Morgunblaðið - 03.02.2006, Síða 2

Morgunblaðið - 03.02.2006, Síða 2
Morgunblaðið/RAX FRAMKVÆMDIR standa nú yfir við nýtt knatt- spyrnuhús á Jaðarsbökkum á Akranesi. Ganga fram- kvæmdir vel. Þegar Morgunblaðið bar að garði var stóreflis krani að hífa upp einn bogann í burðarvirki hússins, en eins og sjá má mátti maðurinn á myndinni Nýtt knattspyrnuhús rís á Akranesi hafa sig allan við að rétta bogann af enda 7 tonn á þyngd. Búist er við að burðarvirkið verði komið upp næsta fimmtudag og klæðning hefjist þá. Stefnt er að því að opna húsið í sumarbyrjun. UMFERÐARÓHÖPPUM með slysum á fólki hefur fækkað að meðaltali um 27% í þeim hverfum Reykjavíkurborgar þar sem 30 km hámarkshraða hefur verið komið á, og alvarlegum slysum fækkað um 62%. Þetta kemur fram í greiningu Stefáns Agnars Finnssonar verk- fræðings á umferðaróhöppum í 30 km hverfum. Óhöppum almennt hefur fjölgað í takt við fjölgun bíla í hverfunum, og er mikil fylgni milli aukinnar fólksbílaeignar og aukningar á ákveðnum flokkum umferðar- óhappa. Fram kemur í skýrslu Stefáns um málið að í 30 km hverf- um fjölgi umferðaróhöppum um 82%, og aftanákeyrslur, óhöpp þeg- ar ekið er framan á bíl, óhöpp þeg- ar ekið er á kyrrstæða bíla og þeg- ar ekið er á hlut eða dýr séu þar algeng. Aukin bílaeign Þessa aukningu eignartjóns- óhappa má greinilega eingöngu rekja til aukinnar bílaeignar, bæði í 30 km hverfum og á samanburð- argötum, að mati skýrsluhöfundar. Unnið hefur verið að gerð 30 km hverfa í Reykjavík árlega frá árinu 1995, og hefur 50–60 milljónum króna verið varið til verkefnisins á ári hverju, og ráðgert að verja 70 milljónum króna í verkefnið í ár. Slysum á fólki fækkar um 27% í 30 km hverfum 2 FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR VIÐRÆÐUR Í GANG Geir H. Haarde utanríkisráðherra fundaði í gær með Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, um framtíð varnarsamstarfs- ins. Efnislegar viðræður eru nú hafnar að nýju af fullum þunga. Óttast átök Óttast er að í dag færist enn harka í deiluna um skopteikningarnar af Múhameð spámanni. Gæti soðið upp úr eftir föstudagsbænir ef öfgamenn nota tækifærið til að æsa eldana en sumir þeirra hóta Dönum og fleiri Evrópuþjóðum sjálfsmorðsárásum. Skiptar skoðanir eru í Evrópu, sum- ir leggja áherslu á að blaðið Jyl- lands-Posten hafi storkað múslímum með myndbirtingunni en aðrir segja brýnt að verja tjáningarfrelsið. Mokfiskirí við Grímsey Vel veiðist nú við Grímsey, og segja sjómenn að hægt hafi verið að róa hvern einasta dag frá því um miðjan janúar, og sumir bátar hafi náð að tvífylla sig yfir daginn. SA hafnar breytingum Samtök atvinnulífsins höfnuðu í gær alfarið að ræða breytingar á kjarasamningum SA og lands- sambanda ASÍ, í kjölfar ákvörðunar launanefndar sveitarfélaganna um að hækka laun láglaunahópa. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Forystugrein 28 Fréttaskýring 8 Viðhorf 30 Úr verinu 13 Minningar 32/41 Viðskipti 13 Myndasögur 44 Erlent 16/17 Dagbók 44/47 Minn staður 18 Víkverji 44 Akureyri 20 Staður og stund 46 Suðurnes 21 Leikhús 48 Austurland 21 Bíó 50/53 Daglegt líf 22/23 Ljósvakamiðlar 54 Menning 24, 48/53 Veður 55 Umræðan 26/31 Staksteinar 55 * * * Kynningar – Morgunblaðinu fylgir bæklingurin Sumarsól 2006 frá Úrvali-Útsýn. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók | Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " # $ %         &         '() * +,,,               Kynning um helgina áður: 1.670 helgartilboð: 1.190 Daimterta M IX A • fí t • 6 0 0 5 0 HÆSTIRÉTTUR sýknaði í gær ís- lenska ríkið af 57 milljóna króna kröfu drengs sem fæddist með heilalömun árið 1992 og töldu tals- menn hans að læknamistök hefðu valdið fötlun hans. Með dóminum var niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur staðfest. Móðir drengsins hafði skömmu fyrir fæðinguna þrívegis leitað til spítalans vegna blæðinga og blóð- leitrar útferðar auk þess sem hún óttaðist að hún væri að missa leg- vatn. Eftir fæðinguna kom í ljós að barnið hafði orðið fyrir súrefnis- skorti eða blóðflæðitruflunum sem leiddu til heilalömunar. Í dómi Hæstaréttar segir að fyrir héraðsdómi hafi staðhæfingar um mistök starfsmanna spítalans ekki verið reistar á sérfræðilegum gögn- um. Með ítarlegri umfjöllun í hér- aðsdómi, sem skipaður var sérfróð- um meðdómsmönnum, hafi verið komist að þeirri niðurstöðu að vinnubrögð starfsmanna spítalans við þær skoðanir, sem fram fóru dagana fyrir fæðinguna, hefðu verið eðlileg og þær rannsóknir, sem þá voru gerðar, hefðu ekki gefið til kynna að legvatn hefði þá verið far- ið. Þá var í héraðsdómi talið að ekki hefðu verið gerð mistök við fæð- inguna og að barnið hefði fengið alla þá umönnun og læknishjálp sem unnt var að veita eftir hana. Hæstiréttur vísaði til þess að nið- urstöðu héraðsdóms hefði ekki hefði verið hnekkt með matsgerð dóm- kvaddra manna eða á annan hátt og að stefnendur þyrftu að bera sönn- unarbyrðina fyrir því að starfs- mönnum spítalans hefðu orðið á mistök. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Guðrún Erlendsdóttir, Árni Kolbeinsson, Garðar Gíslason, Markús Sigurbjörnsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Guðmundur Kristjánsson hrl. og Ólafur Eiríksson hdl. fluttu málið fyrir hönd drengsins og Einar Karl Hallvarðsson hrl. fyrir íslenska rík- ið. Læknamistök við fæð- ingu talin ósönnuð Hæstiréttur sýknar ríkið af 57 milljóna króna kröfu hinn 1. október verða svo samn- ingar leikskólakennara lausir, segir Steinunn Valdís. Hún segist hafa trú á því, eftir samtöl við leikskóla- stjóra og formann Félags leikskóla- kennara að þessar aðgerðir dugi til að slá á þá óánægju sem verið hef- ur á leikskólum borgarinnar. Skapi ró og frið „Ég hef trú á því að bæði þetta og svo þær breytingar sem við gerðum gagnvart ófaglærða fólkinu á leikskólunum geri það að verkum að fólk segi ekki upp og einnig að fólk komi frekar inn í þessi störf. Síðast en ekki síst vonast ég til þess að þetta skapi ró og frið inni á þessum vinnustöðum,“ segir Stein- unn Valdís. REYKJAVÍKURBORG mun nýta að fullu heimild Launanefndar sveitarfélaganna til þess að bæta kjör leikskólakennara í borginni, en tillaga Steinunnar Valdísar Ósk- arsdóttur borgarstjóra þar að lút- andi var samþykkt í borgarráði í gær. Leikskólakennarar munu hækka um fjóra launaflokka, auk þess sem þeir fá mánaðarlega viðbótar- greiðslu að upphæð 12.600 kr. Deildarstjórar og aðstoðarleik- skólastjórar hækka um fimm flokka, auk þess sem þeir fá 14.700 kr. mánaðarlega. Ákvörðunin nær ekki til leikskólastjóra og annarra sem eru á fastlaunasamningum. Breytingarnar gilda frá 1. janúar sl. til og með 30. september nk., en Laun leikskóla- kennara í borginni verða hækkuð DORRIT Moussaieff forsetafrú fékk aðsvif í upphafi afhendingar Íslensku bókmenntaverðlaunanna á Bessastöðum síðdegis í gær. Dorrit og Ólafur Ragnar Grímsson tóku á móti gestum þegar Íslensku bókmenntaverð- launin voru af- hent við hátíð- lega athöfn. Samkvæmt upplýsingum frá Örn- ólfi Thorssyni forsetaritara fékk forsetafrúin læknisaðstoð í gær og hvíldist á Bessastöðum. Hún mun gangast undir læknisrannsókn í dag. Forsetafrúin fékk aðsvif ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.