Morgunblaðið - 28.01.2006, Side 76

Morgunblaðið - 28.01.2006, Side 76
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Opið 8-24 alladaga í Lágmúla og Smáratorgi „ÉG hef á tilfinningunni að færri og færri Íslendingar borði þorramat og þá er það fyrst og fremst lykt og útlit sem fæla fólk frá,“ segir Jón Sigurðsson, matreiðslunemi á Grillinu á Hótel Sögu, sem matreiddi þorramat á alveg splunkunýjan hátt fyrir mat- arblaðið M, sem fylgir Morg- unblaðinu í dag. „Hefðirnar í tengslum við matinn á þorr- anum eru dálítið heilagar, rétt eins og skatan á Þor- láksmessu. En það er mis- skilningur að það verði að bera þorramat fram alveg eins og amma og afi fengu hann, í fullu trogi af súrmeti. Þótt við hróflum við matarhefð þurfum við ekki að breyta öllu heldur taka eitt og eitt atriði og færa það í nútímalegri búning svo yngri kynslóðir geti notið þorrans betur.“ Hunangsristuð lifrar- pylsa og confit-sviðasalat Morgunblaðið/Ásdís Jón Sigurðsson í eldhúsinu á Grillinu á Hótel Sögu. Sviðasalat – confit-eldað. Morgunblaðið/Arnaldur HLUTUR Íslands í heimsframleiðslu á áli gæti orðið 3,5–4%, gangi áform um stækkun álvers í Straumsvík og ný álver á Suðurnesjum og á Norðurlandi eftir, að sögn Þórðar Friðjónssonar, fram- kvæmdastjóra Kauphallar Íslands, sem hélt erindi á ráðstefnunni Orkulindin Ís- land í gær. Þórður benti á að á næsta ári yrði framleiðslugeta hér á landi tæp 800.000 tonn af áli og yrðu áðurnefndar hugmyndir að veruleika kynni hún að komast í tæplega 1.500 þúsund tonn nokkrum árum síðar. Þórður sagði að miðað við áætlanir um álframleiðslu á næsta ári gæti Ísland þá þegar komist í hóp tíu til tólf stærstu ál- framleiðsluríkja í heimi. Á sama ári gæti Ísland orðið sjötta eða sjöunda stærsta álútflutningsríki heims. Álfyrirtækin slá engu föstu Talsmenn álfyrirtækjanna eru þó hinir rólegustu og vilja ekki slá neinu föstu um stækkanir sunnanlands eða norðan. Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi, segir að ekki sé búið að taka ákvörðun um stækkun álversins í Straumsvík. „Það eina sem hefur gerst nú er að Landsvirkjun hefur ákveðið að tala við okkur ein um þessa orku og ekki við aðra meðan á viðræðum stendur,“ segir hún í samtali við Morgunblaðið. Ragnar Guðmundsson, framkvæmda- stjóri fjármála- og stjórnunarsviðs Norð- uráls, segir að verði af byggingu álvers í Helguvík verði það byggt í áföngum, sem ráðist af því hvernig gangi að afla orku til álversins. Gangi allt að óskum sé gert ráð fyrir að mögulegt verði að hefja starfrækslu fyrsta áfanga árið 2010 og reynt að ljúka byggingu álversins á fimm ára tímabili. Erna Indriðadóttir, verkefnisstjóri samfélags- og upplýsingamála hjá Alcoa- Fjarðaáli, segir að 1. mars næstkomandi verði tekin ákvörðun um hvort haldið verði áfram vinnu við staðarval álvers á Norðurlandi og þá á hvaða stað. Erna segir engan einn stað fyrir norðan „heit- ari“ en annan á þessu stigi málsins. Fram kom í máli Gylfa Arnbjörns- sonar, framkvæmdastjóra ASÍ, á ráð- stefnunni í gær að mikill stöðugleiki væri í starfsmannahaldi hjá álverum hér á landi, meðalstarfsaldur hjá Alcan væri með því lengsta sem þekktist hér á landi, eða yfir 15 ár í árslok 2005. Þá sagði Gylfi að regluleg mánaðarlaun væru töluvert hærri að meðaltali en meðallaun verkafólks og iðnaðarmanna á landinu öllu. Í raun hefði samstarf við erlenda eigendur álfyrirtækja verið upp- spretta nýjunga í samstarfi fyrirtækja og fulltrúa starfsmanna. 4% heimsfram- leiðslu á áli 2007?  10 og miðopna SELUR við smábátahöfnina í Hafnarfirði vakti mikla athygli fólks sem þar hafði safnast saman seint í gærkvöldi. Selurinn hafði skriðið upp á land og lék sér þar við fugl að sögn viðstaddra. Þegar ljósmyndari Morgunblaðsins mætti á stað- inn til að mynda var fólkið á bak og burt og sömuleiðis fuglinn en selurinn virtist hins vegar eiga bágt með að koma sér í sjóinn. Hann tók þó á sig rögg og reyndi hvað hann gat og komst að lokum í sjóinn og synti á braut. Þetta sýnir glöggt að orð íþróttaálfsins eiga við rök að styðj- ast: Aldrei að gefast upp! Morgunblaðið/Kristinn Selur í smábátahöfninni BAUGSMÁLINU, þ.e. þeim hluta sem er til með- ferðar fyrir héraðsdómi, var skipt upp í gær sam- kvæmt ákvörðun dómenda þrátt fyrir mótmæli sak- flytjenda. Aðalmeðferð í ákæruliðum 33 til 36 í málinu var ákveðin dagana 9. og 10. febrúar nk. en viðkomandi ákæruliðir varða mál tveggja endur- skoðenda sem ákærðir eru fyrir brot á lögum um ársreikninga. Óvíst er enn hvenær liðir 37 til 40 verða teknir fyrir, verjendur krefjast þess að málið verði allt tekið fyrir sömu daga en settur saksóknari vill frest þar til í byrjun mars. Dómendur gáfu sér tíma fram yfir helgi til að úrskurða um það. Kom þetta fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær þegar fyrirtaka þeirra átta ákæruliða sem eftir standa í málinu fór fram. Málið stórt í sniðum Settur saksóknari, Sigurður Tómas Magnússon, óskaði eftir því að aðalmeðferð yrði frestað þar til í mars, eða þar til athugun á því hvort ákært verði að nýju í hinum ákæruliðunum 32 er lokið. Saksóknari benti á að málið væri mjög stórt í sniðum, að gagna- öflun væri ekki lokið og enn væri beðið eftir mats- gerð sem ætti að vera tilbúin fyrir 23. febrúar. Verj- endur mótmæltu og óskuðu þess að málið yrði ekki tafið enn frekar en nú hefur verið gert og aðal- meðferð færi fram í febrúar. Þrátt fyrir mótmæli saksóknara og verjenda ákváðu dómendur að skipta málinu upp, samkvæmt heimild í lögum um meðferð opinberra mála. Baugsmálinu skipt upp í dómi Deilt um tímasetningar aðalmeðferðar  Málið klofið | 6 Eftir Andra Karl andri@mbl.is VELTA sjálfstætt starfandi þýð- enda og túlka hér á landi hefur vax- ið um 34% á ári að meðaltali á ár- unum 1997 til 2004. Fyrra árið var veltan tæpar 76 milljónir og hið síð- ara rúmar 208 milljónir. Gefur þetta ágæta vísbendingu um síauk- ið umfang þýðingastarfsemi í land- inu, að mati Gauta Kristmanns- sonar þýðingafræðings. „Þetta er þó aðeins brot af því sem starfað er á þessum vettvangi því að fjölmörg fyrirtæki og fjár- málastofnanir eru með starfsmenn sem annast þetta að einhverju leyti. Einnig er mikið um viðskipti við er- lendar þýðingastofur sem síðan kaupa þjónustu hér á landi,“ segir Gauti í grein í Lesbók í dag. Á sama tíma segja bókaútgef- endur að verulega hafi dregið úr sölu þýddra fagurbókmennta, eins og fram kemur í grein eftir Ástráð Eysteinsson í Lesbók. Í lýsingu Sjálfstæðisflokks á stefnu sinni í þýðingarmálum kem- ur fram að stefnt sé að því að stofn- uð verði bókmenntamiðstöð sem m.a. tæki við verkefnum núverandi Bókmenntakynningarsjóðs, sem yrði sameinaður Menningarsjóði og Þýðingarsjóði. | Lesbók Þýðinga- starf eykst stöðugt HAGNAÐUR Landsbanka Ís- lands eftir skatta nam 25 millj- örðum króna á árinu 2005 sam- anborið við 12,7 milljarða á árinu 2004. Hagnaður fyrir skatta og virðisrýrnun við- skiptavildar nam 33,8 millj- örðum króna samanborið við 14,5 milljarða króna á árinu 2004. Arðsemi eigin fjár eftir skatta var 46% á árinu. Besta afkoman til þessa Í tilkynningu bankans segir að aukning hreinna vaxtatekna og þjónustutekna endurspegli aukna grunntekjumyndun samstæðunnar. Þannig hafi þessir liðir aukist um 16,1 millj- arð króna eða 68% milli ára og námu þeir 39,7 milljörðum króna. Til samanburðar námu hreinar vaxtatekjur og þjón- ustutekjur 15,4 milljörðum króna fyrir allt árið 2003. „Afkoma bankans á árinu 2005 er sú besta í sögu hans,“ segir Sigurjón Árnason, banka- stjóri Landsbankans. „Efnahagsreikningur bank- ans hefur stækkað um tæpa 670 milljarða króna eða 91% á árinu og hefur Landsbankinn þá sérstöðu að vöxturinn bygg- ist nánast alfarið á innri vexti,“ segir Sigurjón. | 18 Landsbanki tvöfaldar hagnaðinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.