUR S. GUÐMUNDSDÓTTIR ELÍNBORG PÉTURSDÓTTIR CASSELS frá Sauðárkróki, búsett í Alvin, Texas, lést á Clear Lake Memorial sjúkrahúsinu í Webster, Texas, föstudaginn 20. janúar. Vandamenn. Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, UNNAR GUÐJÓNSDÓTTUR frá Kleifum, verður gerð frá Garpsdalskirkju laugardaginn 28. janúar kl. 14.00. Ferð verður frá Umferðarmiðstöðinni í Reykjavík kl. 10.30. Stefán Jóhannesson, Hermann Jóhannesson, Kolbrún Ingólfsdóttir og aðrir vandamenn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, LILJA ÓLAFSDÓTTIR frá Vík í Mýrdal, Vogatungu 99, áður Skjólbraut 11, Kópavogi, lést fimmtudaginn 26. janúar á Landspítalanum Fossvogi. Jarðarförin fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 3. febrúar kl. 15.00. Ragnhildur Kjartansdóttir, Hilmir Þorvarðarson, Guðmundur Ingi Ingason, Fanndís Halla Steinsdóttir, María Kjartansdóttir, Þór Hauksson, Lilja Gunnarsdóttir, Birgir Bjarnason, Rósa Gunnarsdóttir, Erling Hafþórsson, Högni Gunnarsson, Kjartan Hilmisson, Hrönn Kristbjörnsdóttir, Jón Bergur Hilmisson, Sigríður Árný Júlíusdóttir, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, LOVÍSA INGVARSDÓTTIR frá Hellishólum í Fljótshlíð, andaðist á dvalarheimilinu Lundi, Hellu, fimmtu- daginn 26. janúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Ólafur Óskarsson, Elínborg Óskarsdóttir, Ingunn Óskarsdóttir, Sigurður Óskarsson, Jón Þórir Óskarsson, Magnús Óskarsson, Anton Óskarsson, Eyþór Óskarsson, Guðmundur Óskarsson, Stefán Óskarsson og fjölskyldur. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, FRIÐRIK LAUGDAL GUÐBJARTSSON, lést föstudaginn 27. janúar á Kristnesspítala. Útförin auglýst síðar. Eygló Friðriksdóttir, Magnús Sigfússon, Alda Friðriksdóttir, Kristján Pálmar Arnarsson, Ester Friðriksdóttir, Hjörtur Ársælsson, Hrönn Friðriksdóttir, Benedikt Arthursson, barnabörn og barnabarnabörn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.