Morgunblaðið - 03.02.2006, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2006 17
ERLENT
Þ
egar Atlantshafsbanda-
lagið (NATO) sam-
þykkti á fundi utanríkis-
ráðherra aðildarríkj-
anna í desember að
útvíkka starfsemi friðargæslunnar í
Afganistan – létta byrði Bandaríkja-
hers og taka að sér hættulegri verk-
efni – virtist starfsemi bandalagsins
vera komin á nýtt og metnaðarfullt
stig. Embættismenn í Washington
sjá nú aftur á móti blikur á lofti og
hafa áhyggjur af því að Bandaríkja-
stjórn geti ekki reitt sig á þátttöku
evrópskra aðildarríkja NATO í
„stríðinu gegn hryðjuverkastarf-
semi“. Þeir óttast einnig að Banda-
ríkjamenn geti ekki treyst á stuðn-
ing gamalla bandamanna í Evrópu
við hugsanlegan hernað á öðrum
stöðum í heiminum þegar fram líða
stundir.
Deilur í Hollandi um þátttöku
landsins í friðargæslunni í Afganist-
an hafa kynt undir þessum áhyggj-
um Bandaríkjastjórnar, að sögn Los
Angeles Times.
Hótaði að fella stjórnina
Stjórn hægri- og miðflokkanna í
Hollandi hefur verið á meðal „stað-
fastra“ bandamanna Bush-stjórnar-
innar og Jan Peter Balkenende for-
sætisráðherra sagði í desember að
hann styddi tillögu um að allt að
1.400 hollenskir hermenn yrðu send-
ir til Uruzgan-héraðs í suðurhluta
Afganistans þar sem uppreisnar-
menn hafa hert árásir sínar á friðar-
gæsluliða síðustu mánuði. And-
staðan við tillöguna fór hins vegar
vaxandi meðal almennings og einn
stjórnarflokkanna, miðflokkurinn
D66, hótaði að fella stjórnina sam-
þykkti hún að senda fleiri hermenn
til Afganistans. Stjórnin ákvað að
bera málið undir þingið til að af-
stýra stjórnarkreppu.
Búist er við að þingið samþykki
tillöguna þar sem forystumenn
stærsta stjórnarandstöðuflokksins,
verkamannaflokksins PVDA, féllust
á að styðja hana. Ný skoðanakönn-
un bendir til þess að 47% Hollend-
inga séu andvíg tillögunni en 45%
hlynnt.
Margir Hollendingar tóku að
efast um tillöguna þegar Hamid
Karzai, forseti Afganistans, sagði á
fundi með hollenskum embættis-
mönnum að þeir mættu búast við
því að miklu fleiri hermenn féllu í
Uruzgan-héraði.
Andstæðingar tillögunnar segja
að verkefnið í Uruzgan sé of hættu-
legt. „Við teljum að það væri mjög
óskynsamlegt að fara úr verkefni,
sem snýst einkum um friðargæslu,
og hefja í reynd þátttöku í stríði,“
sagði Bert Bakker, talsmaður D66.
The Christian Science Monitor
hafði eftir Lousewies van der Laan,
varaformanni D66, að Hollendingar
hefðu verið beðnir um að mynda
„svæðisbundnar endurreisnarsveit-
ir“ (e. Provincial Reconstruction
Teams) í Uruzgan. Hún bætti við að
hollensku friðargæsluliðarnir gætu
ekki leyst verkefni slíkra sveita af
hendi á átakasvæði.
Hollendingar hafa áður farið illa
út úr vanhugsaðri friðargæslu og
vilja ekki brenna sig á sama soðinu.
Serbneskir hermenn umkringdu
Srebrenica í Bosníu árið 1995, þegar
bærinn var „griðasvæði“ undir
vernd Sameinuðu þjóðanna, og hót-
uðu að ráðast á léttvopnaða hol-
lenska friðargæsluliða. Þegar her-
liðinu var leyft að fara frá
Srebrenica myrtu serbnesku her-
sveitirnar um 8.000 bosníska músl-
íma.
Óttast meira mannfall
Uppreisnin í Afganistan hefur
kostað um 1.600 óbreytta borgara
lífið, að því er fram kemur í nýlegri
skýrslu Human Rights Watch um
ástandið í landinu. Mannréttinda-
samtökin segja að liðið ár hafi verið
það mannskæðasta í Afganistan frá
því að stjórn talibana var felld árið
2001.
Blikur eru á lofti um að blóðsút-
hellingarnar aukist. Fréttastofan
AP hafði í gær eftir afgönskum hér-
aðsstjóra að fjölmennur hópur upp-
reisnarmanna sé á leiðinni til lands-
ins frá Írak. „Þeir tengjast al-Qaeda
og börðust við bandaríska hermenn
í Írak. Þeim hefur verið skipað að
koma hingað og margir þeirra hafa
búið sig undir sjálfsvígsárás.“
Um sjö manna hópur íslenskra
friðargæsluliða er í vesturhluta
Afganistans en ákveðið var í nóvem-
ber að kalla íslenska friðargæsluliða
frá norðurhlutanum vegna aukinnar
spennu á svæðinu.
Samstaða NATO rofin?
Þótt flest benti til þess í gær að
hollenska þingið samþykkti að
senda 1.400 hermenn til Uruzgan-
héraðs stóð bandarískum embættis-
mönnum uggur af deilunni, að sögn
Los Angeles Times. Blaðið segir að
Bandaríkjastjórn hafi mestar
áhyggjur af því að einstök NATO-
ríki geti hafnað þátttöku í verk-
efnum sem bandalagið hefur sam-
þykkt.
„Þeir hafa áhyggjur af útþynn-
ingu meginreglunnar um samstöðu
bandalagsins,“ hafði blaðið eftir
Charles A. Kupchan, bandarískum
sérfræðingi í málefnum Evrópu.
Að sögn Kupchans endurspegla
deilurnar í Hollandi miklu víðtækari
umræðu í aðildarlöndum NATO um
sameiginleg verkefni bandalagsins í
framtíðinni.
Komið hafa fram vísbendingar
um að nokkur NATO-ríkjanna séu
treg til að taka þátt í verkefnum
bandalagsins. Það samþykkti til að
mynda árið 2004 að senda hermenn
til Íraks í því skyni að þjálfa íraskar
öryggissveitir. Nokkur NATO-
ríkjanna lögðu til fáa hermenn í
þetta verkefni og Þjóðverjar þjálf-
uðu aðeins íraskar öryggissveitir
utan landamæra Íraks.
Þótt NATO hafi samþykkt friðar-
gæsluna í Afganistan hafa mörg að-
ildarlandanna verið treg til að leggja
meira fé af mörkum eða senda þang-
að fleiri hermenn og tæki. Í Afgan-
istan eru til að mynda aðeins tvær
flugvélar á vegum NATO.
Kupchan telur að tregða margra
NATO-ríkja til að taka þátt í að-
gerðum Bandaríkjahers í baráttunni
gegn hryðjuverkastarfsemi megi ef
til vill rekja til vaxandi mótspyrnu
gegn stefnu George W. Bush for-
seta. Þetta sé nokkurs konar hefnd
fyrir þá ákvörðun Bush-stjórnar-
innar að veðja á „bandalög hinna
viljugu“ í stað hefðbundinna banda-
laga fyrir innrásina í Írak.
NATO-ríki treg í taumi
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
Reuters
Afganskur piltur í byggingarvinnu í Kabúl, höfuðborg Afganistans. Þar eru flest hús hlaðin úr stórum múrsteini.
’Þótt NATO hafi sam-þykkt friðargæsluna í
Afganistan hafa mörg
aðildarlandanna verið
treg til að leggja meira
fé af mörkum eða senda
þangað fleiri hermenn
og tæki.‘
San Francisco. AP. | Maður í Louis-
iana hefur höfðað mál á hendur
Apple-fyrirtækinu sem framleiðir
iPod-spilarana á grundvelli þess að
varan geti valdið
því fólki
heyrnarskaða
sem noti hana.
iPod-spilar-
arnir hafa notið
gífurlegra vin-
sælda síðustu
misserin og hef-
ur Apple selt
meira en 42 millj-
ónir spilara frá því að þeir voru
settir á markað 2001. Raunar seld-
ust 14 milljónir spilara á síðasta
ársfjórðungi síðasta árs einum og
sér. Kemur fram í stefnu Johns Kiel
Pattersons, sem höfðað hefur málið
á hendur Apple í Kaliforníuríki, að
iPod-spilarar geri mönnum kleift
að hlýða á tónlist á allt að 115 desí-
belum, en það sé nægur hávaði til
að skaða heyrn manns hlusti hann
lengur en 28 sekúndur á dag.
Patterson hefur farið fram á að
málið verði tekið fyrir sem hóplög-
sókn (e. class-action), þ.e. verði rek-
ið fyrir hönd fjölda fólks sem kann
að eiga hagsmuna að gæta. Hann
krefst skaðabóta og þess að Apple
breyti iPod-spilurunum.
Ekkert bendir til að Patterson
hafi orðið fyrir heyrnarskaða en
lögmenn hans segja það aukaatriði.
„Hann keypti vöru sem ekki er
örugg eins og hún er nú seld á
markaði,“ sagði lögmaður hans.
Segir iPod geta
skaðað heyrnina