Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 2006næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627281234
    567891011

Morgunblaðið - 04.02.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.02.2006, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Gylfi Gíslason, teiknari og myndlistarmaður, er látinn sextíu og fimm ára að aldri. Gylfi fæddist í Reykjavík hinn 19. desember 1940. Hann varð bráð- kvaddur á heimili sínu, að Skólastræti í Reykjavík, sl. miðviku- dag. Gylfi nam við Mynd- listaskólann í Reykja- vík, en áður lauk hann prófi í húsasmíði við Iðnskólann í Reykja- vík. Gylfi hélt fjölda einka- og samsýninga frá 1971, kenndi teikningu, stjórnaði sýning- um og rak gallerí, myndskreytti bækur og blöð og hannaði leikmynd- ir. Hann skrifaði gagnrýni í dagblöð og annaðist þáttagerð fyrir útvarp og sjónvarp ásamt handritaskrifum. Gylfi hlaut tilnefn- ingu til Edduverð- launanna 2005 ásamt Þiðriki Ch. Emilssyni, í flokknum sjónvarps- þáttur ársins, fyrir þáttinn „Útlínur“ sem fjallaði um íslenska myndlistarmenn. Gylfi var einn af höf- undum verksins Kjar- val sem Nesútgáfan gaf út á síðasta ári og fékk Íslensku bók- menntaverðlaunin 2005 í flokki fræðirita og bóka almenns efnis hinn 2. febrúar síðastliðinn. Eiginkona Gylfa var Unnur G. Þorkelsdóttir, þau skildu. Börn þeirra eru Margrét Þóra, Kristín Edda, Unnur Kristbjörg, Freyja og Þorkell Snorri. Systir Gylfa er Krist- ín Eiríka Gísladóttir. Andlát GYLFI GÍSLASON SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN fengi 48,8% atkvæða í borgarstjórn- arkosningum ef kosið væri nú, sé mið- að við þá sem tóku afstöðu í nýrri könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgun- blaðið. Flokkurinn fengi samkvæmt því átta menn kjörna af samtals fimmtán borgarfulltrúum og því hreinan meirihluta í borgarstjórn. Samfylkingin mældist í sömu könn- un með 33% fylgi, sem myndi skila flokknum sex borgarfulltrúum. Vinstrihreyfingin – grænt framboð fengi 10,5% fylgi og einn borgarfull- trúa. Hvorki Framsóknarflokkur né Frjálslyndi flokkurinn kæmu manni að yrðu þetta niðurstöður kosninga. Framsóknarflokkurinn mældist með 5,3% fylgi, og Frjálslyndi flokkurinn 2,2%, af þeim sem tóku afstöðu. Alls sögðu 2,7% þeirra sem tóku þátt í könnuninni að þeir myndu ekki kjósa í kosningum væri kosið nú, 2,3% sögðust myndu skila auðu eða ógildu, og 6,2% neituðu að svara. Samtals sögðust 7,5% aðspurðra ekki hafa gert upp hug sinn. Fylgi VG lækkar Litlu munaði að níundi maður Sjálfstæðisflokks næði inn, á kostnað sjötta manns Samfylkingar, sem stendur tæpt samkvæmt niðurstöð- um könnunarinnar. Einnig vantaði ekki mikið upp á til þess að annar maður á lista VG næði inn, né heldur vantaði mikið til þess að Framsókn- arflokkurinn næði inn manni. Fylgi við Sjálfstæðisflokk, Sam- fylkingu og Framsóknarflokk hefur aukist frá því í sambærilegri könnun sem gerð var í október 2005, á kostn- að fylgis VG og Frjálslynda flokksins. Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig 2,9 prósentustigum, Samfylkingin 2,2 prósentustigum og Framsóknar- flokkur 2,4 prósentustigum. Fylgi VG lækkar hins vegar um 4,3 prósentu- stig milli kannana, og fylgi Frjáls- lynda flokksins minnkar um tæplega helming, eða 1,7 prósentustig. Um var að ræða símakönnun sem unnin var af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands fyrir Morgunblaðið, dagana 31. janúar til 2. febrúar. Alls voru 1.000 Reykvíkingar á aldrinum 18–80 ára í úrtakinu, og var svarhlut- fall 64,1%. Notaðar voru þrjár spurningar til að fá fram afstöðu svarenda til þess hvað þeir myndu kjósa ef borgar- stjórnarkosningar yrðu daginn eftir. Fyrst var spurt „Ef borgarstjórnar- kosningar væru haldnar á morgun, hvaða flokk eða lista myndir þú kjósa?“ Þeir sem sögðust ekki vita það voru spurðir áfram: „En hvaða flokk eða lista telurðu líklegast að þú munir kjósa?“ Þeir sem enn voru óvissir voru þá spurðir: „En hvort heldurðu að sé líklegra, að þú kjósir Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern ann- an flokk eða lista?“ Þrjár spurningar til að fækka óákveðnum Þessi aðferð er að sögn skýrsluhöf- undar notuð til þess að fækka óákveðnum kjósendum, eftir fyrstu tvær spurningarnar voru 18,6% svar- enda enn óvissir, en þegar svörum við þriðju spurningunni er bætt við fór hlutfall óráðinna niður í 7,5%. Svar- endum þriðju spurningarinnar er bætt við fylgi Sjálfstæðisflokksins segi þeir líklegra að þeir kjósi hann en aðra flokka, en deilt í sömu hlutföllum og fengust við hinum spurningunum niður á hina flokkana segi viðkomandi líklegra að hann kjósi eitthvað annað en Sjálfstæðisflokkinn. Þessi aðferðafræði er til komin vegna þess að reynslan hefur sýnt að tilhneiging er til þess að meta fylgi Sjálfstæðisflokksins of hátt í könnun- um miðað við fylgi hans á kjördag, og því þriðja spurningin í raun til þess fallin að minnka fylgi flokksins í könn- uninni svo það sé nær því sem líklegar niðurstöður úr kosningum gætu orð- ið. Eftir fyrstu tvær spurningarnar sögðust 53,3% þeirra sem tóku af- stöðu ætla að kjósa Sjálfstæðisflokk- inn, en eftir þriðju spurninguna var fylgið komið niður í 48,8%. Eftir tvær spurningar sögðust 30,1% ætla að kjósa Samfylkinguna, en 33% eftir þriðju spurninguna. Könnun Félagsvísindastofnunar á fylgi flokkanna fyrir borgarstjórnarkosningar Sjálfstæðismenn með 48,8% og meirihluta fulltrúa                                                                    !"##$    %!"##&                             !   " #$               Eftir Brján Jónasson brjánn@mbl.is HEILSUSTOFNUN Náttúrulækn- ingafélags Íslands var í gær fyrst samtaka á Íslandi til að lýsa því yfir opinberlega, að svæði hennar sé án erfðabreyttra lífvera, en í því felst að engin erfðabreytt efni eru notuð í ræktun stofnunar- innar. Fram kom í tilkynningu frá Náttúrulækningafélaginu að við hæfi þætti að lýsa þessu yfir á 50 ára afmæli Heilsustofnunar- innar í Hveragerði. Jafnframt kemur fram að félagið hvetji til þess að landeigendur, framleið- endur, landfræðilega afmarkaðar byggðir og sveitarstjórnir sem víðast á landinu lýsi umráðasvæði sín sem svæði án erfðabreyttra lífvera. Ólafur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Heilsustofnunar- innar, sagði í samtali við Morg- unblaðið að undanfarin ár hefði öll ræktun stofnunarinnar verið lífræn en með þessari yfirlýsingu munu starfsmenn vera á varð- bergi og gæta þess að ný fræ og plöntur hafi ekki verið erfða- fræðilega bætt. Hann sagði að slíkar yfirlýsingar væru að verða mun algengari erlendis og þá sér- staklega í Evrópu. Svisslendingar hafa einnig nýlega samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu að leggja bann við útiræktun erfðabreyttra plantna í fimm ár. Ólafur sagði að til að byrja með ætti þessi yfirlýsing einungis við ræktun stofnunarinnar en ill- mögulegt væri að fylgjast með hvort matur væri erfðabreyttur eða ekki, þar sem framleiðendur erfðabreyttra afurða hafa ekki merkt sína vöru sérstaklega. Svæði HNLFÍ án erfðabreyttra lífvera Ljósmynd/Bjarni Harðarson Heilsustofnunin í Hveragerði var í gær lýst frí af erfðabreyttri ræktun og erfðabreyttum matvælum. F.v. talið Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri HNLFÍ, Hjörtur Benediktsson, garðyrkjustjóri HNLFÍ, Björg Stefáns- dóttir, skrifstofustjóri NLFÍ, Ingi Þór Jónsson, stjórnarformaður NLFÍ, og Árni Þór Sigurðsson, yfirmatreiðslumaður Heilsustofnunarinnar. HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands hefur dæmt karlmann á áttræð- isaldri til að greiða 160 þúsund krónur í sekt fyrir að aka undir áhrifum áfengis þann 17. júní 2005, ásamt sakarkostnaði upp á 17.907 krónur og þóknun skip- ast verjanda síns, 68.475 krónur – samtals tæpar 250 þúsund krónur. Maðurinn var jafnframt sviptur ökuleyfi í þrjú ár. Í dómnum kemur fram að bif- reið ákærða hafi verið veitt eft- irför. Báru lögreglumenn vitni um að þeir hefðu farið rakleitt á eftir manninum eftir að hann steig úr bifreið sinni og hand- tekið hann við útidyrnar að íbúð hans. Áfengislykt hefði lagt frá ákærða og var hann færður á heilsugæslustöð þar sem blóð- sýni var tekið úr honum. Reynd- ist vínandamagn í blóði manns- ins vera 1,80%. Fyrir dómi neitaði ákærði sök og kvaðst ekki hafa ekið bifreið- inni undir áhrifum áfengis. Hann kvaðst hafa verið að koma frá því að kaupa sér áfengi og hefði hann drukkið um hálfan lítra af sterku áfengi inni í íbúð sinni, áður en lögreglumenn handtóku hann. Í niðurstöðu dómsins kemur fram að maðurinn hafi ítrekað ekið undir áhrifum áfengis, var m.a. sviptur ökuréttindum í fjóra mánuði árið 2004, og tekur refsingin mið af því. Málið dæmdi Ásta Stefáns- dóttir, settur héraðsdómari. Sigurður Sigurjonsson hrl. var skipaður verjandi mannsins en Anna Birna Þráinsdóttir, sýslu- maður, sótti málið. 250 þúsund króna sekt fyrir að aka ölvaður LÍÐAN Dorritar Moussaieff for- setafrúar er með ágætum, að sögn Örnólfs Thorssonar forsetaritara, en hún fékk aðsvif í upphafi afhending- ar Íslensku bókmenntaverðlaun- anna, sem veitt voru á Bessastöðum síðdegis á fimmtudag. Dorrit fór í rannsókn hjá lækni snemma í gær- morgun og hélt í kjölfarið á Bessa- staði til hvíldar. Forsetaritari segir enga niður- stöðu hafa komið úr rannsókninni, enn sem komið er, og ekkert nýtt að frétta af ástandi Dorritar annað en að líðan hennar sé ágæt. Hann segir að Dorrit muni jafnframt gangast undir framhaldsrannsókn í dag. Dorrit til frekari rannsókna KARLMAÐUR á fimmtugsaldri fór í ævintýraför á trillu sinni fimmtudags- kvöld og aðfaranótt föstudags sem endaði með því að hann sigldi bátnum upp í fjöru í Hrísey og festi hann milli stórra steina í fjöruborðinu. Að sögn lögreglunnar á Akureyri hafði mað- urinn farið út á trillunni frá Akureyri síðdegis á fimmtudag. Hafði hann drukkið ótæpilega af áfengi um borð með fyrrgreindum afleiðingum. Manninum var komið fyrir í trillu sem átti leið hjá og fékk hann að gista fangageymslur lögreglunnar yfir nótt. Skýrsla var tekin af honum eftir að runnið hafði af honum víman og eftir skýrslutöku var honum sleppt. Ráðgert var að sækja trilluna í há- deginu í gær en það hafði enn ekki verið gert í gærkvöldi. Sigldi í strand í Hrísey ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
110
Fjöldi tölublaða/hefta:
55340
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.12.2023
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 34. tölublað (04.02.2006)
https://timarit.is/issue/284121

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

34. tölublað (04.02.2006)

Aðgerðir: