Morgunblaðið - 03.02.2006, Page 49
MYRKIR músíkdagar hefjast á
morgun, en hátíðin hefur skapað sér
sess sem ein virtasta hátíð samtíma-
tónlistar á Norðurlöndunum. Það er
Tónskáldafélag Íslands sem stendur
að hátíðinni í samvinnu við ýmsa að-
ila tónlistarlífsins.
Í ár eru þau nýmæli á dagskrá há-
tíðarinnar að með samvinnu við tón-
listarhúsið Laugarborg í Eyjafirði
verður hluti tónleikanna þar, þar á
meðal opnunartónleikarnir kl. 13 á
morgun. Myrkir músíkdagar eru því
jafnframt hluti af skipulögðu tón-
leikahaldi í Laugarborg.
Að vanda verða fjölmörg ný verk
frumflutt á hátíðinni, og er hún því
besti vettvangur sem völ er á til að
fylgjast með því sem nýjast er í tón-
sköpun íslenskra tónskálda. Ný er-
lend verk verða einnig á dagskrá há-
tíðarinnar, en eldri verk munu að
sjálfsögðu hljóma í bland við nýmet-
ið.
Á opnunartónleikunum kl. 13 á
morgun í Laugarborg leikur Caput
þætti úr Dönsum dýrðarinnar eftir
Atla Heimi Sveinsson, Portrait 7 eft-
ir Snorra Sigfús Birgisson, Af gleri
eftir Tryggva M. Baldvinsson, þætti
úr Tristiu eftir Hafliða Hall-
grímsson, Kalaïs eftir Þorkel Sig-
urbjörnsson og Equilibrium IV:
Windbells, eftir Huga Guðmunds-
son, sem heyrist nú í fyrsta sinn á Ís-
landi. Verkið var pantað af Caput
fyrir ferð þeirra á heimssýninguna í
Japan 2005, þar sem það var frum-
flutt. Eins og nafnið gefur til kynna
er efniviður verksins sóttur í hljóð-
heim vindsins og bjöllunnar. „Vind-
bjöllur sem margir hafa hangandi á
veröndum er fyrirbæri sem sam-
einar vindinn og bjöllurnar, og þær
hafa alltaf heillað mig mikið,“ segir
Hugi. „Flókinn hrynurinn, sem vind-
urinn stjórnar, er afar ófyrirsjáan-
legur, en verður þéttari eftir því sem
meira blæs.“ Verk Huga er samið
fyrir bassaflautu, bassaklarinettu,
gítar, selló, píanó og tölvuhljóð. Tón-
leikarnir verða endurteknir í Saln-
um í Kópavogi á mánudagskvöld kl.
20.
Línan og Þankar hjá Atón
Tónlistarhópurinn Atón hefur
starfað í átta ár og frumflutt um 40
íslensk verk. Á tónleikum hans í Ými
kl. 20 annað kvöld verða verk samin
fyrir ýmsa miðla, jafnt hefðbundin
hljóðfæri sem rafhljóðgjafa. Verkin
eru 355° eftir Áka Ásgeirsson, Fluff
or Drama eftir Atla Heimi Sveins-
son, Syrpa eftir Charles Ross,
Streptococcaceae eftir Inga Garðar
Erlendsson, Dogons revisited eftir
Kolbein Einarsson, Línan eftir Pál
Ívan Pálsson, Þankar eftir Ríkharð
H. Friðriksson og Progress Across
the Gravel eftir Úlfar Inga Haralds-
son. Verk Úlfars Inga var samið fyr-
ir Atón. Úlfar Ingi segir um verk sitt
að grunnefniviðurinn sé sá sami í öll-
um fimm þáttum þess, sérstaklega
hvað hljóma varðar, og líkir því við
sjónræna liti sem með blöndun
mynda ný blæbrigði eða alveg nýjan
lit. „Að öðru leyti fjallar verkið um
túlkun eða umskrift á efni sem skap-
að var upphaflega með tiltölulega til-
viljunarkenndum aðferðum t.d. þar
sem tölva skráir niður það sem hún
heyrir við hlustun á ákveðna tónlist
sem síðan er túlkað og umskrifað af
mér ef til vill til þess eins að vera
túlkað aftur af vélinni og svo koll af
kolli. Á endanum er túlkunin al-
gjörlega mín og er þannig staðreynd
sem byggist á samskiptaferli þar
sem hugmyndir og tákn taka sífelld-
um breytingum. Einhvers konar se-
míólógísk stúdía um takmörk
mannsins til að höndla kjarna merk-
ingar, en slíkt er í raun forsenda
skapandi frelsis og framþróunar.“
Stjórnandi á tónleikum Atóns er
Stefán Jón Bernharðsson.
Syngjandi skógur
rósaviðar og íbenholts
Ingólfur Vilhjálmsson bassaklar-
inettuleikari og Tobias Guttman
slagverksleikari bjóða upp á hvorki
fleiri eða færri en fimm verk sem
ekki hafa heyrst áður á tónleikum
sínum í Ými á sunnudag kl. 16 og í
Laugarborg á mánudag kl. 20.30. Að
auki leika þeir tvö eldri verk, þar á
meðal Midare eftir hollenska tón-
skáldið Ton de Leeuw, sem hefur
haft mikil áhrif á íslenska tónlist
gegnum íslenska tónsmíðanem-
endur sína í Hollandi. Nýju verkin
sem Ingólfur og Guttman leika eru
Bois chantant eftir Áskel Másson,
The Indigenous Spirit eftir Kolbein
Einarsson, Brainstorm in a Glass of
Water eftir Gunnar Andreas Krist-
insson, 356° eftir Áka Ásgeirsson og
Opna eftir Atla Ingólfsson.
Blásarasveit Reykjavíkur leikur
fjögur verk á tónleikum í Langholts-
kirkju á sunnudagskvöld kl. 20. Þau
eru Preludio sinfonico eftir Pál P.
Pálsson, 2 hugtök eftir Tryggva M.
Baldvinsson, Stef og tilbrigði ópus
43a eftir Arnold Schönberg og
Dream Sequence eftir Ernst Kren-
ek. Verkin fjögur spanna ríflega
hálfa öld, verk Schönbergs var sam-
ið lýðveldisárið 1944, Draumaröð
Kreneks 1976, en íslensku verkin
1999–2000.
Blásarasveit Reykjavíkur var
stofnuð í ársbyrjun 1999 af Kjartani
Óskarssyni, Tryggva M. Baldvins-
syni og fleiri áhugamönnum um
blásarasveitatónlist. Sveitina skipa
nú u.þ.b. 50 hljóðfæraleikarar. Eitt
af höfuðmarkmiðum sveitarinnar er
að hvetja til nýsköpunar á sviði blás-
aratónlistar og fá íslensk tónskáld
og síðar jafnvel erlend til að semja
verk fyrir sveitina.
Maríumúsík Leifs
og Sjö sérhljóðar
Fyrri kórtónleikar Myrkra mús-
íkdaga verða í Langholtskirkju á
þriðjudagskvöld kl. 20, en þar
syngja kórarnir Vox Academica og
Jón Leifs Camerata undir stjórn
Hákonar Leifssonar. Úlfar Ingi
Haraldsson á tvö verk á efnisskrá
tónleikanna, annað þeirra við ljóð
Thomasar Moore, og Maríumúsík
Leifs Þórarinssonar við þrjá Mar-
íutexta verður jafnframt flutt. Nýju
verkin á efnisskránni eru Ísland,
eftir Egil Gunnarsson við ljóð Hann-
esar Péturssonar, Sjö sérhljóðar
handa vini mínum, eftir Hilmar Örn
Hilmarsson, Landslag með tíma,
eftir Hauk Tómasson við ljóð Sig-
fúsar Bjartmarssonar, og Kvenna
heiti, eftir Atla Ingólfsson við texta
Snorra Sturlusonar.
Hilmar Örn er betur þekktur sem
kvikmyndatónskáld en höfundur
kórtónlistar. Hann segir verk sitt,
sem samið er fyrir Vox Academica,
litla tónafórn, sem tileinkuð sé
minningu vinar; hugleiðingu sem
byggist á hugmyndum um helgi
hljóða og þess sem nefnt er.
Nánar verður fjallað um dagskrá
Myrkra músíkdaga í næstu viku.
Myrkir músíkdagar lýsa upp skammdegið
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2006 49
MENNING
NOKKUÐ óvenjuleg og forvitnileg
samsýning stendur yfir í Listasafni
ASÍ, þar hafa listamenn og hönnuðir
leikið sér að faglegum mörkum, farið
yfir þau og jafnvel brotið viljandi all-
ar reglur um höfundarrétt. Nið-
urstaðan er lifandi og skemmtileg
heild, rík að leik sem áhorfandinn
tekur auðveldlega þátt í með því að
skoða hvernig listamennirnir og
hönnuðirnir hafa brugðist við þeirri
áskorun að skipta um hlutverk ef svo
má segja og gengið auk þess frjáls-
lega í hvert annars smiðju. Þar sem
list og hönnun hafa nú lengi vel dans-
að lipran línudans og mörkin þarna á
milli stundum óljós eins og mörkin á
milli hinna ýmsa listgreina eru einnig
oft í dag, er hugmyndin vel þess virði
að hrinda í framkvæmd. Mér sýnist
líka eins og allir sem þátt tóku hafi
auðgast á samstarfinu og það hafi
skilað tilætluðum árangri. Stórtæk-
astur á sýningunni er málarinn Sig-
tryggur Bjarni sem hér fer yfir í
hlutgervingu verka sinna í formi inn-
setningar og gólf- eða vegg-
púsluspils. Innsetning hans í arins-
tofu kemur skemmtilega á óvart en
vegna þess hversu lítið rýmið er
verður minna úr sjónrænum áhrifum
þess en verið gæti. Hin rómantíska
náttúrusýn sem skapast í verkinu
minnir á málverk eftir Caspar David
Friedrich af hafís, slík rómantík gæti
líka notið sín á stórum skala t.a.m. í
útirými Hafnarhússins. Tinna Gunn-
arsdóttir heldur áfram með skor-
dýraþema sitt og útfærir það á hug-
vitssamlegan máta, verk hennar
Fluga á vegg eru skemmtilegur orða-
leikur og taka sig vel út. Sigríður
Ólafsdóttir er hógvær í framsetningu
myndraðar sinnar af Guðrúnu Lísu
en tekst með ágætum að samræma
útgangspunkt sýningarinnar í verk-
inu og leika sér með frjálsan höfund-
arrétt. Endurtekningin er hér henn-
ar helsti styrkur. Ragnheiður
Ingunn Ágústsdóttir leitar skemmti-
lega í smiðju félaga sinna og vinnur
úr verkum þeirra sjálfstæð verk.
Frelsið sem gefið var á höfundarrétt-
inn er mikilvægur þáttur þessarar
sýningar því þannig skapast ekki að-
eins spenna milli faglegra marka og
eiginleika heldur einnig persónuein-
kenna höfunda. Öll þekkjum við líka
markaðssetningu listaverka í formi
tannburstaglasa eða hvers sem er og
hér verður slík markaðssetning að
áhugaverðum leik.
Þegar kemur að markaðssetningu
listarinnar og listneyslu í formi lista-
verkakaupa er áhugavert að velta
fyrir sér eiginleikum listaverksins og
hönnunargripsins. Í minimalískri
innbústísku samtímans á listin í
harðri samkeppni við fullkomnar lín-
ur leðursófans, létta sveigju lamp-
ans, skýrt afmarkaðan prófíl hæg-
indastólsins. Sýning sem þessi vekur
þannig m.a. verðskuldaða athygli á
mörkum lista og hönnunar og hugs-
anlegra markmiða hvoru tveggja.
Verðlagning íslenskra listaverka er
mér þó stundum spurn. Púsl á millj-
ón?
Mitt er þitt
MYNDLIST
Listasafn ASÍ
Til 5. febrúar. Opið alla daga nema mánu-
daga frá kl. 13–17.
Hlutur, verk, hlutverk.
Ragnheiður Ingunn Ágústsdóttir, Sigríður
Ólafsdóttir, Sigtryggur Bjarni Baldvinsson,
Tinna Gunnarsdóttir.
Morgunblaðið/Kristinn
„Sýning sem þessi vekur þannig m.a. verðskuldaða athygli á mörkum lista
og hönnunar og hugsanlegra markmiða hvors tveggja.“
Ragna Sigurðardóttir
KJARTAN Ólafsson, for-
maður Tónskáldafélags
Íslands, segir að Myrkir
músíkdagar hafi þroskast
vel frá því hátíðin var
fyrst haldin, árið 1980.
„Hátíðin var fyrst smærri
í sniðum og haldin annað
hvert ár. Hún var líka
einsleitari, í samræmi við
tíðarandann þá. Í dag er
hún haldin hvert ár, með
mun fjölbreyttari dagskrá, sem er
í samræmi við tíðarandann í dag.
Tónleikum hefur fjölgað, flytj-
endum hefur fjölgað, en síðast en
ekki síst hefur gestum fjölgað.
Undanfarin tvö ár hafa nærri þrjú
þúsund manns sótt tónleika hátíð-
arinnar, en það er mikil aukning
frá því sem var í upphafi.“ Kjart-
an segir viðhorf almennings hafa
breyst, og að það sem í árdaga há-
tíðarinnar hafi verið kallað „arg-
asta framúrstefna“ þyki vera eins
og „huggulegt vöggulag“ í dag
svo ýtrustu viðhorfum sé flaggað.
„Yngra fólkið er opnara og ekki
eins bundið við eldri við-
mið, eins og áður var.
Tónlistarmenntun hefur
líka breikkað með ólík-
um sérskólum, og það
hefur aukið víðsýni og
þekkingu á tónlist.“
Kjartan segir að mikið
hafi verið rætt um það
undanfarin ár að tengja
hátíðina betur lands-
byggðinni og segir það
mjög mikilvægt. Myrkir mús-
íkdagar geti tengst tónleikahaldi
og tónlistarhátíðum út um allt
land. „Ég vona að þetta þýði að
hljóðfæraleikarar og íslensk tón-
list geti farið víðar um landið, en
einnig að tónlistarfólk utan af
landi geti komið og leikið með
okkur í Reykjavík. Við vonum að
samstarfið við Laugarborg nú sé
vaxtarbroddur og vísir að enn
frekara samstarfi við landsbyggð-
ina. Þegar fram líða stundir verða
Myrkir músíkdagar vonandi í neti
tónleika sem haldnir verða um allt
land.“
Argasta framúrstefna eða
hugguleg vögguvísa
umtali fólks á götum úti og
annars staðar. Ég finn það
alls staðar í samfélaginu
hér að starfsemin í Laug-
arborg hefur meðbyr. Fólk
kann að meta og ber virð-
ingu fyrir því sem hér er
gert.“
Norðlendingar eru einn-
ig í röðum flytjenda á
Myrkum músíkdögum, því
Hymnodia, kammerkór
Akureyrarkirkju, syngur á tón-
leikum bæði í Laugarborg, á mið-
vikudagskvöld, og í Langholtskirkju
í Reykjavík laugardaginn 11. febr-
úar. Á tónleikunum verða frumflutt
tvö verk eftir Norðlendinga, þá Jón
Hlöðver Áskelsson og Davíð Brynjar
Franzson. „Annars skilgreini ég
orðið heimamenn öðruvísi en heima-
menn. Heimamaður í tónlistinni á
heima í tónlistarhúsi, hvar sem það
er. Þar er hann heimamaður, hvað
sem öðru líður. Caput er hópur sem
leikur út um allan heim. Ég gleðst
yfir því að Caput skuli nú loksins
spila hér fyrir norðan.“
ÞÓRARINN Stefánsson,
listrænn stjórnandi tón-
leikahalds í Laugarborg,
segir Myrka músíkdaga
lýsa upp skammdegið á
Norðurlandi. „Þetta er í
raun óhjákvæmileg þróun.
Ég skil ekki hvernig tekist
hefur að halda hátíðinni
svona fjarri okkur jafn-
lengi.“ Þórarinn segir
ástæðu þess að samvinna
um tónleikahaldið verði núna, en
ekki fyrr, þá, að í Laugarborg hafi
verið byggð upp mjög góð aðstaða
til tónleikahalds. „Húsið er gamalt
félagsheimili, en var breytt árið
2000 í tónlistarhús. Í kjölfarið hefur
regluleg og markviss starfsemi ver-
ið í húsinu, og þetta er grundvöll-
urinn sem við byggjum á. Við höfum
verið að byggja upp tónlistarlífið
hér á svæðinu eftir mikinn dvala,
sem að hluta til helgaðist af aðstöðu-
leysinu, og erum nú í stakk búin til
að takast á við þetta. Áhugi almenn-
ings er að aukast. Það finnum við
bæði á aðsókninni í Laugarborg og
Heimamaður í tónlistinni á
heima í tónlistarhúsi
Ingólfur Vilhjálmsson
og Tobias Guttman í
Ými sunnudag kl. 16 og
Laugarborg mánudag
kl. 20.30.
„Rósaviðarnótur mar-
imbunnar og íbenholt
bassa-klarinettsins
voru kveikjan að titli
verksins. Verkið er eins
konar fantasía, eða hug-
leiðing, í a-b-c-b-c-a-
formi. Leikið er með
vissa fjölbreytni í tón-
myndun og tónalit í
verkinu. Áberandi eru
einnig andstæður í
hraðavali.“
Áskell Másson um verk
sitt, Bois chantant.
Atón í Ými annað kvöld kl. 20.
„Verkið var samið fyrir Aton-hópinn í mesta
skammdeginu veturinn 2005–06. Þótt það
sé skrifað fyrir kammersveit er það jafnvel
meira rafverk en hljóðfæraverk því hljóð
hljóðfæranna eru oftast notuð sem upphafs-
punktur fyrir rafmögnuð hljóðferli sem enda
stundum á því að bera hljóðfærin ofurliði.
Þótt stundum gangi talsvert á enda sam-
skiptin að lokum í hinu mesta bróðerni.“
Ríkarður H. Friðriksson um verk sitt,
Þanka.
Atón í Ými annað kvöld kl. 20.
„Titillinn segir allt sem segja þarf – stundum
þarf ekki meira.“
Kolbeinn Einarsson um verk sitt, Dogons
revisited.
Vox Academica og Jón Leifs Camerata í Langholtskirkju þriðjudag kl. 20.
„Ég samdi Kvenna heiti við texta Snorra Sturlusonar úr Skáldskaparmálum.
Það var fannst mér nokkuð mátulegt að svara þessari nafnagleði með dá-
litlum hálfkæringi, til dæmis er hluti verksins rappskotinn. Ekki kom það mér
á óvart að nafnaþulan reyndist vel fallin til röppunar, enda er rappið sprottið
úr tímalausri hneigð manna til að tala eða kveða undir taktslætti. Verkið er
fyrir blandaðan kór, hróp-, tal- og sönghóp og einn eða fleiri röppuði. Það er
tileinkað Ingibjörgu Ólafsdóttur.“
Atli Ingólfsson um verk sitt, Kvenna heiti.
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is