Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 2006næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627281234
    567891011

Morgunblaðið - 04.02.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.02.2006, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÖGMUNDI Jónassyni, þingmanni Vinstri grænna, sem á sæti í utanrík- ismálanefnd, sýnist stefna í að sam- komulag gæti náðst á milli Íslend- inga og Bandaríkjamanna um varnarmálin. „Mér sýnist íslenska ríkisstjórnin vera að sýna nýtt frum- kvæði núna og ég hef þá trú að það komi niðurstaða út úr þessum við- ræðum,“ segir hann. Ögmundur segir að sér lítist mjög vel á þá stöðu sem upp er komin í viðræðunum við Bandaríkjamenn um varnarmálin. „Íslensk stjórnvöld eru farin að horfast í augu við veru- leikann. [Þau] vilja axla byrðar sem fullvalda þjóð ber að axla, að starf- rækja eigið samgöngunet og ég held að það sé skref fram á við að við stöndum sjálf straum af kostnaði við flugvöllinn og allt sem honum teng- ist. Reyndar sé ég í þessu mjög mikil sóknarfæri fyrir Íslendinga. Flug- völlurinn er óðum að stækka, þarna eru að skapast ný störf og ég held að það sé ákveðin frelsun að losna und- an þessu oki hugarfarsins, sem kalla mætti nauðhyggju, að trúa því að hér þurfi alltaf að vera her í land- inu,“ segir hann. „Ég lít á þetta sem skref í þá átt að herinn hverfi á brott úr landi. Íslenska ríkis- stjórnin einblínir mjög á mikilvægi þess að hér séu herþotur og sannast sagna hef ég alltaf litið svo á, að þetta tengd- ist ökonómískum þáttum, að herþot- ur í landinu tryggðu að Bandaríkja- menn starfræktu flugvöllinn. Núna þegar sú röksemd er numin brott, þá eru eingöngu herfræðilegar for- sendur til staðar. Sannast sagna þá kem ég ekki auga á úr hvaða átt Ís- lendingar ættu að verða fyrir loft- árás. Hættur sem steðja að Íslend- ingum eru allt annars eðlis. Þá horfir maður til hryðjuverka og ann- ars af því tagi. Það er mín trú að besta vörnin sé að fylgja sanngjarnri og réttlátri stefnu í utanríkismálum og kannski væri farsælasta skrefið sem við stigjum að skapa meiri fjar- lægð á milli okkar og hinnar her- skáu Bandaríkjastjórnar.“ Ögmundur Jónasson Líst vel á þá stöðu sem upp er komin Ögmundur Jónasson GEIR H. Haarde utanríkisráðherra gerði grein fyrir gangi samningavið- ræðnanna við stjórnvöld í Banda- ríkjunum um varnarmálin á ríkis- stjórnarfundi í gærmorgun. Að honum loknum átti Geir fund með utanríkismálanefnd Alþingis. „Mér líst ágætlega á stöðuna,“ sagði Siv Friðleifsdóttir, varafor- maður utanríkismálanefndar, en hún stýrði fundinum í fjarveru Halldórs Blöndal, formanns nefndarinnar. Siv segir það lofa mjög góðu að viðræðurnar séu nú hafnar á ný eftir að hafa legið niðri í talsverðan tíma. „Það er mjög mikilvægt og jákvætt að utanríkisráðherra fékk fundi með mjög háttsettum aðilum í Bandaríkj- unum eins og Condoleezzu Rice. En það er ekki komin niðurstaða enn þá,“ sagði Siv eftir fundinn í gær. Komið hefur fram að Íslendingar lýsa sig reiðubúna til að taka að sér stærri hluta starfseminnar á Kefla- víkurflugvelli, m.a. kostnað við borg- aralega flugið á vellinum. „Við höfum nú þegar tekið yfir m.a. flugumferð- arstjórnina en það er verið að tala um að við tökum mun meira yfir, sem er eðlilegt í ljósi þess að hernaðar- lega flugið hefur stórminnkað en borgaralega flugið stóraukist.“ „Svo er líka verið að ræða um björgunarsveitina og á hvern hátt við getum komið að [henni] og í hvaða mæli. Það er verið að tala um það sem styður við reksturinn á Keflavíkurflugvelli. Þó ekki það sem lýtur beint að vörnum, vegna þess að það er alveg skýrt að sam- kvæmt varnar- samningnum er það hlutverk Bandaríkja- manna.“ Íslensk stjórn- völd hafa lagt áherslu á að F-15-orrustuþot- urnar verði áfram staðsettar á Íslandi. Siv var spurð hvort hún teldi að þokast hefði í samkomulagsátt í því máli. „Það er mjög erfitt að meta það á þessari stundu. Af okkar hálfu hefur verið talið mikilvægt að þessar fjórar her- þotur verði hér til staðar til þess að tryggja varnir landsins,“ segir Siv. ,,Það er ekkert öryggi í heiminum frekar en áður, ófriðvænlegt víða og hlutir geta breyst mjög hratt. Benda má á að í Noregi eru 60 herþotur og 100 í Hollandi svo dæmi séu tekin.“ Tökum yfir þyrluflugið Spurð hvort leitar- og björgunar- sveitin á Keflavíkurflugvelli gegni ekki hernaðarlegu hlutverki til að- stoðar F-15-orrustuþotunum segir Siv: „Það er alveg ljóst að ef við tök- um yfir þyrluflugið, þá þarf að skoða nákvæmlega hvað snýr að borgara- legu öryggi og hvað snýr að hern- aðarþættinum. Það er alveg ljóst að samkvæmt varnarsamningnum sjá Bandaríkjamenn um þessar beinu varnir landsins. Það þarf því að skoða það mjög nákvæmlega hvað í því myndi felast ef við tækjum það yfir.“ Siv Friðleifsdóttir Utanríkisráðherra gerði utanríkismálanefnd grein fyrir gangi varnarviðræðnanna Lofar mjög góðu að viðræð- urnar skuli vera hafnar á ný Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is ÞÓRUNN Sveinbjarnardóttir, þing- maður Samfylkingarinnar, sem sæti á í utanríkismálanefnd, segir Samfylkinguna hafa lagt áherslu á að löngu tímabært sé orðið að hefja efnislegar viðræður um framtíð varnarmálanna. „Í raun hefur ekki verið samið um neitt sem varðar varnarsamninginn við Bandaríkja- stjórn frá því að síðasta bókun var gerð árið 1996 en hún rann út árið 2001,“ segir hún. Ýmsar ástæður hafi svo valdið því að frestast hafi úr hófi að hefja viðræðurnar á nýjan leik. „En það hefur auðvitað líka haft áhrif á framvindu málsins að tekið hefur langan tíma fyrir íslensk stjórnvöld að horfast í augu við þá yfirlýstu staðreynd að Bandaríkjastjórn vill draga mjög úr viðbúnaði hér á landi,“ segir hún og bendir m.a. á að fækkað hefur jafnt og þétt í her- liðinu á Keflavíkurflugvelli og Orion-kafbátaleitarvélarnar voru fluttar frá landinu árið 2004. Þá hafi það legið fyrir á árinu 2003 að Banda- ríkjamenn vildu fara með orr- ustuþoturnar frá landinu. „Síðan þá hef- ur mjög lítið gerst, en það má með góðum rök- um halda því fram að ríkisstjórn Íslands hafi ver- ið í hálfgerðri afneitun vegna þess að hún fékk jú loforð frá Bush um að ekki yrði hreyft við þotunum einhliða en þrátt fyrir það lá fyrir skýr vilji Bandaríkjastjórnar í þessu máli.“ Þórunn segir að nú hafi nýr utan- ríkisráðherra, Geir H. Haarde, komið með útspil í viðræðunum um leitar- og björgunarsveitina og rekstur flugvallarins, sem hafi leg- ið fyrir mjög lengi að hlyti fyrr eða síðar að verða verkefni Íslendinga. Þórunn Sveinbjarnardóttir Von allra að viðræðurn- ar gangi fljótt og vel Þórunn Svein- bjarnardóttir ÞAÐ hafa margir unun af því að sitja á kaffihúsum borg- arinnar og ræða landsins gagn og nauðsynjar enda fram- boð kaffihúsa mikið í miðbæ Reykjavíkur. Kaffihúsaseta er þó ekki allra og virtist drengurinn á myndinni hafa minni áhuga á samræðum eldra fólks en því meiri áhuga á fólkinu sem þrammaði upp og niður Laugaveginn. Hver er þarna úti? Morgunblaðið/Golli SAMKVÆMT könnun sem Gallup framkvæmdi fyrir Leið ehf., um viðhorf landsmanna til gjaldtöku vegna nagladekkja, er meirihluti þjóðarinnar mótfallinn gjaldtöku. Í könnuninni, sem gerð var í janúar síðastliðnum, kemur fram að 53,8% landsmanna eru andvígir því að bifreiðaeigendur greiði sérstakt gjald vegna aukins slits á götum sem rekja má til nagladekkja á höfuðborgarsvæðinu. 38,6% eru hlynntir gjaldtöku og 7,6% eru óákveðnir. Á höfuðborgarsvæðinu eru nið- urstöðurnar svipaðar en 52,5% borgarbúa eru andvígir gjaldtöku en 40,9% eru hlynntir og 6,6% eru óákveðnir. Samkvæmt könnuninni er stuðn- ingur við gjaldtöku mestur meðal búa í miðbæ og vesturbæ Reykja- víkur eða 60,5%. Könnunin var gerð á 3.120 manna úrtaki og var fjöldi svar- enda 800 manns, eða 60,6%. Meirihlutinn á móti gjaldi á nagladekk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
110
Fjöldi tölublaða/hefta:
55340
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.12.2023
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 34. tölublað (04.02.2006)
https://timarit.is/issue/284121

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

34. tölublað (04.02.2006)

Aðgerðir: