Morgunblaðið - 04.02.2006, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 04.02.2006, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Greta SvanlaugJónsdóttir fædd- ist í Reykjavík 10. ágúst 1916. Hún lést á Sjúkrahúsi Suður- lands 28. janúar síð- astliðinn. Faðir hennar var Jón Eyj- ólfur Jónsson, f. 29. júní 1888 á Kistu- felli í Lundarreykja- dal, d. 1. apríl 1957. Móðir Gretu var Sigurlaug Margrét Brandsdóttir, f. 24. nóv. 1883 í Meið- astaðagerði í Kálfatjarnarsókn, d. 29. jan. 1923. Alsystkin: María, f. 12. júlí 1914, d. 1988; Stefán Ósk- ar, f. 3. sept. 1917, d. 1981; Þor- geir, f. 10. júlí 1920, d. 1994; Hörð- ur, f. 13. des. 1921. Stjúpmóðir 1926 Þórunn Jónsdóttir. Stjúp- systkin: Ólöf Jóna Ólafsdóttir, f. Zenisa S. Magtangob; Hörður, f. 4. okt. 1957, kona Solveig Ruth Kristjánsson. Fóstursonur: Elvar Ingi Ágústsson, f. 17. ágúst 1959, sonur Guðlaugar. Barnabörnin eru orðin 21 og barnabarnabörnin 30. Greta Svanlaug var alla sína bú- skapartíð húsmóðir í Villingaholti. Auk þess að vera kirkjustaður með allri umsjón með kirkjunni og símstöð var heimilið lengst af helsti samkomustaður sveitarinn- ar. Í baðstofunni voru haldnir fundir og böll að ógleymdum erfi- drykkjunum. Einnig var farskóli í Villingaholti meðan sá háttur var á. Heimilið var eins konar umferðarmiðstöð þeirra tíma. Kristján maður Gretu og bróðir hans Gestur stunduðu smíðar og alls konar viðgerðir ásamt bú- skapnum, ásamt Jóni föður sínum meðan hans naut við. Margir áttu erindi við þá vegna þessa. Þannig að auk þess að hafa stórt heimili var gestagangur mikill. Greta verður jarðsungin frá Villingaholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. 27. júlí 1903; Sigur- þóra Steinunn Þor- björnsdóttir, f. 17. okt. 1908; Axel Marel Þorbjörnsson, f. 15. apr.1910; Hannesína Rut Þorbjörnsdóttir, f. 11. sept. 1915. Greta giftist Ingv- ari Kristjáni Jónssyni 21. des. 1940. Börn þeirra eru: Kristrún, f. 10. júlí 1939, maður Árni Gunnarsson; Guðlaug, f. 26. júní 1840, d. 4. sept. 1990, maður Svavar Bragi Bjarnason; Margrét, f. 3. apr. 1943, maður Ey- mundur Jóhannsson; Sigríður Jóna, f. 30. maí 1944, maður Ómar Breiðfjörð; Þórunn, f. 31. ágúst 1950, maður Ingimundur Berg- mann Garðarsson; Jón, f. 18. jan. 1952; Helgi, f. 15. jan. 1954, kona Elsku amma, nú er komið að kveðjustund og margar góðar og hlýjar minningar koma fram. Mamma bjó hjá þér og afa í Villinga- holti þegar ég fæddist og bjuggum við hjá ykkur afa þangað til ég var fimm ára. Það má því segja að ég hafi alist upp hjá ykkur afa að hálfu leyti, en svo byggðu mamma og pabbi hús í landi Villingaholts og það var því ekki langt að fara yfir í heimsókn til þín, amma, en það gerði ég nánast á hverjum degi þangað til ég flutti til Reykjavíkur 17 ára. Ég man hvað mér þótti gott að lúra ofan á þér þegar ég var lítil, þú varst svo mjúk og hlý og sagðir svo skemmtilegar sögur. Amma mín, þú varst iðin með eindæmum og prjón- aðir mikið af lopapeysum og sokkum um ævina, ég man vel eftir grænum sokkum með rauðri rönd í stroffinu sem þú prjónaðir handa mér þegar ég var sjö ára og þetta voru sokkar sem ég átti að nota í skólann. Og svo hafðirðu mjög gaman af því að sauma í og eru þau óteljandi öll ísaumin sem þú hefur saumað. Ég er svo heppin að eiga nokkur eftir þig. Amma var mjög góður bakari, og alltaf var nóg til með kaffinu í Vill- ingaholti enda oft margt um mann- inn. Það var alltaf stutt í hláturinn og glettnina og svo varstu svo liðug og létt á þér. Þú gast hjólað undir stöng fram yfir sextugsaldurinn. Þú gast sippað, lagt lófana flata í gólfið stand- andi og svo varst þú svo flink í bolta- leikjum, einn leikurinn er kallaður Danski boltinn en þá þarf maður að hafa 3–4 bolta í loftinu í einu. Amma missti afa 28. apríl 1977 og hefur því verið án hans í 29 ár, það er langur tími. Amma missti síðan næstelstu dóttur sína, Guðlaugu, sem er móðir mín, í september 1990. Þá sagði amma við mig: „Mikið vildi ég að ég hefði fengið að fara í staðinn fyrir hana,“ en við urðum sammála um að við réðum ekki ferðinni hér. Árið 1992 flutti ég með manninum mínum og syni til Svíþjóðar, mér fannst mjög erfitt að kveðja þig, amma mín, því mér fannst ég vera að fara svo langt frá þér, en við skrif- uðumst á og á ég ennþá bréfin frá þér og þau geymi ég vel. Síðan árið eftir komu Hafdís syst- ir, dóttir hennar og þú, amma, í heim- sókn til mín til Svíþjóðar. Mikið þótti mér gaman að keyra með þig um ná- grennið og skoða fjós hjá sænsku bændunum og skoða blómum skreytta kirkjugarða í góðu veðri. Þetta var í fyrsta og eina skiptið sem þú fórst til útlanda. Fjórum mánuðum eftir heimsókn ykkar þá datt ég og handleggsbraut mig og þú fréttir náttúrulega af þessu og dreifst þig í að baka ótal lag- tertur, jólakökur og kleinur, pakkað- ir þessu í stóran kassa og sendir mér til Svíþjóðar. Þessi góða sending kom sér vel. Svo liðu árin og þú varst nú eitt- hvað farin að þreytast en þú hélst alltaf heimili fyrir þig og syni þína, Jón og Helga, en það er þó nokkuð fyrir konu sem komin er á níræðis- aldurinn. Þú fórst að fara á dvalar- heimilið á Blesastöðum, þér fannst gott að hvíla þig þar en alltaf togaði Villingaholt í þig og fyrst um sinn fórst þú á milli og varst til skiptis í nokkra mánuði á hvorum stað. En svo þegar á leið þá hættir þú að vera heima og varst bara á Blesastöðum. Alltaf spurðir þú hvenær þú fengir að fara heim en það var nú lítið um svör. Þú varðst fyrir því óhappi í nóv- ember að mjaðmarbrotna og þú varst flutt suður á spítala og gert var að meiðslum þínum. Ég fór og heimsótti þig á spítalann, þú varst mjög þreytt og gast lítið talað. Þegar ég kvaddi þig þá vissi ég ekki að það yrði í síð- asta skipti sem ég sæi þig lifandi. Guð geymi minningu um elskulega ömmu um ókomna tíð. Hvíl í friði, elsku amma, og takk fyrir allt. Þín Greta Svanlaug. Elsku amma mín og langamma. Þá er kallið komið hjá þér, elskan mín, og komið að kveðjustund. Þú varst besta amma sem hægt var að hugsa sér, og var ég líka svo heppin að fá að alast upp á næsta bæ við þig. Þess vegna gat prakkarinn ég skroppið yfir til þín í mat og sagt án þess að blikna að það væri sko aldrei neinn matur heima hjá mér. Þú vissir náttúrlega alveg að ég var að plata en mig minnir nú að þú hafir yfirleitt aumkast yfir mig, með glettnisglampa í augunum. Já, af því þú varst alltaf svo létt í lund og fari. Ég veit að lífið var ekkert auðvelt hjá þér, amma mín. Þú eignaðist átta börn og komust þau öll á legg og eru sjö á lífi, en hún elsku mamma mín hún Lauga (Guðlaug) lést úr þessum skæða sjúkdómi, krabbameini, haustið 1990. Ég man hvað við skemmtum okkur vel saman vorið 1993, en þá ferðuð- umst við saman ég, þú og elsta barnið mitt, Guðlaug Svava, til Svíþjóðar, til að hitta hana systur mína og nöfnu þína, hana Gretu. Þú þurftir nú dálít- ið tiltal áður en þú samþykktir þetta ferðalag, en svo sannfærðist þú þeg- ar ég sagði við þig að þú ættir þetta alveg skilið og einkum og sér í lagi vegna þess að þetta var í fyrsta og eina skiptið sem þú skelltir þér til út- landa. Þetta var mjög ánægjulegur tími. Ég ætla þá ekki að hafa þetta lengra, elsku amma mín. Þín verður sárt saknað en ég hugga mig við það að bæði mamma mín og afi hafa tekið vel á móti þér. Hvíl þú í friði, elsku amma. Kveðja frá Emil og börnunum. Þín Hafdís. GRETA SVANLAUG JÓNSDÓTTIR ✝ Örn HilmarRagnarsson fæddist á Höfn 26. apríl árið 1944. Hann lést föstudag- inn 27. janúar síð- astliðinn eftir sjúk- dómslegu. Foreldrar hans voru Ragnar Snjólfsson verka- maður, f. 11. febr- úar 1903 í Þórisdal í Lóni, d. 6. ágúst 1995, og Margrét Stefanía Guðrún Davíðsdóttir húsmóðir, f. 20. ágúst 1899, d. 21. mars 1986. Örn var yngstur fjögurra bræðra. Hinir eru: Einar Baldvin, f. 3. september 1930, d. 8. september 2004, bílstjóri, maki Svava Guð- rún Gunnarsdóttir, f. 1936; Að- alsteinn, f. 22. ágúst 1933, d. 13. október 1952; og Davíð, f. 11. september 1935, sjómaður. Hinn 29. desember 1968 kvæntist Örn Huldu Jónsdóttur, f. 22. desember 1923. Eignuðust þau eina dóttur, Margréti Rögnu, f. 27. nóvember 1968. Maður hennar er Hrafn Sigvaldason, f. 1979. Börn þeirra eru fimm: 1) Stefán Örn, f. 1992. 2) Sigmund- ur Freyr, f. 1996. 3) Birgir Hrafn, f. 1997. 4) Valdimar Þór, f. 2004. 5) Viktoría Huld, f. 2005. Örn og Hulda skildu 1975. Fór hann í sambúð með Vivi Ann Gjö- veraa, f. 4. desember 1948, og tók hann syni hennar, þá Erik Gjöveraa, f. 17. nóvember 1964, og Geir Gjöveraa, f. 4. júlí 1968, í fóstur. Erik er giftur Svandísi Gunnarsdóttur, f. 1965, og eiga þau tvö börn, Berglindi Evu, f. 1996, og Sóleyju Vivian, f. 2003. Geir er í sambúð með Berglindi Schram, f. 1966, Geir á þrjú börn, Alexöndru, f. 1993, Alex Lindar, f. 1995, og Aron Lindar, f. 1995. Örn og Vivian slitu samvistum síðla árs 2005. Örn var háseti og vélstjóri áður en hann stofnaði út- gerðarfélagið Eskey í samstarfi við Braga Bjarnar- son og Sigtrygg Bendiktz árið 1969. Kristinn Guð- mundsson kemur inn í útgerðina árið 1973 er hann kaupir hlut Sig- tryggs. Þeir kaupa til sín bátinn Eskey árið 1969. Örn var vél- stjóri á Eskey uns hann byrjaði nám við Stýrimannaskólann árið 1976 og lauk hann því 1978. Að því loknu tók hann við skipstjór- astólnum á Hafnarnesi og reri á humar eitt sumar á honum. Síðan var hann skipstjóri á Voninni. Árið 1980 tók hann við skipstjór- astólnum á Eskey SF-54 og var þar fram til 1982, er þeir keyptu til sín Erling SF-65 en hann tók við honum og reri fram til 1993. Árið 1993 fengu þeir til sín Haf- dísi SF-75 og var hann skipstjóri á henni til 2003 er þeir seldu út- gerðina til Skinneyjar-Þinga- ness. Örn var annálaður bridgemað- ur og spilaði hann á allmörgum mótum innanlands og erlendis með sveit sinni. Örn var einnig mikil veiðimaður til lands og stundaði hann veiðar á tófu, rjúpu, silungi og laxi. Dvaldist hann marga daga og nætur uppi í Lóni við þessa iðju sína og reisti hann sér þar sumarbústað. Útför Arnar verður gerð frá Hafnarkirkju á Höfn í Hornafirði í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Allt tekur enda. Svo er einnig um ævi sérhvers manns. Örn Hilm- ar fæddist í Lóninu, þar sem nátt- úran hefur skapað eina fegurstu sveit á Íslandi. Jökulsá í Lóni klýf- ur sveitina frá jökli niður í byggð. Eini möguleikinn að leita yfirferð- ar var þar sem hún breiddi úr sér á leið til sjávar. Það var þó ekki ger- legt nema vönum mönnum hverju sinni. Fjöllin eru brött með háum hvössum tindum yfir byggðinni en fjær opnast hálendið og Snæfellið gægist yfir eins og það vilji fylgja vatninu til sjávar. Milli tindanna steypast bergvatnsárnar en skap þeirra fer eftir veðráttunni hverju sinni. Þvílíkt umhverfi mótar þá sem alast upp við það. Í þessari sveit var litið til þeirra sem ráku fráar og fallegar kindur heim að hausti og einnig þeirra sem komu með fal- lega silungskippu á bakinu að kveldi. Ungur fluttist Örn með foreldr- um sínum í þéttbýlið á Höfn og varð fljótt fullmótaður veiðimaður, lærði vélstjórn og síðar skipstjórn sem varð hans starf í áratugi. Einn gekk hann götuna til sjávar og sömu leið að kvöldi. Hann var kannski ekki vinmargur en fullt traust var á milli þeirra félaga í út- gerðarfélaginu Eskey sem þeir ráku í 30 ár. Örn var fengsæll og heppinn skipstjóri. Þar endurtók sagan sig frá unglingsárunum í Lóninu, það var tekið eftir því þeg- ar hann kom í land. Marga veiði- ferðina fór hann að Hvítingum við Eystra-Horn og aflaði vel. Þaðan opnaðist sveitin hans fallega og við blöstu fjöllin þar sem hann gekk einn til rjúpna og árnar þar sem hann þekkti hvern veiðistað. Spurningarnar voru: Sástu tófu, rjúpu eða var líf við árnar? Örn ferðaðist víða. Hann skemmti sér um allan heim, var fínn og snyrtilegur en hefði kannski á yngri árum mátt ganga hægar um gleðinnar dyr. Eina íþrótt stundaði Örn af miklu kappi, hann spilaði bridds. Leið hans lá um allt land á mót, einnig nokkrar ferðir til útlanda. Hann var þekktur við græna borð- ið, tók spilin upp yfirvegað, engin svipbrigði, ómögulegt að átta sig á framhaldinu, þar var hann verð- ugur andstæðingur. Þvílík var harkan að hann hafði beðið mig að spila við sig á næstu briddshátíð og taka frá tíma fyrir Madeiraferð í haust. Það eru nú um þrjú ár síðan Örn sneri baki við sjónum. Hann gætti sín ekki á því að sá illvígi læddist að honum. Daginn sem hann féll frá blakti ekki hár á höfði og þess vegna var hver koppur á sjó. Um leið og ég kveð þennan vin minn, spilafélaga og samferðamann sendi ég samúðarkveðjur til vanda- manna hans. Þorsteinn í Bjarnanesi. Okkur langar að minnast vinar okkar Arnar Ragnarssonar með örfáum orðum. Við kynntumst honum og Vivi í Taílandi í október 1999 en þangað fórum við í hópferð tæplega 50 manna frá Íslandi sem fæstir þekktust fyrir. Þarna eignuðumst við marga góða vini og er óhætt að segja að vinskapur okkar við Örn og Vivi standi upp úr. Margs er að minnast um vinskap okkar eftir þetta. Heimsóknir til þeirra á Höfn í Hornafirði og ekki hvað síst frábær ferð okkar á Ólafsvöku í Færeyjum sumarið 2003. Sú ferð verður lengi í minn- um höfð enda fengum við notið fá- dæma gestrisni frændfólks Viviar í Færeyjum og okkur boðið þar í hvert boðið á fætur öðru, sem er ógleymanlegt. Þá verður seint fullþakkað fyrir afnotin af sumarbústaðnum í Lóni, sem óhætt er að segja að standi á einum fegursta stað á Íslandi og eyddum við dásamlegum stundum þar. Við vottum fjölskyldu og öðrum ástvinum dýpstu samúð okkar. Inga og Róbert Árni. ÖRN HILMAR RAGNARSSON Ástkær eiginkona mín, elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSDÍS ÓLAFSDÓTTIR hjúkrunarkona, Bólstaðarhlíð 15, Reykjavík, lést föstudaginn 3. febrúar. Útför verður auglýst síðar. Þorvaldur Lúðvíksson, Hervör Lilja Þorvaldsdóttir, Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir, Lúðvík Þorvaldsson, Jóhanna Gunnarsdóttir, Ólafur Börkur Þorvaldsson, Ragnheiður Einarsdóttir, Þórhallur Haukur Þorvaldsson, Kristín Rut Einarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, systir og amma, AÐALBJÖRG SÓLRÚN EINARSDÓTTIR, Presthúsabraut 29, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness miðvikudaginn 1. febrúar. Valgeir Guðmundsson, Einar Valgeirsson, Lára Dagbjört Halldórsdóttir, Guðmundur Valgeirsson, Bergþóra Valgeirsdóttir, Valgerður Valgeirsdóttir, Freyja K. Þorvaldsdóttir Auður S. Þorvaldsdóttir og ömmubörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.