Morgunblaðið - 04.02.2006, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 04.02.2006, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2006 47 MINNINGAR sem sinna þurfti. Hjálpsamur var hann og fús að ýta til hliðar eigin verki til að veita öðrum hjálparhönd. Menn sem Hjálmar eru sjaldgæfir. Hann átti bát í félagi við vin sinn, það var unun hans að fara með fólk í bátsferðir til að sýna Eyjarnar. Hann var náttúrubarn og gegnheill Eyjamaður sem hvergi festi yndi ut- an Eyja. Nú er samferð lýkur er svo margs að minnast en efst í huga er þakk- læti. Hvítasunnukirkjan í Vest- mannaeyjum vill þakka samfylgdina og þó að trú og fullvissa okkar sé að hann sé í faðmi Drottins og að við munum hittast á ný, þá er aðskiln- aðurinn sár. Við sjáum nú á bak góðum liðs- manni og traustum vini. Samúð okkar og bænir eru þó til Döddu, eiginkonu hans, og barna hans og fjölskyldna þeirra. Þar er söknuðurinn sárastur. Fyrir hönd Hvítasunnukirkjunnar í Vestmannaeyjum, Steingrímur Ágúst Jónsson. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) 27. janúar fengum við hringingu sem við bjuggumst ekki við. Þú varst alltaf svo sterkur og fullur af fjöri og ekkert virtist geta bugað þig. Fyrst þegar við hugsum til baka dettur okkur í hug flotti, rauði hús- bóndastóllinn þinn. Alltaf var mikil keppni að ná stólnum þínum þegar við komum til ykkar ömmu niður á Hól. En svo þegar þú birtist inni í stofu og settist í stólinn raðaðir þú okkur skipulega í fangið og við stóð- um öll uppi sem sigurvegarar og gott betur en það því við vorum í fanginu hjá þér. Það var alltaf mikil spenna að komast að því hversu hátt fjall af jólakortum hafði borist það árið, þetta dæmi af mörgum sýndi hversu vinamargur þú varst. Alltaf náðir þú að draga fram það besta í fólki. Það þegar við, full af stolti yfir að eiga flottasta afa í öllum heiminum, sigldum með þér á Bravó í hellana og þú blést í trompetinn, er alltaf of- arlega í huga þegar við hugsum til þín. Því aðeins þú hefur getað mynd- að svo ólýsanlega stund. Hægt er að telja upp ótal margar stundir sem við gleðjumst yfir og munum sakna í framtíðinni. Elsku afi, við munum ávallt sakna og minn- ast þín. Þú verður alltaf í okkar bæn- um eins og við vorum í þínum. Elsku amma, Guð gefi þér styrk og hugur okkar er hjá þér. Agnes, Hjálmar (nafni) og Kristjana. Kveðja frá Lúðrasveit Vestmannaeyja Hærra, minn Guð, til þín, hærra til þín, enda þótt öll sé kross upphefðin mín. Hljóma skal harpan mín: Hærra, minn Guð, til þín, hærra til þín. Villist ég vinum frá vegmóður einn, köld nóttin kringum mig, koddi minn steinn, heilög skal heimvon mín. Hærra, minn Guð, til þín, hærra til þín. Sofanda sýndu þá sólstigans braut upp í þitt eilífa alföðurskaut. Hljómi svo harpan mín: Hærra, minn Guð, til þín, hærra til þín. Árla ég aftur rís ungur af beð. Guðs hús á grýttri braut glaður ég hleð. Hver og ein hörmung mín hefur mig, Guð, til þín, hærra, minn Guð, til þín, hærra til þín. Lyfti mér langt í hæð lukkunnar hjól, hátt yfir stund og stað, stjörnur og sól, hljómi samt harpan mín: Hærra, minn Guð, til þín, hærra til þín. (Matthías Jochumsson.) Hvíl í friði, elsku Hjalli. Fjölskyldu og vinum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. F.h. Lúðrasveitar Vestmanna- eyja, Vilborg Sigurðardóttir. Með nokkrum línum langar okkur að minnast trompetleikarans og tón- listarkennarans Hjálmars Guðna- sonar sem kvaddi svo skyndilega, langt fyrir aldur fram. Hjalli kenndi byrjendum og lengra komnum á hin ólíku blásturshljóðfæri og stjórnaði Lúðrasveit TónlistarskólaVest- mannaeyja. Allt þetta gerði hann af einstökum sóma svo skein af bæði einlæg umhyggja fyrir nemendum og mikill tónlistaráhugi. Við sam- starfsfólk Hjalla söknum yndislegs manns og kærs vinar sem við erum þakklát fyrir að hafa fengið að kynn- ast og starfa með. Hjalli átti sterka trú sem endurspeglaðist á uppbyggi- legan máta í lífi hans og starfi. Við sem hér kveðjum, biðjum Guð að blessa minningu Hjálmars Guðna- sonar og treystum því að trompet- hljómur Hjalla tóni við ,,Drottins lúður hina miklu morgunstund“. Sofðu vært hinn síðsta blund, uns hinn dýri dagur ljómar, Drottins lúður þegar hljómar hina miklu morgunstund. (V. Briem.) Við vottum eiginkonu Hjálmars og fjölskyldunni allri okkar dýpstu samúð. Starfsfólk Tónlistarskóla Vestmannaeyja. Kær vinur minn Hjalli er kominn til Drottins. Lúðrahljómurinn þagn- aður. Eftir meira en sextíu ára sam- ferð gegnum lífið finnst mér langsótt í orðanna sjóð hvað skal segja á stundu sem þessari. Farsælu lífi míns besta vinar lokið, ótímabært. Einlægu augnablikin í sameiginlegu lífshlaupi okkar verða ekki fleiri, hann hefur nú siglt í Friðarhöfn. Trú okkar lofar endurfundum og í þeirri von, á sorgarstundu sem nú, vil ég hvíla. Ég veit að fjölskylda hans hef- ur misst mikið og skarðið verður ekki fyllt. Hans yndislega kona, Dadda, sem var meira en helming- urinn af honum, er að upplifa mikla sorg og söknuð. Þau voru svo samrýnd að eftir var tekið, hjónabandið var vinátta og mikill kærleikur. Þegar þetta er sett á blað er ég í Hvítasunnukirkjunni í Vestmanna- eyjum að undirbúa útförina. Hjart- ans mál míns kæra vinar var að stóri salurinn í kirkjunni yrði tekinn í notkun. Nú hefur söfnuðurinn tekið saman höndum og ákveðið að end- urgera þennan sal á fimm dögum þannig að hann rúmi um 500 manns í sæti, unnið er nótt og dag, krafta- verkið í sjónmáli og útför Hjalla verður gerð frá stóra salnum. Frá- bær söfnuður er í Eyjum, og reiðubúinn að leggjast á árarnar sem einn maður og árangurinn verður kraftaverk Drottni til dýrðar. Guð hefur líka sent í veg okkar þessa dagana marga eyjamenn og -konur, sem hafa birst í kirkjunni okkar og spurt: ,,Hvernig get ég orðið ykkur að liði?“ og síðan leyst fjölmörg brýn mál. Ég bið góðan Guð að blessa allt þetta fólk ríkulega. Hjalli var alltaf til staðar þegar á þurfti að halda. Vináttan og lífið hef- ur verið okkur sem samfellt við- burðaríkt ævintýri. Útgerðarsaga okkar spannar fjörutíu ár, sjö báta og þar af fimm sem báru nafnið Bravó Ve 160. Ég þakka Hjalla og hans fjöl- skyldu allt sem hann var okkur, og sendi konu hans og fjölskyldu sam- úðarkveðjur frá fjölskyldu minni, mér og Iðunni konu minni. Bæn mín er að Drottinn verði þeim huggun og styrkur. Ólafur Gränz. Glaðvær hlátur þinn og bjarta brosið þitt tilheyrir nú minningun- um, mörgum eftirminnilegum og einstaklega ljúfum minningum. Svo lengi sem ég man eftir mér hefur Hjalli á Vegamótum verið hluti af fjölskyldu minni. Hann og Óli bróðir voru saman öllum stundum, og voru allajafna nefndir samtímis, og minn- ist ég þess aldrei að á milli þessara æskuvina hafi fallið styggðaryrði, eða eftir væri talinn greiði eða aðstoð þeirra á milli, vinátta þeirra var mjög djúp til hinstu stundar. Gaman þótti mér sem ungum dreng að horfa á vinahóp þeirra, þennan vörpulega hóp sem samanstóð af Hjalla og Óla og vinum þeirra Hlöbba mági, Hanna í Fagurlist, Matta á Hvoli og Stebba Run, þegar þeir voru að fara að skemmta sér saman í Höllinni í gamla daga. Þær eru orðnar ótelj- andi allar skemmtilegu samveru- stundirnar sem við Hjalli höfum átt saman, stundum einir en oftast með öðrum og oft á heimili hans og Döddu. Þessi ljúfi, heiðarlegi og fjölhæfi einstaklingur var allan minn uppvöxt hluti af okkar fjölskyldu í Jómsborg. Hjalli var mikill gæfumaður í einka- lífi sínu þegar hann kynntist Krist- jönu sinni, eða Döddu eins og hún er jafnan kölluð í okkar hópi. Hún hefur verið hans trausti lífsförunautur og saman hafa þau búið sér yndislegt heimili alla tíð frá því að þau fyrst hófu búskap á Vegamótum, æsku- heimili Hjalla. Vegamót stóðu við Heimatorg, nokkra tugi metra frá okkar heimili Jómsborg, og var mik- ill samgangur þar á milli. Það er sárt að sjá á bak slíkum samferðamanni og vini, sem hefur átt ríkan þátt í lífi manns, ekki síst á uppvaxtar- og mótunarárum, ein- staklings sem ég vil trúa að flestir Eyjamenn hugsi til með hlýhug og minnist fyrir hæfileika hans í tónlist og fyrir hve einstaklega greiðvikinn hann var við þá sem til hans leituðu. Ég vil ætla að víða í Eyjum muni gæta áhrifa vegna fráfalls hans, því að mörgu kom hann. Hjalli leitaði ekki eftir launum en liðsinnti mörg- um, og mörgu góðu málefninu. Hann rækti sína lifandi trú af kostgæfni ásamt fjölskyldu sinni í söfnuði sín- um Betel í Eyjum. Söfnuðurinn hef- ur látið gott af sér leiða í trúarlífi Eyjamanna um langt skeið. Það munu margir af mínum ættingjum sakna þín mikið, Hjalli minn, og þess sem þú stóðst fyrir í lífinu, og ég veit að mikill er söknuður hjá Óla, elsta bróður mínum, en þið hafið verið tengdir órjúfanlegum vinaböndum í u.þ.b. 60 ár. En þungbærastur er söknuður fjölskyldu þinnar sem horfir á þig falla í valinn langt um aldur fram, elskuð eiginkona, börn, tengdabörn og barnabörn syrgja nú einstakan mann. Blessuð sé minning þín. Vinarkveðjur Henrý Þór Gränz. Sólarupprásin sjálf, náttúrutónn- inn hreini, voru hans sterka hlið, svo gegnumheill, glettinn og góðviljaður, svo laus við heimsins hégóma og prjál, vinur vina sinna, vinur þeirra sem áttu undir högg að sækja, liðs- maður Jesú Krists með ríkulegri blessun hans. Hjalli á Vegamótum, síðar Hól, var húmoristi af Guðs náð, hljómlistarmaður sem hefur öðrum fremur haldið uppi merki Oddgeirs Kristjánssonar í ræktun unga fólks- ins í þágu tónlistarinnar. Hjálmar Guðnason var með betri trompet- leikurum landsins og þegar hann tal- aði við björg Vestmannaeyja með hljóðfæri sínu þá eignuðust þeir sem á hlýddu hlutdeild í ævintýri sem ekki er hægt að meta til verðbréfa. Hjalli gekk í gegn um öll stig Eyjapeyjanna, gaman og alvöru, en umfram allt leikgleði og ekki síst þegar syrti í álinn af því að hann vissi eins og allir sem elska lífið að það er alltaf til ein leið enn. Hann var svo magnaðrar gerðar að jafnvel þegar hann reiddist í stíl Stórhöfðabáls þá gat hann ekki annað en brosað áður en þrumusetningunni lauk, svo næmur var hann og jákvæður. Hann naut náttúrufrelsisins eins og hann gat, jafnvel í smæstu atriðum. Þegar við á unga aldri unnum sumarlangt við gróðursetningu trjáa í Herjólfs- dal, fór vörubíllinn alltaf af stað með mannskapinn frá Höllinni klukkan átta að morgni, á mínútunni. Það brást aldrei að þegar bíllinn fór af stað kom Hjalli hlaupandi fram hjá Voxabakaríi og hundrað metrum vestan við Höllina var hann búinn að vippa sér upp á pall bílsins sem var að ná ferðinni. Þar sat hann skæl- brosandi eins og sólaruppkoman sjálf. Þannig var Hjalli, hann var eins og sólaruppkoman, slík var hlýj- an og birtan sem fylgdi honum. Í rauninni hafði hann ekki hefðbundið göngulag manna, það var miklu fremur að hann liði áfram, einmitt eins og sólargeislinn á spássitúr um haf og land. Uppátækin voru oft æð- isleg eins og þegar hann og Óli Granz seldu happadrættismiðana á nóttinni, vöppuðu um bæinn og þar sem ljós kviknuðu þegar menn tóku nætursprænið, bönkuðu þeir óðara og það brást ekki að menn keyptu strax miða til þess að komast sem fyrst aftur undir sæng. Þeir fóst- bræður voru líka á næturgöngu austur á Eyju 23. janúar 1973 og höfðu brúsa til þess að svala þorsta sínum, heimalagað ágæti. Þá rifnaði jörðin og spjó eldi og eimyrju og þeir héldu að þeir væru komnir með tremma. Upp úr þessu frelsuðust þeir og gengu til liðs við þann sem himna stýrir her og mildar og græð- ir. Það var gagnkvæm hrifning. Vinarþel Hjalla hefur verið ómet- anlegt, greiðasemin og bænagleðin sem hefur geislað inn í líf samferða- manna hans og sjóferðabænir hans lægðu öldur fyrirfram. Það var aldr- ei neitt mál hjá Hjalla, að skutla manni út í Eyju eða sækja, fara í eggin suður í Sker áratugum saman á Bravó, tipla á öldum lífsgleðinnar í þakklæti fyrir að vera til. Þannig var Hjalli á svo margan hátt sannur og einlægur kristniboði í hópi Hvíta- sunnumanna og annarra samferða- manna á lífsins leið. Svo skall hann á, strengurinn brast og blés burtu lífið þessa heims. Það er svo sárt, svo sárt, svo sárt, að missa hann Hjalla í miðjum leik. En svona er heimleiðin eins og hendi sé veifað þegar stundin rennur upp og þá þýðir ekki að rífa kjaft, ekki einu sinni með bros á vör. Minningin myndar bjargið sem við styðjum okkur við, bjarg Krists og kærleika hans og í auðmýkt og lítillæti þökk- um við samfylgdina hins góða og ljúfa drengs. Megi góður Guð varðveita Döddu, börnin og barnabörnin, vini og alla vandamenn, sæbarin og búsældarleg björg Eyjanna sem áttu hug Hjalla, birtuna og lífsbrosið. Og það er sér- stætt að hugsa til þess að jafnvel í ríki himnaföðurins birtir enn, því Hjalli er kominn í hlað með sína sólarupprás. Árni Johnsen.  Fleiri minningargreinar um Hjálmar Guðnason bíða birting- ar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Hrefna Brynja og Snorri í Betel; Guðrún Jóns- dóttir; Ósvaldur Freyr Guðjónsson (Obbi); Guðrún Erlingsdóttir; Ágúst, Hólmfríður (Lóa) og dætur; Birkir Freyr Matthíasson; Guðjón Jónsson (Gaui á Látrum); Halla Júlía Andersen og Baldvin Krist- jánsson; Arnar Baldvinsson; Gísli Jóhannes Óskarsson; Guðmundur H. Guðjónsson; Ágúst Sölvi Hregg- viðsson; Stefán Sigurjónsson; Eirík- ur Sveinn Tryggvason; Ragnar Jónsson; Sonja. Pantanir í síma 562 0200 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. Aðeins 1.350 kr. á mann. Perlan ERFIDRYKKJUR ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Önnumst alla þætti útfararinnar Þegar andlát ber að höndum Arnór L. Pálsson framkvæmdastjóri Ísleifur Jónsson útfararstjóri Frímann Andrésson útfararþjónusta Svafar Magnússon útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Halldór Ólafsson útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta Elskulegur sonur minn, GUÐMUNDUR AÐALSTEINN ÞORKELSSON, fæddur 14. febrúar 1946 á Húsavík, lést eftir skurðaðgerð á sjúkrahúsi á Cozumel í Mexíkó miðvikudaginn 25. janúar sl. Útförin hefur farið fram í Mexíkó. Karen Guðlaugsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.