Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 2006næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627281234
    567891011

Morgunblaðið - 04.02.2006, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.02.2006, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2006 11 FRÉTTIR HANNES G. Sigurðsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins, segir á heimasíðu samtakanna að óformlegt en almennt samkomulag um að opinberir að- ilar geri ekki kjara- samninga í aðdrag- anda kosninga hafi verið rofið með kjarasamningi Reykjavíkurborgar við Eflingu og Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar í byrjun desember. Hannes segir að á árunum og áratugunum fyrir árið 1990 hafi það gerst ítrekað að kjara- samningar stéttarfélaga við ríki eða sveitarfélög væru gerðir í aðdrag- anda kosninga til þings eða sveitar- stjórna. Kjarasamningar sem gerðir hafi verið við þessar aðstæður hafi gjarnan falið í sér háar prósentutölur og valdið uppnámi á vinnumarkaðn- um. Kjarasamningar við slíkar að- stæður hafi líklega síðast verið gerðir vorið 1987 í aðdraganda alþingiskosn- inga. „Þetta mynstur breyttist eftir þjóð- arsáttina 1990 og hefur það verið þroskamerki á íslensku samfélagi að almennt samkomulag hefur ríkt um að beita ekki kjarasamningum í póli- tískum tilgangi fyrir einstaka fram- bjóðendur eða stjórnmálaflokka. Til þess væru of miklir grundvallarhags- munir í húfi. Þetta óformlega sam- komulag var rofið með kjarasamningi Reykjavíkurborgar við Eflingu og Starfsmannafélag Reykjavíkurborg- ar í byrjun desember 2005. Þá var undirritaður verðbólgusamningur með gamla laginu með 25–30% kostn- aðarhækkun á þremur árum. Kjara- samningarnir fengu nánast rúss- neska kosningu í stéttarfélögunum og borgarstjórinn bætti stöðu sína gagn- vart keppinautunum í prófkjörsbar- áttunni,“ segir Hannes. Hann segir ljóst að flest sveitar- félög verði að slá lán fyrir öllum þeim launahækkunum sem nú fylgi í kjöl- farið. Mörg minni sveitarfélög standi afar tæpt og geti engan veginn staðið undir þessum kostnaðarhækkunum og því megi búast við að sveitarfélög- in biðli til ríkisins um fjármuni, nýja tekjustofna, til að geta staðið undir launahækkunum til starfsmanna. Búið að rjúfa samkomulag um að gera ekki kosningasamninga Hannes G. Sigurðsson STEINUNN Valdís Óskarsdóttir, borgastjóri í Reykjavík, gaf í gær hestamannafélaginu Fáki formlegt fyrirheit um úthlutun bygging- arréttar fyrir hesthús og aðra að- stöðu fyrir hestamenn í Almannadal, á nýju svæði vestan Fjárborgar. „Þetta er mjög jákvætt skref sem þarna er verið að stíga, því þessi út- hlutun hefur gríðarlega mikla þýð- ingu fyrir okkur,“ segir Bjarni Finnsson, formaður Fáks, og bendir á að mörg ár séu síðan félagið hafi síðast fengið úthlutað lóðum. Að sögn Bjarna hefur verið mikil eft- irspurn eftir lóðum, en skorturinn á lóðum fyrir félagsmenn hafi staðið félagsstarfi Fáks fyrir þrifum. Aðspurður segir Bjarni aðstöðuna í Almannadal, sem er beint norður af Rauðhólum, vera nýtt svæði sem bætist við fyrri aðstöðu Fáks. „Í þessum fyrsta áfanga í Almannadal verður rými fyrir allt að 1.600 hesta, en í beinu framhaldi af dalnum er stærra svæði til úthlutunar síðar í svonefndum Trippadal, norðan Al- mannadals. Þannig að þarna er mjög stórt svæði hestamanna fyr- irhugað í framtíðinni,“ segir Bjarni og tekur fram að staðsetningin sé af- ar góð þar sem góðar reiðleiðir liggi í allar áttir. Aðspurður hvenær fyrstu hest- húsin muni rísa segir Bjarni að fyrsti hluti svæðisins, sem sé um þriðj- ungur af þessum fyrsta áfanga, sé nú þegar tilbúinn til úthlutunar þar sem það sé þegar byggingarhæft. „Þannig að fyrstu hesthúsin munu örugglega rísa þarna strax í sumar.“ Aðspurður segir Bjarni ljóst að skilningur sé hjá borginni fyrir mik- ilvægi hestamennskunnar sem íþróttagreinar og að henni sé vel sinnt. „Vonandi verður þetta já- kvæða framtak borgarinnar þess valdandi að nægt lóðaframboð verði á Reykjavíkursvæðinu fyrir hesta- menn, svo lóðir undir hesthús verði ekki óheyrilega dýrar, því hesta- mennska má ekki verða fárra manna sport, þ.e. íþrótt hinna efna- meiri,“ segir Bjarni. Morgunblaðið/Kristinn Bjarni Finnsson, formaður Fáks, var kampakátur eftir að Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri hafði staðfest við hann að borgin ætlaði að úthluta svæði undir hesthús. Með Steinunni er Kristrún Vala Ólafsdóttir, dóttir hennar. Jákvætt skref fyrir hestamenn Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn VALGAR‹SSON KJARTAN 3sæti Prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfelldur skóli P B ár a Lj ós m yn da ri H öd di B om ba D www.joiogfelagar.is OPIÐ HÚS MILLI 16 & 18 LAUGARDAGINN 4. FEBRÚAR Á SKÓLAVÖRÐUSTÍG 8 JÓI & FÉLAGAR 18 ÁRA Á SKÓLAVÖRÐUSTÍG (10 ÁRA) 10 ÁRA Á ÍSLANDI SIMBI 45 ÁRA VELKOMIN/N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 34. tölublað (04.02.2006)
https://timarit.is/issue/284121

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

34. tölublað (04.02.2006)

Aðgerðir: