Morgunblaðið - 04.02.2006, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2006 45
MINNINGAR
mér á þessu tímabili og það kom í
minn hlut og Jóhanns að taka af þér
hárið þegar það var allt orðið laust.
Ég var í sjokki yfir þessu en þið hjón-
in gátuð haft gaman af og sögðuð okk-
ur vera að reyta þig eins og hænu. Þú
varst alveg jafn falleg án hársins, mér
fannst þetta breyta engu.
Framundan voru mikið erfiðir
tímar hjá þér, þær eru ófáar næturn-
ar sem þið hafið þurft að gista hjá
mér þar sem þú þurftir að sækja
lækningu til Reykjavíkur. Við reynd-
um að hafa eins gaman og mögulegt
var og vorum ánægð með þennan fína
matarklúbb sem orðið hafði til hjá
þér, Jóhanni, mér og Anga. Jóhann
og Angi sáu alltaf um matseldina og
þú og ég nutum. Mikið þykir okkur
sárt að vita til þess að matarklúbb-
urinn skuli verða án þín þegar við
flytjum aftur heim til Íslands.
Þú gerðir tvær tilraunir til þess að
heimsækja okkur hingað út til Bruss-
el en þú varst bara orðin svo veik að
það gekk því miður ekki upp. Þú
varðst að hætta við.
Ég græt sáran yfir að hafa ekki átt
möguleika á að kveðja þig á spítalan-
um. Hins vegar kem ég heim núna til
að fylgja þér í þína hinstu ferð.
Þú varst hetjan okkar allra. Þú
sýndir þvílíkt æðruleysi í þínum veik-
indum að það dáðust allir að þér og
hrifust með. Þegar ég gaf þér æðru-
leysisbænina sagðir þú mér að það
væri erfitt að tileinka sér þessi fallegu
orð en það varð þér nú aldeilis ekki
erfitt. Þú varst hetja í augum okkar
allra.
Elsku Júlía, nú er þjáningum þín-
um lokið og dvölin á hótel jörð hefur
tekið enda. Hótelið sem þú ert núna
komin á er fimm stjörnu og er fullt af
yndislegu fólki sem hefur hyllt þig
eins og sannri hetju ber þegar hann
Baldur þinn leiddi þig til þeirra. Við
sem eftir erum sitjum eftir í sárum og
djúpri sorg en yljum okkur saman við
yndislegar minningar um þig, konu
sem við öll erum betri manneskjur
fyrir að hafa kynnst.
Elsku Jóhann minn, ég er orðlaus
yfir þeirri yfirvegun og stillingu sem
þú hefur sýnt undanfarna daga og get
óhikað sagt að ég sé mikið stolt yfir að
vera litla systir þín.
Elsku Berglind og Ragnar Þór, þið
litlu hetjur. Mamma ykkar var óend-
anlega stolt af ykkur en nú er hún far-
in í ferðina löngu og enginn kemur í
staðinn. Ég vil að þið vitið að ég er sko
líka ótrúlega stolt af ykkur og ég verð
alltaf til staðar fyrir ykkur og ég kem
til með að standa þétt við hlið ykkar
beggja bæði í blíðu og í stríðu.
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlauztu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
Fyrst sigur sá er fenginn,
fyrst sorgar þraut er gengin,
hvað getur grætt oss þá?
Oss þykir þungt að skilja,
en það er Guðs að vilja,
og gott er allt, sem Guði’ er frá.
Nú héðan lík skal hefja,
ei hér má lengur tefja
í dauðans dimmum val.
Úr inni harms og hryggða
til helgra ljóssins byggða
far vel í Guðs þíns gleðisal.
(V. Briem.)
Þín elskandi mágkona,
Þórunn.
Guð minn góður hvað það er erfitt
að setjast niður og skrifa minningar-
grein um Júlíu mína. Það er svo sárt
að missa þig. Það er óásættanlegt.
Þetta er stundum svo ósanngjarnt líf,
en þú barðist við þennan illvíga sjúk-
dóm í svo mörg ár. Þú þráðir að fá
hvíld eftir alla þessa baráttu. Það er
svo gott að vita að þér líði núna vel hjá
Baldri. Hann kom og sótti þig sama
dag og hann dó fyrir tveimur árum.
Hann gat ekki lengur horft upp á þig
þjást. Þú varst svo mikil baráttukona,
Júlía mín. Þú gerðir allt til að láta þér
líða vel en ég er svo heppin að eiga
frábærar minningar um þig sem ég
mun varðveita vel. Alltaf gat ég leitað
til þín þegar mér lá eitthvað á hjarta.
Þú varst alltaf svo góðhjörtuð og blíð
við mig. Alltaf hafðir þú áhyggjur af
öðrum þrátt fyrir veikindi þín. Þegar
ég hugsa um þig núna sé ég þig sitja
og prjóna. Það var eitt af þínum
áhugamálum. Þú prjónaðir peysu og
húfu á Ásgeir Orra litla frænda þinn
sem er mér svo kær. Ég var svo hepp-
in að fá að eiga lopapeysu sem þú náð-
ir að klára að prjóna handa mér og ég
á eftir að varðveita svo vel. Það var
með síðustu peysunum sem þú gerðir.
Ég man hvað þú hafðir miklar
áhyggjur af því að það átti eftir að
setja rennilásinn á peysuna þegar við
töluðum saman á spítalanum daginn
áður en þú fórst. En þetta er einmitt
það sem einkenndi þig, þú hafðir svo
miklar áhyggjur af öðrum og vildir
gott fyrir alla aðra gera.
Takk æðislega fyrir allar góðu
stundirnar sem við höfum átt. Allar
bústaðaferðirnar, búðarápið, ættar-
mótin, kaffispjallið og ekki má
gleyma þjóðhátíðunum. Þú ert hetjan
mín sem lifir í minningu minni. Enda-
laust á ég eftir að sakna þín, Júlía
mín.
Guð geymi og varðveiti þig, elsku
Júlía mín.
Elsku Júlía þú ert langbesta
frænka sem ég hef átt enda varstu
eins og stóra systir mín.
Þín að eilífu,
Þórunn.
Elsku Júlía. Þú varst alltaf góð,
skemmtileg og besta frænka sem
maður getur hugsað sér.
Ég er 100% sammála Ragnari og
Berglindi um að þeim fannst þú vera
besta mamma í heimi.
Sjö og hálft ár með krabbamein.
En viltu lofa okkur einu: aldrei fara
frá fjölskyldunni þinni. Geturðu lofað
því? Bara fyrir þína fjölskyldu.
Vonandi líður þér miklu betur. All-
ir sakna þín.
Ég vona að þú hafir haft það sem
best í lífinu og notið þess að vera til.
Nú bráðum ætla allir að fá að
kveðja þig.
Faðir vor, þú sem er á himnum
helgist þitt nafn,
til komi þitt ríki,
verði þinn vilji,svo á jörðu sem himni.
Gef oss í dag vort daglegt brauð
og fyrirgef oss vorar skuldir,
svo sem vér og fyrirgefum vorum
skuldunautum.
Eigi leið þú oss í freistni,
heldur frelsa oss frá illu.
því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að
eilífu.
Amen.
Þín
Lísa Margrét.
Elsku Júlía. Við áttum margar
yndislegar stundir með þér við fjöl-
skyldan. Þú varst svo mikil hetja. Þú
sem barðist við þín veikindi fram á
hinstu stund. Í öllum lyfjameðferðun-
um sem þú fórst í þurftir þú að koma
upp á land og þá kom öll fjölskyldan
saman og borðaði góðan mat eða við
pöntuðum pítsu og töluðum um dag-
inn og veginn en alltaf varst þú bros-
andi og leið vel að hitta okkur þrátt
fyrir veikindi þín en núna er svo tóm-
legt án þín, elsku Júlía. Okkur verður
það alltaf minnisstætt hvað þér
fannst gaman að taka myndir af fólk-
inu sem var í kringum þig og um-
hverfinu. Þú náðir oft góðum mynd-
um af litla frænda þínum sem þér
þótti svo vænt um. Þú varst alltaf
tilbúin að vera með hann þegar við
þurftum að bregða okkur frá. Við
gleymum því aldrei þegar við fórum í
útskriftarveislu og þú bauðst til að
vera með hann þótt veikindin væru
farin að hafa mikil áhrif á þig. Það
kvöld varð Þórunn fyrir því óhappi að
fá rauðvín yfir sig. Hún fór heim til að
skipta um föt og þá tók Júlía okkar á
móti henni og setti fötin í þvott og
keyrði hana í veisluna. Svona var hún
alltaf. Alltaf tilbúin að gera allt fyrir
alla. Morguninn eftir var hún búin að
ganga frá öllum fötunum og setti í
aðra vél. Hún hugsaði alltaf svo vel
um okkur og sérstaklega litla frænda
sinn. Hún sagði að hann væri svo mik-
ill gullmoli og gleðigjafi.
Það var svo sárt þegar við vorum
að kveðja hana á sjúkrahúsinu í Vest-
mannaeyjum vegna þess að hún vissi
innst inni að hún mundi ekki sjá litla
frænda sinn aftur þar sem hann var
uppi á landi. Hún spurði mikið um
hann og bað okkur að hugsa vel um
hann.
Takk enn og aftur fyrir allt sem þú
hefur gert og skilið eftir þig hjá okk-
ur. Við munum varðveita jólakortin
sem þú skrifaðir alltaf svo fallega til
okkar. Þú áttir svo auðvelt með að tjá
tilfinningar þínar með skrifum þín-
um. Það hefur verið átakanlegt að
fylgjast með skrifum þínum á netinu
og við erum stolt af því hversu opin og
hreinskilin þú varst með þín veikindi.
Við munum einnig varðveita handa-
vinnu þína þar sem þú varst einstak-
lega handlagin og gerðir allt svo vel
sem þú tókst þér fyrir hendur.
Elsku Jói, Berglind og Ragnar Þór,
við sendum ykkur innilegustu sam-
úðarkveðju á þessum erfiðum tímum.
Megi minningin um yndislegu Júlíu
ykkar lifa í hjörtum okkar.
Þórunn, Magnús Geir
og Ásgeir Orri.
Júlía var eldri systir pabba og hef-
ur verið sönn hetja seinustu sjö árin.
Hún greindist með krabbamein í
brjósti árið 1998. Hún átti heima í
Vestmannaeyjum ásamt Berglindi og
Ragnari börnum sínum og Jóa eig-
inmanni sínum Þegar hún var uppi á
landi og hjá mömmu sinni, ömmu
minni, fór ég næstum alltaf í heim-
sókn.
Júlía var ein af bestu frænkum
mínum, og ég elskaði þegar öll fjöl-
skyldan hennar kom upp á land og við
borðuðum saman heima hjá ömmu,
sérstaklega hrygg eða hamborgara,
svo ís í eftirrétt
Ég man alltaf um jólin 2000 minnir
mig að ég fékk að opna einn pakka
strax eftir matinn. Ég valdi pakkann
sem Júlía gaf mér. Í honum var
nammi og skilti til að setja á hurð sem
Júlía bjó til. Á því stóð: „Hvar er
Aníta?“ og svo hékk hús úr því og á
því stóð „Í körfubolta“.
Það var þegar ég var að æfa körfu
og svo jólin 2005 gaf hún mér svarta
og hvíta lopapeysu sem ég mun
örugglega aldrei láta sleppa frá mér.
Svo líka rauða Volkswagen tösku,
„War of the worlds“ og „Racing strip-
es“.
Ég man alltaf eftir þeim atburði í
ágúst 2005 á ættarmótinu úti í Höfn.
Föstudagurinn var mjög erfiður fyrir
mig. Ég þekkti engan þarna nema
Júlíu, Jóa, Ragnar og Berglindi, svo
auðvitað ömmu og afa. Ég spurði afa
um bíllykilinn, fór inn í bílinn hans, og
grét mig í svefn. Mér leið eitthvað
voðalega illa. Fyrsta manneskjan sem
tók eftir mér var Júlía. Hún kom inn í
bíl og huggaði mig og skutlaði mér
upp á hótel. Ég fékk að vera þar
ásamt Jóa að horfa á mynd
(2Fast2Furious). Sofnaði reyndar yf-
ir henni. Um morguninn vaknaði ég
við að Júlía var komin úr bakaríinu
úti í Höfn með stóra brauðtertu og
kókómjólk fyrir alla.
Júlía Bergmannsdóttir dó 25. jan-
úar 2006 kl. 23.38 og hefur verið ein
mesta hetja aldarinnar! Hún hefur
svo sannarlega lifað lífinu vel.
En það furðulega við daginn sem
hún dó var að fyrrverandi besti
frændi minn, Baldur, dó fyrir ná-
kvæmlega tveimur árum kl. 23.
Þín frænka,
Aníta.
Fleiri minningargreinar um Júlíu
Ólöfu Bergmannsdóttur bíða birt-
ingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga. Höfundar eru: Viðar
og Eygló, Jóna Björg, Davíð og Elva
Rún, Valmundur, Björg, Anna og
Valur, Guðrún Bergrós Tryggva-
dóttir, Guðbjörg Erla, Hanna Carla
Jóhannsdóttir, Áslaug Finnsdóttir,
Gerður Garðarsdóttir, Steinunn
Hödd, Árni Johnsen, Eygló G.,
Eygló E., Hulda, Rósa, Árný, Björg,
Jóný, Erna og Sveindís, Birkir Eg-
ilsson, Gunnhildur Kjartansdóttir
og Ólafur Erlendsson.
✝ Eyjólfur Guð-mundur Ólafs-
son fæddist í
Reykjavík 27.12.
1916. Hann lést á
Fjórðungssjúkra-
húsinu á Ísafirði 31.
janúar síðastliðinn.
Móðir hans var Guð-
mundína Ingunn
Eyjólfsdóttir, f. í
Smiðjuvík á Horn-
ströndum 27.5.
1890, d. 12.2. 1984.
Faðir Eyjólfs var
Ólafur Ólafsson, f.
27.8. 1888, d. 3.3. 1957. Foreldrar
Eyjólfs bjuggu ekki saman. Systir
sammæðra var Anna Maríanus-
dóttir, f. 14.5. 1919, d. 18.7. 1997.
Systkini samfeðra: Ólafur, Guð-
mundur, Magnúsína, Ólöf, Hall-
dór og Einar. Af þeim eru Magn-
úsína og Halldór á lífi.
Eyjólfur kvæntist 22.5. 1954
Guðrúnu Friðriku Pétursdóttur
frá Kvíum í Jökulfjörðum, f. 7.9.
1908, d. 20.12. 1982. Guðrún var
ekkja. Eyjólfur og Guðrún eign-
uðust saman sex börn. Þau eru: 1)
Einar Eyjólfur, f. 6.1. 1940, býr á
Eskifirði, kvæntur Elínu Kristínu
Hjaltadóttur, f. 23.2. 1946. Þau
eiga tvo syni. 2) Ólafur Guðjón, f.
16.6. 1942, býr á Ísafirði, kvæntur
Jónínu Sigurjónsdóttur. 3) Petr-
ína Helga, f. 30.10. 1944, býr á Ak-
ureyri, maður Pétur Jónsson, f.
13.8. 1944. Þau eiga tvo syni. 4)
Ingólfur Birkir, f. 5.7. 1946, býr á
Ísafirði, kvæntur Sigrúnu Guð-
mundsdóttur, f. 16.10. 1946. Þau
eiga þrjár dætur. 5) Þráinn, f.
10.3. 1949, býr á Ísafirði, kvæntur
Grétu Gunnarsdóttur, f. 14.2.
1954. Þau eiga þrjú börn. 6) Rún-
ar, f. 7.8. 1954, býr á Ísafirði.
Hann var kvæntur Auði Valsdótt-
ur, f. 30.6. 1958. Þau eignuðust
þrjú börn en skildu.
Guðrún átti tvö börn frá fyrra
hjónabandi. Stjúpbörn Eyjólfs
eru: 1) Sigurborg Ingunn Einars-
dóttir, f. 11.5. 1932,
býr á Eskifirði, mað-
ur Sören Sörensson,
f. 26.6. 1924, d. 13.9.
2004. Þau eignuðust
einn son. Sören var
ekkjumaður og ól-
ust dætur hans, Jak-
obína og Helena,
upp hjá þeim. 2)
Þorvaldur Einars-
son, f. 22.2. 1937,
býr á Eskifirði,
kvæntur Friðriku
Björnsdóttur, f.
19.1. 1941, og eiga
þau fjögur börn.
Afkomendur Eyjólfs og Guð-
rúnar fylla brátt fimmta tuginn.
Eyjólfur flutti barn að aldri til
Ísafjarðar og ólst upp á eyrinni
norðanverðri kringum Ölduna
með móður sinni og systur. Hann
fór snemma til sjós og var sjómað-
ur nema nokkur ár sem hann var í
lögreglunni á Ísafirði.
Hann gekk í barnaskóla á Ísa-
firði en skólaárið 1941–1942 var
hann í Stýrimannaskólanum á Ísa-
firði og fékk við það skipstjórn-
arréttindi. Hann var lengst af á
samvinnubátunum og ,,dísunum“
með miklum aflaskipstjórum á
vertíð á vetrum og síld á sumrin.
Þegar þeim útgerðum lauk fór
hann sjálfur að gera út, fyrst
Svaninn en frá 1971– 1981 Báru
ÍS í félagi við Ólaf son sinn.
Eyjólfur hætti útgerð 1981 Eft-
ir það reri hann á opinni trillu,
Rúnu, öll sumur og fór síðast á sjó
fyrir fjórum árum 85 ára gamall.
Eyjólfur bjó á Hlíðarvegi 45 allt
þar til 1993 þegar hann flutti í
íbúðir aldraðra á Hlíf I á Ísafirði
og bjó þar þangað til í nóvember
síðastliðið ár að hann flutti á þjón-
ustudeild fyrir aldraða á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á Ísafirði þar
sem hann lést.
Útför hans verður gerð frá Ísa-
fjarðarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Elsku langafi minn. Mikið varð ég
hryggur þegar mamma og pabbi
sögðu mér að þú værir dáinn. Það er
svo stutt síðan ég sagði við mömmu
og pabba að við yrðum að heimsækja
þig næst þegar við færum til Íslands
því ég væri svo hræddur við að þú
myndir deyja áður en við gætum hitt
þig. Pabbi og mamma segja að þú
verðir alltaf hjá okkur og passir vel
upp á okkur. Ég veit að ég á eftir að
hugsa oft um þig og sakna þín mikið
því þú ert besti og hlýjasti langafi
sem hægt er að eiga.
Guð og englarnir geymi þig, elsku
langafi minn.
Þinn langafastrákur í Danmörku,
Pétur Jónsson.
Elsku langafi. Við urðum svo leið
og sorgmædd þegar mamma og
pabbi sögðu okkur að þú værir dá-
inn. Okkur langar að segja þér að
okkur þykir mjög vænt um þig og að
þú munt alltaf lifa í hjarta okkar. Við
eigum yndislegar og hlýjar minning-
ar um þig sem munu fylgja okkur í
lífinu.
Vaktu, minn Jesús,vaktu í mér,
vaka láttu mig eins í þér,
sálin vaki þá sofnar líf,
sé hún ætíð í þinni hlíf.
(Hallgr. Pét.)
Sofðu rótt, elsku langafi.
Þín
Kara Mist og Ævar, Danmörku.
EYJÓLFUR GUÐ-
MUNDUR ÓLAFSSON
Yfir 40 ára reynsla
Sendum myndalista
Steinsmiðjan MOSAIK
Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík
sími 587 1960 • www.mosaik.is
10-50% afsláttur
TILBOÐ
á legsteinum,
fylgihlutum og
uppsetningu
SÓLSTEINAR
Gæði
Góð þjónusta
Gott verð
Mikið úrval
i
j
i i l
Kársnesbraut 98, 200 Kópavogi – s: 564 4566
www.solsteinar.is – sol@solsteinar.is
15-50% afsláttur