Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 2006næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627281234
    567891011

Morgunblaðið - 04.02.2006, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.02.2006, Blaðsíða 31
Innifalið í verði: Ótakmarkaður akstur, allar tryggingar, engin sjálfsábyrgð. Afgreiðslugjöld á flugvöllum. Höfum allar stærðir bíla, 5-7 manna og minibus, 9 manna, og rútur með/án bílstjóra. Höfum bíla með dráttarkrók og smárútur, allt að 14 manna. Smárútur fyrir hjólastóla. Sumarhús Útvegum sumarhús í Danmörku af öllum stærðum - frá 2ja manna og upp í 30 manna hallir. Valið beint af heimasíðu minni. - Þið takið húsið frá í 3 daga án greiðslu og við staðfestum síðan og sendum samning og greiðsluseðla. Einnig má greiða með greiðslukorti. LALANDIA Útvegum sumarhús í Lalandia, einhverju skemmtilegasta orlofshverfi Danmerkur. Lágmarksleiga 2 dagar. Húsbílar, hjólhýsi fyrir VM 2006 Höfum nokkra húsbíla fyrir VM 2006 í Þýskalandi til afgreiðslu frá Kaupmanna- höfn og Flensborg. Getum útvegað hjólhýsi og bíla með dráttarkrók. Fjölbreyttar upplýsingar á heimasíðu; www.fylkir.is Fylkir.is ferðaskrifstofa sími 456 3745 Eina ferðaskrifstofan á Vestfjörðum sem ekki nýtur styrkja frá opinberum aðilum Bílaleigubílar Sumarhús í Danmörku Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga Bílar frá dkr. 1.975 vikan MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2006 31 DAGLEGT LÍF Í FEBRÚAR Nýjar ferðir á Vestfjörðum næsta sumar Í sumar verða nýjar ferðir í boði á Vestfjörðum á vegum Vesturferða á Ísafirði. Helst ber að nefna refa- og nátt- úruskoð- unarferðir á Hornstrandir. Annars vegar er um að ræða dagsferðir að ræða í Jök- ulfirði og síðan fjöldægraferð í Látra- vík og gist verður í Hornbjargsvita. Þetta er í fyrsta skiptið sem refaskoð- unarferðir vera í boði fyrir erlenda og innlenda ferðamenn; hópa jafnt sem einstaklinga. Fyrirhugað er að fara þrisvar sinnum næstkomandi sumar. Leiðsögumaður í þessum ferðum verður Ester Rut Unnsteinsdóttir en hún er líffræðingur að mennt og hefur mikla þekkingu á refnum og lífríki Hornstranda. Hefur rannsakað heims- skautsrefinn ítarlega og þá sér- staklega á Hornströndum. Heimskautarefurinn er talinn hafa ver- ið eina villta landspendýrið á Íslandi við landnám og í Hornstrandafriðland- inu fær hann að lifa óáreittur. Heim- skautarefurinn er með sjaldgæfari refategundum í heiminum. Aðlögun hans að fimbulkulda norðuheim- skautsins hefur gert hann sérstakan að mörgu leyti. Hreinræktaður heim- skautarefur er orðin sjaldgæf sjón. Skáleyjar á Breiðafirði Fyrir tveimur árum var byrjað að bjóða upp bátsferðir með leiðsögn í Skál- eyjar í Breiðafirði. Siglt er frá Stað á Reykhólum út í eyjarnar og tekur sigl- ingin um það bil hálfa klukkustund. Þegar komið er í land er farið í göngu- ferð með ábúendum sem segja frá staðháttum. Bornar eru fram léttar veitingar, jafnvel selkjöt ef vel gefur. Grímsey á Ströndum er önnur áhuga- verð eyja til að heimsækja. Um er að ræða 3ja tíma ferð með leiðsögn, en aðeins tekur stutta stund að sigla frá Drangsnesi. Vesturferðir eru með margar dags- ferðir í boði frá Ísafirði yfir sumarið og má þar nefna daglegar skoðunarferð í Vigur, gönguferð frá Aðavík til Hest- eyrar með leiðsögn og kaffiferðir á Hesteyri. Auk þess eru vinsælar dags- ferðir í Hornvík í júlí með leiðsögu- manni. Mótorhjólaævintýri íHimalaya Hollenski ferðaskrifstofueigandinn, ævintýramaðurinn og Íslandsvinurinn Paul Duijf ætlar að halda kynningu á nítján daga mótorhjólaferð í indverska hluta Himalayafjalla, sem hann ætlar að efna til frá og með 20. júní næst- komandi. Duijf er eigandi hollensku ferðaskrif- stofunnar Travel2Explore og hefur hann í gegnum tíðina ferðast mikið með hollenska göngugarpa um Ísland og Grænland, en undanfarin ár hefur hann einbeitt sér að fjarlægari lönd- um. Duijf segist vera sérlega áhuga- samur um að fá Íslendinga með í för þar sem þeir séu svo „skemmtilega brjálaðir“. Nánari upplýsinga er að finna á vef Vesturferða www.vestur- ferdir.is eða í síma 456-5111. Fyrir áhugasama má benda á að kynningin verður haldin í Salnum á Farfuglaheimilinu í Reykjavík, Sundlaugavegi 34, laugardaginn 11. febrúar kl. 16.00. www.travel2explore.com VEFURINN www.florens.is, er fyrir Íslendinga, sem eru á leið til Toskana á Ítalíu og hafa áhuga á að dvelja þar til lengri eða skemmri tíma. Boðið er uppá íbúðir eða hús til leigu ýmist í Flórens eða í sveitum Toskana. Það er Bergljót Leifsdóttir, sem sér um útleiguna en hún hef- ur búið á Ítalíu frá árinu 1986. Hún nam ferðamálatækni í al- þjóðlegum ferðamálaskóla í Flór- ens og hefur starfað við útleigu sumarhúsa fyrir fasteignasölu frá 1996.  FERÐALÖG Sumarhús til leigu í Toskana www.florens.is Morgunblaðið/Ómar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 34. tölublað (04.02.2006)
https://timarit.is/issue/284121

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

34. tölublað (04.02.2006)

Aðgerðir: