Morgunblaðið - 04.02.2006, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 04.02.2006, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2006 43 MINNINGAR ✝ Lovísa Ingvars-dóttir fæddist í Neðra-Dal í V-Eyja- fjallahreppi í Rang- árvallasýslu hinn 20. júlí 1912. Hún lést á dvalarheim- ilinu Lundi á Hellu hinn 26. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Ingvar Ingvarsson, f. 1874, d. 1955, og Guð- björg Ólafsdóttir, f. 1875, d. 1950. Systk- ini Lovísu voru 14 og er ein systir hennar á lífi, Ingi- björg Fjóla. Lovísa giftist 8. júlí 1933 Óskari Sigurþór Ólafssyni frá Kjóastöð- um í Biskupstungum, f. 26. ágúst 1908, d. 10. júní 1990. Þau eign- uðust 12 börn og eru 10 þeirra á lífi: 1) Ólafur Siggeir, f. 1934. Var kvæntur Sigrúnu Þorláksdóttur og eiga þau tvö börn. Þau slitu samvistum. 2) Elínborg, f. 1935. Maki Sæmundur Ágústsson, d. 2000. Þau eignuðust fjögur börn og eru þrjú þeirra á lífi. Fyrir átti Sæmundur tvær dætur. 3) Guð- björg Ingunn, f. 1937. Maki Högni Guðmundsson. Þau eiga þrjú börn. 4) Sigurður, f. 1938. Maki Sigrún Ólafsdóttir og eiga þau tvö börn. Fyrir átti Sig- rún eina dóttur. 5) Jón Þórir, f. 1943. Maki Sigríður Ing- unn Magnúsdóttir og eiga þau þrjú börn. 6) Magnús Þór, f. 1944. Maki Sesselja Kristjáns- dóttir og eiga þau eina dóttur. 7) Ant- on, f. 1947. Maki Sigríður Kjartans- dóttir, þau eiga fjögur börn. Þau slitu samvistum. Í sambúð með Guðborgu Hrefnu Hákonardóttur. 8) Eyþór, f. 1950. Maki Birna Jónsdóttir og eiga þau einn son. Þau slitu samvistum. Kvæntur Áslaugu Helgen og eiga þau þrjú börn. 9) Guðmundur Þór- arinn, f. 1952. Maki Elísabet Ingv- arsdóttir og eiga þau tvö börn. 10) Stefán Ingi, f. 1955. Var í sambúð með Kristínu Bjarnadóttur og áttu þau einn son sem lést. Þau slitu samvistum. Í sambúð með Hrönn Jónsdóttur og á hún tvö börn. Útför Lovísu verður gerð frá Selfosskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. Í dag verður jarðsett elskuleg tengdamóðir mín, Lovísa Ingvars- dóttir frá Hellishólum í Fljótshlíð, en hún andaðist á Dvalarheimilinu Lundi, Hellu 26. jan. sl. Lovísa var fædd 20. júlí 1912 að Neðradal undir Eyjafjöllum en var ung tekin í fóstur af móðursystkinum sínum í Hellis- hólum í Fljótshlíð, þeim Elínborgu Ólafsdóttur og Sigurði Ólafssyni sem þar bjuggu. Hinn 8. júlí 1933 giftist hún Óskari Ólafssyni frá Kjóastöðum, hann var fæddur 26. ágúst 1908 og tóku þau við búi á Hellishólum. Lovísa og Ósk- ar eignuðust 12 börn og eru 10 þeirra á lífi. Lovísa og Óskar bjuggu mynd- arbúi að Hellishólum og var vinnu- dagur oft langur ekki síst hjá hús- móðurinni í sveitinni á þessu mannmarga heimili. Öllum sem komu var veitt af þeim rausnarskap og örlæti sem einkenndi Lovísu alla tíð og öllum fagnað eins og þráðum vinum og voru þau hjón samtaka í því sem öðru því þeirra aðalsmerki var að öllum átti að líða vel á heimili þeirra bæði mönnum og málleysingj- um. Um 1970 fluttu þau hjónin að Sel- fossi og áttu þar um 20 góð ár saman en þá veiktist Óskar og dó 1990. Ást og virðing einkenndi sambúð þeirra hjóna sem kom best í ljós í veikind- um Óskars en þá annaðist Lovísa hann með einstakri ást og fórnfýsi uns yfir lauk. Við andlát Óskars var eins og einhver hlekkur brysti hjá henni, gleðineistinn slokknaði og söknuðurinn var sár og mikill og eig- inlega var eins og hún yrði aldrei söm aftur. Lovísa veiktist alvarlega nokkru seinna og náði sér aldrei að fullu og flutti að Lundi þar sem hún naut frábærrar þjónustu og eru starfsfólki Lundar færðar hjartans þakkir fyrir kærleiksríka umönnun. Ég og fjölskylda mín þökkum ást- ríka samfylgd og vináttu liðinna ára og sérstakar kveðjur og þakkir frá Önnu dóttur okkar sem dvelur er- lendis. Blessuð sé minning góðrar konu. Þig kveðja börnin, byggðin, vinir allir, hin bjarta minning þeim í huga skín. Við anda þínum brosa himna hallir, þar heilög ljóma kærleiksverkin þín. (F.J. Arndal.) Hvíl í friði. Sigrún Ólafsdóttir. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Þetta er ein af bænunum sem amma Lovísa kenndi mér þegar ég var lítil í sveitinni hjá henni og afa í Hellishólum og mun hún alltaf minna mig á ömmu. Mig langar að minnast ömmu minnar Lovísu með örfáum orðum. Það streyma fram allar góðu minningarnar frá því ég var lítil stelpa og naut þeirra forréttinda að vera í sveitinni hjá ömmu og afa í Hellishólum, þar var alltaf líf og fjör, nóg að gera og mikill gestagangur. Margt var hægt að gera sér til dund- urs í sveitinni, ekki var nú leiðinlegt að laumast í búrið og stela sér rús- ínum úr kassanum sem þar var geymdur. Mitt uppáhaldsverk hjá ömmu og afa var að fara niður í kjall- ara og tína eggin frá hænunum og var alltaf jafnspennandi að vita hvað ég fyndi mörg egg, stundum var græðgin svo mikil að ég setti egg í vasana og þá fór yfirleitt illa en aldr- ei fékk ég skammir þó eggin væru ekki öll heil sem ég skilaði til ömmu og ég þyrfti að skipta um föt. Mér er minnisstæðastur kofinn sem ég og systir mín fengum til afnota til að gera okkur bú og alltaf var hægt að sníkja eitthvað hjá ömmu til að skreyta drullukökurnar með og svo kom amma í kaffi og við fengum mik- ið hrós fyrir gott kaffi og meðlæti, því hlaðborð af kökum og krásum var ömmu aðalsmerki og haldið fast að gestum að þiggja góðgerðir. Dýr- mætasta minningin er þegar við fór- um að sofa og amma lét okkur krjúpa við rúmstokkinn og biðja bænirnar okkar upphátt og signa okkur á eftir og kenndi hún okkur margar bænir sem ég hef búið að alla tíð síðan. Þetta var alltaf heilög stund því amma var mjög trúuð kona. Ég hef alltaf litið mjög upp til ömmu og þegar ég var yngri var það mín heitasta ósk að verða lík henni, þ.e. að eiga fullt af börnum, búa í sveit, vera alltaf með hlaðborð af krásum og kökum og svona brosmild og hjartahlý. En árin líða og maður eldist og sér að það er ekki auðvelt að feta í fótspor ömmu minnar, hvílík ofurkona sem mér fannst hún vera, allavega held ég að það sé borin von að ég nái barnafjöldanum hennar. Árið 1970 fluttu amma og afi á Sel- foss og áttu þar góð ár saman og mér fannst alltaf unun að sjá hvað þau voru samhent og kærleiksrík hjón og báru mikla virðingu hvort fyrir öðru og er það okkur hinum til eftir- breytni. Alltaf var jafnnotalegt að koma til þeirra, aldrei mátti neita því að fá sér hressingu, það var ekki hlustað á það því það var bara skylda. Þegar afi féll frá þá slokknaði ákveðinn lífsneisti hjá elsku ömmu, bjó hún áfram á Selfossi með Lilju systur sinni en síðan veiktist hún og upp frá því átti hún heima á dval- arheimilinu Lundi á Hellu þar sem vel var um hana hugsað fram í and- látið. Var ég að vinna þar við að- hlynningu í eitt ár, 1999–2000, og var þeirrar gæfu aðnjótandi að vera í ná- vist hennar og dekra aðeins við hana og áttum við oft góðar stundir saman við spjall. Á annan í jólum sl. kom ég ásamt dætrum mínum til ömmu og var hún þá með hressara móti og verður þessi notalega stund með henni ásamt myndunum sem voru teknar af henni með langömmubörn- in okkur dýrmæt minning. Eins og alltaf var nammidósin tekin fram full af góðgæti og urðum við að halda okkur vel við efnið að borða og fórum heim með nesti í vösum. Elsku amma mín hefur nú loksins fengið langþráðu óskina sína upp- fyllta að komast til afa og veit ég að hann hefur beðið með útbreiddan faðminn sinn, sem alltaf var svo þétt- ur og hlýr, og tekið á móti henni. Ég og fjölskylda mín minnumst ömmu og afa frá Hellishólum með þökk og virðingu með þessum ljóðlínum. Þakkir okkar ástvinanna orð á vör ei túlkað fá stíga fljótt í himinhæðir helgum bænarvængjum á. Biðjum góðan Guð að launa gæðin öll og ykkar tryggð ástkær minning um ykkur lifir aldrei gleymskuhjúpi skyggð. (Höf. ók.) Hvíl í friði. Lovísa Björk Sigurðardóttir. Elsku amma. Við og stúlkurnar okkar þökkum þér alla ástúð og umhyggju með þessum ljóðlínum: Blessuð, margblessuð, ó, blíða sól, blessaður margfalt þinn beztur skapari, fyrir gott allt, sem gjört þú hefur uppgöngu frá og að enda dags. (Jónas Hallgrímsson.) Anna Sigrúnardóttir og Þórður Runólfsson, Bandaríkjunum. Elsku amma, þá er komið að kveðjustund. Það er svo margs að minnast. Það var svo notalegt að koma til ykkar afa, alltaf tekið vel á móti okk- ur og ekki máttum við fara fyrr en búið var að gæða sér á kökuhlað- borðinu þínu. Það voru heldur ekki ófáir vettlingarnir og sokkarnir sem þú prjónaðir á okkur systur og öll hin barnabörnin. Já, elsku amma, þú hafðir stórt hjarta, hugsaðir ávallt um líðan ann- arra. Sumarið 1990 dó afi eftir erfið veikindi og missir þinn var mikill. Árið 1993 fékkst þú blóðtappa og í kjölfarið fórst þú á dvalarheimilið Lund á Hellu. Þar áttir þú svo heim- ili til æviloka. Það var yndislegt að þú skyldir geta verið með okkur á ættarmótinu í Goðalandi síðastliðið sumar og að þú gast séð breyting- arnar á fjósinu á Hellishólum. Komin veitingasala í staðinn fyrir básana þeirra Huppu og Hryggju. Við viljum að lokum þakka öllu starfsfólki á Lundi fyrir frábæra umönnun og hlýju í garð ömmu og sérstaklega Ebbu systur hennar mömmu fyrir allt sem hún gerði fyrir ömmu. Það var henni mikill stuðn- ingur að hafa hana svo nálægt sér síðustu æviárin. Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð. Þú vaktir yfir velferð barna þinna. Þú vildir rækta þeirra ættarjörð. Frá æsku varstu gædd þeim góða anda, sem gefur þjóðum ást til sinna landa og eykur þeirra afl og trú. En það er eðli mjúkra móðurhanda að miðla gjöfum – eins og þú. (Davíð Stefánsson.) Elsku amma. Loksins hafði afi af að tosa þig yfir skurðinn eins og þig var búið að dreyma. Við kveðjum þig að sinni. Blessuð sé minnig þín. Ragnheiður og Elínborg. LOVÍSA INGVARSDÓTTIR Elsku amma, ég sé þig fyrir mér eldsnemma að sumarmorgni, lengst niðri á túni, bíðandi eftir að einhver merin myndi nú kasta, og þegar ég vaknaði þá var komið folald, og þú sæl og ánægð með einn gæðinginn enn. Ég veit að það verður tekið vel á móti þér hinum megin, því þar átt þú marga góða að. Þú sagðir mér að þitt fyrsta verk þegar þú færir yfir móðuna miklu væri að þeysa um á þínum uppáhalds hesti, hon- um Kulda sem biði þín tilbúinn. Elsku amma mín, ég kveð þig með söknuði og þakka þér allt sem þú hefur fyrir mig gert, megi góður guð og allir hans englar taka á móti þér og varðveita þig. Grétar Reynisson. Elsku amma. Ég vildi bara þakka þér fyrir allt það dýrmæta sem þú hefur gefið mér. 16 löng ár, full af væntumþykju, samveru og yndislegum stundum, en samt voru þau alltof stutt. Það verður skrýtið að hafa þig ekki hér hjá okkur og ég mun sakna þín sárt en einhvern tímann tekur allt enda. Við hin sem eftir erum eigum þúsundir af minn- ingum, hver man t.d. ekki eftir grjónagrautnum hennar ömmu, kanilsykrinum í brúnu könnunni eða namminu í hornskápnum með brotna glerinu? Sama hvað barna- börnin voru mörg hjá þér í einu og hversu mikið þú hafðir að gera, alltaf hafðirðu tíma til þess að sinna okkur með leikjum, söng, sögum, fróðleik og endaðir svo á því að baka pönnukökur ofan í allt liðið. Á þessum stundum varstu okkur frekar sem jafningi heldur en amma. Það er margs að sakna en innst inni gleðst ég yfir því að nú ertu loks orðin fullfrísk aftur, kom- in á hestbak og í faðm eiginmanns, sonar og annarra ástvina sem taka á móti þér. Ofarlega í huga mér nú er lagið okkar sem við sungum allt- af saman þegar ég var yngri, lagið sem segir svo krúttlega sögu úr Bárðardalnum. Fyrsta erindið af 10 fylgir hér. Um klettana hoppar hann Kiddi enn og klifrar í skútann inn. Svo óvenjuhræddur við alla menn og allt nema skuggann sinn. Hjá skugganum sefur hann sérhverja nótt og sjálfsagt á morgnana vaknar hann fljótt. Því kuldinn og sulturinn sækja þá að og senda’nn Kidda af stað. Góða ferð, þú skilar kveðju. Þín Tinna. Í Stóru-Tungu í Bárðardal trítl- aði ung stúlka á eftir hestum, hún var lágvaxin með rauðbirkið hár. Þetta var um vetur og hún beið spennt eftir að pabbi hennar kæmi heim úr erindum austur á landi. Er hann loks kom sagði hann henni frá því að í Möðrudal væru minnst tuttugu folaldsmerar. Stúlkan varð viðþolslaus, enda óð í hesta, þangað varð hún bara að fara. Hún nauðaði og bað, þar sem pabbi hennar gat neitað henni um fátt fékk hún að fara sem vinnukona þangað um vorið. Í Möðrudal á Fjöllum þrammaði um ungur maður, hann var mynd- arlegur og íþróttamannslega vax- inn. Þetta var um vor og hann hafði í nógu að snúast enda vinnusamur. Hann vænti sumarfólksins og þar á meðal dóttur hans Sveins í Stóru- Tungu. Til að gera langa sögu stutta þá urðu börnin tíu, barnabörnin þrjá- tíu og níu og barnabarnabörnin ennþá fleiri og fer stöðugt fjölg- andi. Á gestrisnu heimili þeirra Mar- grétar og Vilhjálms ríkti alltaf leik- ur og glaðværð. Elsku amma, takk fyrir klein- urnar og partana, sokkana, vísurn- ar og sögurnar, megirðu ríða á tölti á honum Kulda þínum á móts við gamla vini á fornfrægum hestum. Agnes Brá Birgisdóttir. Vinir fara einn af öðrum og nú er það Margrét mín frá Eyvindará, sem áður átti heima í Möðrudal, sem flytur á æðri stað. Ég er búin að þekkja þessa konu eins lengi og ég man. Það var alltaf jafn gaman að koma í Möðrudal, sitja á tröpp- unum við veginn og sjá bílana bruna hjá. Kíkja í húsið til afa og skokka svo yfir til þín. Gaman var að setjast við eldhúsborðið, þar sem alltaf var fullt af fólki. Þú veittir öllum með bros á vör og ég sé ykk- ur mömmu í anda, þessar lágvöxnu skörungslegu vinkonur, sem drifuð upp heilu veislurnar eins og hendi væri veifað. Ferðir okkar frá Víðirhóli í Möðrudal voru ófáar þar sem órjúf- anleg vináttubönd höfðu myndast milli ykkar mömmu strax og þú komst þangað. Síðan fluttuð þið Villi með börn ykkar í Eyvindará og þegar við fluttum af Fjöllunum buðuð þið fjölskyldunni að vera hjá ykkur heilt sumar. Það þótti ekki tiltökumál að taka 5 manna fjöl- skyldu inn á heimilið, því alltaf var nóg hús- og hjartarými hjá þér. Okkur stelpunum fannst svo gaman að heyra ykkur vinkonurnar rifja upp gömlu dagana í Möðrudal. Minningar ykkar tengdust oft hestaferðum, sem þið höfðuð stund- að og jafnvel farið á hestum til messu í Vopnafirði. Margt höfðuð þið brallað saman. Þetta sumar var mjög skemmtilegt. Venni var með kýr í Búbót á Egilsstöðum og þang- að fengum við að fara með honum. Okkur þótti þetta langt ferðalag og þó við sætum á pallinum varstu aldrei hrædd um okkur. Þú varst ekki að gera óþarfa rellu út af hlut- unum, það var ekki þinn stíll. Ef eitthvað fór úrskeiðis fengum við að heyra það, en svo var það búið mál. Þegar við fluttum til Akureyrar var alltaf jafn gaman þegar þú komst í heimsókn, hress og kát, sem var þitt aðalsmerki. Þegar unglingsárin skullu yfir okkur Jóku vinkonu taldi mamma best að senda okkur til þín úr sollinum á Ak- ureyri. Hún var viss um að þér tækist að tjónka við okkur og það tókst þér. Þegar þú varst orðin hrædd um að við myndum kveikja í hlöðunni sendir þú mig til Önnu Stínu á Reyðarfirði, þar með gátum við ekki brallað neitt, þar sem símalaust var á milli. Þegar ég flutti til Egilsstaða hitt- umst við oftar og þegar ég kom varstu úti á túni að líta eftir hest- unum, í hænsnahúsinu, við prjóna- vélina eða jafnvel í eldhúsglugg- anum að bíða eftir að nýtt folald liti dagsins ljós. Þér tókst að láta mig finna að ég væri meira en velkomin og mikils virði. Á skemmtilegum rabbstundum fannst mér ég kynn- ast mömmu minni betur, því líklega hefur enginn þekkt hana betur en þú. Hún er indæl sagan sem þú sagðir mér, að mamma hefði nánast bannað þér að fara frá Möðrudal áður en Villi kæmi heim úr skól- anum, sem varð til þess að þú fórst hvergi og þið urðuð samferða í gegnum lífið. Þér fannst mamma hafa Villa í guðatölu og hún bæri ábyrgð á ykkar farsæla sambandi. Okkar síðustu samverustundir voru þegar þú fluttir á sambýli aldraðra á Egilsstöðum. Þetta var dálítið erfitt fyrir þig, en þú raul- aðir þig í gegnum það. Ef ég var ekki eins og þú vildir hafa mig var ég ekki dóttir þeirra Stínu og Óla. En nú snerist dæmið við, ég hugs- aði um þig, passaði og verndaði og þú varst hissa þegar ég var hrædd um þig. Þótt gleymska og þvíumlíkt hefði hrjáð þig vegna aldurs var alltaf stutt í þinn góða húmor. Ég gæti haldið áfram að rifja upp dýr- mætar minningar um þig, en ég geymi þær í hjarta mínu og reyni að nýta mér æðruleysi þitt, góðvild og gleði. Þegar pabbi og mamma fluttu yf- ir á æðri tilveru fannst þér þau eig- ingjörn að hafa skilið þig eina eftir. En nú ertu komin til þeirra og margir hafa tekið þér opnum örm- um og nú ertu ekki lengur ein í herbergi. Ég sendi börnum Möggu og Villa, fjölskyldum þeirra og öllum þeim er elskuðu hana mínar dýpstu samúðarkveðjur með ósk um að þau dvelji ávallt í ljósi guðs. Oktavía Ólafsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.