Morgunblaðið - 03.02.2006, Side 56

Morgunblaðið - 03.02.2006, Side 56
MOKFISKIRÍ hefur verið við Grímsey síðustu daga og dæmi um að bátar hafi tvífyllt sig suma daga. Það eru sérstaklega línubátar sem hafa verið að gera það gott, en afli netabáta hefur einnig verið mjög góður. Afli hefur einnig verið ágætur víðar á Norðurlandi, þótt það sé ekki með líku lagi og við Grímsey. „Það er mokfiskirí,“ sagði Garðar Ólason, út- gerðarmaður í Grímsey, þegar Morgunblaðið náði tali af honum niðri á bryggju við löndun um miðjan dag í gær. „Veiðin er búin að vera mjög góð og náttúrlega veðráttan svoleiðis æðisleg. Maður veit varla lengur hvar maður er staddur í veröldinni, logn á hverj- um degi og blíða. Það er búið að róa hvern einasta dag frá því um miðjan janúar og það er mokfisk- irí á línuna og það er fínt í netin líka. Það má eiginlega segja að það sé mokfiskirí í bæði veið- arfærin,“ sagði Garðar. Hann bætti því við að þetta væri vænn fiskur sem fengist. Netafiskurinn væri 5–6 kíló, sem þætti gott í Grímsey en línufisk- urinn sem fengist norðan við eyna væri einnig vænn, þótt hann væri minni en netafiskurinn. Garðar sagði það rétt að fisk- iríið væri svo mikið að bátar hefðu þurft að fara út tvisvar til að koma aflanum að landi. Einn bátur væri að koma að landi núna og hefði átt fjóra og hálfan bala eftir þegar hann hefði verið bú- inn að fylla sig. „Þetta er alveg sérstaklega feitur og fallegur fiskur og hefur haft nóg að éta,“ sagði Garðar. Hann sagði spurður að í netin kæmi nánast eingöngu þorskur, en línuna einnig dálítið af ýsu innan um. Frá því um áramót væru sjálfsagt komin á land hátt í 200 tonn. Fjórir línubát- ar eru gerðir út frá Grímsey og þrír netabátar. Mest rúm 9 tonn „Það hefur verið mjög góður afli,“ sagði Óli Hjálmar Ólason, sjómaður í Grímsey og bróðir Garð- ars, en komið hefur fyrir að undanförnu að hann hafi tvífyllt bátinn vegna mikilla aflabragða á lín- una. Hann rær á litlum Sómabáti og hefur fengið mest rúm níu tonn í róðri og nokkrum sinnum rúm sjö tonn. Með Óla rær son- ur hans Sæmundur. „Þeir eru skrýtnir þessir fiski- fræðingar okkar. Hann er svo feitur, þessi fiskur, að ég hef aldrei séð feitari fisk. Lifrin í honum er meyr, hún er svo feit, og það er hellingur af loðnu í honum. Hann er búinn að melta það núna því loðnan er farin hjá. Maður hefur ekki séð svona feit- an fisk í mörg ár. Þetta er bara Suðurlandsfiskur sem er kominn hér norður fyrir. Hann er bara að flýja heita sjóinn fyrir sunn- an,“ sagði Óli Hjálmar enn frem- ur. Grímseyingar telja að Suðurlandsfiskurinn flýi heita sjóinn fyrir sunnan og segjast aldrei hafa séð feitari fisk Línubátarnir tvífylla sig suma daga ÓLI Hjálmar Ólason, útvegsbóndi í Grímsey, hefur róið alla daga sem gefið hefur frá áramótum og fisk- að grimmt. Óli er nú 74 ára gamall og hefur stundað sjóinn í rúm 60 ár. Hann hefur verið í hópi aflahæstu smábátasjómanna landsins ár eftir ár. Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is Hefur sótt sjóinn í sextíu ár Morgunblaðið/Friðþjófur ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Opið 8-24 alladaga í Lágmúla og Smáratorgi Sumarsól 2006 fylgir blaðinu í dag. Tenerife 39.900* á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2ja-11 ára, í íbúð m/1 svefnherbergi á Parque Santiago 15. júní í viku *Innifalið: Flug, gisting, flugvallarskattar og íslensk fararstjórn. Tyrkl and Portú gal Benid orm Mallo rca Krít Suma rsólBetri ferðir – betra frí 2006 Suma rfríið er dýr mætt – Bóka ðu str ax! BESTU UTANL ANDSF ERÐIRN AR að dó mi þá tttake nda í skoða nakön nun G allup í októ ber 20 05 Nýjung! VEÐRIÐ í höfuðborginni var hlýtt og blautt í ný- liðnum janúarmánuði og mældist meðalhiti í Reykjavík 2 gráður, sem er 2,5 gráðum yfir með- allagi. Hefur hiti ekki mælst meiri síðan árið 1996. Meðalúrkoma í borginni hefur ekki mælst meiri frá árinu 1947 en hún var 153 millimetrar, sem er tvöföld meðalúrkoma. Á Akureyri mældist hins vegar aðeins helmingur meðalúrkomu eða 27 millimetrar. Meðalhitinn var þá 4 gráðum yfir meðallagi, mældist 1,8 stig, og hefur ekki verið hlýrra í janúar síðan árið 1992. Hlýtt var í veðri lengst af mánuðinum og úr- komusamt um landið sunnan- og vestanvert, en fremur þurrt á norðaustanverðu landinu. Mesti hiti mánaðarins mældist 15,4 gráður á Seyðisfirði þann 4. janúar en mesta frost mældist í snörpu kuldakasti um miðjan mánuðinn, 23,2 stig í Veiðivatnahrauni. | 8 Morgunblaðið/Ómar Úrkoma ekki meiri í Reykjavík í 59 ár FULLTRÚAR Samtaka atvinnulífs- ins (SA) höfnuðu í gær alfarið að ræða breytingar á kjarasamningum SA og landssambanda ASÍ, en SA átti í gær fund með forystumönnum ASÍ til að ræða ákvörðun launa- nefndar sveitarfélaganna, að hækka laun þeirra sem lægst laun hafa. Gylfi Arnbjörnsson, fram- kvæmdastjóri ASÍ, segist óttast að misræmi verði í launaþróun á næstu misserum. Gylfi segir ljóst að talsverð ólga sé á vinnumarkaði og hún beinist að vinnuveitendum. Líklegt sé að ein- stökum hópum muni takast að ná fram hækkun, en öðrum ekki. Það muni því verða misræmi á vinnu- markaði sem aftur skapi gremju hjá þeim sem eftir sitja. Hætt sé við að þetta ástand verði til þess að erfiðara verði að ná saman kjarasamningum næst þegar þeir losna. Hann segist telja að við þessar aðstæður sé skyn- samlegra að bregðast við frekar en að binda sig við samninga sem í reynd sé ekki lengur forsenda fyrir. Gylfi segir að fulltrúar SA á fund- inum hafi hafnað þessum sjónarmið- um ASÍ og sagt að starfsemi sveitar- félaganna ætti ekki að stýra launaþróun í landinu. Ekki séu for- sendur fyrir frekari launahækkun- um. Ekki sé gert ráð fyrir frekari fundum um þetta mál þar sem SA hafni algerlega að ræða um breyt- ingar á lágmarkslaunum. Samningar geta losnað í nóvem- ber á þessu ári ef verðbólga hefur verið meiri en forsendur samninga gera ráð fyrir eða ef launaþróun ann- arra er í ósamræmi við launaþróun félagsmanna ASÍ. SA hafnaði alger- lega breytingum á kjarasamningum Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is HLUTDEILD Landsbankans í arðgreiðslum sænska fjárfest- ingarfélagsins Carnegie verður um 1,1 milljarður króna en Landsbankinn er stærsti hlut- hafi í Carnegie með 20,41% af heildarhlutafé. Carnegie birti uppgjör sitt fyrir lokafjórðung síðasta árs í gær og hefur ársafkoma félags- ins aldrei verið betri en alls skil- aði það um 667 milljóna sænskra króna hagnaði og jafngildir það um 5,5 milljörðum króna. Stefna félagsins hefur verið að allur hagnaður verði greiddur út í arð en nú var breytt örlítið frá því og í arð eru greiddar út 634 millj- ónir sænskra króna, 95% af hagnaðinum. Gengi bréfa Carnegie hækk- aði um 2,3% í kauphöllinni í Stokkhólmi í gær. Hlutur Landsbank- ans 1,1 milljarður

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.