Morgunblaðið - 04.02.2006, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 04.02.2006, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2006 55 FRÉTTIR 57 NEMENDUR við Háskóla Íslands hlutu IPMA vottun, stig D, sem er viðurkennd alþjóðleg vottun í verkefnastjórnun á vegum Verkefnastjórnunarfélags Íslands, 21. janúar sl. Nem- endur, sem hlutu vottunina, eru annars vegar í MPM námi sem er tveggja ára meistaranám með vinnu í verkefnastjórn- un við verkfræðideild HÍ og hins vegar Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun sem er 15 eininga nám við Endurmenntun HÍ. Vottun IPMA eða International Project Management Asso- ciation skiptist í fjögur stig; A, B, C og D. Stigin taka mið af þekkingu og reynslu umsækjenda ásamt stærð og umfangi þeirra verkefna sem lögð eru til grundvallar vottuninni. D vottun er fyrsta stigið í ferlinu og er staðfesting á þekkingu nemanda á aðferðafræði verkefnastjórnunar, segir í frétta- tilkynningu. Nú hafa alls 130 Íslendingar hlotið slíka vottun frá því að IPMA vottun hófst hér á landi árið 1997. Fengu vottun í verkefnastjórnun NÁMSKEIÐ verður á vegum Tal- þjálfunar Reykjavíkur um tal- og málörvun með sértæk úrræði og árangur í brennidepli. Námskeiðið sem fer fram 10. febrúar kl. 9–13, er ætlað leikskólakennurum, grunnskólakennurum, sérkenn- urum og foreldrum barna með frá- vik í máli og tali. Aðrir áhugasamir um málefnið eru velkomnir. Áhersla verður lögð á að kynna grundvallarþætti sem nauðsynlegt er að kunna skil á til að styðja ein- staklinga með frávik í máli og tali, hvernig ná á hámarksárangri í stuðningi og hvaða þjálfunarefni skal nota. Á námskeiðinu verða fyrirlestrar og málsmiðjur um efn- ið, einnig verða sérstök tilboð á málörvunarefni sem verður til sölu. Skráning fer fram hjá Talþjálfun Reykjavíkur og í gegnum net- fangið tal@simnet.is. Námskeið um tal og málörvun Rangt föðurnafn Rangt var farið með föðurnafn Jens Kjartanssonar, yfirlæknis á lýta- lækningadeild Landspítalans, í Morgunblaðinu í gær í frétt um bata drengs sem varð fyrir alvar- legum bruna í Grafarvogi í nóv- ember. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Rangt föðurnafn Í fréttum Morgunblaðsins um verð á skólamáltíðum hefur verið farið rangt með nafn Þorsteins Hjart- arsonar skólastjóra Fellaskóla. Beðist er velvirðingar á mistök- unum. LEIÐRÉTT ÍSLANDSMÓT í suður-amerískum og samkvæmisdönsum eða 5 og 5 dönsum og Íslandsmót í gömlum dönsum verða haldin í Laugardals- höll í dag, laugardaginn 4. febrúar og á morgun, sunnudag. Mótið verður sett á laug- ardag kl. 17 og stendur til kl. 21. Á sunnudag verður mótið frá kl. 11 til 16. Íslands- mót í göml- um dönsum hefst að því loknu og er áætlað að því ljúki kl. 18. Skráðir þátttakendur í suður- amerískum dönsum eru 101 dans- par og í samkvæmisdönsum eru skráð 127 danspör. Þá eru 72 dans- pör skráð á Íslandsmót í gömlum dönsum. Dómarar í 5 og 5 dönsum verða frá fimm Evrópulöndum, það er Bretlandi, Danmörku, Noregi, Sví- þjóð og Þýskalandi. Gömlu dansana dæma hins vegar fimm íslenskir dómarar. Tímatafla mótanna er á heima- síðu DSÍ ww.danssport.is Íslandsmót í suður-amerískum 1.990- Verð áður: 2.990- 4.990- Verð áður: 6.960- 14.980- Verð áður: 19.970- 1.990- Verð áður: 2.890- 990- Verð áður: 1.990- 1.990- Verð áður: 4.860- 2.990- Verð áður: 3.890- 11.740- Verð áður: 18.850- 1.875- Verð áður: 3.870- Úrval l jósa á frábæru verði! Allt að 70 afsláttur% ÚT SÖ LUL OK ! Opi ð la uga rda g fr á 11 -16 og sun nud ag f rá 1 3 -1 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.