Morgunblaðið - 04.02.2006, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 04.02.2006, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Landsvirkjun er stærsti raf-orkuframleiðandi lands-ins. Mest af raforkunnikemur frá vatnsaflsvirkj- unum. Fyrirtækið hefur einnig rekið jarðgufuvirkjanir í Kröflu og Bjarn- arflagi um árabil og vinnur að rann- sóknum vegna meiri uppbyggingar í jarðgufuvirkjunum fyrir norðan. Raforkuframleiðsla Hitaveitu Suð- urnesja og Orkuveitu Reykjavíkur vex hröðum skrefum og hefur byggst á nýtingu jarðvarma. Í iðrum jarðar er mikil óvirkjuð orka og kemur líklega mörgum á óvart að talið er að á Hellisheiði einni megi framleiða raforku sem gæti jafnast á við það sem Kárahnjúkavirkjun á að framleiða. Þá eru ónýttar orkulindir víða á Reykjanesi. Ýmsir kostir í skoðun Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að fyrirtækið sé að skoða ýmsa virkjunarkosti á Norðurlandi. Landsvirkjun samdi í fyrra við Landeigendur Reykjahlíð- ar ehf. um einkarétt til rannsókna og nýtingar á jarðhita á Sanda- botnasvæði og í Gjástykki en fyrir hafði Landsvirkjun sams konar rétt- indi í Bjarnarflagi og á Kröflusvæð- inu. Í Bjarnarflagi er búið að sam- þykkja umhverfismat fyrir allt að 90 MW jarðvarmavirkjun, en þar er nú 3 MW aflstöð sem nýtir gufu jarð- hitasvæðisins við Námafjall til raf- orkuframleiðslu. Í Kröflu er 60 MW raforkuver knúið jarðgufu og fyrir hendi er gufa sem myndi duga til meiri rafmagnsframleiðslu og þar er því áformuð 40 MW stækkun sem búið er að fá samþykkt umhverfis- mat fyrir. Virkjanamöguleikar í Gjá- stykki hafa ekki verið rannsakaðir til hlítar, en ekki er talið ólíklegt að jarðvarmi þar gæti knúið allt að 100 MW raforkuver. Landsvirkjun á tæpan þriðjung í Þeistareykjum hf. á móti Orkuveitu Húsavíkur og Norðurorku hf. og fyrirtækin hafa ákveðið að starfa saman að rannsóknum jarðhita- svæðanna á NA-landi. Nýlega samdi Landsvirkjun við Jarðboranir hf. um borun sitt hvorrar tilraunahol- unnar í Bjarnarflagi og á vestur- svæði Kröflu. Einnig sömdu Þeista- reykir ehf. um borun þriðju tilraunaholunnar á Þeistareykjum. Þar hafa verið boraðar tvær til- raunaholur sem gefa til kynna mikla vinnslugetu svæðisins. Áætlað er að á Þeistareykjum sé hægt að hafa raforkuver með allt að 150 MW upp- settu afli. Friðrik segir að gert sé ráð fyrir að á þessu svæði verði hægt að framleiða orku sem nægt gæti norð- lensku álveri með 200.000–250.000 tonna ársframleiðslu. Hann segir og að í áformum fyrirtækjanna um orkuútvegun fyrir hugsanlegt álver á Norðurlandi sé einkum horft til jarðvarmavirkjana á þessu stigi málsins. Við undirskrift vegna tilraunabor- ana í Þingeyjarsýslu kom fram að Landsvirkjun stefnir að því að geta afhent rafmagn þaðan á árabilinu 2011–12. Sú tímasetning ræðst af því að gera þarf miklar rannsóknir á þessum svæðum, áður en hægt verð- ur að virkja. Friðrik segir ráð fyrir því gert að álver verði byggt í tveim- ur áföngum. Fyrri áfangi, með fram- leiðslugetu um 125.000 tonn af áli á ári, geti þá hafið framleiðslu 2011– 12. Til að svo geti orðið verður mjög fljótlega að hefja viðamiklar rann- sóknir og undirbúning á virkjana- svæðinu. Rannsóknarkostnaður er mikill og getur hlaupið á milljörðum króna, að sögn Friðriks. Hann segir að ekki sé farið út í fjárfestingu af þeirri stærðargráðu nema tryggt sé að kaupandi sé að orkunni. Vatnsafl eða jarðvarmi „Það fer eftir því hvar álver verð- ur sett niður á Norðurlandi hvað verður virkjað,“ sagði Friðrik. „Eft- ir því sem vestar dregur er vatnsafl líklegra, en jarðvarmaorka eftir því sem austar er farið.“ Verði ákveðið að staðsetja álver t.d. í Skagafirði telur Friðrik að Skatastaðavirkjun hljóti að verða fýsilegur kostur til orkuöflunar. Þar hefur Landsvirkj- un staðið fyrir grunnrannsóknum undanfarin ár og talið að virkjunin geti orðið um 180 MW að uppsettu- afli. Landsvirkjun hefur sótt um rannsóknaleyfi vegna Skatastaða- virkjunar, líkt og Héraðsvötn ehf. sem er í eigu Akrahrepps, Kaup- félags Skagfirðinga og RARIK. Einnig hefur Landsvirkjun sótt um rannsóknaleyfi vegna Hrafna- bjargavirkjunar í Skjálfandafljóti, en það hefur Hrafnabjargavirkjun hf. einnig gert. Mikil hitaorka er fólgin í jarðguf- unni eftir að hún hefur knúið rafala til raforkuframleiðslu. Friðrik segir að sífellt sé verið að leita leiða til að nýta gufuna, enda eykur það mjög á hagkvæmni virkjunarinnar. Dæmi um það sé að Landsvirkjun keypti eignir Kísiliðjunnar í Mývatnssveit. Þar stendur til að fyrirtækið Græn- ar lausnir nýti jarðgufu í framleiðslu sinni. Verði virkjað meira í Bjarnar- flagi, Kröflu og á Þeistareykjum kemur helst til greina að nýta guf- una eða hitann í einhvers konar framleiðsluiðnaði. Þjórsársvæðið nær fullkannað Friðrik var spurður hvort eftir væru virkjunarkostir í vatnsafli sem talið væri að þokkaleg sátt næðist um. Hann spurði á móti hvort nokk- ur virkjunarkostur væri óumdeild- ur. Virkjanakostir á Þjórsársvæðinu eru nú því sem næst fullkannaðir, að sögn Friðriks. Landsvirkju nú að gerð Búðarhálsvir Tungnaá og einnig virkjan lega í Þjórsá, Hvammsv Holtavirkjunar og Urriða unar. Þær virkjanir eru ko langt í undirbúningi að hæg bjóða þær út með tiltölule um fyrirvara. Einnig hefu virkjun verið að skoða líti unarkost, Bjallavirkjun í ofan við Sigöldu. Þá hefu virkjun verið að rannsaka möguleika í Skaftá og H Skaftafellssýslu, en Friðr ekki tímabært að ræða um þar. Svæðið væri viðkvæ vegna þess að sumir teldu ingar á vatnafari þar my áhrif á fiskigengd í vötnum Spurður hvort Landsvir möguleika á virkjun jarð Suðurlandi segir Friðrik sóknir á háhitasvæðinu við Margir kostir Orkufyrirtækin telja ýmsa kosti mögulega til öflunar raforku vegna áforma um frekari upp- byggingu stóriðju hér á landi. Guðni Einarsson kynnti sér þá kosti sem þykja líklegastir.  >    %6  0 4  #$%  &' $ ( ) )* Verði af frekari uppbyggingu í áliðnaði eru líkur að á næstu áru VIÐRÆÐUR UM VARNARMÁL Samtöl og samskipti Geirs H. Haardeutanríkisráðherra við CondoleezzuRice, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, hafa nú leitt til þess, að formlegar viðræður um varnarmál hafa hafizt á ný á milli Íslendinga og Bandaríkjanna. Þar með hefur þráðurinn verið tekinn upp eft- ir viðræður Davíðs Oddssonar, þáverandi forsætisráðherra, við Bush Bandaríkja- forseta, sumarið 2004. Eftir þær viðræður var gengið út frá því sem vísu af Íslendinga hálfu, að ekki væri lengur spurning um að fjórar her- þotur yrðu staðsettar á Keflavíkurflug- velli heldur mundu viðræður aðila snúast um kostnaðarskiptingu. Þær viðræður þurfa ekki endilega að snúast um hversu mikla beinharða peninga, hvor aðili um sig leggur fram. Við Íslendingar getum t.d. tekið á okkur aukinn kostnað með því að taka í okkar hendur starfrækslu þyrlu- björgunarsveitar, sem lengi hefur verið lykilþáttur í starfsemi varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Við höfum á að skipa þjálfuðu fólki til þess að taka að sér svo veigamikið verkefni, svo að dæmi sé tek- ið. Það er rétt sem Valur Ingimundarson sagnfræðingur hefur sagt síðustu daga að það er að mörgu leyti mikilvægara fyrir Bandaríkjamenn að fá þyrlusveitina til starfa annars staðar en að geta nýtt þot- urnar í öðrum heimshlutum. Það hefur mikla þýðingu fyrir okkur, að þessar viðræður hafa hafizt á ný. En jafnframt er mikilvægt að við horfum á þær, sem þátt í pólitískum samskiptum okkar við Bandaríkin á breiðum grund- velli. Í Washington koma margvísleg sjónarmið til sögunnar, þar á meðal grundvallaratriði á borð við fjárlagagerð þar, sem undirbúin er með löngum fyr- irvara. Það er ákveðið vandamál í viðræðum sem þessum, að í Washington koma bæði stjórnmálamenn og embættismenn og fara með meiri hraða en við eigum að venjast. Þar er ekki til staðar eitthvað, sem kalla mætti stofnanaminni. Þeir sem sitja við samningaborðið á móti íslenzku viðræðunefndinni hafa takmarkaða þekk- ingu á sögu samskipta þessara tveggja þjóða í öryggismálum og líta kannski líka svo á, að hún komi þeim ekki við. Við Ís- lendingar lítum ekki svo á. Við horfum á þessar viðræður í sögulegu samhengi við atburðarás síðustu hálfrar aldar. Ungir embættismenn í Washington, sem stoppa kannski við í 2–3 ár í þessum störfum þar, hafa enga möguleika á að þekkja þá sögu, hvað þá að skilja hana. Þessi hringferð valdamanna í Washington er ekki alltaf neikvæð fyrir okkur. Einn helzti andstæðingur okkar í þessu máli síðustu árin í Pentagon er horfinn á braut og tekinn við öðrum störfum í einkageir- anum. Samskiptin við Bandaríkin eru mikil- væg fyrir okkur Íslendinga en Banda- ríkjamenn þurfa líka að átta sig á, að það kemur dagur eftir þennan dag. Þeir kunna að líta svo á, að þeir þurfi lítið á okkur að halda á þessari stundu en það getur breytzt á einni nóttu eins og þeir ættu bezt að þekkja sjálfir. Hvað sem því líður ber að fagna því að viðræður hafa hafizt á nýjan leik. Geir H. Haarde nýtur augljóslega trausts manna í Washington því að hjólin þar hafa byrjað að snúast með býsna miklum hraða eftir ákveðið frumkvæði af hans hálfu. Enda er utanríkisráðherrann menntaður þar í landi og hefur margvísleg persónuleg tengsl við áhrifamenn þar. Á þessu stigi skal engu um það spáð hvenær niðurstaða fæst en það skiptir okkur Íslendinga miklu máli að hún verði jákvæð fyrir þá hagsmuni, sem við erum að berjast fyrir – að tryggja öryggi ís- lenzka lýðveldisins. RÁÐHERRA RÉTTIR KÓSSINN Samkomulag Þorgerðar Katrínar Gunn-arsdóttur menntamálaráðherra og kennarasamtakanna um „tíu skref til sóknar í skólastarfi“ er augljóslega til þess fallið að bjarga áformum um stytt- ingu náms til stúdentsprófs úr þeim ógöngum, sem málið var komið í. Fram- kvæmd styttingarinnar var í fyrsta lagi ætlaður of skammur tími og í öðru lagi hafði tilflutningur námsefnis úr fram- haldsskóla og niður á grunnskólastig ekki verið hugsaður til enda. Undanfarið hefur komið fram hörð gagnrýni, ekki sízt frá kennurum, á þau námskrárdrög, sem hafa verið kynnt. Bent hefur verið á að stytt- ingin muni í ýmsum tilfellum hafa í för með sér að menntun ungmenna skerðist og að námsefni verði sett í hendurnar á kennurum, sem hafi ekki forsendur til að kenna það. Af þessum ástæðum var það rétt og skynsamlegt af menntamálaráðherra að seinka enn gildistöku styttingar- áformanna og að efna til víðtæks sam- starfs við kennarasamtökin um fyrir- komulag styttingarinnar. Í þessari stefnubreytingu felst engin uppgjöf við að ná því markmiði að stytta nám til stúd- entsprófs. Það var skynsamlegra að rétta kóssinn en að sigla þessari skútu í strand. Með samkomulagi ráðherra og KÍ er málið að sumu leyti opnað upp á nýtt. At- hygli vakti að á blaðamannafundinum, þar sem samkomulagið var kynnt, var rætt um styttingu náms til stúdentsprófs úr 14 ár- um í 13, fremur en að einblínt væri á að framhaldsskólinn styttist úr fjórum árum í þrjú. Það bendir til að til umræðu séu aðrar lausnir en endilega sú að stytta framhaldsskólann eingöngu. Í samþykkt stjórnar Félags framhaldsskólakennara, þar sem gerð er grein fyrir forsendum þess að félagið gekk til þessa samstarfs, er að finna atriði sem geta vísað veginn í þessum efnum. Þar er t.d. rætt um að fleiri nemendur útskrifist úr grunnskóla strax eftir níunda bekk og að fleiri nem- endur ljúki framhaldsskóla á þremur ár- um í stað fjögurra. Það er sveigjanleiki af þessu tagi á mörkum skólastiganna, sem þarf að leggja áherzlu á, fremur en að njörva áfram niður hvað fólk er mörg ár á hvoru skólastiginu fyrir sig. Það er jafnvel hægt að hugsa sér að sumir framhalds- skólar sérhæfi sig í því að taka við fólki, sem hefur náð markmiðum grunnskóla- náms strax eftir níunda bekk. Í samþykkt framhaldsskólakennara kemur fram annað lykilatriði í málinu: „Ljóst er að tilfærsla verður á námi innan og milli skólastiga. Það er meginatriði að nám verði ekki skert, þannig að menntun samkvæmt nýrri skipan verði minni en það nám sem nemendum býðst nú. Í til- færslum og breytingum á námi þarf að gæta þess að menntun kennara nýtist sem best, nemendum og skólum til hagsbóta.“ Stórefld menntun kennara er ein meg- inforsenda þess að hægt sé að hrinda í framkvæmd áformum um betri nýtingu tímans í skólum landsins. Það á bæði við um grundvallarmenntun kennara og um endurmenntun. En það má að sjálfsögðu ekki gleymast að með auknum kröfum til menntunar kennara og fagþekkingar þeirra í starfi hljóta að koma kjarabætur. Þetta er sagt óbeinum orðum í yfirlýsingu Kennarasambandsins og ráðherra, þar sem rætt er um að „starf kennara og starfsumhverfi verði aðlaðandi og eftir- sóknarvert.“ Aðalatriðið í þessu máli er þó, eins og Morgunblaðið hefur hamrað á, að hags- munir nemenda séu í fyrirrúmi. Að þeir fái beztu menntun, sem völ er á og að stytting námsins skerði ekki gæði þess heldur verði þau fremur aukin ef eitthvað er. Framundan er samstarf menntamála- ráðuneytisins og samtaka kennara um að ná þessu markmiði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.