Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 2006næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627281234
    567891011

Morgunblaðið - 04.02.2006, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 04.02.2006, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Hjálmar Guðna-son fæddist á Vegamótum í Vest- mannaeyjum 9. des- ember 1940. Hann lést á heimili sínu 27. janúar síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Anna Eiríks- dóttir frá Vegamót- um, f. 24.10. 1902, d. 4.1. 1988, og Guðni Jónsson frá Ólafs- húsum, f. 6.6. 1903, d. 12.2. 1944. Systk- ini Hjálmars eru Ei- ríkur Ágúst, f. 28.3. 1933, d. 26.6. 1987, Jón Bergur, f. 1934, lést í bernsku, Sigurbjörg Rannveig, f. 29.12. 1935, og Gylfi, f. 16.11. 1937. Hinn 6. júní 1960 kvæntist Hjálmar Kristjönu S. Svavars- dóttur húsmóður frá Byggðar- holti, f. 16.3. 1941. Foreldrar hennar voru Kristín Halldórsdótt- ir frá Tréstöðum í Hörgárdal, f. 13.11. 1913, d. 22.2. 1991, og Svavar Antoníusson frá Byggðar- holti, f. 27.12. 1908, d. 19.5. 1979. Börn Hjálmars og Kristjönu eru: 1) Anna Kristín, f. 10.10. 1960, maki Jón Ben Ástþórsson, f. 1958, börn Agnes, f. 1978, Hjálmar, f. 1980, og Kristjana, f. 1986. 2) Guðni, f. 23.8. 1968, maki Guð- björg Guðjónsdóttir, f. 1971, börn Jenný, f. 1993, Hjálmar Karl, f. 1997, og Elísabet, f. 1999. 3) Sig- urbjörg Rannveig, f. 30.4. 1970, maki Óskar Valgarð Arason, f. 1961. 4) Ásta, f. 3.7. 1971, maki Magnús Kristinsson, f. 1972, börn Berglind, f. 1995, Davíð Leví, f. 1997, Benjamín, f. 1901, og Jóel, f. 1903. 5) Margrét, f. 4.7. 1971, maki Björn Grétar Sig- urðsson, f. 1962, börn Ragna Björg, f. 1900, og Mikael Björn, f. 1903. 6) Ólafur, f. 20.6. 1974, maki Brynja Dröfn Ingadóttir, f. 1980, dóttir Hólmfríður Rakel, f. 2001. Hjalli, eins og hann var oftast kall- aður, ólst upp á Vegamótum og bjó þar ásamt eiginkonu sinni fram að Heimaeyjargosi. Eftir gos bjó hann á Hól í Eyjum. Hjalli var lærður loftskeytamaður og vann í loftskeytastöðinni í Eyjum til ársins 1977. Ungur byrjaði hann að læra á trompet hjá Odd- geiri Kristjánssyni. Hann hóf kennslu við Tónlistarskóla Vest- mannaeyja árið 1977 ásamt því að stjórna Lúðrasveit Vestmanna- eyja og síðar Skólalúðrasveit Vm til æviloka. Hann, ásamt æskuvini sínum Ólafi Gränz, gerði út ferða- mannabátinn Bravó þar sem Hjalli spilaði á trompetinn í hellum umhverfis Heimaey. Árið 1977 eignaðist Hjalli lifandi trú og gekk í Hvítasunnusöfnuðinn Betel. Fljótt varð hann öldungur og kórstjóri og vann ötullega í safnaðarstarfinu allar götur síð- an. Hjálmar verður jarðsunginn frá Hvítasunnukirkjunni í Vest- mannaeyjum í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. Hinn 27. janúar síðastliðinn skört- uðu eyjarnar einum af sínum feg- urstu dögum þegar hann pabbi minn dó. Ég var svo þakklát fyrir það, því hann unni þeim svo mjög og vildi hvergi annars staðar vera. Pabbi minn, þú hafðir svo sterka nærveru og varst mikill áhrifavaldur í mínu lífi. Minningarnar hrannast upp og ég hugsa til allra stundanna þegar við höfum setið við eldhúsborðið niðri á Hól eða í Stóragerðinu og rætt málefni dagsins hverju sinni. Það var líka hlegið mikið og gantast. Þegar ég átti afmæli í haust þótti mér svo vænt um þegar þú óvænt stóðst úti á tröppum og spilaðir á trompetinn afmælislagið fyrir mig svo undirtók í hverfinu. Þetta var þinn stíll að gera eitthvað óvænt til að gleðja aðra. Það var ekki málið að mæta með allar sönggræjurnar í jólaboðið til þess að gera skemmti- legt kvöld, þú og mamma búin að æfa söngatriði til að leyfa okkur að njóta. Ég man allar gönguferðirnar á sunnudagsmorgnum þegar ég var lítil, inná Eiði og austur á Urðir, eða bátsferðirnar, hvort sem var að skutla fólki, útí Hrauney, eða sigla skemmtiferð hringinn í kringum Eyjarnar og spila á trompetinn í hellunum sem var alltaf stórkostleg stund. Þú gladdist manna mest ef von var á nýjum fjölskyldumeðlim, því ríkidæmi þitt var fjölskyldan og trúin á Jesú Krist. Elsku pabbi, svona er endalaust hægt að telja, brosið og faðmlögin sem þú áttir nóg af verður kær minn- ing sem við eigum eftir að sakna svo sárt. Við munum ylja okkur við þær í framtíðinni. Ég veit að þér líður vel núna hjá Guði, því það var þín gleði og lífsfyll- ing að fá að ganga með honum. Með kærri kveðju, Anna Kristín. Bless á meðan, sagði hann alltaf, með hlýju brosi og veifaði gjarnan og skildi þannig við mann með von um að hittast aftur. Ég man þegar við fórum svo oft út á Skans til að fara á sjó eða eitthvað að dedúa í sambandi við bátinn, og gengum yfir hraunið til baka, stopp- uðum alltaf á sama staðnum, efst á leiðinni, horfðum yfir bæinn og fjöll- in og hann sagði alltaf „Þetta er fal- legasti staður í heimi, það eru for- réttindi að fá að búa hérna“. Undantekningalaust báðum við sam- an fyrir fólkinu og staðnum um náð og blessun Guðs. Þegar ég var 8 ára og hann ný- frelsaður kom hann snemma einn morgun inn í herbergið til okkar krakkanna þar sem við vorum öll nema Anna Stína, við vorum búin að vera með læti og áttum von á reið- iskömmum, þá settist hann á eitt rúmið, bauð okkur góðan daginn og sagði „Mig langar að kenna ykkur svolítið“, kraup við eitt rúmið og bað Faðirvorið og við hermdum eftir. Hann var svo ljúfur, hann var svo breyttur, hættur að drekka, og alltaf svo glaður. Við litum hvort á annað undrandi en eftir þetta var líf okkar allra allt annað. Hann unni Eyjunum framar öllum stöðum í heimi, en von hans stóð til himins, til Jesú sem líf hans snérist um, og hann var reiðubúinn til þeirr- ar ferðar. Núna hugsa ég, já pabbi, bless á meðan, því ég veit að nú dans- ar hann og lofar Guð, hann er þar sem von mín liggur og ég hlakka til að hitta hann. Ég er þakklátur fyrir að hafa átt svo frábæran pabba. Guðni. Mig langar að minnast elsku pabba míns í nokkrum orðum. Ég fékk að eiga hann að í 35 ár og það er margs að minnast frá þeim tíma. Við sex systkinin ólumst upp á ættaróðalinu Hól eftir „gos“ undir verndarvæng pabba og mömmu. Þau voru okkur mjög góðir foreldrar og kenndu okkur að meta réttu gildin í lífinu. Það var mikið líf og fjör á Hólnum og oft hlegið og haft gaman. Pabbi var stoltur af þessum stóra barnahópi sem hann átti og það var aldrei tiltökumál að skreppa með all- an krakkaskarann í heimsókn til vina og kunningja. Stoltastur var hann samt af mömmu. Hún var perlan í lífi hans. Hann var svo þakklátur fyrir hana enda hefði Guð ekki getað gefið honum betri eiginkonu. Mamma og pabbi hafa alltaf átt yndislegt heimili sem var öllum opið. Þar var enda tíð- ur gestagangur svo lengi sem ég man. Pabbi tók öllum opnum örmum og ef einhvern vantaði húsaskjól yfir nóttina var hann velkominn á Hól. Vestmannaeyjar voru paradís á jörð! Það var hvergi hægt að búa nema í Eyjum enda alltaf besta veðr- ið þar! Hann elskaði Eyjarnar sínar af öllu hjarta og þekkti þær betur en fingurna á sér enda búinn að fara ófáar ferðir með fólk hvaðanæva úr heiminum í skoðunarferðir á Bravó VE í siglingu kringum Eyjarnar. Í þeim ferðum fengu gestirnir að njóta þess að hlusta á einstaka hæfileika hans með trompetinn er hann spilaði í hellunum svo unun var á að hlusta. Hann hefur alla tíð verið mikið róm- aður fyrir þessar ferðir. Það er svo margt sem má læra af pabba. Hann var mikill Guðs-maður og það duldist engum. Það besta í lífi hans var að kynnast Jesú Kristi. Hann kenndi okkur í verki að trúa og elska Jesú. Okkar annað heimili var kirkjan okkar, Betel. Þar stundaði pabbi samfélag sitt af miklum áhuga fram á síðasta dag og ég þekki engan eins trúfastan og hann var. Hann hvatti okkur til að halda okkur fast við Drottin, það var það besta í lífinu. Heima á Hól var Biblían alltaf opin og iðulega á morgnana sat pabbi við eldhúsborðið að drekka kaffið sitt og las í Biblíunni. Ef upp komu vanda- mál eða á móti blés þá var gripið í bænina. Guð var ekki nema einni bæn í burtu. Þegar kom að trúnni var hann eins og klettur sem hagg- aðist ekki. Það voru margir sem leituðu til hans eftir uppörvun og hvatningu. Hann tók þá að sér sem áttu erfitt. Ég minnist þess hve oft var hringt í pabba jafnvel um miðja nótt, einhver sem var í neyð og þurfti á góðum vini að halda og þá fór hann með stutta bæn með þeim í símanum og hvatti þá áfram. Atorkusemi og dugnaður voru líka einkenni pabba. Hann hafði alltaf nóg að gera og var yfirleitt með mörg járn í eldinum. Hann var mikið í tónlistarstarfi og þeir eru margir nemendur Tónlistarskólans í Vest- mannaeyjum sem hafa lært hjá hon- um á hljóðfæri. Þar stjórnaði hann líka lúðrasveit og hafði mikinn hug á því starfi og sinnti vel. Pabbi var mikill persónuleiki. Hann var mjög ákveðinn og var ekki feiminn við að tjá skoðanir sínar. Ef honum mislíkaði eitthvað kom hann því á framfæri. Það gat stundum fok- ið í hann og þá leyndi sér ekki svip- urinn. En hann var fljótur að fyr- irgefa og bjóða sáttarhönd. Það var eiginlega betra að hafa hann sáttan. Elsku pabbi minn, ég hefði viljað eiga meiri tíma með þér. Mér finnst svo sárt að fá ekki að kveðja þig og segja þér hvað mér þykir vænt um þig. Þú varst svo góður maður og það eru margir sem munu sakna þín. Söknuður mömmu er þó mestur því hún hefur misst góðan vin og traust- an eiginmann. Ég er þess fullviss að Guð tekur á móti þér á himnum með þessum orðum: Gott, þú góði og trúi þjónn. Yfir litlu varstu trúr, yfir mikið mun ég setja þig. Gakk inn í fögnuð herra þíns. (Matt.25:21.) Ég kveð þig með söknuði og trega en þakklæti fyrir árin sem þú varst með okkur. Ég veit ég fæ að hitta þig aftur á himnum. Þín dóttir, Sigurbjörg. Það er erfitt að finna orð sem lýsa þeirri miklu sorg, sem nísti hjarta mitt, þegar ég heyrði um andlát föð- ur míns. Pabbi var mér svo mikill faðir að ég átti erfitt með að kalla guð föður lengi vel, sem þó er mér allt, því þá fannst mér sem ég mæti pabba minn ekki jafnmikils og ég gerði. Samt talaði hann oft sjálfur um hvað það væri honum mikils virði að geta kallað guð föður, en hann missti sinn jarðneska föður mjög ungur að árum. Það er svo margs góðs að minnast og væri hægt að fylla margar bækur ef allt ætti að rita. Hann tók flísar úr puttum (og bauðst stundum til að taka puttana líka), hann bar mig inn í rúm (þó hann vissi að ég væri bara að þykjast vera sofandi), hann tók mig á háhest og hélt á mér yfir allt hraunið frá „Skansinum“ og heim (þó ég væri létt á fæti og gæti vel gengið). Hann kenndi mér á blokkflautu og ég kann enn „Fuglasönginn“, hann kenndi mér að elska móðurmálið mitt og „Eyjarnar“ mínar, en þau voru ófá skiptin sem ég fór með honum í sigl- ingu um „Eyjarnar“ á „Bravó“ og fékk að heyra allt sem hefur gerst í kringum þær og allar sögurnar um lífsbjarganir og kraftaverk. En það, sem mér finnst mest um vert, er að hann kenndi mér að elska Jesúm. Pabbi var trúarhetjan mín. Trú hans og traust á Jesúm Krist laðaði mig að Jesú og kenndi mér að elska hann. Ég var rétt um 8 ára gömul þegar pabbi leiddi mig í bæn um að taka á móti Jesú í trú og biðja hann um að koma inn í hjarta mitt og taka sér bústað þar, sem ég og gerði, og hef aldrei þurft að sjá eftir, ekki frekar en hann. En nú er hann hjá föðurn- um, sem við eigum sameiginlega og hvert faðerni fær nafn sitt af og fáum bæði að umfaðma á hæsta degi, sem og hvort annað. Blessuð sé minning hans. … faðir, elsku faðir! Horfinn er mér frá, hérna jörðu á. Ó, Faðir, eilífi Faðir. Þig hann fær að sjá þínum himni á. Afborið ég gæt’i ei nei, föðurmissinn nú, ef þig sem Föður ætti ei, því Faðir feðra ert þú. … en Faðir, abba Faðir! Hittast munum þá, efsta degi á. Því Faðir, heilagi Faðir gætir hans þér hjá í Föðurfaðmi’, ó, já. Faðir minn. Ásta Hjálmarsdóttir. Ég ætla að nota þetta tækifæri til að segja það sem ég hefði viljað segja þér hinn 26. janúar hefði ég vitað að þú myndir kveðja þennan heim hinn 27. Það er óhemju sárt að hafa ekki fengið að kveðja þig í eigin persónu. Ég get ekki einu sinni lýst því hvað mér fannst þú mikið heljarmenni. Bæði varstu alveg ótrúlega sterkur og flottur karl en þú sást líka hlutina yfirleitt í öðru ljósi en flestir aðrir. Það var eins og þú sæir yfir erfiðleik- ana og þú kunnir að þrauka og sýna styrk og þolinmæði þegar á reyndi. Ég trúi því að þú hefðir getað sigrað heiminn með fallegum trompetleik þínum en það var ekki það sem þú sóttist eftir. Þú þakkaðir Guði hvern dag fyrir að hafa gefið þér hana mömmu sem þú elskaðir svo heitt. Þú gerðir alltaf borðbæn hvar sem þú varst og þakkaðir Guði fyrir mat- inn á borðum, þú kvaddir sérhvern dag með því að læsa útidyrahurðinni á Hól og biðja fyrir fjölskyldunni og húsinu, þú elskaðir Eyjarnar, að þínu mati fallegasta stað á jarðríki og þótt víðar væri leitað. Þú lagðir svo mikið hjarta í allt sem þú tókst þér fyrir hendur og kenndir okkur systkinunum að gera hið sama. Þú varst stórmenni og náttúrubarn með risahjarta og áttir trú sem gat flutt fjöll. Þakka þér, elsku pabbi, fyrir öll árin sem við áttum saman. Ég sakna þín. Margrét. Það er skrýtið að hugsa til þess að þetta breiða bros og stóra faðmlag eigi ekki eftir að taka á móti manni aftur. Pabbi var kærleiksríkur og ynd- islegur. Pabbi sem átti svo auðvelt með að bræða hjarta manns og koma manni í gott skap. Þannig var hann öllum og þekktur fyrir það. Hann var líka hreinskilinn og sat ekki á því sem brann honum í brjósti. Fáir fóru varhluta af því sem hann tók sér fyr- ir hendur enda allt gert með trompi. Ég var þriggja ára þegar pabbi frelsaðist og það gæfuspor hans er það sem ber mann í gegnum þennan sára missi. Pabbi kenndi mér af reynslu sinni og sagði mér frá hvern- ig Jesús væri vegurinn, sannleikur- inn og lífíð og enginn kæmi til föð- urins nema fyrir Hann. Að þessum orðum býr maður í dag og þakkar Guði fyrir það uppeldi sem þau gáfu manni. Ég þakka einn- ig fyrir þær frábæru stundir sem við áttum saman. Þegar hann bar mann á háhesti yfir hraunið út á Skans, stoppaði þar á leiðinni og bað fyrir eyjunum sem hann elskaði svo mikið. Allar bátsferðirnar, bryggjurúnt- arnir og trompetspilið og ekki síst fjölskyldubænastundirnar þegar hann tók alla sem voru heima saman í hálftíma og bað með þeim jafnvel þótt allir svæfu á meðan. Ekki taldi hann það eftir sér að lána mér bílinn sinn til Reykjavíkur þegar ég fór í skólann og sagði að ég þyrfti meira á honum að halda en hann og í tvo vetur var hann bíllaus svo ég þyrfti ekki að taka strætó í skólann. Það eru bara ekki til margir svona menn og er ég honum alveg of- boðslega þakklátur. Með tár á kinn kveð ég þig í hinsta sinn, elsku pabbi minn. Þinn yngsti sonur Ólafur. Elsku Hjalli er farinn. Hvern hefði órað fyrir því á fimmtudaginn að þetta væri síðasti dagurinn hans. Fyrir tæpum sautján árum varð ég þeirrar blessunar aðnjótandi að kynnast Guðna syni Hjalla. Mér var tekið mjög vel í fjölskylduna og varð strax ein af „krökkunum“ hans Hjalla eins og öll tengdabörnin hans. Hjalli var einstakur maður, hlýr og kátur, alltaf tilbúinn að brosa og hjálpa öðrum. Barnabörnin hans elskuðu afa og fyrir nokkrum árum var stofnað félag meðal Hjalla og barnabarnanna og hét það Ísvina- félagið en það fólst í því að fara í bíl- túr eða bátsferð á Bravó og borða ís. Krakkarnir elskuðu þetta og við for- eldrarnir líka því stundum fengum við að vera með og var þá keyptur ís á alla línuna. Hjalli var mjög fróður, sérstaklega um Eyjarnar sínar, að fara í bátsferð með honum í sumar- blíðu og hlusta á hann segja okkur sögur og frá kennileitum á leiðinni var einstök upplifun, sigling inn í hella, trompetblástur, svo góðar og dýrmætar minningar. Hjalli elskaði Jesú af öllu hjarta. Og sunnudaginn fyrir andlát sitt spilaði hann á trompetið í Hvíta- sunnukirkjunni í Eyjum meðan við sungum þennan yndislega sálm sem ég ætla að enda á Ó dýrðlegi morgun, ó margþreyða stund, er mér fylgja englarnir Jesú á fund. Þá fæ ég að sjá hann, já eins og hann er, í almættiskærleik, hann brosir við mér. (Ásmundur Eiríksson.) Elsku Dadda mín, Anna Stína, Guðni, Systa, Ásta, Magga og Óli, Drottinn blessi ykkur, styrki, varð- veiti og huggi. Takk fyrir allt og allt. Guðbjörg. Kveðja frá Hvítasunnu- kirkjunni í Vestmannaeyjum Hjálmar gekk til liðs við kirkjuna árið 1977. Hann hafði verið að taka líf sitt til endurskoðunar. Að áeggjan vinar kom hann á samkomu í Betel. Þar fann hann það sem hann þráði. Sunnudaginn 22. janúar sl., á sam- komu sem varð sú síðasta sem hann sótti, rifjaði hann upp lífshlaup sitt. Hann sagði sem svo oft áður að sú ákvörðun sem hann tók árið 1977 hefði verið hans mesta gæfuspor og að hann hefði aldrei þessi 29 ár sem liðin væru séð eftir henni. Hjálmar tók ástfóstri við Biblíuna og varð hún honum handgengin og svo margles- in, að oft var auðveldara að spyrja hann hvar ákveðin ritningarvers væri að finna en að leita þeirra í orðalyklum. Bænin varð líf hans og margar urðu bænir hans fyrir þeim sem voru beygðir eða sjúkir sem og fyrir landi og þjóð. Í ein fimmtán ár byrjaði hann nánast hvern virkan dag á bænastund í kirkjunni og það var honum sannarlega engin kvöð. Hjálmar valdist fljótt til trúnaðar- starfa í söfnuðinum. Það að vera í forystusveitinni var fyrir honum að ganga á undan með góðu fordæmi. Hvort sem var að nóttu eða degi var hann tilbúinn að koma og sinna því HJÁLMAR GUÐNASON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 34. tölublað (04.02.2006)
https://timarit.is/issue/284121

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

34. tölublað (04.02.2006)

Aðgerðir: