Morgunblaðið - 03.02.2006, Side 34
34 FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Erna FriðbjörgEinarsdóttir
fæddist á Flateyri 8.
maí 1945. Hún lést á
sjúkradeild Heil-
brigðisstofnunar
Suðurnesja, 24. jan-
úar síðastliðinn. For-
eldrar hennar eru
Filippía Kristjáns-
dóttir, f. á Flateyri
16. október 1921, og
Einar Jóhannesson,
f. á Hlíð í Álftafirði
23. júní 1919, d. 5.
maí 1988. Erna var
þriðja í röð sex systkina en elst er
hálfsystir sammæðra, Ásbjörg Ív-
arsdóttir, f. 1940 og síðan alsystk-
inin: Agnes Helga, f. 1943, Kristján
Rögnvaldur, f. 1950, Einar Jóhann-
es, f. 1953 og Reynir, f. 1956.
Erna giftist 28. mars 1964,
Hannesi Friðriki Oddssyni frá
Siglufirði, f. 26. desember 1939.
Foreldrar Hannesar voru Gunn-
fríður Friðriksdóttir, f. 24.8. 1929,
d. 4.11. 1996 og Oddur Vagn
Hjálmarsson, f. 11.7. 1913, d. 10.6.
1979. Dóttir þeirra
Ernu og Hannesar
er Guðný Rósa, f.
29.12. 1969, og dóttir
hennar er Erna Líf
Gunnarsdóttir, f.
11.4. 1991.
Erna ólst upp á
Flateyri og stundaði
nám þar í barna- og
unglingaskóla. Þau
Hannes kynntust á
Siglufirði, þangað
sem Erna kom ung
til að vinna í síld eitt
sumar. Þau hófu bú-
skap á Flateyri 1963 þar sem hún
vann m.a. á gæsluvellinum og hjá
Pósti og Síma. Þau fluttu í Kópa-
voginn 1976 og bjuggu þar, þar til
fyrir ári síðan að þau fluttu til
Sandgerðis. Erna vann lengst af
sem ritari hjá Leitarstöð Krabba-
meinsfélags Íslands í Skógarhlíð
en áður hafði hún unnið við bók-
band og saumaskap í Kópavogi.
Útför Ernu verður gerð frá
Kópavogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Elsku mamma mín, nú ert þú
komin í fangið á pabba þínum, hon-
um elsku blíða afa mínum.
Ég á svo margar góðar og sér-
stakar minningar um okkur, litlu
fjölskylduna. Ef ég hugsa bara um
þig þá sé ég fyrir mér svo fallegan
engil. Svo falleg í minningunni með
tinnusvart hár, brún og grönn og
blíð á svip. Svo varstu með lundar-
farið hans afa, svo yfirveguð og
tilbúin að gera allt fyrir alla, líka
óumbeðin, góð í gegn. Þú hefur
kennt mér hvað manngæska er
mikilvæg, góð og gefandi. Síðan átt-
um við skemmtileg ævintýri í lönd-
unum sem við komum til og höfum
ekki ósjaldan rifjað þau upp og mik-
ið hlegið. Svo þegar sólargeislinn
fæddist, hún Erna Líf, þá átti hún
ömmu sína alla og það var ekkert
sem þú, mamma mín, og pabbi
gerðuð ekki fyrir hana. Enda eru
allar minningarnar sem hún á með
ykkur svo góðar og skemmtilegar,
hvort sem er úr Holtagerði, sum-
arbústað eða húsbílaferðum.
Elsku mamma, þú gafst dóttur
minni svo rosalega mikið af sjálfri
þér. Takk fyrir það, elsku mamma
mín. Jólin núna síðustu voru svo
skemmtileg og yndisleg, þó við viss-
um að þetta yrðu okkar síðustu jól
saman; ég, þú, pabbi og Erna Líf.
Einnig voru okkar síðustu áramót
svo yndisleg og gaman að hafa ykk-
ur hjá okkur í Reykjavík. Þá áttum
við svo einlægt og gott spjall, elsku
mamma mín, það var svo gott að
hjúfra sig hjá þér uppi í rúmi þó svo
að það eina sem ég gæti gert væri
að halda í höndina á þér svo að þú
fyndir ekki til. Ég ætla að leyfa mér
að gráta, ég sakna þín svo mikið og
langaði að gera meira með þér í
framtíðinni. Ég veit að þú munt
vera með mér í öllu sem ég tek mér
fyrir hendur og sjá til þess að ég
geri rétt, eins og þú gerðir hér. Og
þú munt vernda og fylgja elsku
Ernu Líf í gegnum lífið svo ég get
verið róleg og pabba ferð þú aldrei
frá enda voru þið ekki bara hjón,
þið voruð líka bestu vinir.
Elsku mamma, ég hugga mig við
það að núna eru kvalirnar farnar og
þér líður vel hjá góðum Guði og
góðu fólki sem farið var áður.
Leyfðu þér að hvíla í friði, það verð-
ur allt í lagi með okkur.
Þín dóttir, sem elskar þig,
Guðný Rósa.
Elsku Erna systir og mágkona
hefur kvatt þennan heim eftir langa
og erfiða baráttu við illvígan sjúk-
dóm. Hún fæddist á friðardaginn 8.
maí 1945 á Flateyri við Önundar-
fjörð, í þann mund sem klukkunum
var hringt um alla Evrópu. Foreldr-
unum fannst því við hæfi að skíra
dótturina Ernu Friðbjörgu.
Friðbjargarnafnið átti eftir að hæfa
henni vel. Í bernsku kom fljótlega í
ljós hve glaðleg og ljúf hún var í
allri framkomu og gædd mikilli ró-
semi. Þessir eiginleikar áttu eftir að
reynast henni vel í lífsbaráttunni.
Hún ólst upp á Flateyri, þriðja í
röð sex systkina, og þar gekk hún í
barna- og unglingaskóla. Snemma
fór hún að vinna algeng störf sem í
boði voru í þorpinu. Um tíma vann
hún á símstöðinni á Flateyri. Seinna
kom að því að hún tæki þátt í síld-
arævintýrinu á Siglufirði og Seyð-
isfirði. Dvölin á Siglufirði reyndist
henni örlagarík því þar kynntist
hún mannsefninu sínu, Hannesi
Oddssyni. Fljótlega stofnuðu þau
heimili á Flateyri, þar sem Hannes
stundaði sjóinn. Árið 1964, hinn 10.
október, gerðist það að vélbáturinn
Mummi frá Flateyri, sem Hannes
var skipstjóri á, fórst í aftakaveðri
út af Vestfjörðum. Aðeins tveir af
sex manna áhöfn komust af eftir
rúmlega sólarhrings hrakninga.
Annar þeirra var Hannes. Mikil
óvissa var um afdrif áhafnarinnar
og það var öllum sem heima biðu
átakanleg reynsla.
Árið 1969 var tími mikillar gleði
þegar Erna og Hannes eignuðust
dótturina Guðnýju Rósu. Varð hún
sólargeisli sem átti eftir að lýsa upp
líf þeirra. Svo kom að því að þau
fluttu suður í Kópavoginn, lengst af
bjuggu þau í Holtagerði 26. Hannes
vann ýmist sem stýrimaður eða
skipstjóri á Hvalvík og Eldvík.
Erna var oftast með í þessum sigl-
ingum sem kokkur og var Guðný
Rósa með þeim. Erna hafði gaman
af að segja frá þessum árum sem
voru ævintýrum líkust á framandi
slóðum. Þegar ömmubarnið, Erna
Líf, fæddist var mikil gleði í fjöl-
skyldunni og var mjög náið sam-
band milli Ernanna.
Erna hafði mikla ánægju af
ferðalögum og einnig áttu þau sum-
arbústað í nokkur ár. Seinna eign-
uðust þau ferðabíl og flestar helgar
yfir sumarið nutu þau þess að
dvelja á fallegum stöðum úti í nátt-
úrunni. Við hjónin áttum þess kost
að vera með þeim á ferðalögum og
síðastliðið sumar dvöldum við sam-
an á Vestfjörðum í sumarbústað í
nágrenni við bernskuslóðir okkar
systra. Þetta var yndislegur tími
sem mun lifa í minningunni.
Fyrir ári síðan fluttu Erna og
Hannes í Sandgerði. Þau höfðu
bæði hætt störfum og unnu nú að
því að fegra og bæta húsið sitt í
Sandgerði. Hannes lagði sig allan
fram við að láta Ernu líða sem best
og áttu þau góða daga þar.
Í mörg ár vann Erna í afgreiðslu
Leitarstöðvar Krabbameinsfélags-
ins þar til að hún hætti fyrir rúmu
ári af heilsufarsástæðum. Bar hún
mjög hlýjan hug til samstarfsfólks
síns sem reyndist henni vel í erf-
iðum veikindum síðustu árin.
Erna var mikill fagurkeri og bar
heimili þeirra vott um fallegan
smekk og snyrtimennsku. Hún var
mjög listfeng og hafði notið leið-
sagnar við listmálun mynda sem
prýða heimili þeirra og hún málaði
einnig fallegar myndir á steina.
Hún Erna var hetja sem gekk í
gegnum veikindaferlið sitt með
reisn, alltaf vongóð, og hún kvartaði
aldrei því hún vildi ekki valda okkur
áhyggjum.
Systir og mágur þakka fyrir
dásamlegar samverustundir í gegn-
um árin. Óskum við þess að henni
líði vel á öðru tilverustigi hjá guði.
Við vottum Hannesi, Guðnýju
Rósu og Ernu Líf innilega samúð.
Guð blessi minningu Ernu Frið-
bjargar Einarsdóttur.
Ása og Jón.
Manstu systir bernskuna blíðu,
bæinn gamla, hlíðina fríðu?
Manstu kvöldin kyrrlát og fögur,
kvæðin hennar ömmu og sögur?
Á þessum hendingum hefst
þekktur dægurlagatexti eftir Stein-
grím M. Sigfússon og þegar ég
heyrði lagið leikið í útvarpinu
tveimur dögum eftir að þú, systir
góð, kvaddir þennan heim, þá
flæddu minningarnar. Minningarn-
ar um yndislega systur sem alltaf
var svo létt í lund, bóngóð og blíð.
Þar sem þú varst 8 árum eldri en
ég þá kom það framar öðrum í þinn
hlut að passa strákinn mig og ein
fyrsta minning mín frá ævintýrum
okkar var þegar þú varst að drösla
mér með aðstoð vina þinna upp á
bárujárnsþak á einhverjum skúr
heima á Flateyri. Ég hef sennilega
ekki verið mjög meðfærilegur í svo-
leiðis ferðalög því það endaði með
því að nefið á mér varð fyrir veru-
legu hnjaski á hvassri járnplötu-
brún. Ég á líka eina sterka minn-
ingu þar sem við tvö vorum úti á
stétt í sólinni fyrir utan heima á
Eyrarveginum og þú varst að kenna
mér að binda skóreimarnar, eitt
vandasamasta verk fyrir 8 ára
stráka sem til er, og þegar þú varst
orðin ánægð með árangur minn í
reimahnýtingum lofaðirðu mér að
labba upp að skóla og til baka aftur
með nýja flotta gula ferðaútvarpið
þitt, sem í mínum augum var ekkert
annað en gersemi og töfratól og ég
er ekki viss um að Armstrong í
fyrstu göngu sinni á tunglinu hafi
fundið meira til sín en ég í þessari
stuttu ferð, hlustandi á þetta undra-
tæki virka þó maður færi með það
burt frá húsinu í hendinni. Svo liðu
fá ár og þú varðst fullorðin og allt í
einu komin með mann og farin að
búa. Frá því dönsuðuð þið Hannes
þetta líf saman svo eftir var tekið.
Þá er ég ekki bara að nota líkinga-
mál heldur sé ég ykkur fyrir mér
taka tjúttið á stofugólfinu heima
eða hvar þar sem tilefni gafst. Flott
par þið Hannes og vissulega átti
maður eftir að njóta velvildar þinn-
ar og gæsku áfram hvort sem það
var á hlýlegum heimilum ykkar, í
sumarbústaðnum við Eyrarvatn eða
í bláa húsbílnum sem víða fór. Alltaf
boðið upp á trakteringar og glað-
værð. Það eru líka margar góðar
minningar frá siglingaárum á Eld-
vík og Hvalvík þegar ég var sam-
skipa Hannesi og þið Guðný Rósa
oft með um borð og þá var stundum
tími til að gleðjast saman með þér.
Þú kunnir vel að nýta tímana sem
gáfust í höfnum hér og þar í hinum
ýmsu löndum til að skoða þig um og
kynnast mannlífinu.
En lífið kom til að verða ekki bara
dans á rósum fyrir þig því varla
hálf-fimmtug hófstu glímuna við vá-
gestinn voðalega sem svo marga
hefur lagt af velli. Á tímabili leit út
sem þú ætlaðir að hafa sigur og sá
óboðni virtist á bak og burt, en það
reyndist svo bara vera stundarfriður
eða nokkur ár sem þú varst laus við
hann, en sýndir svo þegar hann
barði aftur dyra ótrúlegt þrek og
þrótt og barðist hetjulegri baráttu
fyrir lífinu sem þú virkilega unnir.
Það sést vel á öllum fallegu mynd-
unum sem þú málaðir og ræktar-
seminni við alla þína á allan hátt og
vinkonur þínar hjá Samhjálp kvenna
sem þú tókst virkan þátt í svo lengi.
Með þessum orðum kveð ég þig,
kæra systir, og megir þú hvíla í
friði. Hannesi, Guðnýju og Ernu Líf
bið ég styrks í sárri sorg.
Jóhannes Einarsson.
Þegar ég hugsa til Ernu koma
strax upp í hugann hlýja, glettni,
hógværð og umfram allt kærleikur
og góðvild og tek ég undir orð Elvu
dóttur minnar sem sagði þegar hún
frétti lát hennar: ,,Erna var alltaf
svo góð“. Við Agnes systir Ernu
vorum svo lánsamar að fá að vera
við dánarbeð hennar með Hannesi
og Guðnýju Rósu þessa síðustu nótt
og það var margt talað og margar
góðar minningar rifjaðar upp.
Þarna upplifði ég hvað þau hjón
hafa verið ástrík og góðir félagar,
hvað þau eiga nærgætna dóttur í
henni Guðnýju og styrka og ástríka
systur og mágkonu í Agnesi. Þegar
stundin síðasta rann upp og Guðný
bað hana að fara til Einars afa, sem
við höfðum talað um að biði hennar
brosandi, kom upp í hugann að
kannski færum við alltaf í hring.
Þegar við fæðumst þá er grátið af
gleði í þessum heimi, en af söknuði í
Paradís, en þegar við deyjum þá er
grátið af söknuði hérna megin en af
gleði í Paradís.
Fyrir nokkrum mánuðum
dreymdi mig að Einar pabbi hennar
og Ranka móðursystir komu til mín
svona líka fín og brosandi og full af
tilhlökkun. Ég spurði hvort þau
væru að fara í veislu en Einar sagði
mér að koma og sjá. Það sem hann
vildi sýna mér var Erna eins og ég
sá hana fyrst fyrir 26 árum, glæsi-
leg kona í fallegum kjól, en umlukin
fjólubláu og hvítu ljósi. Fallegri sýn
hefur mér aldrei áður birst í draumi
og hún styrkir mig í þeirri trú að
það séu kunnuglegar og hlýjar
hendur sem taka á móti okkur og
fylgja inn í ljósið. Í bók Emmanúels
má lesa: Ég vil færa ykkur að gjöf
minn dýpsta kærleika, fullvissuna
um sannleikann, visku alheimsins
og veruleika Guðs. Með þetta fernt
í veganesti fær ekkert hindrað ykk-
ur, hjörtu ykkar munu leiða ykkur á
svipstundu heim en þangað er ferð-
inni heitið. Með þessari tilvitnun
enda ég mín kveðjuorð um þig,
elsku mágkona, ég veit að nú ertu
umlukin hvíta og fjólubláa ljósinu
hjá Guði.
Elsku Hannes, Guðný Rósa og
Erna Líf, tengdamamma, systkini
og við öll sem þekktum Ernu, megi
kærleikurinn umvefja okkur í sorg-
inni og söknuðinum sem sárt að
kveður.
Jóhanna Jakobsdóttir.
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlauztu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn,
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
(V. Briem.)
Já þrautum þínum er lokið, elsku
mágkona.
Á kveðjustund langar mig með
nokkrum orðum að þakka þér sam-
fylgdina sem við höfum átt síðast-
liðin 34 ár. Það sem einkenndi þig
helst var gott lundarfar. Það var
sama hvað bjátaði á hjá þér, ávallt
var stutt í gleðina, eins varst þú
mikill fagurkeri eins og heimili þitt
bar vott um alla tíð. Þú varst mikið
fyrir að vera úti í náttúrunni og ófá-
ar voru ferðir ykkar Hannesar á
húsbílnum um landið og ekki var
verra ef stoppað var við lækjar-
sprænu til að veiða, það var ekki að-
alatriðið að fá fisk, bara standa á
árbakkanum og kasta út í og njóta
stundarinnar.
Skemmst er að minnast sl. sum-
ars þegar þið Hannes komuð hingað
ásamt Ásu og Jóni, þá áttum við
ógleymanlegar stundir saman, bæði
hér á Flateyri og eins í Súðavík, þar
sem þið dvölduð. Þú komst aðallega
til að komast í berjamó og það gerð-
irðu, þrátt fyrir veikindi þín. Þessar
stundir verða mér ógleymanlegar
og mun ég geyma þær í huga mér.
Elsku Erna mín, hafðu hjartans
þökk fyrir allt og megi góður Guð
varðveita þig.
Elsku Hannes, Guðný og Erna
Líf, Guð styrki ykkur í sorg ykkar.
Soffía Ingimarsdóttir.
Elsku mágkona, kæra vinkona,
nú ertu horfin okkur eftir löng og
erfið veikindi, sem þú barðist við
með ótrúlegri bjartsýni og dugnaði,
sem við í kringum þig lærðum mik-
ið af og þú kvartaðir aldrei. Þú
varst alltaf svo hlý og góð og lést
þér alltaf svo annt um aðra. Ég veit
að þú ert komin þangað sem þér líð-
ur vel og tekið verður vel á móti
þér.
Minningarnar eru margar og
yndislegar, alltaf var glatt á hjalla
og mikið hlegið þegar við hittumst.
Þau voru ófá gullkornin sem þú
komst með, sem ég geymi í hjarta
mínu. Þó við værum svona langt í
burtu frá hvor annarri, þá vorum
við duglegar að hafa samband. Það
var alltaf svo gaman að heyra í þér
þú varst alltaf svo glöð og bjartsýn,
þó vissi ég að þú værir mikið veik.
Það gladdi okkur mikið þegar þið
komuð í heimsókn hvað við
skemmtum okkur vel og í krabba-
veislunni hjá Fanney, þá hlógum við
og sungum fram á nótt.
Þegar þið fluttuð í nýja húsið þá
varst þú svo ánægð og sagðir mér
oft hvað þér liði vel þar, enda ynd-
islegt hús og fallegt heimili. Það var
alltaf svo notalegt að koma til ykkar
og varst þú fljót að koma með veit-
ingar á borð og þá dettur mér alltaf
í hug bláberin, sem þú varst svo
dugleg að tína sem við fengum með
ísnum. Það er ekki langt síðan við
áttum yndislega kvöldstund og er
ég svo þakklát fyrir það. Þú sagðir:
Við endurtökum þetta fljótlega en
ekki varð úr því þar sem þú fórst
nokkrum dögum síðar á spítalann.
Ég talaði við þig á hverjum degi á
spítalanum og þú varst svo dugleg
en síðast þegar ég talaði við þig
sagðir þú að mikið væri gott að vera
komin í góða rúmið mitt heima. Þá
heyrði ég að þú varst orðin mikið
þreytt.
Ég kveð þig, elsku Erna, með
þakklæti og ljúfar minningar í
hjarta mínu, ég á eftir að sakna þín
mikið.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Vald. Briem.)
Elsku Hannes, Guðný Rósa,
Erna Líf og aðrir ástvinir ég sendi
mínar innilegustu samúðarkveðjur
og bið góðan guð að styrkja ykkur í
sorginni. Ég veit að minningarnar
lifa í hjörtum ykkar.
Erna Oddsdóttir.
Erna Einarsdóttir, móðursystir
okkar, fæddist sama dag og seinni
heimstyrjöldinni lauk. Fékk hún
millinafnið Friðbjörg. Nafnið féll
vel að fæðingardegi hennar en ekki
síður að þeirri persónu sem bar
það. Erna var blíðlynd, hlý og mikil
barnagæla. Í augum okkar var hún
falleg og glæsileg frænka.
Henni var margt til lista lagt og
síðustu árin lét hún drauminn ræt-
ast og fór á myndlistanámskeið. Af-
raksturinn prýðir nú veggi heimilis
hennar í Sandgerði.
Ferðalög voru hennar líf og yndi
ERNA FRIÐBJÖRG
EINARSDÓTTIR
Elsku amma mín. Ég mun
sakna þín og á fullt af góðum
minningum um þig, t.d. í
húsbílnum, og svo margt
fleira.
Er samt fegin að þér líður
betur núna uppi á himnum
heldur en kvalin á sjúkra-
húsinu.
Þín
Erna Líf.
HINSTA KVEÐJA