Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 2006næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627281234
    567891011

Morgunblaðið - 04.02.2006, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.02.2006, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENTÚ TS A LA afsláttur af völdum hlýjum, mjúkum og góðum vörum Enn meiri verð- lækkun 40-50% ANDERS Fogh Rasmussen, for- sætisráðherra Danmerkur, ræddi í gær við sendiherra múslímalanda í Kaupmannahöfn til að reyna að mýkja reiði múslíma er hafa mót- mælt skopteikningum sem birtust fyrst í danska dagblaðinu Jyllands- Posten fyrir fjórum mánuðum. Sendiherra Egyptalands sagði eftir fundinn að hann dygði ekki til að lægja öldurnar og Danir þyrftu að gera meira til að „sefa allan múslíma- heiminn“. 76 sendiherrar þáðu boð danska forsætisráðherrans um að hlýða á út- skýringar hans á afstöðu stjórnarinn- ar til málsins. Fogh Rasmussen full- vissaði sendiherrana um að dönsk stjórnvöld bæru fulla virðingu fyrir íslam. „Danska stjórnin getur þó aldrei beðist afsökunar fyrir hönd frjáls og óháðs dagblaðs,“ sagði Fogh Rasmussen eftir um klukkustundar fund með sendiherrunum. „Við biðjumst ekki afsökunar en það er mikilvægt fyrir okkur að leggja áherslu á að við erum samfélag sem styður gagnkvæma virðingu og umburðarlyndi,“ hafði Jyllands-Post- en eftir Per Stig Møller, utanríkis- ráðherra Danmerkur. Sendiherra Egyptalands, Mona Omar Attia, sagði að þeir sem mót- mælt hafa teikningunum yrðu ekki ánægðir fyrr en Jyllands-Posten gæfi út „skýra afsökunarbeiðni“. Hún kvaðst því ætla að beita sér fyrir því að múslímalöndin héldu áfram að mótmæla teikningunum. „Ég hef allt- af skilið afstöðu dönsku stjórnarinnar en hún ætti að minnsta kosti að hvetja blaðið til að biðjast afsökunar og leiða málið til lykta í þágu dönsku þjóðarinnar.“ Fogh Rasmussen hafði áður synjað beiðni sendiherra ellefu múslíma- landa um fund til að ræða skopteikn- ingarnar af Múhameð spámanni. Danska matvörufyrirtækið Arla tilkynnti í gær að það hygðist segja upp 125 starfsmönnum verksmiðja í Danmörku vegna minni útflutnings til Mið-Austurlanda þar sem múslím- ar hafa sniðgengið danskar vörur vegna deilunnar. Fogh Rasmussen sagði að mikil- vægara væri að standa vörð um tján- ingarfrelsið en að verja viðskipta- hagsmuni Danmerkur. Blendin viðbrögð við viðtali Arabíska fréttasjónvarpið Al-Ar- abiya sýndi viðtal við danska for- sætisráðherrann í fyrrakvöld og hann sagði að sér þætti það mjög leitt að teikningarnar særðu trúarvitund múslíma. „Ég get sagt ykkur að danska stjórnin hefur miklar áhyggj- ur af því sem er að gerast vegna þess að í Danmörku er hefð fyrir friðsam- legu samstarfi – og opnum tengslum – við múslímaheiminn og okkur er mjög umhugað um að framhald verði á því,“ sagði Fogh Rasmussen meðal annars í viðtalinu. Áætlað er að 50 milljónir manna hafi hlýtt á orð forsætisráðherrans og viðbrögð þeirra voru mjög blendin, að sögn fréttavefjar danska ríkisút- varpsins. Sumir sögðu að svör ráð- herrans væru ófullnægjandi vegna þess að hann hefði ekki beðið músl- íma afsökunar en aðrir sögðu að hann hefði komið vel fyrir og arabar gætu sætt sig við útskýringar hans. Réðust inn í danskt sendiráð Efnt var til mótmæla gegn Dan- mörku víða í löndum múslíma eftir föstudagsbænir í gær. Um hundrað félagar í róttækri íslamskri hreyfingu í Indónesíu réðust inn í danska sendi- ráðið í Jakarta og hrópuðu vígorð gegn Dönum. Öryggisverðir vísuðu hópnum út og ekki kom til átaka. Íslamskur samfélagsvettvangur, bandalag tuga íslamskra hreyfinga í Indónesíu, skoraði á ríkisstjórn Dan- merkur að „biðja múslíma úti um alla heim afsökunar og dæma höfund skopmyndanna til dauða ásamt öllum sem vinna með honum“. Voru efins um teikningarnar Sænska dagblaðið Dagens Nyhet- er birti í gær viðtal við fjóra af tólf teiknurum sem Jyllands-Posten fékk til að teikna myndirnar af Múhameð spámanni þar sem blaðið taldi að fjöl- miðlar iðkuðu sjálfsritskoðun þegar þeir fjölluðu um íslam. Teiknararnir sögðust hafa verið efins um hvort þeir ættu að verða við beiðninni en ákveðið að slá til í nafni tjáningar- frelsis. „Mér fannst ég vera í úlfakreppu,“ sagði einn teiknaranna. „Ef ég segði nei væri ég gunga sem stuðlaði að sjálfsritskoðun. Ef ég segði já yrði ég að ábyrgðarlausum manni sem breiddi út hatursáróður um íslam.“ „Ég reiddist reyndar þegar ég fékk bréfið [frá Jyllands-Posten],“ sagði annar myndlistarmannanna. „Í fyrstu vildi ég ekki taka þátt í þessu, en síðan ræddi ég það við nokkra vini mína frá Mið-Austurlöndum og þeir töldu að ég ætti að gera þetta.“ Teiknararnir voru þó gagnrýnir á Jyllands-Posten og létu í ljósi efa- semdir um markmið blaðsins með umfjölluninni. „Pólitísk afstaða blaðsins er hættuleg,“ sagði einn teiknaranna. „Þetta er hópur ögrandi afturhaldsseggja.“ Nokkrum teiknaranna hafa borist morðhótanir og lögreglan hefur heit- ið að veita þeim öllum vernd allan sól- arhringinn, að sögn Dagens Nyheter. Ósáttir við viðbrögð Dana og segja þau ófullnægjandi Anders Fogh Rasmussen efndi til fundar með sendiherrum múslímalanda Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is AP Indónesískir múslímar kveikja í fána Danmerkur fyrir utan sendiráð landsins í Jakarta til að mótmæla skopteikn- ingum af Múhameð spámanni sem birtar voru í danska dagblaðinu Jyllands-Posten. Kandahar. AFP. | Talið er að tuttugu og þrír hafi fallið í bardögum milli liðsmanna afganska hers- ins og talibana í Helmand-héraði í suðurhluta Afganistans í gær. Þetta eru hörðustu bardagar milli afganska hersins og talibana í tvö ár. Amir Mohammad Akhundzada, aðstoðarhér- aðsstjóri í Helmand, sagði tuttugu talibana hafa fallið og þrjá lögreglumenn. Hann sagði talib- anana hafa verið á bilinu 200 til 300 og að bar- dagar stæðu enn yfir. Mohammed Hanif, sem sagður er talsmaður talibana, staðfesti að enn væri barist en sagði að aðeins 25 talibanar væru á vettvangi og aðeins einn talibana lægi í valn- um. Bandarískar herflugvélar flugu þegar á vett- vang þegar fréttist af bardögunum og vörpuðu þær sprengjum á talibana, að sögn talsmanna Bandaríkjahers. 1.200 hollenskir hermenn sendir til Afganistans Hollenska stjórnin sagði í gær að tólf hundruð hollenskir hermenn færu senn til Afganistans, en yfirlýsing Hollendinga kemur degi eftir að þingið í Haag samþykkti að taka þátt í friðar- gæslusveitum NATO, ISAF, í Uruzgan-héraðs í suðurhluta Afganistans. Þykir þetta mikilvægt skref en NATO-ríkin hafa verið treg í taumi að taka að sér frekari verkefni í Afganistan, þar sem uppreisnarmönnum hefur vaxið fiskur um hrygg að undanförnu. Harðir bardag- ar í Afganistan Washington. AFP, AP. | John Boehner er nýr leiðtogi Re- públikanaflokksins í fulltrúa- deild Bandaríkjaþings en hann tekur við hlutverki Toms DeLay, hins umdeilda þingmanns frá Texas, sem neyddist til að víkja sl. haust eftir að hann var sak- aður um spillingu. Valið á Boehner vekur athygli, hann bar sigurorð af Roy Blunt í atkvæða- greiðslu en Blunt var talinn standa DeLay nærri. Boehner hlaut 122 atkvæði í kjörinu og Blunt 109. Boehner hafði ekki verið álitinn sigur- stranglegastur í upphafi en þeg- ar greidd voru atkvæði á milli þeirra tveggja, Boehners og Blunts, sem orðið höfðu efstir í fyrstu umferð skaust hann fram úr og tryggði sér sigur. Boehner er 56 ára gamall full- trúadeildarþingmaður fyrir Ohio og hefur setið á þingi í sextán ár. Hann fór fram sem umbótasinni í þessu kjöri en siðferði var mjög til umræðu í kosningabaráttunni meðal repúblikana, bæði vegna vandræða DeLays og tengsla Ljóst er að fjöldi þingmanna hefur þegið fé eða aðra fyrir- greiðslu af Abramoff og repúbl- ikanar voru áfram um að þvo af sér spillingarstimpilinn. En þó að Boehner hafi reynt að búa til þá ímynd af sér, að hann væri umbótasinni, þá er hann í hópi þeirra þingmanna sem þegið hafa fé frá Abramoff. Setti þessi staðreynd svip sinn á viðbrögð demókrata við kjöri Boehners, gagnrýndu þeir að repúblikanar skyldu ekki hafa snúið algerlega við blaðinu. Þingkosningar fara fram í Bandaríkjunum í nóvember og margir repúblikanar óttast að flokkur þeirra, sem hefur trygg- an meirihluta í báðum þingdeild- um, bæði öldungadeildinni og fulltrúadeildinni, kunni þar að tapa þingsætum. Boehner sagði eftir að sigur hans var ljós að nú væri mikilvægast að endurvinna traust milli bandarísku þjóðar- innar og þingsins. Jafnframt yrði að halda áfram á þeirri braut að draga úr áhrifum ríkisvaldsins á líf Bandaríkjanna. ýmissa áhrifamanna í flokknum við Jack Abramoff, þekkts hags- munavarðar (lobbíista) sem ný- verið gekkst við ýmsum afbrot- um og samþykkti að vinna með ákæruvaldinu í máli sem höfðað var gegn honum vegna meintra fjársvika, samsæris og skatta- svindls. Nýr leiðtogi repúblikana kjörinn í fulltrúadeildinni Reuters John Boehner ræðir við frétta- menn í fyrrakvöld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
110
Fjöldi tölublaða/hefta:
55340
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.12.2023
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 34. tölublað (04.02.2006)
https://timarit.is/issue/284121

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

34. tölublað (04.02.2006)

Aðgerðir: