Morgunblaðið - 28.01.2006, Síða 69

Morgunblaðið - 28.01.2006, Síða 69
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 2006 69 STÚDENTAKJALLARINN hefur aldeilis vaknað til nýrrar vitundar í vetur og hverjir stórtónleikarnir reka aðra í þessum kjallara sem sums staðar myndi ekki kallast annað en meðalstór stofa. Í kvöld er það hljóm- sveitin Dr. Spock sem treður upp en á undan henni eru það fjórmenning- arnir í Diktu sem hyggjast hita mannskapinn upp. Dr. Spock er sprottinn upp úr rokkhljómsveitinni Quicksand Jesus sem starfaði í Reykjavík á miðjum ní- unda áratuginum. Langur tími leið þó þangað til sveitin fór í hljóðver í fyrsta skiptið en þar var að mestu um að kenna veru hljómsveitarmeðlima á erlendum grundum. Árið 2000 tóku þeir síðan upp fyrsta lagið og nú er Dr. Spock kominn á samning hjá Smekkleysu. Hljómsveitin er þekkt fyrir frábæra og þétta sviðs- framkomu en þar fara fremstir í flokki Óttarr Proppé og Guðfinnur Sölvi (Finni), söngvarar sveitarinnar. Fyrsta breiðskífa Dr. Spock, Dr. Phil, kom út í fyrra en hún var hljóðrituð á 20 klukkustundum. Dikta sendi frá sér plötuna Hunt- ing for Happiness fyrir síðustu jól og hlaut platan glimrandi dóma víðast hvar. Upptökustjóri á plötunni, sem er önnur plata sveitarinnar, var fyrr- um gítarleikari Skunk Anansie, Ace. Tónlist | Dr. Spock í Stúdentakjallaranum Kammer-rokk á Gamla Garði Morgunblaðið/Sigurjón Guðjónsson Liðsmenn Dr. Spock eru þekktir fyrir skrautlega sviðsframkomu. BRESKA hljómsveitin The Rush- es verður með tónleika í Þjóðleik- húskjallaranum fimmtudaginn 16. febrúar. Þetta er í annað skiptið sem sveitin leikur hér á landi en hún var ein þeirra útlendu sveita sem léku á Iceland Airwaves á síðasta ári. The Rushes er skipuð þeim Gez O’Connell (söngur, gítar), Dan Armstrong (píanó, söngur, áslátt- ur) og Joe Allen (trommur) en þeir félagar hafa verið duglegir við tónleikahald í heimalandinu undanfarið og er fyrsta breiðskífa sveitarinnar í smíðum. Áður en hún kemur út mun EP-plata með upptökum af tónleikum sveit- arinnar líta dagsins ljós en þó ekki með tónleikum þeirra hér- lendis. Hins vegar má geta þess að lagið þeirra „I Swear“ er fáan- legt á safndisknum Iceland Air- waves 2005. Bluebird og Idir Auk The Rushes munu Bluebird og Idir koma fram á tónleikunum. Bluebird er nýstofnað dúó Karls Henrys Hákonarsonar (Kalla) fyrrverandi söngvara Tenderfoot/ Without Gravity og Kristjáns Más Ólafssonar, fyrrverandi gítarleik- ara Útópíu. Tvíeykið hefur þegar vakið athygli innanlands sem utan og hefur leikið á nokkrum tón- leikum í Bandaríkjunum og Reykjavík. Idir, sem er nýkominn úr litlu tónleikaferðalagi um Bret- land, er nafn sem margir tóku eft- ir á síðustu Airwaves-hátíð þegar hann lék einmitt sama kvöld og The Rushes. Tónlist | Breska sveitin The Rushes leikur á Íslandi Flýttu sér aftur The Rushes komu fram á Iceland Airwaves-hátíðinni í fyrra. Miðasala hefst miðvikudaginn 1. febrúar og er aðgangseyrir 1.200 krónur (auk 150 kr. miðagjalds). Miðasala fer fram í verslunum Skífunar og á Midi.is Dr. Spock spilar á Stúdentakjallaranum laugardaginn 28. janúar. Hljómsveitin Dikta hitar upp og miðaverð er 1.000 krónur. Dyrnar opnaðar kl. 22.00. Ná›u flér í Lottómi›a á næsta sölusta› e›a á lotto.is – flú gætir unni› litlar 12 milljónir króna. fia› getur allt gerst. ENN E M M / S ÍA / N M 2 0 13 5 lotto.is firefaldur pottur! 3 MILLJÓNIR VINNING Í FYRSTA 12 EcoGreen Multi FRÁ H á g æ ð a fra m le ið sla A ll ta f ó d ýr ir Nr. 1 í Ameríku APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR Góð heilsa - Gulli betri Orkubomba og hreinsun Vítamín, steinefni og jurtir Stórhöfða 44 110 Reykjavík Sími 567 4400 Skeifan 4 Snorrabraut 56 Bæjarlind 6 Dalshraun 13 Hafnargata 90 Austursíða 2 Austurvegur 69 Hlíðarvegur 2-4 Sólbakka 8 Nýtt anddyri Flottar útfærslur og frábærar hugmyndir í nýja bæklingnum okkar “Hugmyndir og góð ráð fyrir anddyrið”. Bæklingurinn liggur frammi í verslunum Flugger lita. www.flugger.is 10 3 5 6 3

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.