Morgunblaðið - 03.02.2006, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
F
yrir rúmum áratug
dvaldi ég vetrar-
langt við nám í Árós-
um í Danmörku.
Þegar til Danmerk-
ur var komið var það að sjálf-
sögðu eitt af mínum fyrstu verk-
um að festa kaup á reiðhjóli. Ég
leigði herbergi í fínu einbýlis-
húsahverfi í úthverfi borgarinnar,
en í nágrenninu var stórt blokka-
hverfi.
Þar hafði myndast eitt af þess-
um innflytjendagettóum, sem
finna má víðar í Danmörku. Ég
fór aldrei inn í blokkahverfið en
kom oft við í stórverslun í næsta
nágrenni þess. Eitt sinn þegar ég
var stödd í versluninni sá ég
nokkra innflytjendadrengi sem
virtust í annarlegu ástandi. Þeir
fóru hrópandi um búðina en létu
sig svo hverfa. Þegar ég kom út
úr versluninni komst ég að því að
þeir höfðu fleygt hjólinu mínu
niður af brú í nágrenninu. Ég
hafði verið ánægð með hjólið og
varð óskaplega svekkt þegar ég
kom að því skökku og skældu á
götunni. Önnur viðbrögð mín við
þessum verknaði voru reiði. Ég
bölvaði innflytjendum í hljóði –
þeir höfðu eyðilagt fína hjólið
mitt!
Ég jafnaði mig þó fljótt á þessu
og skömmu eftir að ég fluttist til
Danmerkur fór ég að gera mér
grein fyrir þeirri andúð sem inn-
flytjendur þar í landi, sem margir
hverjir eru múslímar, mættu.
Nokkrum árum seinna bjó ég um
árs skeið í Kaupmannahöfn og þá
hafði staðan ekki breyst. Þessa
varð meðal annars vart í fréttum
fjölmiðla um glæpi sem innflytj-
endur höfðu framið og annarri
neikvæðri umræðu um þá. Há-
menntaðir innflytjendur í Dan-
mörku eiga erfitt með að fá vinnu
við hæfi og þurfa jafnvel að flytj-
ast úr landi til þess að geta nýtt
þekkingu sína. Skýrt dæmi um
andúð á innflytjendum í Dan-
mörku er svo fylgi Danska þjóð-
arflokksins, sem byggir tilveru
sína einkum á útlendingapólitík. Í
síðustu kosningum fékk flokk-
urinn rúm 13% atkvæða.
Þessar staðreyndir rifjast upp
þegar teikningarnar alræmdu af
Múhameð spámanni, sem Jót-
landspósturinn birti í haust, eru
ræddar. Einkum í ljósi þess boð-
skapar sem þær virðast eiga að
koma til skila. Á þeim eru dregn-
ar fram þreyttar staðalmyndir
um múslíma – þeir sýndir sem
hryðjuverkamenn sem þrá hrein-
ar meyjar, grimmir strang-
trúarmenn og kvennakúgarar.
Teikningar dönsku listamann-
anna varpa ljósi á vanda þjóðar
sem ekki hefur tekist vel upp við
að skapa góð samskipti ólíkra
menningarhópa. (Þegar mynd-
irnar eru skoðaðar í alþjóðlegu
samhengi hljótum við líka að
verða að taka með í reikninginn
valdahlutföll á heimsvísu. Mörg-
um múslímum finnst Vest-
urveldin hafa troðið á sér með
innrás í Írak og Afganistan, stríð-
inu gegn hryðjuverkum, hernám-
inu í Palestínu og fleiru. Múham-
eðsmyndirnar eru olía á þann
eld.)
Múhameðsteikningarnar og
innflytjendamál voru efni leiðara
sem Jón Kaldal skrifaði í Frétta-
blaðið í gær. Þar ræddi hann um
svonefndan innflytjendavanda
sem er fyrir hendi í mörgum Evr-
ópuríkjum – Danir eru ekki einir
á báti í þessum efnum. Mér þótti
forvitnilegt að sjá skýringu Jóns
á vandanum. Hann sagði að
helsta orsökin væri „ákveðin gerð
af eftirlátssemi við nýja íbúa álf-
unnar. Sú hugmynd að hægt sé
að gefa innflytjendum afslátt af
ríkjandi réttindum ef þau stang-
ast á við siði og lífsreglur sem
þeir koma með með sér frá gamla
landinu …“
Er þetta sem sagt rót vandans?
Hafa Evrópuríkin ekki gert
nógu ríkar kröfur til innflytjenda
um að samlaga sig í einu og öllu
að evrópskum siðum og lífs-
reglum?
Ég óttast fremur að marga
Evrópubúa skorti þekkingu og
umburðarlyndi gagnvart menn-
ingu sem er ólík þeirra eigin og
hygg að stjórnvöld ættu að beita
sér fyrir því að reyna að auka
skilning milli ólíkra menningar-
heima. Þetta er auðvitað langt frá
því að vera auðvelt verkefni, en
nauðsynlegt engu að síður.
Hið sama ættu fjölmiðlamenn
að gera. Það er áreiðanlega ekki
besta leiðin til þess að standa
vörð um tjáningarfrelsið að end-
urbirta myndir sem vitað er að
meiða og særa. Eflaust reyndist
það happadrýgra að fjölmiðlafólk
reyndi fremur að auka þekkingu
sína á hinum íslamska heimi og
efla samskipti við kollega sína
þar, meðal annars með það að
markmiði að aðstoða þá við að
berjast fyrir auknu frelsi fjöl-
miðla í heimalöndum þeirra.
Það versta við það fár sem ríkt
hefur undanfarna daga vegna
Múhameðsmyndanna er hversu
mikið vatn það er á myllu fólks á
borð við Piu Kjærsgaard, for-
mann Danska þjóðarflokksins og
hennar líka. Tariq Ramadan, pró-
fessor í íslömskum fræðum við
Oxford háskóla, bendir á þetta at-
riði í viðtali sem birtist við hann í
vikunni í danska blaðinu Inform-
ation. Þar segir hann að það séu
einkum tveir hópar sem sjái sér
hag í að deilan stigmagnist. „Í
hinum íslamska heimi eru það
einræðisstjórnir sem nýta deiluna
til þess að reyna að sanna það
fyrir þegnum sínum að þær séu
best til þess fallnar að verja músl-
íma og íslamska trú. Þessi stjórn-
völd virða hins vegar ekki grund-
vallarmannréttindi, svo sem
málfrelsi, og hafa því engan rétt á
að segja öðrum fyrir verkum,“
segir Ramadan. „Í Evrópu eru
það svo hægriflokkar sem hatast
við múslíma og vilja að litið sé á
þá sem hóp sem berst gegn tján-
ingarfrelsinu og vill breyta vest-
rænu samfélagi,“ segir hann.
Megi tjáningarfrelsið og fjöl-
miðlafrelsið lifa. Höfum samt í
huga að um frelsið gilda sömu
lögmál og um margt annað; því
fylgir ábyrgð.
Danskur
Múhameð
Hámenntaðir innflytjendur í Dan-
mörku eiga erfitt með að fá vinnu við
hæfi og þurfa jafnvel að flytjast úr landi
til þess að geta nýtt þekkingu sína.
elva@mbl.is
VIÐHORF
Elva Björk Sverrisdóttir
NÆSTKOMANDI laugardag fer
fram prófkjör sjálfstæðismanna á
Seltjarnarnesi. Síðustu fjögur ár hef
ég verið formaður
menningarnefndar og
varabæjarfulltrúi. Þessi
ár hafa bæði verið
skemmtileg og lær-
dómsrík enda er ég stolt
af öflugu starfi menn-
ingarnefndar. Til að fá
sterkari stöðu til góðra
verka stefni ég nú á 2.
sæti listans. Hér á eftir
mun ég gera grein fyrir
nokkrum markmiða
minna.
Efling bæjarbrags
Í júní síðastliðnum
sótti ég vinabæjarmót í
Lieto í Finnlandi. Fund-
irnir fóru fram í ráðhúsi
bæjarins og heillaðist
ég af því líflega starfi
sem þar fór fram. Ráð-
húsið samanstóð af öll-
um skrifstofum bæj-
arins, bókasafni,
náttúrugripasafni, sýn-
ingarsal, unglingastarfi,
starfi eldri borgara, for-
eldrastarfi o.fl. Á jarð-
hæð hússins var matsalur þar sem
starfsmenn hússins borðuðu í matar-
og kaffitímum en veitingasalan var
jafnframt opin gestum og gangandi.
Húsið var hlýlegt, einfalt að allri gerð
en notagildi þess jafnframt mikið
enda aðalsamkomustaður bæjarbúa.
Tómstundahús á Seltjarnarnesi
myndi hýsa allt núverandi tóm-
stundastarf unglinga, æfingar-
aðstöðu fyrir hljómsveitir, kvik-
myndaklúbba og hvers kyns listiðkun
fyrir eldri jafnt sem yngri bæjarbúa.
Hugmyndin er hús þar sem saman
færu áðurnefndir þættir sem og öfl-
ugt starf í líkingu við það sem unnið
er í Hinu húsinu í Reykjavík en það
er ætlað ungmennum 16-25 ára og
starfsemi menningarmiðstöðv-
arinnar Gerðuberg í Breiðholti auk
fjölbreytts tómstundastarfs fyrir alla
aldurshópa á vegum bæjarins sem og
einkaaðila. Húsið myndi þannig sam-
þætta alla aldurshópa auk þess að
hýsa skrifstofur bæjarins. Í aðal-
skipulagi er gert ráð fyrir að suð-
urhorn við Nesveg og Suðurströnd
miðist við að styrkja og efla miðbæj-
arstarfsemi á Seltjarn-
arnesi. Þetta svæði er
2.350 fm að stærð og
þar mætti auðveldlega
koma fyrir tómstunda-
húsi. Bílakjallari þyrfti
að vera undir því og
góð tenging yfir á Eið-
istorg. Hér er varpað
fram hugmynd að stað-
setningu en nálægð við
Eiðistorg væri að mínu
mati ekki aðeins lyfti-
stöng fyrir miðbæj-
arkjarnann heldur allt
mannlíf á Seltjarnar-
nesi.
Hvatapeningar
Hið öfluga starf
Gróttu er mikilvægt
forvarnar- og upp-
byggingarstarf sem
stór hluti Nesbúa tek-
ur eða hefur tekið þátt
í. Seltjarnarnesbær
kemur að rekstri
Gróttu með rausn-
arlegu árlegu framlagi
sem deilist á 600 unga
iðkendur sem að meirihluta eru Sel-
tirningar. Mörg börn kjósa þó að
stunda aðrar íþróttir en boðið er upp
á hjá Gróttu eða listnám eins og ball-
ett eða myndlist. Foreldrar þessara
barna njóta engrar niðurgreiðslna
frá bænum. Til að jafnræðis sé gætt
og jafnframt valfrelsis og fjölbreytni
legg ég til að foreldrar barna á aldr-
inum 6–16 ára fái árlega úthlutað til-
tekinni upphæð til að greiða niður
kostnað við íþrótta- eða menningar-
iðkun barna sinna og lækka þannig
bein útgjöld fjölskyldunnar.Upp-
hæðin væri hin sama hvort sem um
væri að ræða félagsgjöld til Gróttu
eða til annarra íþrótta- eða menning-
arþátttöku. Foreldrar myndu reiða
af hendi fullt gjald en fá síðan hluta
gjaldsins endurgreiddan gegn fram-
vísun á kvittun. Í Garðabæ eru hvata-
peningar komnir til framkvæmda
hvað varðar íþróttaiðkun og miðast
upphæðin við 20 þúsund á barn. Mín
tillaga gengur lengra því hún tekur
einnig til listgreina.
Markviss kennsla í
framkomu og tjáningu
Eitt stefnumála minna í prófkjöri
sjálfstæðismanna 2001 var markviss
kennsla í framsögn og tjáningu á öll-
um skólastigum. Því miður hefur
gengið seint að fá þetta í gegn en þó
hillir undir að kennsla í tjáningu hefj-
ist í Valhúsaskóla á komandi hausti.
Mér er það mikið fagnaðarefni en
betur má ef duga skal. Örugg fram-
koma, opin tjáning og markviss
sjálfsstyrking er einn helsti lykillinn
að öflugu sjálfstrausti sem skilar
heilbrigðum einstaklingum út í lífið.
Von mín er sú að skólar Seltjarn-
arness verði í fararbroddi á þessu
sviði.
Eldri borgarar – virkir
þáttakendur
Það er mikið fagnaðarefni að eitt
helsta baráttumál síðasta kjör-
tímabils, bygging hjúkrunarheimilis,
sé að verða að veruleika. Aðstæður
aldraðra sem geta og kjósa að búa á
eigin vegum eiga einnig að vera eins
góðar og völ er á. En í eldri borg-
urum liggur ónýttur fjársjóður fróð-
leiks og reynslu. Ég legg til að komið
verði á samstarfi milli bæjarins og
eldri borgara t.d. með hlutastarfi í
skólunum, í æskulýðsstarfi eða við
sértæk verkefni. Slíkt samstarf gæti
síðan orðið öðrum að fyrirmynd. Mín
trú er sú að því lengur sem ein-
staklingurinn er virkur í samfélaginu
því meiri séu lífsgæði hans.
Traust fjármálastjórnun
Bæjarfélagið okkar er vel rekið.
Ofangreindar hugmyndir geta vel
orðið að veruleika án þess að til komi
skattahækkanir.Við eigum að vera í
fararbroddi sem vinalegt og sam-
heldið bæjarfélag þar sem ein-
staklingar á öllum aldri fá notið sín.
Seltjarnarnes, fjölbreytt
og líflegt samfélag
Eftir Sólveigu Pálsdóttur
’Við eigum aðvera í farar-
broddi sem
vinalegt og
samheldið bæj-
arfélag þar sem
einstaklingar á
öllum aldri fá
notið sín.‘
Sólveig Pálsdóttir
Höfundur er framhaldsskólakennari
og formaður menningarnefndar Sel-
tjarnarness. Hún sækist eftir 2. sæti í
prófkjöri Sjálfstæðisflokksins.
Prófkjör Seltjarnarnes
STAÐA kvenna í samfélaginu
hefur batnað mikið á undan-
förnum áratugum. Þrjár bylgjur
femínisma hafa unnið ötullega að
málefnum kvenna og
fengið nokkru áorkað.
Þorri þjóðarinnar er
jafnréttissinnaður og
sífellt fleiri skilgreina
sig sem femínista.
Opinber stjórnsýsla
gegnir veigamiklu
hlutverki varðandi
jafnrétti kynjanna.
Stjórnvöld hafa und-
irritað alþjóðlega
sáttmála sem kveða á
um samþættingu
kynjasjónarmiða, þ.e.
að við alla ákvarð-
anatöku skuli tekið mið af mögu-
legum áhrifum á konur og karla.
Þó vissulega sé heimurinn ekki
fullkominn, enn eigi talsvert órétt-
læti sér stað og samþættingin sé
ekki alltaf til staðar eru hlutirnir
að mjakast. Því fagna ég og þakka
formæðrum mínum og samtíð-
arkonum í kvennasamtökum af öll-
um stærðum og gerðum.
Reykjavík verður að halda
áfram á þeirri leið sem R-listinn
hefur verið að ryðja undanfarin 12
ár. Enn frekari áhersla á sam-
þættingu er nauðsynleg, afla verð-
ur frekari þekkingar og mannauðs
til að hægt sé að halda áfram og
gera samþættingu kynjasjón-
armiða eðlilegan hlut í allri
ákvarðanatöku. Ekki nóg með
það, heldur er mik-
ilvægt að nýta þá
þekkingu sem nú
þegar er til staðar á
samþætting-
araðferðafræði í þágu
borgarbúa.
Sá hópur sem
brýnast er að bæta
við í samþætting-
arhugmyndafræðina
eru börn. Börn eru
stór hluti borgarbúa
og taka þarf meira
tillit til þeirra þarfa
og sjónarmiða en nú
er gert. Á sama hátt og taka þarf
tillit til kynjasjónarmiða er mik-
ilvægt að við skoðum hvaða áhrif
ákvarðanir okkar kunna að hafa á
börn og aðstæður þeirra.
Okkur er nokkuð tamt að hugsa
um þarfir barna þegar mennta-,
dagvistunar- og æskulýðsmál eru
annars vegar, enda eru þessir
málaflokkar til komnir vegna
barna. Einstaklingsmiðað nám,
gjaldfrjálsir leikskólar og frí-
stundaheimili eru verkefni sem
bera þess merki að börn skipti
máli. Aðrir málaflokkar, s.s. um-
hverfis- og stjórnsýslumál hafa
ekki þótt varða börn neitt sér-
staklega. Flokkun sorps og kyn-
bundinn launamunur eru fullorð-
insmál. Er það ekki annars?
Nei. Allt sem fer fram í borg-
inni hefur áhrif á börn. Flokkun
sorps leiðir af sér heilnæmara
umhverfi fyrir börnin okkar til að
alast upp, auk þess sem þau
hljóta að verða meðvitaðari um
umhverfi sitt ef þau alast upp við
sorpflokkun frá blautri barnæsku.
Verði kynbundnum launamun eytt
eru líkur á að foreldrar skipti
uppeldi barna sinna jafnar á milli
sín, auk þess sem auðveldara
verður að fá menntað fólk til
starfa á uppeldisstofnunum.
Samþætting barnasjónarmiða er
eina alvöru fullorðinsmálið. Börn
eiga ekki þrjár kynslóðir hags-
munahópa sem gæta réttar þeirra.
Það er okkar að gera það!
Samþætting
barnasjónarmiða
Sóley Tómasdóttir fjallar um
borgarstjórnarkosningar í vor
’Okkur er nokkuð tamtað hugsa um þarfir barna
þegar mennta-, dagvist-
unar- og æskulýðsmál
eru annars vegar, enda
eru þessir málaflokkar til
komnir vegna barna.‘
Sóley Tómasdóttir
Höfundur er deildarstýra barnastarfs
í Miðbergi og skipar 4. sæti á lista
Vinstri grænna til borgarstjórnar í
vor.