Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 2006næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627281234
    567891011

Morgunblaðið - 04.02.2006, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 04.02.2006, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2006 49 MINNINGAR ✝ María Björns-dóttir Hansen fæddist á Refsstöð- um á Laxárdal í A- Hún. 5. mars 1920. Hún lést á dvalar- heimili Sauðárkróks 26. janúar síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Björn Leví Gestsson, f. á Litlu- Ásgeirsá 28. septem- ber 1889, d. 18. jan- úar 1971, og María Guðmundsdóttir f. á Torfustöðum í A- Hún. 3. nóvember 1881, d. 20. ágúst 1976. Systur Maríu voru Bergþóra, f. 20. mars 1910, d. 13. ágúst 1946; Heiðrún, f. 31. október 1911, d. 30. maí 1988; Þorgerður, f. 22. nóvember 1912, d. 23. nóvem- ber 1994; og stúlka, f. 19. júlí 1927, d. 19. júlí 1927 (fædd andvana). María giftist Matthíasi Kristjáni Friðrikssyni Hansen 29. júní 1946. Sonur þeirra er Kristján Þór Han- sen, f. 10. júlí 1950, kona hans Sig- urbjörg Egilsdóttir, f. 1. ágúst 1950. Börn þeirra eru: 1) Kristján Örn, f. 1968, maki Sigríður Mar- grét Ingimarsdóttir, f. 1968. Dæt- ur þeirra eru Ingunn, f. 1990, Sig- urbjörg, f. 1997, og Margrét, f. 2002. 2) Egill Jón, f. 1970, maki Sigurósk Guðbjörg Kristjánsdótt- ir, f. 1968. Börn þeirra eru Magnea Ýr Gylfadóttir, f. 1991; Hrafnhild- ur María, f. 2000, Guðjón Þór, f. 2001. 3) Ásdís, f. 1972. Börn hennar eru Sunna Rut Stefáns- dóttir, f. 1990, og Kári Sveinberg Bjarnason, f. 1993. 4) María, f. 1978, maki Bjarni Bald- vinsson, f. 1976. Dætur þeirra eru El- ísa Sól, f. 2001; og Lilja Björg, f. 2003. Einnig ólu þau María og Matthías upp frá unga aldri systurson Mar- íu, Sævar Einarsson, f. 9. apríl 1942, maki Guðlaug Gunnarsdótt- ir, f. 19. ágúst 1942. María brautskráðist úr Sam- vinnuskólanum 1940. Hún vann skrifstofustörf hjá Kaupfélagi Skagfirðinga 1940–41. Hún var aðalbókari á skrifstofu Ríkisspít- alanna í Rvík 1941–44. María nam í Húsmæðraskóla Reykjavíkur 1944–45. Fyrstu árin eftir gift- inguna vann hún hálfs dags vinnu á skrifstofu sýslumanns á Sauðár- króki, en vann síðan sem bókhald- ari og fleira við flutningafyrirtæki eiginmanns síns „Kristján og Jó- hannes“ þar til þeir bræður seldu fyrirtækið. Útför Maríu verður gerð frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku amma. Nú húmar og svefninn þig hrífur og ber þig á höndum sér burt á dúnmjúku skýi þú svífur en líkaminn sölnar sem jurt. Börnin þín sárlega sakna þau spyrja um dauðann og þig og hvenær þú ætlir að vakna og koma og spila við sig. Hjá okkur mun minningin lifa við máttvana kveðjum þig nú, hjá okkur mun lífsklukkan tifa uns sjáumst við ég og þú. Það er ekki auðvelt að setjast nið- ur og skrifa minningargrein um þig, elsku amma, það er af svo miklu að taka að það væri efni í heila bók ef maður hefði ekki takmarkaðan stafa- fjölda til nota. Þú ert besta amma sem nokkur getur hugsað sér og ekki síður lang- amma. Minningar dætra okkar um lang- ömmu og samverustundirnar með þér eiga eftir að lifa með þeim. Fyrstu skrefin út í heiminn voru tek- in með þinni handleiðslu og um- hyggja þín átti sér engin takmörk. Þú kvartaðir aldrei og barlómur var þér ekki að skapi. Eftir stutta sjúkralegu kom kallið í friðsælum svefni. Nú ertu laus við meinið sem gerði þig þreklausa og gerði það að verkum að þú gast ekki gert það sem hugurinn vildi. Takk fyrir allt og allt, elsku amma, Guð geymi þig. Kristján Örn, Sigríður Margrét, Ingunn, Sigurbjörg og Margrét. Það rifjast upp margar góðar minningar þegar ég hugsa um Maju ömmu, sérstaklega minningar frá því að ég var krakki, fór ég þá oft til hennar á Skagfirðingabrautina eftir skóla og gaf hún mér gjarnan mjólk- urglas og með því. Svo átti hún alltaf til kandís á eldhúsborðinu. Maja amma eldaði stundum góm- sæta fjallagrasasúpu sem ég mun aldrei gleyma, hún var frábær kokk- ur, eldaði ekta íslenskan og hollan heimilismat sem ég var svo heppin að fá að njóta í gegnum tíðina. Maja amma var ástúðleg og ynd- isleg, hafði einstaklega gott hjarta- lag og var mjög geðgóð kona, það var alltaf gott að vera hjá henni og hún hugsaði ávallt vel um sína nánustu. Á jóladag ár hvert allt til ársins 2003 kom fjölskyldan saman á Skag- firðingabrautinni og minnist ég sér- staklega góða matarins og marens- kökunnar góðu í eftirrétt, litla gamla jólatrésins með gamla fallega skrautinu, hlýju og gestrisni hennar Maju ömmu. Ég hitti ömmu í síðasta sinn síð- astliðið sumar, hún og afi tóku vel á móti mér og Kára eins og þau hafa alltaf gert. Það var gott að koma til þeirra í þessa hinstu heimsókn á Skagfirðingabrautina og sú heim- sókn er okkur Kára mjög mikils virði. Elsku Maja amma, ég kveð þig nú, ég vildi að ég hefði komið norður um jólin og kvatt þig almennilega, kysst þig, faðmað og sagt þér hvað mér þætti vænt um þig. Takk fyrir þann tíma sem við áttum saman, minning þín verður ætíð varðveitt í hjarta mínu. Ásdís. Elsku amma. Bara ef ég hefði verið oftar hjá þér, hringt í þig oftar, sent þér oftar bréf eða kort, talað meira við þig. Elsku amma Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér, Alla ástina, gjafirnar, góða matinn og allar góðu minningarnar sem við eigum saman. Þú varst alltaf svo góð og hugsaðir alltaf svo vel um alla, svo öllum liði vel. Þú munt alltaf lifa í hjarta mínu. Hjarta okkar allra. Kveðja. Sunna Rut. Elsku amma, það er erfitt að kveðja þig, en nú ertu hjá guði og líð- ur betur. Ég mun sakna þín mikið. Takk fyrir allt, sofðu rótt. Kveðja. Kári Sveinberg. Ég kynntist Maríu Hansen þegar ég tengdist henni fjölskylduböndum snemma á síðasta áratug liðinnar aldar. Þó þau bönd brystu skjótt, átti ég því láni að fagna að halda góðu sambandi við hana alla tíð síðan og fyrir það langar mig að þakka kær- lega nú að leiðarlokum. Það var gott að koma í heimsókn á Skagfirðingabraut 31. Þar var ávallt tekið á móti mér með hlýju og ró- lyndi. Margar góðar stundir átti ég þar með syni mínum í heimsókn hjá langömmu hans og langafa. Minnist ég bæði glæsilegra jólaboða sem María hélt stórfjölskyldunni hver jól, en ekki síður miklu fleiri nota- legra stunda við eldhúsborðið þegar rædd voru málefni dagsins. Eina ágreiningsefnið sem ég minnist frá slíkum stundum, var þegar ég bað hana eitt sinn að setjast og spjalla, án þess að bjóða mér vott né þurrt. Slíkt kom ekki til greina á því heim- ili. Gestum var ávallt boðin hressing. Nú síðari ár, eftir að ég flutti suð- ur með fjölskyldu mína, minnkuðu samskipti okkar mikið. Ekki síst þess vegna gladdi það mig mjög þeg- ar mér barst afmælisskeyti frá Mar- íu og Kristjáni á fertugsafmæli mínu. Þær haminguóskir sýndu vel hve traust og minnug María var. Það gladdi mig mjög að geta þakkað henni það skeyti þegar við hittumst síðast á liðnu hausti. Ég votta Kristjáni Hansen inni- lega samúð mína vegna hans mikla missis. Einnig sendi ég samúðar- kveðjur til allra annarra í fjölskyld- unni. Bjarni Ragnar Brynjólfsson. Elsku Maja amma. Það er svo erf- itt að rifja upp allar þær góðu minn- ingar sem ég á um þig. Þú varst mér afar góð og síðar, þegar ég óx úr grasi og flutti frá Sauðárkróki, þá var yndislegt að koma við á Skagfirð- ingabrautinni hjá þér og afa með börnin mín. Þegar ég var barn þá var ég mikið hjá þér, þú leyfðir mér að hlusta á plötur í flotta stóra plötuspilaranum þínum og þú áttir svo skemmtilegar barnabækur sem ég þreyttist aldrei á að lesa. Þegar ég varð eldri þá fékk ég að vera hjá þér þegar þú varst að vinna fyrir afa hjá Vöruflutningum Kristjáns og Jóhannesar og þá fékk ég líka að keyra bílinn þinn á gamla flugvellinum á Króknum. Fyrst komst þú með í einskonar ökutíma og það má með sanni segja að þú haf- ir kennt mér undirstöðuatriðin í að keyra bíl. Það voru vissulega forrétt- indi að fá að alast upp með þig sem ömmu mína, þú varst okkur öllum svo góð og ég mun aldrei gleyma þér, amma mín. Ég sakna þín sárt og minningarnar um þig lifa í hjarta mínu svo lengi sem ég lifi. Við þökkum samfylgd á lífsins leið, þar lýsandi stjörnur skína og birta himnesk björt og heið hún boðar náðina sína en Alfaðir blessar hvert ævinnar skeið og að eilífu minningu þína. (Vigdís Einarsdóttir.) Ég bið Guð að varðveita þig. Egill Jón Kristjánsson. MARÍA BJÖRNSDÓTTIR HANSEN Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 KOLBRÚN FRIÐÞJÓFSDÓTTIR kennari frá Litluhlíð á Barðaströnd lést á hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi 30. janúar. Útför hennar verður gerð frá Grafarvogskirkju mánudaginn 6. febrúar kl. 13:00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Félag aðstandenda Alzheimerssjúklinga. Jóhann Þorsteinsson, Sigurður Barði Jóhannsson, Valgerður Vésteinsdóttir, Steingerður Jóhannsdóttir, Árni B. Emanúelsson, Áróra Jóhannsdóttir, Friðþjófur Jóhannsson, Áslaug Ólöf Þórarinsdóttir, Júlíus Ragnar Pétursson, Renáta Pétursson og fjölskyldur. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GRÉTA SVANLAUG JÓNSDÓTTIR, Villingaholti í Flóa, sem lést laugardaginn 28. janúar, verður jarðsung- in frá Villingaholtskirkju laugardaginn 4. febrúar kl. 13:30. Börn, tengdabörn, ömmu- og langömmubörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLÍNA REBEKKA EIRÍKSDÓTTIR, Hrafnistu, Reykjavík, áður Víðiholti, Skagafirði, lést á Landspítalanum þriðjudaginn 31. janúar. Útför hennar fer fram frá Víðimýrarkirkju laugar- daginn 11. febrúar kl. 14.00. Þrúður Hjaltadóttir, Kristín Hjaltadóttir, Ásmundur S. Guðmundsson, Hörður Hjaltason, Eiríkur Hjaltason, Jóhanna Sigmundsdóttir, Árný Hjaltadóttir, Guðbjörg Hjaltadóttir, Haraldur I. Óskarsson, Eygló Hjaltadóttir, Auður Hjaltadóttir, Hlífar Hjaltason, Sigríður Helgadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, LAUFEY SÍMONARDÓTTIR, Flétturima 27, lést á Landspítalanum Fossvogi mánudaginn 30. janúar. Jarðarförin verður gerð frá Garðakirkju, Álftanesi, miðvikudaginn 8. febrúar kl. 13.00. Magnús Jónsson, Ágústa Magnúsdóttir, Kristján Sigfússon, Evert Sveinbjörn Magnússon, Hugrún Stefánsdóttir, Sigrún Magnúsdóttir, Hildur Kolbrún Magnúsdóttir, Berglind Agnes Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og systir, ÞÓRA HALLDÓRSDÓTTIR, Eyrarholti 20, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum við Hringbraut miðviku- daginn 1. febrúar. Útförin hennar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 10. febrúar kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Gunnar Ragnar Sveinbjörnsson, Ágústa Sigríður Gunnarsdóttir, Halldór A. Þórarinsson, Valdís Þóra Gunnarsdóttir, Sara Lind Gunnarsdóttir, Páll Þórir Jónsson, barnabörn og systkini.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
110
Fjöldi tölublaða/hefta:
55340
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.12.2023
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 34. tölublað (04.02.2006)
https://timarit.is/issue/284121

Tengja á þessa síðu: 49
https://timarit.is/page/4121590

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

34. tölublað (04.02.2006)

Aðgerðir: