Morgunblaðið - 03.02.2006, Síða 26

Morgunblaðið - 03.02.2006, Síða 26
26 FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN LAUGARDAGINN 4. febrúar, fer fram prófkjör Samfylking- arinnar í Kópavogi vegna bæj- arstjórnarkosninganna í vor. Ég gef kost á mér í 1.–4. sæti listans. Ég hef setið sem vara- bæjarfulltrúi á yf- irstandandi kjör- tímabili og sem fulltrúi Samfylkingarinnar í Jafnréttisnefnd. Hvers vegna á að kjósa mig í hina nýju fram- varðasveit Samfylking- arinnar í Kópavogi fyrir næsta kjör- tímabil? Jú, ég hef öðl- ast ómetanlega reynslu í bæjarmálunum síðustu ár- in og svo hef ég einnig verið mjög virk í Samfylkingarfélaginu í Kópa- vogi og í Suðvesturkjördæmi frá upphafi. Áður tók ég virkan þátt í starfi Kópavogslistans og Kvenna- listans. Ég tel að reynsla mín sem kennari síðustu 5 árin hjá Kópa- vogsbæ nýtist mér mjög vel. Svo ekki sé minnst á að ég hef verið Kópavogsbúi frá fæðingu og hef fylgst með bænum breytast úr því að vera manneskjulegur félags- og fjölskyldubær í það að steinsteypa og malbik eru það sem skiptir mestu máli fyrir bæjaryfirvöld á kostnað þjónustunnar við fólkið. Því vil ég breyta. Mörg málefni eru mér hugleikin, en ofarlega í huga mér í dag eru menntamál í víðum skilningi. Leik- skólinn er fyrsta skólastigið og á líkt og önnur skólastig að vera gjaldfrjáls. Bæjaryfirvöld eiga sem atvinnurekandi að stuðla að því að við grunn- og leikskólana vilji starfa vel menntað og hæft starfsfólk og að ekki skapist neyðarástand eins og gerst hefur á undanförnum vik- um. En það hefur mjög skaðleg áhrif á börnin, foreldra þeirra og starfsfólk leikskólanna. Varðandi grunnskóla Kópavogs hefur aðalmarkmið stjórnvalda und- anfarin ár verið að byggja við gömlu skólana þannig að þeir gætu orðið einsetnir. Hefur það verið gert með alls konar aðferð- um og plástrum með mjög misjöfnum ár- angri. Nýjar skóla- byggingar hafa ekki verið reistar í takt við hraða uppbyggingu nýju hverfanna. Meirihlutinn í stjórn Kópavogsbæjar virðist enga sýn hafa á það hvert skólarnir í Kópa- vogi eigi að stefna. Fyrir stuttu var bæklingi með skólastefnu Kópavogs dreift til Kópavogsbúa. Sú skólastefna er mjög loðin og metnaðarlaus og unn- in án nokkurrar umræðu eða skoð- anaskipta. Ekkert samráð né sam- vinna var haft við þá sem vinna í skólunum eða foreldra. Kennarar í Kópavogi fengu nokkurn veginn tilbúið plagg í hendur sem þeir máttu gera athugasemdir við. Svo var plaggið samþykkt og síðan ekki söguna meir. Ekkert rætt um það til hvers er ætlast af skólunum til að ná settum markmiðum eða umræð- ur við skólafólk hvernig það sér fyr- ir sér að ná markmiðum og ekkert um hlutverk bæjaryfirvalda hvað það varðar. Samfélag í stöðugri þróun kallar á það að skólar breytist og þróist í samræmi við samfélagið. Ein- staklingsmiðað nám, fjölbreyttir kennsluhættir og samvinna eru þau hugtök sem notuð eru víða um heim um þá kennsluhætti og skóla- samfélag sem nú er talið nemendum heillavænlegast. Þetta vitum við sem fylgjumst með skólaþróun mæta vel. Þetta vita bæjaryfirvöld í Kópavogi ekki. Í grunnskólum Reykjavíkur er unnið að skólastefnu í takt við þær þjóðfélagsbreytingar sem átt hafa sér stað síðustu ár. Sú skólastefna er lifandi þannig að margir aðilar koma að gerð hennar, bæði starfs- fólk og foreldrar, ásamt yfirvöldum. Yfirvöld í Reykjavík sjá fyrir sér að skólarnir stefni að ákveðinni sýn, en svo stýra skólarnir sjálfir hvaða skref eru tekin til að nálgast þessa sýn og hve hratt er unnið. Þar er skipulagt, framkvæmt og endur- skoðað árlega. Að mínu mati er hægt að bæta úr þessu í Kópavogi ef viljinn er fyrir hendi. Starfsfólk skólanna kallar eftir samvinnu við bæjaryfirvöld og er orðið langþreytt á áhugaleysi bæjaryfirvalda á mál- efnum grunnskólans. Ég vil búa í bæ þar sem virðing, jafnrétti og samvinna eru höfð í heiðri. Ég hvet Kópavogsbúa til að taka þátt í prófkjöri Samfylking- arinnar á laugardaginn og eiga þátt í að velja fólk á sterkan lista Sam- fylkingarinnar í Kópavogi fyrir komandi kosningar. Ég sækist eftir stuðningi í 1.–4. sæti listans og mig langar til þess að fá að taka þátt í því á komandi kjörtímabili að gera Kópavog aftur að manneskjulegri bæ. Stefnuleysi í skóla- málum Kópavogs Eftir Kristínu Pétursdóttur ’Meirihlutinn í stjórnKópavogsbæjar virðist enga sýn hafa á það hvert skólarnir í Kópavogi eigi að stefna.‘ Kristín Pétursdóttir Höfundur er kennari og varabæjar- fulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi og sækist eftir stuðningi í 1.–4. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Kópavogi. Prófkjör Kópavogur TILVIST Reykjavíkurflugvallar, sem er flugvöllur allra landsmanna, hefur allmikið verið til umræðu að undanförnu. Umræð- an hefur iðulega mót- ast af tilfinningum, þekkingarleysi og for- dómum sem ruglað hafa marga í ríminu. Það er sérstakt að í jafn stóru landi og okkar, þar sem ferða- lög og flutningar hafa verið flókin og erfið í framkvæmd gegnun aldirnar skuli komin upp umræða um það hvernig ráðstafa eigi landi þar sem nú stendur okkar lands- flugvöllur. Sjálfsagt vildum við flest vera laus við að þurfa að leggja dýr- mætt land undir vegi og flugvelli. Hugsið ykkur hve rómantískt það væri að í stað gatna og flugvalla væru bara engi og blóm í haga. En meðan við notum bíla og flug- vélar til að ferðast verðum við öll að sætta okkur við þann raunveruleika að hafa bæði vegi og flugvelli í okkar nágrenni. Flug- samgöngur eru flókn- ar en þægilegar samgöngur. Ávallt þarf að ferðast með bíl til og frá flug- velli. Þess vegna skiptir það höf- uðmáli að flugvellir séu í nálægð við fólkið. Þá verða flugvellir eðlilega að vera veðurfarslega og landfræðilega á hentugum stöðum. Oft vill mikilvægi varaflugvallar gleymast en slíkur völlur hefur miklu hlutverki að gegna í farþega- og þjónustuflugi jafnvel þó að hann sé sjaldan notaður sem slíkur. Hve margir sleppa því að hafa varadekk í bílnum sínum? Varaflugvöllur þarf að vera í nágrenni aðalflugvallar upp á öryggi, eldsneytisburð, þægindi og kostnað. Margir hafa komið með hug- myndir um að leggja niður Reykja- víkurflugvöll svo nýta megi landið til annarra verkefna. Jafnvel virtir ráðamenn hafa tekið afstöðu í þessu stóra máli án þess að skoða hversu miklu er til fórnað eða vita hvað kemur í staðinn. Að margra áliti eru aðeins þrír meginmöguleikar í stóra flugvall- armálinu okkar Íslendinga: A. Að byggja nýjan fullkominn flugvöll innan höfuðborg- arsvæðisins sem væri fyllilega sambærilegur Reykjavík- urflugvelli varðandi stærð, veð- urfar og landfræðilega legu. Enginn staður liggur fyrir þrátt fyrir að mörgum hug- myndum hafi skot- ið upp. Því er þessi kostur kannski ekki raunhæfur. B. Að flytja innan- landsflug- starfsemina til Keflavíkur. Sam- tímis þyrfti þá að byggja nýjan full- kominn flugvöll sem varaflugvöll, væntanlega við Selfoss og einnig annan lítinn flug- völl fyrir sjúkra- flug, leiguflug, kennsluflug og einkaflug sem yrði að vera á höf- uðborgarsvæðinu. C. Að halda Reykja- víkurflugvelli þannig að hann þjóni því sem hann gerir í dag en mögulega laga hann þannig til að hann taki minna pláss en nú er. Sem stendur eru nokkrir vinnuhópar að störfum við að safna upplýsingum, skoða og kostnaðarreikna þá möguleika sem rauhæf- ir eru. Þá fyrst er hægt að taka upp- lýsta og ábyrga afstöðu til þess hvort og þá með hvaða hætti á að breyta flugsamgöngum þjóðarinnar er niðurstöður þessara hópa liggja fyrir. Það er ekki tilviljun að helmingur höfuðborga Evrópu er með flugvelli í aðeins 10 km fjarlægð frá borg- armiðju. Hinar borgirnar hafa allar aðgang að flugvelli sem staðsettur er innan 20 km frá miðju. Það er mat margra að höfuðborgarsvæðið á Ís- landi geti ekki verið án mikillar nándar við flugvöll. Flugvöllur í höfuðborginni þjónar margvíslegum tilgangi. Farþega- flug, sjúkraflug, leiguflug, kennslu- flug, einkaflug ásamt allri atvinn- unni og ánægjunni sem flugstarfsemin skapar. Hvar værum við ef við hefðum ekki haft flugáhuga-uppsprettuna, Reykjavíkurflugvöll, til að hrífa í loftið unga frumkvöðla sem hafa svo byggt upp flugið fyrir okkur alla Ís- lendinga? Landsflugvöllur- inn í Reykjavík Kristján Sveinbjörnsson fjallar um staðsetningu flugvalla Kristján Sveinbjörnsson ’Oft vill mik-ilvægi vara- flugvallar gleym- ast en slíkur völlur hefur miklu hlutverki að gegna í far- þega- og þjón- ustuflugi jafnvel þó að hann sé sjaldan notaður sem slíkur.‘ Höfundur er varaforseti Flugmála- félags Íslands. NÆSTKOMANDI laugardag veljum við sjálfstæðismenn á Sel- tjarnarnesi okkur fulltrúa í próf- kjöri til starfa á vettvangi bæj- arstjórnar fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins fyrir næsta kjör- tímabil. Prófkjör er einungis fyrsti áfangi und- irbúnings okkar fyrir bæjarstjórnarkosning- arnar næsta vor. Í prófkjörinu er mik- ilvægt að sjálfstæð- ismenn og konur kjósi öflugan hóp ein- staklinga sem hafa bæði getu og vilja til að starfa saman af heilindum og festu. Að prófkjöri loknu verður þessi hópur að ýta aftur fyrir sig baráttumálum prófkjörs og vinna saman sem ein samhent heild með traust og heið- arleika að leiðarljósi. Það er gríðarlega mikilvægt að Seltirningar fjölmenni í prófkjörið á laugardaginn og taki þannig þátt í að mynda áræðið lið, sem hungrar í árangur með heill íbúa Seltjarn- arness að leiðarljósi. Seltjarnarnes er ekki einungis fjárhagslega vel stætt bæjarfélag, heldur er það ríkt af þeim mann- auði sem þar býr og starfar – að því ber að hlúa til framtíðar. Ég lít svo á að það séu mörg spennandi verkefni framundan á komandi kjörtímabili. Eitt af helstu lykilmálunum er skipulag byggðar á Hrólfsskálamel og Bygg- garðasvæðinu. Þar er mikilvægt að vandað verði til verka og tillögur kynntar bæjarbúum gaumgæfilega og af yfirvegun. Ég hef áður sagt að Seltirningar eigi að vera öðrum til eftirbreytni í umhverfismálum. Tel að vinna megi í ásýnd og útiliti bæjarins, að leiksvæði og önnur op- in svæði bæjarins verði til eft- irbreytni. Ný, metnaðarfull skólastefna er í smíð- um sem tekur tillit til alls skólasamfélagsins. Ég fagna þeirri vinnu sem er gangi, því mér hefur fundist töluvert vanta upp á samstarf á milli skólastiganna á Nesinu og samfellu í vinnudegi barnanna. Það er mikilvægt að innleiðing skólastefn- unnar takist vel og verði framkvæmd í sátt við alla hlutaðeigandi aðila skólasamfélagsins. Æskulýðs- og íþróttamál eru klárlega mál sem þarf að vaka sér- staklega vel yfir og þarf að tryggja hagsmuni iðkenda sem og fjöl- skyldunnar. Ég vil skoða nið- urgreiðslur vegna íþrótta og tóm- stunda líkt og gert hefur verið í sumum nágrannasveitarfélögum okkar en það er mikið hagsmuna- mál fyrir barnafjölskyldur. Málefni aldraðra eru að mínu mati viðkvæm mál. Ég tel að bæj- arfulltrúar eigi að vera í nánu sam- bandi við eldri borgaranna okkar. Það þarf að hlusta og taka tillit til þarfa þessa mæta fólks sem hefur skilað sínu til samfélagsins á liðn- um árum. Regnhlífin yfir öllum málaflokk- um bæjarfélagsins og forsenda fyr- ir framþróun er traust og ábyrg fjármálastjórn sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi eins og verið hefur um áratugaskeið, að því vil ég stuðla. Ég hef áhuga á að komast í framvarðarsveit sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi, því ég trúi að reynsla mín af sölu-, markaðs- og þjónustustörfum nýtist bæjarbúum vel auk þekkingar minnar á inn- viðum bæjarins, enda fæddur og uppalinn á Nesinu. Ég tel að ég geti komið inn með mikilvægan þátt sem ég held að hafi tilfinnanlega vantað á yf- irstandandi kjörtímabili, en það er léttleiki og hæfileikinn til að hafa gaman af viðfangsefnunum. Mik- ilvægast er þó að vera í góðu liði þar sem allir geta unnið saman því liðsheildin skapar árangur. Ég er svo sannarlega maður liðsins, á því leikur enginn vafi. Ég, Þór Sigurgeirsson, sækist eftir umboði sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi til að starfa í þágu okkar Seltirninga allra. Léttleiki og liðsheild Eftir Þór Sigurgeirsson ’Mikilvægast er þó aðvera í góðu liði þar sem allir geta unnið saman því liðsheildin skapar árang- ur.‘ Þór Sigurgeirsson Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi og sækist eftir 2. sæti listans. Prófkjör Seltjarnarnesi TENGLAR .............................................. www.thors.is Marteinn Karlsson: „Vegna óbil- gjarnrar gjaldtöku bæjarstjórnar Snæfellsbæjar af okkur smábáta- eigendum, þar sem ekkert tillit er tekið til þess hvort við megum veiða 10 eða 500 tonn, ákvað ég að selja bátinn og flytja í burtu.“ Sigríður Halldórsdóttir skrifar um bækur Lizu Marklund sem lýsa heimilisofbeldi. Hulda Guðmundsdóttir: „Ég tel að það liggi ekki nægilega ljóst fyr- ir hvernig eða hvort hinn evangel- ísk-lútherski vígsluskilningur fari í bága við það að gefa saman fólk af sama kyni …“ Birgir Ásgeirsson: Opið bréf til vígslubiskups Skálholtsstiftis, bisk- ups Íslands, kirkjuráðs og kirkju- þings. Prófkjörsgreinar á mbl.is www.mbl.is/profkjor Guðrún Edda Haraldsdóttir styð- ur Lárus B. Lárusson í prófkjör Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnar- nesi. Ingólfur Margeirsson styður Dag B. Eggertsson í prófkjöri Samfylk- ingarinnar í Reykjavík. Gísli Gunnarsson styður Sigrúnu Elsu Smáradóttur í prófkjöri Sam- fylkingarinnar í Reykjavík. Guðrún Ögmundsdóttir styður Sigrúnu Elsu Smáradóttur í próf- kjöri Samfylkingarinnar í Reykja- vík. Gunnar Gíslason styður Ásgerði Halldórsdóttur í 2. sætið í prófkjöri sjálfstæðismann í Seltjarnarnesi. Þór Whitehead styður Ólaf Egils- son, sem býður sig fram í prófkjöri sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi. Ólafur býður sig fram í 3. sæti listans. Birgir Dýrfjörð rafvirki styður Sig- rúnu Elsu Smáradóttur sem býður sig fram í 2. til 4. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík Magnús Helgi Björgvinsson mælir með Guðríði Arnardóttur í 1. sætið í prófkjöri Samfylkingarinn- ar í Kópavogi. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.