Morgunblaðið - 03.02.2006, Qupperneq 14
14 FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
!"#
$%%&$
' () *(#&
ACTAVIS Group hlaut Þekkingarverðlaun Félags við-
skiptafræðinga og hagfræðinga sem afhent voru í gær
og er það í annað skipti sem félagið hlýtur verðlaunin
en það gerðist einnig fyrir tveimur árum.
Actavis var eitt þriggja fyrirtækja sem tilnefnd voru
til verðlaunanna, hin voru Avion Group og Bakkavör
Group en félögin eiga það öll sameiginlegt að hafa vax-
ið verulega á síðustu misserum. Verðlaunin voru veitt
samhliða þekkingardeginum sem FVH stendur fyrir en
þema þekkingardagsins í ár var stefnumótun og því
voru verðlaunin veitt fyrirtæki sem þykir hafa skarað
fram úr á sviði stefnumótunar.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti Ró-
berti Wessman, forstjóra Actavis, verðlaunin og sagði
við það tækifæri meðal annars að stórkostlegt hefði
verið að fylgjast með fyrirtækjunum þremur. Þau
hefðu öll vaxið gríðarlega á undanförnum árum.
Þetta er í sjötta sinn sem verðlaunin eru veitt. Fyr-
irtækin sem hafa hlotið þau eru: Íslensk erfðagreining
(2000), Marel (2002), Íslandsbanki (2003), Actavis
(2004) og KB banki (2005).
Hreiðar Már Sigurðarson, forstjóri KB banka, var
við sama tækifæri útnefndur viðskiptafræðingur/
hagfræðingur ársins.
Morgunblaðið/Kristinn
Actavis hlaut Þekkingarverðlaunin
ÞETTA HELST ...
VIÐSKIPTI
● HEILDARVIÐSKIPTI í Kauphöll Ís-
lands í gær námu um 19,7 millj-
örðum króna, þar af voru viðskipti
með hlutabréf fyrir um 10,4 millj-
arða. Mest viðskipti voru með bréf
Landsbankans.
Mest hækkun varð á bréfum FL
Group, 1,8%, en mest lækkun varð á
bréfum Avion Group, 2,9%. Úrvals-
vísitala aðallista hækkaði um 0,96%
og er hún nú 6.377,76 stig.
FL Group
hækkaði mest
● HAGNAÐUR eftir skatta hjá Spari-
sjóði Mýrasýslu var 615,6 milljónir
króna á síðasta ári, samkvæmt til-
kynningu til Kauphallar, og er það
þrefalt betri afkoma en árið 2004.
Vaxtatekjur námu 1,8 milljörðum
króna, sem er 51% hækkun milli ára,
og vaxtagjöld námu 1,2 milljörðum
króna. Eiginfjárhlutfall samstæð-
unnar samkvæmt CAD-reglum var
11,0% um áramótin, sem er sama
hlutfall og það var 31. desember árið
2004. Þess ber að geta að sjóðurinn
eignaðist allt stofnfé í Sparisjóði
Ólafsfjarðar í apríl 2005 og í sam-
anburðartölum samstæðunnar kem-
ur efnahagur þess sparisjóðs að
fullu inn.
Þreföldun á hagnaði
Sparisjóðs Mýrasýslu
● HAGNAÐUR eftir skatta hjá Ís-
lenskum verðbréfum hf. (ÍV) var
323,8 milljónir króna á síðasta ári,
samanborið við 233,6 milljónir árið
áður. Hagnaður fyrir skatta nam 394
milljónum króna. Í tilkynningu frá ÍV
segir að arðsemi eigin fjár á árinu
2005 hafi verið 53,8%.
Félagið sérhæfir sig á sviði eign-
astýringar og stýrir um 75 milljörðum
króna fyrir viðskiptamenn sína, sem
eru lífeyrissjóðir, tryggingafélög, fyr-
irtæki og einstaklingar.
Arðsemi eigin
fjár 54% hjá ÍV
● ÞÓR Kristjánsson hefur sagt sig úr
stjórn Straums-Burðaráss Fjárfest-
ingabanka þar
sem hann hefur
boðið sig fram til
setu í bankaráð
Landsbankans á
aðalfundi bank-
ans á morgun,
laugardag. Þetta
var tilkynnt til
Kauphallarinnar í
gær. Úrsögn úr
stjórn Straums er
háð því að Þór nái kjöri til bankaráðs
Landsbankans.
Segir sig úr
stjórn Straums
Þór Kristjánsson
● BRÁÐABIRGÐATÖLUR um verð-
mæti útflutnings fyrir janúarmánuð
2006 benda til þess að hann hafi orð-
ið 15,4 milljarðar króna og að verð-
mæti innflutnings sé 25,5 milljarðar
króna. Bráðabirgðatölur fyrir vöru-
skiptajöfnuð janúarmánaðar 2006
sýna því 10,1 milljarða króna halla,
að því er kemur fram í Hagvísum Hag-
stofunnar, sem birtir voru í gær.
Tíu milljarða
vöruskiptahalli
GREININGARFYRIRTÆKIÐ
Credit Sights heldur áfram að
fjalla um íslensku bankana og á
þriðjudaginn sl. var uppgjör
Landsbankans tekið til skoðunar.
Credit Sights segir uppgjörið
áþekkt því sem hinir viðskipta-
bankarnir sendu frá sér að því
leyti að arðsemi eiginfjár hafi ver-
ið mjög há, eða 42%.
„Þó svo að kaupin á Teather &
Greenwood, Kepler Equities og
Marrion Capital hafi haft þar áhrif
hefur vöxtur efnahagsreiknings
félagsins aðallega stafað af innri
vexti, hagnaðaraukning á milli ára
skýrist enn sem fyrr af miklum
gengishagnaði, sem er nokkuð
sem á við um alla íslensku við-
skiptabankana,“ segir Credit
Sights, sem tengir gengishagnað-
inn m.a. við mikla hækkun hluta-
bréfa í Kauphöll Íslands.
„Við höfum enn áhyggjur af
hröðum eignavexti bankans og að
hann reiðir sig á gengishagnað og
útlán,“ segir Credit Sights enn-
fremur, og bætir við að þeir hygg-
ist fjalla nánar um Landsbankann
eftir að bankinn hefur gert grein
fyrir uppgjörinu.
Áhyggjur vegna Máttar
Jafnframt bætti Credit Sights
við umfjöllun sína um Íslands-
banka í ljósi stofnunar Máttar,
nýs eignarhaldsfélags í eigu bank-
ans, Milestone og Sjóvár.
Þar ítrekar fyrirtækið áhyggjur
þær sem komu fram í fyrri
skýrslu þess um íslensku bankana.
„Við höfum þegar látið í ljós
áhyggjur okkar af skjólleysi ís-
lensku bankanna gagnvart hluta-
bréfamarkaði og mikilvægi geng-
ishagnaðar í afkomu þeirra,“ segir
í skýrslunni.
Áhyggjur ítrekaðar af
íslensku bönkunum
+,
-$ ./(01 "2
,(/%
./(01 "2
3
%%
-!/ ./(01 "2
45/6# "2
7
4
./(01 "2
8 ./(01 "2
97
#5
#%$ "2
01:$#4 3
#% "2
!40# "2
8
#5
#%$ 97
# "2
/&7 "2
(
$+
$(# "2
9 "2
,/
0;0/<30/=
/> ?>/"25
#%$ "2
@0/ "2
-$(# ./(01 "2
$%;
/%
=0/ 97
# "2
./
#$ "2
A
;1$=?
# "2 '+&7
#$+ ./(01 "2
B &/?$ "2
C ,7
#,$+ &,/(7&0;
/D44$#4
;$=,!=$# "2
E$##70,!=$# "2
!
$%&7$ D?
"?
/=
/ "2 7>,0/"F7
4 0=0/7
# -"2
"# $%
'G
H=
,
-$=%2-&/=
<
<
<
<
<
<
<
3/&D,$#4 "/>
"D//
-$=%2-&/=
<
< <
<
<
<
<
< < <
<
<
<
<
<
<
<
<
I J
<
I <J
<
I <J
I J
I J
I
J
<
I
J
I <J
<
I J
I J
I <
J
I <J
<
<
<
<
<
I
J
<
<
<
<
I J
A&$7
/-$=%$1,$
4$#
$75(= H 7(%
4K
01
7
2 2 2 2
22 22
22
2 2 2 2 2
2 <
2
<
<
2 <
<
<
<
2
E$=%$1,$ H :62 %/2
A2 L , 040#
/7$,$ ?!7$
-$=%$1,
<
<
<
<
<
<
<
TÖLUVERÐUR
áhugi virðist vera fyrir
Iceland Express, sem
Kaupþing banki er
með í sölumeðferð, og
sendu allnokkrir aðil-
ar inn óbundin tilboð í
félagið en frestur til
þess rann út fyrr í vik-
unni. Ekki fæst hins
vegar uppgefið ná-
kvæmlega hversu mörg tilboð bárust.
Kaupþing mun nú nota tímann
fram yfir næstu helgi til þess að fara
yfir þau og meta. Bankinn mun síðan í
næstu viku hafa samband við þá
kaupendur sem hann velur til frekari
viðræðna enda voru óbundnu tilboðin
byggð á takmörkuðum upplýsingum.
Kaupþing mun taka mið af bæði því
verði sem boðið er fyrir Iceland Ex-
press og eins af fjárhagslegri getu til-
boðsgjafa þegar hann tekur endan-
lega afstöðu til þess við hverja verður
rætt frekar.
Nokkur óbundin til-
boð í Iceland Express
Í GÆRMORGUN var fyrstu opin-
beru skuldabréfaútgáfu Íslands-
banka á árinu lokað, en gefin voru út
skuldabréf að
nafnvirði 250
milljóna sviss-
neskra franka
(um 12,7 milljarða
íslenskra króna)
og þau boðin
svissneskum fjár-
festum til kaups.
Ingvar H. Ragn-
arsson, forstöðu-
maður alþjóðlegr-
ar fjármögnunar
hjá Íslandsbanka, segir að það sem
af er árinu hafi bankinn gefið út
skuldabréf fyrir um 30 milljarða
króna og að viðtökurnar hafi verið
með besta móti.
Í Viðskiptablaði Morgunblaðsins í
gær sagði Ingvar að umræða um
stöðu íslensku viðskiptabankanna
hefði haft einhver áhrif á gengi
skuldabréfa þeirra á eftirmarkaði,
en ekki hefði reynt á hver áhrifin
yrðu á frummarkaði.
„Það er ekki hægt að draga álykt-
anir um stöðu evrópska markaðarins
af útboðinu sem lauk í gær, en að
minnsta kosti hefur umræðan ekki
haft teljandi áhrif á svissneskum
frummarkaði og það er mjög já-
kvætt,“ segir Ingvar.
Skuldabréfa-
útgáfa fyrir
30 milljarða
á árinu
Ingvar H.
Ragnarsson
TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN hefur á
síðustu tveimur dögum selt saman-
lagt 36 milljónir hluta í Landsbank-
anum á genginu
27,3 annars vegar
og 27,5 hins veg-
ar. Heildarand-
virði viðskiptanna
er því 986 milljón-
ir króna.
TM er fjórði
stærsti hluthafi í
Landsbankanum
á eftir Samson
eignarhaldsfélagi, Landsbankanum
og Landsbankanum í Lúxemborg
samkvæmt nýlegum hluthafalista.
Alls á félagið nú um 221 milljón
hluta. Guðbjörg M. Matthíasdóttir á
sæti í stjórn beggja fyrirtækja.
Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson,
stjórnarformaður TM, sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að
einfaldlega væri verið að dreifa
eignasafni félagsins. Staða okkar í
Landsbankanum var orðin það stór
að við töldum rétt að grynnka á
henni.“
TM losar um
milljarð í LÍ
♦♦♦