Morgunblaðið - 03.02.2006, Side 50
50 FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Sími - 564 0000Sími - 462 3500
N ý t t í b í ó
VELJIÐ HÉR AÐ NEÐAN KVIKMYNDAHÚS OG SÝNINGARTÍMA SEM****
WALK THE LINE kl. 5.30. 8 og 10.30 B.i. 12 ára
FUN WITH DICK AND JANE kl. 8 og 10
MEMOIRS OF A GEISHA kl. 5.20
WALK THE LINE kl. 5, 8 og 11 B.I. 12 ÁRA
WALK THE LINE LÚXUS kl. 5, 8 og 11 B.I. 12 ÁRA
FUN WITH DICK AND JANE kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10
THE FOG kl. 8 B.I. 16 ÁRA
BROKEBACK MOUNTAIN kl. 5, 8 og 10.45 B.I. 12 ÁRA
CHEAPER BY THE DOZEN 2 kl. 4 og 6
HOSTEL kl. 10.10 B.I. 16 ÁRA
FÓR BEINT Á TOPPINN
Í BANDARÍKJUNUM!
THE
FOG
F
U
N
VINSÆLASTA MYNDIN
á Íslandi í dag!
6TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA BESTA TÓNLISTIN,JOHN WILLIAMS
GOLDEN GLOBE
VERÐLAUN
walk the line
„Enginn ætti að láta Walk the Line framhjá
sér fara því myndin er auðgandi fyrir
augun, eyrun og hjartað.“
V.J.V Topp5.is
STÓRKOSTLEG VERÐLAUNAMYND UM ÆVI JOHNNY CASH.
NEW YORK FILM CRITICS´ CIRCLE
BOSTON SOCIETY OF FILM CRITICS
SCREEN ACTORS GUILD (SAG)
NATIONAL BOARD OF REVIEW
BESTA MYND ÁRSINS, BESTI
LEIKARI OG LEIKKONA ÁRSINS
Ein besta
mynd ársins.
Magnaður
leikur hjá
Joaquin
Phoenix
og Reese
Witherspoon
eeee
Dóri DNA / DV
eeee
HJ / MBLeee
Kvikmyndir.is
eee
Kvikmyndir.com
eee
Topp5.is
eee
Rolling Stone
SÖNGVARINN og lagahöfundurinn
Siggi Ármann mun halda útgáfu-
tónleika sína í Tjarnarbíói í kvöld og
hefjast tónleikarnir stundvíslega
klukkan 20. Á tónleikunum mun
Siggi leika og syngja lög af diskinum
Music for the Addicted sem kom út í
haust og fékk víðast hvar mjög lof-
samlega dóma, meðal annars hér í
Morgunblaðinu.
Með Sigga leika á tónleikunum, í
völdum lögum, Strengjakvartettinn
Amina, Örnólfur Kristjánsson á
selló, Davíð Þór Jónsson á píanó,
Kjartan Sveinsson á hljómborð, Sig-
tryggur Baldursson á slagverk og
Steingrímur Guðmundsson á tabla.
Tónlistarmaðurinn Siggi Ármann
hefur markað sér sérstöðu í ís-
lenksu tónlistarlífi.
Tónlist | Siggi Ármann
með útgáfutónleika í
Tjarnarbíói
Ánetjandi
tónlistar-
maður
Siggi Ármann í Tjarnarbíói í kvöld
kl. 20. Aðgangseyrir 1.000 kr.
EINS og alþjóð veit eru stúlkurnar í
Nylon á leið til Bretlandseyja þar
sem þær hyggja á mikla sigra á hæð-
óttum völlum tónlistarinnar þar í
landi. Sérlegur umboðsmaður þeirra
þar, Martin O’Shea, hefur áður stýrt
hljómsveitum á borð við Atomic
Kittens og því ekki nýr í hettunni
eins og nú sannast þegar hver grein-
in á fætur annarri fer að birtast um
Nylon-flokkinn í þarlendum blöðum.
„Iceland’s music scene is as cool
as a glacier“ (Íslenska tónlistar-
senan er jafnsvöl og jökull) er fyr-
irsögn greinar sem birtist á dög-
unum í fagtímaritinu Music Week en
blaðið er á svipuðum nótum og
Billboard í Bandaríkjunum. Þar fer
greinarhöfundurinn Paul Sullivan
yfir feril Nylon-flokksins hér á landi,
tæpir á góðum árangri sveitarinnar
frá því að hún kom fyrst fram og
tekur því til sönnunar að Nylon hafi
skákað sjálfum Robbie Williams
þegar plata hans kom út á Íslandi í
sömu viku og plata stúlknanna.
Í greininni, sem þó er ekki ýkja
löng, er vitnað í Einar Bárðarson,
guðföður sveitarinnar, en í leiðinni
eignar greinarhöfundur Einari vafa-
samt hlutverk í Idol-Stjörnuleit:
„„Í ljósi frábærs árangurs sveit-
arinnar á Íslandi lá það beint við að
það yrði reynt á velgengni hennar á
alþjóðlegum tónlistarmarkaði,“ seg-
ir Bárðarson sem vermir sæti Sim-
ons Cowells í íslensku útgáfunni af
Pop Idol.“
Í lok greinarinnar kemur svo fram
að að baki Nylon séu fjársterkir ís-
lenskir aðilar sem sé mikið í mun að
sveitin njóti velgengni í London sem
og annars staðar í heiminum.
Hver ert þú?
Heldur meira pláss er lagt undir
Nylon-flokkinn í mánaðarritinu TV
Hits magazine en það mun vera eitt
heitasta tónlistartímarit Bretlands-
eyja um þessar mundir þegar kemur
að því að kynna frambærilega popp-
listamenn. Tímaritið kemur út í um
110.000 eintökum og markhópurinn
er krakkar á aldrinum átta til tólf
ára. Blaðinu svipar að miklum hluta
til Bravo-blaðanna sem voru svo vin-
sæl hér í eina tíð en með mörgum lit-
ríkum myndum af stúlkunum eru
þær spurðar um allt milli himins og
jarðar.
Sveitin er kynnt sem það heitasta
sem komið hefur frá Íslandi síðan
snúðarnir í hári Bjarkar voru og
hétu og svo er lesendum gefinn kost-
ur á að stilla sér upp við persónu-
einkenni þeirra Klöru, Ölmu, Emilíu
og Camillu eins og Steinunn Camilla
er nefnd í blaðinu. Samkvæmt
blaðinu er maður Klara ef maður
hefur gaman af tísku og reynir iðu-
lega að breyta útliti sínu. Maður er
klárlega Camilla ef maður er skyn-
samur og sér til þess að vinir manns
hagi sér skikkanlega. Þeir sem líkj-
ast Emilíu eru skipulagðir, stundvís-
ir og forsjálir og svo eru allir þeir
sem segja hug sinn tæpitungulaust
en hafa um leið gaman af því að
semja texta líkastir Ölmu.
Boðið á Brit Awards
Tónlistariðnaðurinn hefur alltaf
snúist að stórum hluta um að vera
sýnilegur, láta á sér bera, og það er
oftast ekki fyrr en á síðari stigum
málsins sem tónlistin sjálf fer að
skipta höfuðmáli. Það ætti því að
hjálpa stúlkunum að komast í sviðs-
ljósið ytra að þeim hefur verið boðið
að sækja Bresku tónlistarverðlaunin
(Brit Awards), en hátíðin fer fram
seinna í þessum mánuði. Stuttu síðar
halda þær svo í sex vikna tónleika-
ferðalag um Bretlandseyjar og fer
allur tíminn þessa dagana í að æfa
og undirbúa sig fyrir þá ferð, auk
þess sem myndband við fyrsta smá-
skífulagið verður tekið upp eftir
rúma viku.
Ekki hefur enn verið ákveðið
hvaða lag verður fyrir valinu en á
heimasíðu Nylon er hægt að heyra
tvö ný lög sem samin voru sér-
staklega fyrir útlendan markað.
Tónlist | Nylon-flokkurinn vekur athygli bresku tónlistarpressunnar
Styttist óðum í tónleikaferðalagið
Stúlkurnar flytjast til London á sunnudaginn en síðar í mánuðinum hefst tónleikaferð um Bretland.
Tveggja síðna grein um Nylon er að finna í nýjasta hefti TV Hits magazine.
Eftir Höskuld Ólafsson
hoskuldur@mbl.is
www.nylon.is