Morgunblaðið - 28.01.2006, Síða 70

Morgunblaðið - 28.01.2006, Síða 70
MADONNA vakti næstum því meiri athygli en fötin sjálf á hátískusýningu hönnuðarins Jean Paul Gaultier í París í vikunni. Gest- irnir urðu a.m.k. mjög varir við nærveru poppdrottningarinnar en sýningin frestaðist um klukkutíma meðan beðið var eftir því að Madonna settist í fremstu röð. Gaultier hefur verið mikið í sambandi við frú Ritchie að undanförnu en hann hannar stóran hluta af búningunum fyrir vænt- anlegt tónleikaferðalag hennar um heiminn. Mikið var um kjóla á sýningunni og var innblásturinn greinilega frá Grikklandi. Á Style.com er að finna skemmtilega lýsingu á línunni: „Með uppsetta hárið og dökku sól- gleraugun sín litu fyrirsætur Jean Paul Gaultier út eins og flokkur af Bond-stúlkum frá París á leiðinni í ótrúlega flotta gríska ævintýraferð.“ Ferðalög og framandi heimsálfur veita Gaultier oft innblástur en til dæmis hefur hann fengið hugmyndir frá Rússlandi, Ind- landi og Afríku. Núna er röðin komin að Grikkandi, þó ekki Aþenu nútímans heldur Grikklandi til forna. Á sýningunni mátti sjá gyðjukjóla í anda hönnuðarins Madame Grès, en hún var þekkt fyrir einstaka kjólahönnun sína fyrir miðja síðustu öld. Létt „chiffon“-efni voru áberandi og einn- ig voru perlur mikið notaðar. Sýningin tókst vel og ekki er ólíklegt að einhverjir þessara kjóla eigi eftir að sjást á Hollywood- stjörnum á rauða dreglinum í nánustu fram- tíð. Tíska | Hátískuvika í París: Vor/sumar 2006 Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur ingarun@mbl.is Jean Paul Gaultier Grískar Bond-stúlkur Reuters G au lt ie r 70 LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ F U N VELJIÐ HÉR AÐ NEÐAN KVIKMYNDAHÚS OG SÝNINGARTÍMA SEM**** eeee Ó.Ö.H. / DV eee D.Ö.J. / Kvikmyndir.com Sími - 564 0000Sími - 462 3500 N ý t t í b í ó Mögnuð hrollvekja sem fær hárin til að rísa! eeee HJ / MBL eeee Dóri DNA / DV FUN WITH DICK AND JANE kl. 1.45, 3.45, 5.50, 8 og 10.10 FUNWITH...ANDJANE Í LÚXUS kl. 1.40, 3.45, 5.50, 8 og 10.10 THE FOG kl. 8 og 10.10 B.I. 16 ÁRA BROKEBACK MOUNTAIN kl. 5, 8 og 10.45 B.I. 12 ÁRA CHEAPER BY THE DOZEN 2 kl. 2, 4, og 6 HOSTEL kl. 8 og 10.10 B.I. 16 LITTLE TRIP TO HEAVEN kl. 6 B.I. 14 DRAUMALANDIÐ kl. 2 og 4 FUN WITH DICK AND JANE kl. 6, 8 og 10 THE FOG kl. 10.40 B.I. 16 ÁRA CHEAPER BY THE DOZEN 2 kl. 4 (400kr) DRAUMALANDIÐ kl. 3.40 (400kr) MEMOIRS OF A GEISHA kl. 5.20 og 8 Sími 553 2075 STÓRKOSTLEG SAGA UM ÁSTIR OG ÁTÖK BYGGÐ Á HINNI ÓGLEYMANLEGU METSÖLUBÓK EFTIR ARTHUR GOLDEN 6BAFTA TILNEFNINGARM.A. BESTA AÐALLEIKKONA BESTA TÓNLISTIN, JOHN WILLIAMS GOLDEN GLOBE VERÐLAUN eee Kvikmyndir.com eee Kvikmyndir.is eee Rolling Stone eee Topp5.is Þegar þokan skellur á…er enginn óhultur! THE FOG FÓR BEINT Á TOPPINN Í BANDARÍKJUNUM!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.