Morgunblaðið - 03.02.2006, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 03.02.2006, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2006 27 UMRÆÐAN MIKLIR umbrotatímar eru fram undan hér á Fljótsdalshéraði á kom- andi misserum. Þar við bætist að sveitarfélagið er ungt og enn að mót- ast eftir sameiningu öflugra sveitarfélaga. Sveitarfélögum lands- ins hefur verið að fækka mjög á und- anförnum árum og þau um leið orðið stærri og öflugri. Þetta hefur gert það að verkum að sveitarstjórnarstigið er að eflast, þróast og starfsumhverfið farið að lúta nýjum lög- málum. Þetta má glöggt sjá í mikilvægi þess að þau verða að vera samkeppnishæf varðandi lífs- gæði, búsetu, vaxtargetu og þróun atvinnulífs. Það er okkur íbúum Fljótsdalshér- aðs afar mikilvægt að Sjálfstæð- isflokkurinn haldi áfram styrkum höndum um stjórnartaumana í sveit- arfélaginu að loknum kosningum í vor. Fram undan eru tímar stórra og mikilvægra ákvarðana sem ráða miklu um hvernig tekst til með framtíðaruppbyggingu sveitarfé- lagsins. Brýnt er að við sjálfstæðismenn komum með sterkum hætti að þeirri þróun og sjáum til þess að sveitarfé- lagið nýti þann slagkraft sem nú er til staðar, ekki bara til þess að vera samkeppnishæf heldur til þess að vera í fararbroddi sveitarfélaga á landsvísu varðandi búsetu og at- vinnumál. Almenningssamgöngur Einn af megingrunnþáttum í sam- keppnishæfni samfélaga eru sam- göngumál og eru almennings- samgöngur eðlilega einn þáttur þeirra. Almenningssamgöngur eru mikilvægur þáttur í uppbyggingu sveitarfélaga og án vafa mikilvæg samfélagsþjónusta sem ástæða er að horfa til. Sem formaður at- vinnumálanefndar beitti ég mér fyrir gerð könn- unar í sveitarfélaginu um þörf og ekki síður möguleika á almenn- ingssamgöngum. Könn- unin var unnin af Þró- unarstofu Austurlands og liggur nú fyrir skýrsla þeirrar vinnu og er það óskandi að nið- urstöður hennar gagnist sveitarstjórn og öðrum er málið varð- ar við að vinna og móta framtíðarsýn fyrir þennan mikilvæga málaflokk. Atvinnumál Gríðarleg þensla er á vinnumark- aðnum hér í sveitarfélaginu og hafa meðallaun íbúa hækkað umtalsvert á síðustu misserum. Rétt er þó að gleyma sér ekki yfir fleytifullum trogum góðæris og gætum þess að sofna ekki ofan í herlegheitin. Vont er að vakna eftir slíkan svefn. Það tímabil sem við nú göngum í gegnum á fyrst og fremst að nota til þess að búa okkur undir komandi ár og koma þannig í veg fyrir að síðbúnir veislu- gestir, timburmenn, valdi teljandi tjóni. Sveitarfélagið á að búa sig und- ir að hlúa vel að atvinnulífinu á síð- ustu metrum þeirra miklu fram- kvæmda sem nú standa yfir. Mikilvægt er að sveitarfélagið komi ekki á nokkurn hátt að beinni íhlutun í atvinnulífið, slíkar aðgerðir eru fjarri því að vera farsælar. Brýnt er að gera atvinnuumhverfið aðlaðandi og ákjósanlegan valkost þeirra sem vilja hefja atvinnurekstur. Horfa verður til þess að sveitarfélagið getur orðið heppilegur vettvangur til upp- byggingar ýmissa atvinnutækifæra vegna þess mikla mannauðs sem hér mun vera til staðar í vertíðarlok. Dreifbýlið á að vera sjálfsagður þátt- ur að þessari uppbyggingu. Landbúnaður Afar mikilvægt er að hlúa að bændasamfélaginu og gæta þess að efla bjartsýni í hefðbundnum grein- um landbúnaðarins. Umræðan í sam- félaginu um sauðfjárbúskap hefur ekki verið til þess fallin að byggja upp það þor og þá bjartsýni sem ein- kenna þarf allan atvinnurekstur. Skilvirkasta leiðin til þess að eyði- leggja atvinnurekstur er að draga kjarkinn úr þeim sem hann stunda. Mikilvægt er að horfa til nýrra hug- mynda í þessum búskap og þá fyrst og fremst í afurðamálum. Koma þarf upp því framsækna sláturhúsi sem undirritaður og fleiri gerðu að tillögu sinni í vinnuhóp sem starfaði fyrir nokkrum árum um sláturhúsamál. Með þeim hugmyndum eigum við möguleika á því að vera sveitarfélag í fararbroddi nýrra tíma í sauðfjár- búskap. Spennandi tímar í einstöku sveitarfélagi Eftir Þráin Lárusson Þráinn Lárusson ’Afar mikilvægt er aðhlúa að bændasamfélag- inu og gæta þess að efla bjartsýni í hefðbundnum greinum landbúnaðar- ins.‘ Höfundur er skólameistari Hús- stjórnarskólans á Hallormsstað og sækist eftir 2.–3. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna á Fljótsdalshéraði. Prófkjör Fljótsdalshérað ÞAÐ MÁ segja um lögreglu- starfið að það sé í eðli sínu þjón- ustustarf. Meginhlutverkin eru m.a. að greiða götu almennings, stemma stigu við af- brotum og upplýsa mál. Lögreglan leit- ast við laga sig að breyttum áherslum og þörfum samfélags- ins. Ég hef starfað í rúm 15 ár í lögregl- unni, bæði sem al- mennur lög- reglumaður og síðustu níu ár sem rannsóknarlög- reglumaður. Starfið er í senn gefandi og krefjandi en segja má að við komum nálægt flestum hliðum hins mannlega eðlis og við allar mögulegar aðstæður. Með þátttöku minni í prófkjöri sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi vil ég bjóða fram þjón- ustu mína og reynslu. Mín áherslumál eru heill og öryggi fjölskyldunnar og bendi ég á eftirfarandi atriði sem vert er að huga að í náinni framtíð fyrir bæjarfélagið.  Umferðaröryggismál og um- ferðaröryggisáætlun. Getum við gert betur varðandi Nesveginn og Suðurströnd?  Göngustígar og opin svæði. Huga þarf að betri lýsingu fyrir okkar yngstu og elstu íbúa.  Uppsetning eftirlits- myndavéla, bæði hvað varðar um- ferðaröryggi, við skólana og við verslunarmiðstöðina. Eftirlits- myndavélar geta gegnt marg- þættu hlutverki. Eftirlitsvélar eru tæki og öryggisúrræði sem okkur ber að skoða með opnum huga því við erum nánast alls staðar í mynd, hvert sem við förum innan borgarmarkanna, í verslunum, bönkum, sundlaugum o.s.frv.  Hagkvæma nýt- ingu ljósleiðaranets bæjarfélagsins m.t.t. fræðslu og öryggis fyrir bæjarbúa.  Heilsteypta og raunhæfa forvarn- arstefnu fyrir börn og ungmenni með að- komu og þátttöku for- eldra, skóla og íþróttafélagsins.  Skipulagðar kynningar á hinum ýmsu sjálfsvarnarí- þróttum fyrir ung- lingsstúlkur í Val- húsaskóla. Sjálfsvarnaríþróttir byggjast á aga, eru holl hreyfing og efla sjálfstraust.  Tryggja að lög- regluvarðstofa verði áfram rekin á Eið- istorgi. Breytt lands- lag er fram undan í löggæslumálum á landsvísu. Tekið verði tillit til þarfa og óska bæjarbúa. Nálægð varðstofunnar er kostur og nauð- synlegt að mati undirritaðs. Öruggt umhverfi er grunnurinn að lífsgæðum hverrar fjölskyldu. Að fjárfesta í öryggi er fjárfesting til framtíðar fyrir bæjarfélagið. Til þjónustu reiðubúinn Eftir Ragnar Jónsson Ragnar Jónsson ’Með þátttökuminni í prófkjöri sjálfstæðis- manna á Sel- tjarnarnesi vil ég bjóða fram þjón- ustu mína og reynslu.‘ Höfundur er rannsóknarlög- reglumaður og býður sig fram í 5. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi. Prófkjör Seltjarnarnes

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.