Morgunblaðið - 04.02.2006, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 04.02.2006, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í DAG fer fram prófkjör okkar sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi. Okkar verkefni verður að halda áfram að viðhalda þeim stöðugleika sem hefur einkennt stjórn sjálfstæð- ismanna undanfarna áratugi. Þar stendur hæst ábyrg fjármálastjórn og góð þjónusta. Næsta kjörtímabil verður eitt mesta framkvæmdar- tímabil í sögu Seltjarn- arnesbæjar. Lokið verður við langþráðan gervigrasvöll ásamt til- heyrandi aðstöðu. Sundlaugin verður nán- ast endurnýjuð frá grunni og bygging lík- amsræktarstöðvar er í deiglunni. Til stendur að reisa hjúkr- unarheimili á svokall- aðri Lýsislóð, í sam- vinnu við Reykjavíkurborg. Skipulagsmál hafa verið í brenni- depli. Ég mun leggja mitt lóð á vog- arskálarnar við að ljúka skipulagi á Hrólfsskálamel, væntanlegri íbúð- arbyggð á Bygggörðum og nýrri ásýnd að miðbæjarkjarna, í sátt og samlyndi við íbúa Seltjarnarness. Ég hef verið einn af þátttakendum í þeim verkefnum sem Sjálfstæð- isflokkurinn hefur tekið sér fyrir hendur á þessu kjörtímabili sem er að ljúka og hef jafnframt tekið þátt í þeirri stefnumótun sem Sjálfstæð- isflokkurinn hefur verið að móta til framtíðar. Ég hef öðlast talsverða reynslu sem varabæjarfulltrúi, fulltrúi í skólanefnd og varamaður í umhverfisnefnd og hyggst nýta mér það á komandi kjörtímabili. Ég hef tekið þátt í grasrótarstarfinu innan flokksins. Ég hef líka verið mjög virk- ur í foreldrastarfinu, hvort sem það hefur verið skólinn, íþrótta- félagið auk þess hef ég setið í stjórn Hand- knattleiksdeildar Gróttu síðastliðin fjögur ár og þekki þann rekst- ur mjög vel. Ég hef lært heilmikið á þessum síð- astliðnum fjórum árum í þessum störfum og er enn að læra. Mikilvægt er að sjálfstæðismenn stilli upp sterkum lista með fólki sem hefur reynslu að baki. Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í 4. sæti á lista sjálf- stæðismanna, sem er baráttusæti, vegna þess að ég tel að ég sé tilbúinn til að takast á það verkefni. Mín helstu stefnumál eru: Fjármál: Traustur fjárhagur er undirstaða velsældar og framfara. Með þetta að leiðarljósi hafa sjálf- stæðismenn á Seltjarnarnesi getað haldið úti lágum álögum en að sama skapi boðið upp á öfluga þjónustu. Stjórnsýslan: Mikilvægt er að stjórnsýslan verði opin og gagnsæ. Skólamál: Lögð verði áhersla á að koma til móts við hvern nemanda m.a. með einstaklingsmiðuðu námi og fjölbreyttum kennsluháttum. Leitað verði leiða til að gera nám og kennslu barnanna markvissari í leikskólunum til að undirbúa þau enn betur undir grunnskólann. Hafist verði handa, í áföngum, við að leggja drög að gjaldfrjálsum leikskóla. Áfram verði rekið metnaðarfullt starf í tónlistarskólanum og tengslin við leik- og grunnskóla verði efld enn frekar. Skólamannvirki: Lögð verði áhersla á að halda áfram endurbótum á skólamannvirkjum bæjarins. Mötu- neyti nemenda Valhúsaskóla verði endurnýjað og stækkað þannig að hægt sé að bjóða þeim upp á sam- bærilegar máltíðir og nemendum í leikskólum og Mýrarhúsaskóla. Skólalóð Mýrarhúsaskóla verði end- urhönnuð frá grunni og stækkuð. Starfsfólk bæjarins: Starfsfólki bæjarins verði boðið upp á bestu kjör sem völ er á og umbunað fyrir vel unnin störf. Íþrótta- og tómstundamál: Kannað verði hvort Hvatastyrkjum verði komið á fyrir börn 6–16 ára. Upp- byggingu íþróttamannvirkja við Suð- urströnd verði flýtt ef tækifæri gefst. Kannað verði hvort hægt sé að byggja hlaupabraut fyrir fimleikasal- inn. Markmiðið er að aðstaða til íþróttaiðkunar verði ávallt með því besta sem völ er á. Selið: Leitað verði leiða til að bæta félagsaðstöðu Selsins. Haldið verði áfram að efla samvinnu á milli heim- ila, skóla, Selsins, kirkju, bæjaryf- irvalda og lögreglu. Skipulagsmál: Samráð við íbúana er mjög mikilvægt í þessu sambandi. Gæta þarf þess að íbúar séu vel upp- lýstir og komið sé til móts við þarfir þeirra. Byggt verði af varfærni og skynsemi. Samgöngur: Hugsa verður heild- stætt hvernig leysa megi umferð- arhnúta í kringum skólana og íþrótta- miðstöðina. Gert verði átak í að endurnýja gangstéttir og götur. Eldri bæjarbúar: Kannað verði formlega hjá fólki sem er eldra en 60 ára hvaða óskir það hefur um búsetu- form og þjónustuþörf með framtíð- arsýn Seltjarnarness að leiðarljósi. Mikilvægt er að eldri borgarar myndi sér sjálfir skoðun á þeim málum sem varða þá mest. Lögð verði áhersla á að eldri íbúar geti búið sem lengst á heimilum sínum með markvissri umönnun og þjónustu. Lögð verði áhersla að efla dagvist eldri borgara enn frekar. Það eiga að vera forrétt- indi að eldast á Seltjarnarnesi. Góðir Seltirningar, að lokum þetta Ég er tilbúinn til að takast á við þessi verkefni og vona að þið veitið mér brautargengi með því að velja mig í 4. sæti í prófkjörinu í dag. Prófkjör á Seltjarnarnesi Eftir Lárus B. Lárusson ’Ég er tilbúinn að takastá við þessi verkefni og vona að þið veitið mér brautargengi …‘ Lárus B. Lárusson Höfundur er varabæjarfulltrúi og býður sig fram í 4. sæti listans í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi. Prófkjör Seltjarnarnesi TENGLAR .............................................. www.larusb.is UPPBYGGILEGAR tómstundir og áhugamál eru spurning um lífs- gæði. Áhugamál æskunnar fylgja mörgum í gegnum líf- ið og sá tími sem fer í að sinna þeim veitir viðkomandi ómælda ánægju og lífsfyllingu. Íþrótta- og æskulýðs- mál eru mér ákaflega hugleikin enda hef ég helgað mig þeim málaflokki í starfi mínu sem íþrótta- fulltrúi Kópavogs síð- astliðin átján ár. Öll- um er ljóst hversu miklu máli það skiptir fyrir íbúa að bæj- arfélag haldi úti upp- byggilegu og víðtæku æskulýðsstarfi. Starf- ið þarf að vera fjöl- breytt þannig að sem flestir finni sér við- fangefni við hæfi. Virk þátttaka í tómstundastarfi er fyrirbyggjandi. Ung- lingar sem eiga sér áhugamál og hafa að- stöðu til að sinna þeim lenda síður í svokölluðum áhættuhópum eða áhættulíferni. Forvarnagildið er því ótvírætt. Að missa ungling út í ógæfu er harmleikur sem enginn vill lenda í. Auk hins mannlega harmleiks þá er ljóst að kostnaður samfélagsins er gríðarlegur, kostn- aður við innlagnir, meðferðir og annað slíkt skiptir milljónum á hvern einstakling. Hagnaður sam- félagsins af æskulýðsstarfi er ótví- ræður svo ekki sé minnst á þau lífsgæði sem þau skapa ein- staklingum. Fjölbreytileiki er lykilorð, góðar félagsmiðstöðvar, gott skátafélag, gott kórastarf, gott æskulýðsstarf á vegum kirkjunnar, gott íþróttastarf og starfsemi allra þeirra félaga sem láta sig málefni æskunnar varða eru allt mikilvægir hlekkir í öryggisneti samfélagsins, hinu fyr- irbyggjandi starfi, liður í því að all- ir hafi tækifæri til þess að finna sér þroskandi viðfangsefni við hæfi, skapi sér lífsgæði. Af þessum sökum er því nauðsynlegt að styrkja og styðja þetta víðtæka starf eins og frekast er kostur. Ár- angurinn verður ekki aðeins blómlegt mann- líf, árangurinn verður jafnframt vel heppnað forvarnarstarf, starf sem byggir á að gefa einstaklingum kost á að þroskast og vaxa upp við jákvæðar for- sendur. Vel heppnað æsku- lýðsstarf og góð sam- vinna við foreldrafélög í bæjarfélaginu er ávís- un á árangur í for- vörnum. Því verður að leggja aukna áherslu á starfsemi foreldra- félaga. Það þarf einnig að samræma krafta allra þeirra sem fara með málefni unglinga. Með samstilltu átaki má lyfta grettistaki og vinna af krafti að velferð okkar ágæta unga fólks. Málefni æskunnar þurfum við því að sjá í víðu samhengi, enginn er öðrum mikilvægari í þessu spilverki en saman sköpum við heild sem gerir það að verkum að uppvaxt- arskilyrði æskunnar verða eins ákjósanleg og frekast er kostur. Okkar hlutverk sem stjórnmála- manna er að skapa forsendur til þess að svo megi verða. Fái ég til þess fulltingi mun ég af fullu afli beita mér fyrir málefnum unga fólksins. Æskan er okkar fjár- sjóður. Æskan er okkar fjársjóður Eftir Jón Júlíusson Jón Júlíusson ’… það skiptirmiklu máli fyrir íbúa að bæj- arfélag haldi úti uppbyggilegu og víðtæku æsku- lýðsstarfi.‘ Höfundur er íþróttafulltrúi Kópavogs og gefur kost á sér í 1. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Kópavogi. Prófkjör Kópavogi Í DESEMBER 2004 sló meiri- hlutinn í Kópavogi um sig með því að boða niðurgreiðslu æfinga- gjalda fyrir börn í Kópavogi. Í fyrstu leit þetta rosalega vel út og íbúar í Kópavogi voru mjög ánægðir. Svo þegar kom í fram- kvæmd var þetta ekki eins gott og það hljómaði í upphafi. Einungis þeir sem stunduðu íþróttir fengu 10.000 króna niðurgreiðslu á æf- ingagjöldum í tveimur greinum. Svo var því bætt við nú í desem- ber 2005 að þeir sem hafa áhuga á skáta- starfi, ballett og skák fái líka niðurgreiðslu. Þannig að allt sem heitir list er skilið út undan. Oft eru það list- greinarnar sem eru langdýrastar og því oft á tíðum einungis börn efnameiri for- eldra sem geta stundað tónlist- arnám. Listgreinar eru dýrari því oft eru færri þar í hóp eða jafnvel einkakennsla eins og t.d. í tónlist- arnámi. Þarna er verið að mismuna börnum og fjölskyldum um miklar upphæðir. Tökum mína fjölskyldu sem dæmi: Ég á tvö börn, 10 ára stelpu og 12 ára strák. Við erum mjög heppin að því leyti að þau stunda bæði tvær íþróttagreinar og því fær mín fjölskylda nið- urgreiðslu frá bænum upp á 40.000 krónur, sem er æðislegt fyrir okkur. En hvað með hina, hvers eiga þeir að gjalda sem ekki eru með íþróttir á heil- anum!? Börn eru með mis- jöfn áhugamál og það að barn stundi sitt áhugamál í tóm- stundum er langbesta forvörn sem til er. Því eiga bæjaryfirvöld að gera allt sem þau geta til að sem flest börn finni sér sitt áhugamál og hjálpa þeim við að stunda þau. Ekki taka eitt áhugasvið út úr og hampa því. Gerum öll- um jafnhátt undir höfði. Gerum öllum jafn- hátt undir höfði Eftir Bjarna Gauk Þórmundsson Bjarni Gaukur Þórmundsson ’Börn eru meðmisjöfn áhuga- mál og það að barn stundi sitt áhugamál í tóm- stundum er lang- besta forvörn sem til er.‘ Höfundur er íþróttakennari og gefur kost á sér í 3. sæti í prófkjöri Sam- fylkingarinnar í Kópavogi. Prófkjör Kópavogi ÁGÆTI Seltirningur. Þá er stóra stundin runnin upp. Í dag velur þú nýja forystusveit Sjálf- stæðismanna fyrir sveitarstjórn- arkosningarnar í vor. Ég hef að undanförnu fundið fyr- ir mikilli ánægju fólks í okkar bæjarfélagi með þá ákvörðun mína að bjóða mig fram til forystu í flokki okkar sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi. Ákvörðun mín var tek- in að mikilli áeggjan margra og góðra Sel- tirninga, ákafra sjálf- stæðismanna, vina og kunningja. Öllu þessu fólki þakka ég innilega fyrir hvatningu og veittan stuðning. Nái ég kjöri mun ég standa vörð um að Seltjarnarnes:  haldi sérkennum sínum með lágreistri og hlýlegri byggð,  bjóði íbúum sínum, jafnt ung- um sem öldnum, betra þjónustustig en gerist í öðrum sveitarfélögum,  nýti þau mörgu tækifæri sem felast í byggingu gervigrasvalla og stúku við Valhúsaskóla,  verði áfram það bæjarfélag sem leggur lægstar álögur á alla sína þegna, með sérstakri áherslu á barna- fjölskyldur. Þrátt fyrir sterka stöðu Sjálfstæðis- flokksins á Seltjarn- arnesi er einungis um eins manns meirihluta að ræða í bæjarstjórn. Skjótt geta skipast veður í stjórnmálum og því þurfa sjálfstæð- ismenn að velja sér forystu sem líkleg er til að auka og breikka fylgi flokksins og styrkja stöðu hans enn frekar í bæjarfélag- inu. Ég treysti mér til þess að ná þeim markmiðum og hvet þig því til að mæta á kjörstað í dag styðja mig í 1. sæti. Ágæti Seltirningur Eftir Bjarna Torfa Álfþórsson Bjarni Torfi Álfþórsson ’Þrátt fyrir sterka stöðuSjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi er ein- ungis um eins manns meirihluta að ræða í bæjarstjórn.‘ Höfundur er bæjarfulltrúi og gefur kost á sér í 1. sæti á lista sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi. Prófkjör Seltjarnarnesi Marteinn Karlsson: „Vegna óbilgjarnrar gjaldtöku bæjar- stjórnar Snæfellsbæjar af okkur smábátaeigendum, þar sem ekkert tillit er tekið til þess hvort við megum veiða 10 eða 500 tonn, ákvað ég að selja bátinn og flytja í burtu.“ Sigríður Halldórsdóttir skrifar um bækur Lizu Mark- lund sem lýsa heimilisofbeldi. Hulda Guðmundsdóttir: „Ég tel að það liggi ekki nægilega ljóst fyrir hvernig eða hvort hinn evangelísk-lútherski vígsluskilningur fari í bága við það að gefa saman fólk af sama kyni …“ Prófkjörsgreinar á mbl.is www.mbl.is/profkjor Margrét S. Björnsdóttir styður Sigrúnu Elsu Smára- dóttur í prófkjöri Samfylking- arinnar í Reykjavík. Ágúst Ólafur Ágústsson styður Sigrúnu Elsu Smára- dóttur í prófkjöri Samfylking- arinnar í Reykjavík. Guðrún Edda Haraldsdóttir styður Lárus B. Lárusson í prófkjör Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi. Ingólfur Margeirsson styður Dag B. Eggertsson í próf- kjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Gísli Gunnarsson styður Sigrúnu Elsu Smáradóttur í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Guðrún Ögmundsdóttir styður Sigrúnu Elsu Smára- dóttur í prófkjöri Samfylking- arinnar í Reykjavík. Gunnar Gíslason styður Ás- gerði Halldórsdóttur í 2. sæt- ið í prófkjöri sjálfstæðismann í Seltjarnarnesi. Þór Whitehead styður Ólaf Egilsson, sem býður sig fram i prófkjöri sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi. Birgir Dýrfjörð styður Sig- rúnu Elsu Smáradóttur sem býður sig fram í 2. til 4 sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík Magnús Helgi Björgvinsson mælir með Guðríði Arnar- dóttur í 1. sætið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Kópa- vogi. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.