Morgunblaðið - 03.02.2006, Síða 13

Morgunblaðið - 03.02.2006, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2006 13 ÚR VERINU Neskaupstaður | „Þetta er stór og falleg loðna“ segir Þorsteinn Ingv- arsson útibússtjóri hjá Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins í Nes- kaupstað þar sem hann skoðaði loðnuna sem Beitir NK kom með til frystingar hjá SVN í gærmorg- un. Um áratugaskeið hefur starfs- fólk Rf í Neskaupstað þjónustað framleiðendur og söluaðila og tek- ið út loðnuna sem berst að landi. M.a. er kynjahlutfall, hrognafyll- ing, áta, stærð, fitu- og þurrefn- isinnihald loðnunnar skoðað. Þor- steinn var fljótur að kynflokka loðnuna og segir það nokkuð auð- velt. „Það er hægt að flokka loðnuna næstum blindandi enda eru hængarnir oftast miklu stinnari viðkomu“. Í þetta sinni reyndist loðnan að mestu hængar, þá er dálítil áta í loðnunni og hrognafyllingin er um 9,5% „sem er mjög eðlilegt miðað við árs- tíma,“ sagði Þorsteinn. Beitir NK-123 kom í gærmorgun með um 600 tonnum af fallegri loðnu til frystingar í fiskiðjuveri Síldar- vinnslunnar hf. Börkur NK-122 kom svo rétt á eftir með með rúm- lega 850 tonn og beið eftir löndun. Reiknað var með að stærsti hluti loðnunnar færi til frystingar og verður unnið á vöktum við frystinguna. Þokkaleg veiði var í fyrrakvöld og fram á nóttina. Skipin voru þá að veiðum rétt norðan við litla dýpið í Reyðar- fjarðardýpinu í kantinum þar. Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Hrognin Lilja Hulda Auðunsdóttir, starfsmaður hjá Rf., skoðar hrognafyllinguna, en hún er nú nálægt 9%. Rannsóknir Hængurinn er stinnari: Þorsteinn Ingv- arsson kynflokkar loðnuna og segir það einfalt verk. Stór og falleg loðna SAMEINING þriggja stórra lax- eldisfyrirtækja, Pan Fish, Fjord Seafood og Marine Harvest er hugsanlega á döfinni. Frá þessu skýrðu erlendir fjölmiðlar í gær. Stór hluthafi í Pan Fish (markaðs- virði 3,4 ma.NOK) og Fjord Sea- food (markaðsvirði 3,2 ma.NOK) er norski athafnamaðurinn John Fre- driksen og talið er að hann hafi áhuga á að sameina félögin tvö og hollenska félagið Marine Harvest. Pan Fish og Fjord eru bæði skráð í Kauphöllinni í Osló en Mar- ine Harvest, sem er stærsti laxeld- isframleiðandi í heims, hefur óskað eftir skráningu í Osló síðar á árinu. Ef af sameiningu verður mun árleg framleiðsla á laxi verða nálægt 275 þús. tonnum, það jafngildir ríflega 20% af áætlaðri heimsframleiðslu á þessu ári. Rétt er þó að geta þess að óljóst er hvort samkeppnisyfirvöld myndu samþykkja samrunann í ljósi þess hve stórt sameinað félag yrði. Fjallað var um þetta í Morg- unkorni Íslandsbanka í gær og sagði þar svo: „Heimsmarkaðsverð á eldislaxi hækkaði mjög á síðasta ári (20%) og jókst áhugi fjárfesta á hlutabréfum í eldisfélögum í kjöl- farið. Hlutabréf eldisfyrirtækjanna hafa hækkað umtalsvert frá því laxaverðið fór að hækka á fyrrihluta nýliðins árs. Afkoma eldisfyrirtækj- anna í fyrra var mjög góð og gera spár ráð fyrir því að laxaverð muni haldast hátt fram eftir þessu ári. Verðsveiflur á laxaafurðum hafa þó verið mjög miklar undanfarin miss- eri.“ Nýr laxeldisrisi í fæðingu? Scanpix Laxeldi Hugsanleg framleiðsla fyrirtækjanna þriggja gæti numið 275.000 tonnum á ári. Það er um 20% af áætlaðri framleiðslu í öllum heiminum. SÆBLÓM ehf. útgerðarfyrirtæki í Hafnarfirði keypti nýlega norska togarann Havbryn frá Ála- sundi og kom hann til Hafnarfjarðar fyrir jól til breytinga, einkum á vinnslulínu skipsins. Togarinn er systurskip Þerneyjar RE sem HB Grandi gerir út en alls munu hafa verið smíðaðir 22 tveir togarar í raðsmíðaverkefni sem kallaðist Sterkoder fyrir rússneska útgerðaraðila sem var fjármagnað í Bandaríkjunum. Erfiðleikar urðu með útgerð skipanna í Rússlandi og hafa þau verið seld annað á undanförnum árum. Eigendur Sæblóms ehf. áttu áður hlut í nami- bíska sjávarútvegsfyrirtækinu Seaflower sem gerði út nokkra togara en fyrsti togarinn sem fór til Namibíu var einmitt með REX nafninu, einn af fyrrum Rán HF togurunum. Íslensku eigendurnir seldu sinn hlut í Seaflower fyrir nokkru síðan en eru nú komnir með nýtt skip sem heldur suður eftir innan skamms eftir breytingar. Nýr Rex HF 24 til Namibíu Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson www.toyota.is Sedan Verð frá 1.725.000 kr. Wagon Verð frá 1.775.000 kr. Hatchback Verð frá 1.685.000 kr. Þú getur einnig fengið Corolla Verso 7 manna Verð frá 2.240.000 kr.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.